Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Blaðsíða 16
Asíugáttin – Ísland nær forskoti 16 Umræða 13. mars 2013 Miðvikudagur N ýja-Sjáland og Chile eru dæmi um lönd, sem sköp- uðu sér einstaka stöðu gagnvart Kína með því að ná því að gera fríverslunar- samning við það efnahagsveldi sem hraðast rís í heiminum. Þannig náðu Nýja-Sjáland og Kína eins- töku forskoti á nágranna sína. Það hefur sannarlega komið þeim til góða. Viðskiptin milli Nýja Sjálands og Kína hafa síðan aukist um 50 af hundraði á tæplega fimm árum. Og viðskipti Kína og Chile hafa fimm- faldast frá árinu 2006. Sama mun gerast fyrir íslenskan útflutning fjöl- breyttrar flóru íslenskra fyrirtækja, þegar fríverslunarsamningur við Kína er kominn til framkvæmda. Hann mun skipta sköpum til fram- tíðar. Þá mun forskotið skipta okkur öllu gagnvart hinum risastóra kín- verska heimamarkaði, og sú vild, sem við munum af honum njóta. Mikilvægi Asíugáttarinnar Ég hef skilgreint Asíugáttina sem eina af þremur helstu viðskiptagátt- um Íslands til umheimsins – og þar er Kína mikilvægast. Samhliða höf- um við líka lagt gríðarlega áherslu á fríverslun við SA-Asíu alla, Víetnam, Malasíu, og náttúrlega við risann Indland. Við höfum líka stofnað til pólitískra tengsla við Singapore, sem hefur áhuga á norðurslóðum vegna væntanlegra skipaleiða norður um pól, og hefur áhuga á að fjárfesta með Kínverjum, Þjóðverjum, jafnvel Dúbaí, í umskipunarhöfn á Norð- urlandi fyrir risafragtskip, sem eru ísstyrkt. Singapore er raunar eina ríkið í heiminum sem er að smíða slík ofurskip. Eftir liggur Burma, 60 milljóna land sem er að opnast, og við megum ekki gleyma, og Kambó- día, þar sem erfiðast er að athafna sig vegna útbreiddrar spillingar. Þessi ríki munu þróast saman í einn innri markað, sem verður þriðji stærsti heimamarkaðurinn á svæð- inu, á eftir Kína og Indlandi. Það eru gríðarlegir hagsmunir fyrir okkur að ná pólitísku og viðskiptalegu for- skoti með því að gera fríverslunar- samninga við þau öll. Ég hef sem utanríkis ráðherra unnið sleitu- laust að því, einsog þau fjölmörgu fyrirtæki vita, sem ég hef átt sam- skipti við sökum þessa. Afrakstur- inn munu íslensk fyrirtæki skera upp á næstu árum og áratugum. Í utanríkis ráðuneytinu er framsýni leiðarljós okkar. Fríverslun við Kína Auk þess sem ég hef ýtt fast á eftir gerð fríverslunarsamninga við Ind- land, Malasíu, og Víetnam, vegna starfa minna sem formaður ráð- herraráðs EFTA um sinn, þá hef ég líka lagt mikla áherslu á að nota góð og vaxandi tengsl Íslendinga við efnahagsrisann sem hraðast flýgur með himinskautum og hef nú lokið fríverslunarsamningi við Kína. Hann verður undirritaður í næsta mánuði af forsætisráðherra Íslands. Kínverjar féllu frá kröfum um óheftan tímabundinn innflutn- ing á vinnuafli, bættu boð sín um afnám tolla á fiski og iðnvarningi, og skeyttu inn vernd hugverka. Það tókst ekki síst fyrir vinsemd Wen Ji Bao, sem hingað kom í fyrra, jarð- fræðingur, sem svo hreifst af landi og þjóð, að á fundum með okkur íslenskum ráðherrum gaf hann í heyranda hljóði skýr fyrirmæli til þeir 11 ráðherra sem með honum voru, að ljúka samningum og finna þær sérlausnir sem Ísland krafðist. Samningurinn mun skapa Íslandi einstakt forskot, alveg einsog Nýja- Sjálandi og Chile. Markaðurinn í Kína verður mikilvæg nýrækt fyrir ís- lenskan útflutning í framtíðinni. Tilraunastofa í lýðræði Í Helgarblaði DV var um margt fróð- leg grein um fríverslunarsamning Íslands og Kína undir yfirskriftinni „Fyrsta skrefið til Evrópu“. Hún var eftir Inga Frey Vilhjálmsson, sem kvartaði undan að hafa ekki náð sam- tali við vesling minn. Í henni eru því gerðir skór að áhugi Kínverja á gerð fríverslunarsamnings við Ísland væri helst til að prófa sig áfram í samning- um við lítið ríki til að vera betur und- ir það búnir síðar að gera samninga við stærri og öflugri ríki Evrópu – þó hagsmunir væru litlir. Inga svara ég því til, að sú kínverska forvitni sem jafnan leikur um Ísland hefur mér oft fundist stafa af því, að þeim finnst merkilegt að stúdera, og fylgjast með, hvernig lýðræði þróast í litlu, ein- angruðu ríki. Oftar en ekki hafa kín- verskir valdhafar talað við mig um Ísland