Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Blaðsíða 15
Fékk þrisvar heilaæxli Þetta er spurning um peninga Ég hélt alltaf að ég væri með flensu Guðmundur Guðjónsson safnar mottu í minningu föður síns. – DVUng kona sem útskrifaðist úr Lögregluskólanum í desember fær hvergi vinnu. – DVBjörn Magnússon læknaðist af lifrarbólgu C en þurfti nýtt nýra. – DV Alþingi er rúið trausti Spurningin „Ég hef enga trú á því að það sé að koma.“ Óskar Arnórsson 34 ára bankastarfsmaður „Mér finnst það æðislegt. Það er góð lykt í loftinu, svona Cetavlex- lykt í loftinu.“ Daníel Perez Eðvarðsson 20 ára ljósmyndanemi „Það er bara yndislegt. Meiri dagsbirta og meiri gleði.“ Benedikt Reynisson 35 ára textahöfundur „Mér finnst bara rosalega gott að vorið sé að koma.“ Daníel Örn Einarsson 24 ára handboltamaður „Það er ekkert komið. Annars verður það fínt þegar að því kemur.“ Sveinn Rúnar Einarsson 26 ára rekstrarstjóri á Prikinu Hvað finnst þér um vorkomuna? 1 „Það vantaði alla hlýju, umhyggju og kærleika“ Hlynur Már var á forræði barnaverndar nánast alla sína barnæsku. 2 Fékk sýkt blóð eftir alvarlegt bílslys Björn Magnússon gekkst undir nýrnaígræðslu en nýrað fékk hann frá eiginkonu sinni. 3 Stunda kynlíf 112 sinnum á ári Samkvæmt rannsókn stunda pör á aldrinum 18–29 ára kynlíf 112 sinnum á ári að meðaltali. 4 Ahmadinejad í bobba fyrir að faðma forsetamóður Aðstoðar- menn hans reyndu síðan að falsa myndina og setja karlmann í staðinn. 5 Þriggja ára fangelsisvist fyrir að smygla fornminjum frá Tyrklandi Davíð Arnar Bjarnason situr í fangelsi í Tyrklandi grunaðir um smygl á fornminjum. 6 „Ég finn enn til mikils haturs gagnvart föður mínum“ Nate Phelps flúði frá Westboro Baptist Church-söfnuðinum í Bandaríkjunum. 7 „Læk“-hnappurinn getur komið upp um þig Rannsókn gefur til kynna að like-hnappurinn sé ekki eins saklaus og hann lítur út fyrir að vera. Mest lesið á DV.is E kkert er eins brothætt og traust. Það tekur langan tíma að byggja það upp og lítið feilspor getur rú- stað því. Alþingi er rúið trausti eftir það sem gengið hefur á síðustu misserin. Sennilega væri eitthvað að þjóðinni ef það treysti þinginu og stjórnmálamönnum eftir það sem á undan er gengið. En ástandið er óviðunandi og verður að breytast. Margt hefur farið miður á þessu kjörtímabili þótt við höfum ekki þurft að upplifa álíka hamfarir og á því sem var á undan. Ég mun aldrei fyrirgefa það hvernig bankarnir hafa verið endurreistir á kostnað skuldsettra heimila og ekki heldur að tækifærin til að leiðrétta forsendubrestinn sem olli stökkbreytingu lánanna okkar skuli ekki hafa verið nýtt. Ég mun aldrei fyrir gefa það að heil kynslóð fólks er nú tæknilega gjaldþrota, eignir hennar og ævisparnaður hefur gufað upp. Allt þetta má skrifa á núverandi stjórnvöld. Það er hins vegar ekki hægt að segja að ríkisstjórnin beri ábyrgð á því að hugsanlega séum við að glutra niður einstöku tækifæri til að endurskoða stjórnarskrána í heild sinni. Stjórnar- skráin er mál fólksins og mál þingsins, ekki ríkisstjórnarinnar. Eftir að rannsóknarnefnd Alþing- is hafði skilað skýrslu sinni fór fram mikil og merkileg vinna í þinginu. Markmiðið var að læra af skýrslunni og tryggja að aldrei aftur gæti svona nokkuð gerst. Við ætluðum að bæta okkar vinnubrögð og verkferla, bæta stjórnmálamenninguna og fara yfir þá löggjöf sem nauðsynlegt var talið að laga. Alþingi ályktaði þann 28. septem- ber 2010 í kjölfar þeirrar vinnu og þar stendur meðal annars: „Alþingi ályktar að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Mikilvægt sé að Al- þingi verji og styrki sjálfstæði sitt og grundvallarhlutverk. Alþingi ályktar að taka verði gagn- rýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og leggur áherslu á að af henni verði dreginn lærdómur.“ Þingið samþykkti einnig að fram skyldi fara endurskoðun á hinum ýmsu lögum á tilgreindum sviðum. Þar var endurskoðun á stjórnarskrá lýðveldisins að sjálfsögðu fyrst nefnd. Þeirri endurskoðun virðist þingið nú vera að klúðra sem eykur vart á traust til þess. Og maður hlýtur að spyrja, hvað sé að þessu þingi? Af hverju get- ur þingið ekki klárað þetta mál? Ég á sæti í stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd og málið er fullbúið. Við höf- um fengið til okkar færustu sér- fræðinga, innan lands og utan og velt við hverjum steini. Menn segja að það sé ekki tími til að klára málið en það er rugl, það er víst tími. Af hverju skyldu þingmenn ekki vinna út kjör- tímabilið? Það væri þyngra en tárum taki ef Alþingi tekst ekki að samþykkja málið á þessu þingi. Auðvitað þarf það næsta að samþykkja líka en þá geta kjósendur líka valið flokka í næstu kosningum eftir því hvar þeir standa í þessu máli. Þrír þingmenn í formannsbrókum hafa lagt fram fal- lega þingsályktun um að klára mál- ið á næsta kjörtímabili. Ég spyr, af hverju ættu kjósendur að treysta því að nýtt þing ynni eftir henni þegar reynslan frá 28. september 2010 sýn- ir að þingmenn virða ekki einu sinni eigin ályktanir. Og traust á Alþingi mun ekki vaxa á meðan það stendur ekki við eigin ályktanir og skuldbindingar. Blíða Eftir átökin í veðrinu undanfarnar vikur leika nú öllu mildari vindar um landið. Um helgina kólnar á nýjan leik en ekki er þó útlit fyrir viðlíka vetrarharðindi og geisuðu um land allt í síðustu viku. Með hverjum deginum styttist í vorið, eins og sjólagið við Reykjavík á þriðjudag bar vott um. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Kjallari Margrét Tryggvadóttir Umræða 15Miðvikudagur 13. mars 2013 „Stjórnar- skráin er mál fólksins og mál þingsins, ekki rík- isstjórnarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.