Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Blaðsíða 23
Fólk 23Mánudagur 11. mars 2013 F réttakonan glæsilega og skelegga, María Sigrún Hilm­ arsdóttir, er mætt aftur á skjá­ inn eftir fæðingarorlof. María Sigrún og eiginmaður hennar, Árni Pétur Jónsson, eignuðust soninn Hilmar Árna í apríl í fyrra en Hilmar er þeirra fyrsta barn. Maríu Sigrúnu er margt til lista lagt og bakaði hún meira að segja eigin brúðkaupstertu sem þótti einkar snotur og girnileg. Fréttakonan Rakel Þorbergs dóttir fyllti í skarðið í fjarveru Maríu Sig­ rúnar og þótti standa sig vel. n María Sigrún mætt aftur n Komin til starfa eftir fæðingarorlof n Bauð upp á góðgæti í vinnunni Ú tvarpsmaðurinn, plötusnúð­ urinn og hugmyndasmiður­ inn Siggi Hlö fagnaði 45 ára afmæli sínu á föstudaginn. Siggi starfar á auglýsingastofunni Pipar/TBWA sem er líklega einn hressasti vinnustaður landsins. Siggi bauð upp á rjómaís og sælgæti í vinnunni svo samstarfsfólkið gæti búið til sinn eigin bragðaref. Siggi er mikið afmælisbarn en í fyrra bauð hann vinnufélögum sínum upp á risastóra afmælisköku með mynd af afmælisbarninu sjálfu. n Stórafmæli Sigga Hlö Á sdís Rán hefur komið sér vel fyrir í Búlgaríu og hefur fatahönnun hennar slegið í gegn þar. Hún þykir hafa gott nef fyrir viðskiptum og stýrir sínu eigin fyrirtæki ásamt því að starfa sem fyrirsæta. Vinsældir hennar hafa komið henni á forsíður fjölda tímarita og hefur hún kom­ ið fram í fjölmörgum spjallþáttum eins og mörgum er kunnugt. Ásdís Rán hefur dvalið um nokkra hríð á Íslandi og fer út Búlgaríu á þriðjudag þar sem henn­ ar bíður mikil vinna næstu mánuði. Hún segist sjaldan eiga sér dæmig­ erðan dag, líf hennar einkennist af mikilli fjölbreytni. „Það eina sem er dæmigert er að ég vakna og fæ mér kaffi á hverjum morgni,“ segir Ás­ dís Rán. Gekk frá skilnaðinum Ásdís Rán gekk nýlega frá skilnaði sínum við fótboltakappann Garðar Gunnlaugsson en þau voru gift í heil sex ár. Garðar er búsettur á Íslandi um þessar mundir og er samningsbundinn knattspyrnu­ félaginu ÍA. Hann er kominn í sam­ band með íslenskri konu en Ásdís Rán fer sér að engu óðslega. Hún segist þó aðspurð myndu vilja eyða hinni fullkomnu helgi með íslensk­ um draumaprinsi á „exótískum“ stað. „Ætla að halda nafninu fyrir mig þar sem hann er íslenskur en vænt­ anlega myndi ég velja einhvern „exotic“ stað eins og Maldíveyjar eða Karíbahafið í rómantískri helgi með öllu tilheyrandi á lúxushóteli. Ég er svo mikil prinsessa.“ n iris@dv.is Þér er boðið á stefnumót með hálftíma fyrirvara, í hverju ferð þú og hvað gerir þú? „Ég er ávallt tilbúin með útlitið á hreinu, það þarf ekki annað en hringja og ég er klár á sömu mínútunni.“ Uppáhaldsstaður þinn á heimili þínu er? „Það eru pottþétt svalirnar mín- ar í Búlgaríu, en þar sit ég kvöld og morgna og nýt þess að horfa á útsýnið.“ Best að borða? „Ætli það sé ekki sushi, það eru alveg frábærir sushi-veitingastaðir í Sofiu þar sem maður kynnist tugum af mismunandi og framandi sushi-réttum.“ Drykkurinn er? „Ég elska vatn og drekk mikið af því, enda er það mikilvægt í mínu starfi að líta sem best út. Ef ég geri mér dagamun verður ískalt hvítvín fyrir valinu.“ Hvað er í töskunni þinni núna? „Ég er með litla tösku núna og hún inniheldur varalit, IceQueen-gloss, IceQueen-púður, debetkort og svartan augnblýant.“ Uppáhaldsfatamerki? „Úff, erfitt að gera upp á milli, en þau sem standa upp úr eru Gucci og Louis Vuitton, en hönnuður líklegast Cavalli.“ Dýrmætasta flíkin í fataskápnum er? „Eflaust brúðarkjóllinn minn sem er mjög sérstakur og ég held mikið upp á. Hann var sérstaklega hannaður fyrir mig í Las Vegas, skreyttur „swarovski“ og alger gersemi.“ Einhver tískuslys af þinni hálfu í fortíðinni? „Já, alveg örugglega. Þau henda besta fólk en maður lærir af þeim.“ Lumar þú á fegrunarráði? „Nóg til af þeim. En einfaldast er bara að láta Hair- doo-stelpurnar sjá um hárið og neglurnar, mæta svo reglulega í World Class og í LPG-tækið hjá Líkamslögun og náttúrulega mála sig með IceQueen-förðunarvörunum þá er maður þokkalega skotheldur.“ Hvað borðar þú í morgunmat? „Ég fæ mér oftast Hámark þegar ég vakna á Íslandi og egg í Búlgaríu eða hafragraut plús kaffi, get ekki sleppt kaffinu.“ Draumaprinsinn er íslenskur n Ásdís Rán á leið til Búlgaríu eftir langt stopp á Íslandi Elskar vatn Upp- áhaldsdrykkur Ásdísar er vatn en ískalt hvítvín við sérstök tækifæri. DV spurði Ásdísi Rán nokkurra laufléttra spurninga Í eigin hönnun Ásdís Rán klæðist hér undir- fatnaði úr Icequeen- línunni sem hún hannaði. Biskupinn á Facebook ­„Af sem áður var“ Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er vel liðin í embætti sínu. Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir sagði frá góðum sam­ skiptum sínum við hana á Facebook­síðu sinni. „Áður en Agnes M. Sigurðardóttir tók við embætti biskups þá þurfti maður að hafa samband við tengilið á biskupsstofu og hafa töluvert fyrir því að fá fréttaviðtal við biskup. Það er af sem áður var, ég sendi Agnesi skilaboð á facebook og hún hringdi í mig 10 mínútum síðar. Þetta kalla ég framfarir.“ A gnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er vel liðin í embætti sínu. Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir sagði frá góðum samskiptum sínum við hana á Face­ book­síðu sinni. „Áður en Agnes M. Sigurðardóttir tók við embætti biskups þá þurfti mað­ ur að hafa samband við tengilið á bisk­ upsstofu og hafa töluvert fyrir því að fá fréttaviðtal við biskup. Það er af sem áður var, ég sendi Agnesi skilaboð á facebook og hún hringdi í mig 10 mín­ útum síðar. Þetta kalla ég framfarir.“n Biskupinn á Facebook n „Af sem áður var“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.