Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Qupperneq 23
Fólk 23Miðvikudagur 13. mars 2013 F jölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal var í vikunni heiðraður fyrir tíu ára starf hjá fjölmiðlafyrir­ tækinu 365. Auddi, sem stjórnar útvarpsþættinum FM95BLÖ á FM957, var í sakleysi sínu í beinni útsendingu þegar for­ stjóri fyrirtækisins, Ari Edwald, rauf útsendingu til að færa honum úrið. Úrið er glæsilegt Reymond Weil­ úr sem, samkvæmt heimildum DV, kostar fúlgur fjár en hefð er fyrir því að starfsmenn sem hafa starfað í áratug fái slíkt úr. „Forstjórinn truflaði út­ sendingu og gaf Blö úr fyrir tíu árin sem fastráðinn. Stoltur,“ skrif­ aði Auddi sæll og glaður eftir út­ sendinguna. n n Forstjórinn truflaði beina útsendingu Auddi fékk gullúr É g stefni ótrauð í úrslit. Kosn­ ingunni lýkur eftir 20 daga og ég er bjartsýn. Boltinn er far­ inn að rúlla og ég vona að Ís­ lendingar gefi sér hálfa mínútu til að greiða mér atkvæði, segir Marta Magnúsdóttir, tvítug Grundar­ fjarðarmær, sem biðlar til þjóðar­ innar um hjálp við að sigra í al­ þjóðlegri keppni á netinu þar sem verðlaunin eru hálfs árs heimsreisa með öllu inniföldu auk 50 þúsund dollara sem Marta ætlar að gefa til Regnbogabarna og Minningar­ sjóðs Sigrúnar Mjallar. Það eina sem þarf til að styrkja Mörtu er að gera „like“ á mynd hennar síðunni mydestination.com. n n Marta tekur þátt í keppni á netinu Gefur vinningsféð Gefur út bók Ö rugg framkoma er spurning um þjálfun og æfingu. Ég byrjaði að æfa mig átta ára gömul, segir fjölmiðlakonan Sigríður Arnardóttir, betur þekkt sem Sirrý, sem hefur sent frá sér sína aðra bók, Örugg tjáning – Betri samskipti. Bók Sirrýjar er byggð upp á því sem hún hefur kennt við Háskól­ ann á Bifröst, þeim námskeiðum sem hún hefur haldið síðustu árin og alls þess sem hún hefur sjálf lært, hvort sem það var í Bandaríkj­ unum eða í fjölmiðlum. Aðspurð segir hún bókina fyrir alla, konur og karla. „Þessi bók er fyrir alla sem vilja tjá sig af öryggi. Margir gera það vel en vilja samt gera það enn betur.“ n n Sirrý skrifar um tjáningu og samskipti AnikA Hitti goðin sín n Anika Maí lagði allt undir á kóngapar og féll úr keppni F yrir mér var þetta eins og að hitta forseta Bandaríkjanna, segir Anika Maí Jóhannsdóttir, Íslandsmeistari í póker, en Anika Maí er stödd úti í London þar sem hún hitti meðal annars pókerstjörnuna Tom Dwan, upp áhaldsspilarann sinn. „Tom var mjög almennilegur, alveg eins og hin­ ir sem ég talaði við. Þeir voru ekki með neina stjörnustæla þótt þeir viti alveg að það líta margir upp til þeirra,“ segir Anika sem einnig hitti heimsfrægu spilarana Gus Hansen, Daniel Negreano, Van essu Selbst, Annette Obrestad, Jason Mercier og fyrrverandi heimsmeistara, Joathan Duhamel. Anika, sem er 21 árs ballett­ dansari, var að taka þátt í sínu fyrsta stóra pókermóti, UKIPT­London sem fram fór í Grosvenor Victoria Casino en hún hafði aðeins spilað póker í tvö ár áður en hún tók þátt í Íslandsmeistaramótinu. „Við fórum út, tíu manna hópur af Íslendingum, en engum okkar gekk vel á mótinu. Við duttum öll út á fyrsta degi. Ég var mjög stressuð þar sem ég var ekkert rosalega ánægð með borðið sem ég lenti á en svo var ég líka mjög óheppin. Ég fór „all­in“ á kóngapari en þá var annar með ásapar og það er lítið við því að gera. Ég er samt búin að læra heilmikið og þótt það hafi ekki gengið vel á stóra mótinu hefur mér gengið vel í „gash game­unum“. Þar er ég í plús.“ n indiana@dv.is Umkringd stjörnum Anika Maí ásamt þeim Elky, Daniel Negreanu og Ike Haxton. Reynir við heimsmetið n Einar Mikael vonast til að komast í heimsmetabók Guinness É g er nokkuð öruggur að ég nái þessu. Það er þó ekkert gulltryggt en ég hef þessa sex mánuði til að æfa mig, segir sjónhverfinga­ meistarinn Einar Mikael sem er að undirbúa sig fyrir heimsmet sem hann ætlar að setja í september með því að gera sem flestar sjónhverfingar á þremur mínútum. Einar Mikael hefur hannað átta risa sjónhverfingar en áhugasamir geta séð töfrabrögðin á sýningu hans í Austurbæ 24. mars. „Ég er ekki bara með sveinspróf í sjónhverfingum heldur líka húsasmíði og því get ég smíðað þetta allt sjálfur sem er kostur. Þá þarf ég ekki að kaupa það sem til þarf utan frá.“ Á meðal þess sem Einar Mikael ætlar að gera þegar hann reynir við heimsmetið er að saga aðstoðar­ konu sína, Freyju Maríu, í átta hluta. „Einnig ætla ég að saga sjálfan mig í tvennt en slíkt hefur aldrei verið framkvæmt á Íslandi áður. Viðbrögð­ in sem ég hef fengið við því atriði eru eins mögnuð og þau geta verið. Það er rosalega sláandi að sjá þetta. Ég er ofsalega stoltur af þessu atriði,“ segir Einar Mikael sem segir hugmyndina komna frá aðstoðarkonu sinni. „Hún spurði hvort ég gæti ekki hætt að saga hana í sundur og sagað sjálfan mig í staðinn. Ég sagði bara jú jú og fór að vinna að því að útfæra sjónhverfinguna,“ segir hann og játar því þegar hann er spurður að svona töfrabrögð geti verið hættuleg. „Það getur allt gerst og það fer alls ekk­ ert vel með mænuna í manni þegar maður sagar sjálfan sig. Þess vegna er ég alltaf með flösku af mænuvökva á mér. Þetta eru alvöru töfrabrögð – engir spilagaldrar.“ Heimsmetadómarar munu koma í haust til að fylgjast með þegar Einar reynir við heimsmetið. „Þetta verður líka vottað af þremur stærstu heimsmetabókum í heiminum, þar á meðal Heimsmetabók Guinness. Nú snýst þetta bara um að ég nái þessu. n Töframaður Einar ætlar að saga sig í tvennt. „Þeir voru ekki með neina stjörnustæla þótt þeir viti alveg að það líta margir upp til þeirra. Með goðinu sínu Tom Dwan er í miklu uppáhaldi hjá Aniku Maí sem segir pókerspilarann afar almennilegan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.