sem einskonar lýðræðislega tilraunastofu. Það hefur mér þótt upplífgandi, því ég held að langtíma- markmið Kínverja sé að koma á fót lýðræði að okkar hætti – en þeir segja jafnan að þar verði að stíga hægt til jarðar og gott að fylgja fordæmum. Í öllu falli gladdi það mig að Xi Jinping, sem ég átti langan merkis- fund með í Kína 2011, og er ná- kvæmlega þessa dagana að verða forsætisráðherra í Kína og arftaki Íslandsvinarins Wen Ji Bao, lét það verða eitt sitt fyrsta verk að gefa fyr- irskipun um að loka vinnubúðum víðs vegar um Kína. Það gladdi mig ekki síst, vegna þess að þar sér í verki það sem kínverskir forystu- menn hafa verið að segja okkur ís- lenskum málvinum þeirra, um vilja þeirra til að feta örugga lýðræðis- slóð, þó okkur kunni hún hægfara. Það er þeirra mál, og á meðan þeir feta jákvæða braut er ástæða til að gleðjast. En þeir sem þekkja til föður Xi Jinping, sem varð varaforseti Kína 1949, og afdrifa hans, eða hafa kynnt sér feril Xi sjálfs, kemur það ekki á óvart. Þetta fór lágt á Vesturlöndum, en okkar góða RÚV gerði þessu frá- bær skil í Speglinum með viðtali við fréttaritara okkar í Kína. Forskot Íslands í fríverslun Forskot, einsog það sem ég hef sem utanríkisráðherra unnið sleitulaust að því að byggja fyrir Ísland, mun koma íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum sem hyggja á við- skipti við Kína til góða. Aðeins nokkurra ára forskot getur tryggt sérstöðu ríkja um langt skeið. Frí- verslunarsamningar skapa fram- tíðarmöguleika og þess vegna er ekki endilega einblínt á þau við- skipti sem þegar eiga sér stað við val á samningsríkjum heldur til þeirra möguleika sem kunna að skapast í framtíðinni. Sá uppgangur sem orðið hefur í Kína á allra síðustu ára- tugum er dæmalaus og hefur ekki aðeins lyft hundruðum milljónum íbúa landsins upp úr sárri fátækt, heldur skapað fjölmenna vel stæða millistétt með mikla kaupgetu. Hér er lag. Það skilja íslenskir útflytjendur best allra. Þeir hafa fjöl- margir verið í sambandi við mig og ráðuneytið og spurst frétta. Ég hef svarað með því að fara margefldur í samninga. Sú niðurfelling tolla sem samningurinn felur í sér bætir samkeppnisstöðu þeirra til muna, ekki með því að fá fellda niður tolla á þeim vörum sem þeir flytja út nú heldur ekki síður á þeim vörum sem þeir hyggjast selja til Kína í framtíð- inni. Rétt er að í samanburði við mörg önnur ríki eru viðskipti Íslands og Kína ekki umfangsmikil en útflutn- ingur frá Íslandi til Kína hefur vaxið jafnt og þétt og um rösk fjörtíu pró- sent milli áranna 2011 og 2012. Haldi áfram sem horfir mun vægi Kínamarkaðar aukast mjög í út- flutningi frá Íslandi. Tækifærin eru ekki aðeins í útflutningi á fiski og fiskafurðum, heldur einnig í land- búnaðarvörum, hátæknivörum og heilsuvörum svo fátt eitt sé nefnt. Einangrun ríkja leiðir ekki góðs, það sanna dæmin. Kína skiptir æ meira máli á alþjóðavettvangi, ekki aðeins í efnahagslegu tilliti. Farsælla er því að ræða við Kínverja um þau mál sem á okkur brenna. Í því ljósi styður Ísland ósk Kína um áheyrnar- aðild að Norðurskautsráðinu. Við eigum vaxandi og góð samskipti við Kína en hikum ekki við að taka upp við þá viðkvæm mál á borð við brot á mannréttindum og réttindi og að- búnað verkafólks. Rammi um Íslandsverslun Fríverslunarsamningurinn er ramm- inn um viðskipti ríkjanna. Hann ryður úr vegi hindrunum, veitir aukin réttindi og bætir öryggi í við- skiptum og auðveldar þannig sókn fyrirtækja á nýja markaði. Þá er svo sannarlega að finna í Asíu. Samn- ingurinn er liður í þeirri viðleitni að opna það sem ég hef skilgreint sem Asíugáttina, þar liggja nýræktir framtíðarinnar, og mikilvægt að tryggja hlut Íslands. Að því hefur ráðuneytið unnið kappsamlega. Þetta hefði ég getað sagt Inga hefðu örlögin leitt okkur saman. Aðsent Össur Skarphéðinsson „Oftar en ekki hafa kín- verskir valdhafar talað við mig um Ísland sem einskonar lýðræðislega tilraunastofu. Kátt á hjalla Utanríkisráðherra ásamt Wen Ji Bao, í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun 2012. Í heimsókn Össur heimsótti Kínverja sumarið 2010. Á myndinni er hann með Xi Jinping.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.