Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Blaðsíða 12
Sér eftir að hafa fellt Styttuna af huSSein Átta ára brúðgumi í Suður-Afríku n Kvæntist 61 árs fimm barna móður Á tta ára drengur í Suður-Afríku kvæntist á dögunum 61 árs gamalli konu. Hann fullyrðir að forfaðir sinn hafi lagt það að honum. Sanele Masilela gekk á dögunum í það heilaga með Helen Shabangu, fimm barna móður á sjötugsaldri. Börnin hennar eru á aldrinum 27 til 37 ára. Drengur- inn segist hafa fengið skilaboð frá afa sínum sem hafi ekki gengið í hjónaband á sinni ævi, um að hann ætti að kvænast. „Þetta er í fyrsta sinn sem svona gerist í fjöl- skyldunni,“ hefur Daily Mail eftir móður drengsins. Fjölskyldan, sem hefur takmörkuð fjárráð, borgaði 500 pund fyrir brúðina en svo um 1.000 pund fyrir athöfnina sjálfa. Samtals ígildi 283 þúsund íslenskra króna. Þrátt fyrir að drengurinn og konan, sem gæti hæglega verið amma hans, hafi nú gengið í hjóna- band eiga þau ekki í ástarsambandi. Sanele segir að þetta hafi aðeins ver- ið táknræn athöfn, þau muni ekki búa saman og hafi ekki undirritað hjúskaparheit. „Ég er ánægður með að hafa gifst Helen, en ég mun áfram einbeita mér að því að læra. Þegar ég verð eldri mun ég kvænast konu á mínum aldri.“ Brúðurin er alsæl með fyrirkomulagið. „Ég veit að þetta er það sem forfeðurnir vildu og nú eru þeir ánægðir.“ Það sem meira er, Helen er gift fyrir, Alfreð, og þau eiga saman fimm uppkomin börn. Og meira að segja Alfreð gamli er sáttur við brúðkaupið. „Ég og börnin mín erum alsæl,“ hefur Daily Mail eftir karlinum. Óhætt er að segja að giftingin hafi valdið hneykslan í Suður-Afríku og vakið upp ýmsar siðferðisspurn- ingar. En Alfreð lætur ekki að sér hæða. „Frá okkar sjónarhóli er þetta í góðu lagi en sumir hafa tekið þetta óstinnt upp.“ Móðir drengsins er ánægð með hann. „Hann gerði þetta til að friða forfeður sína. Ef hann hefði ekki gert það sem hann gerði hefði eitthvað slæmt komið fyrir fjölskylduna,“ segir hún. „Hann valdi Helen af því að hann elskar hana.“ n baldur@dv.is Í hnapphelduna Drengurinn segist elska konuna sína, sem hann kvænist að sögn að beiðni látins afa síns. Auðvelt að kaupa hríð- skotabyssu „Ertu með ökuskírteini gefið út í Texas?“ - „Aha“ „Eru allar upplýs- ingarnar þar réttar?“ - „Aha“ „Ertu bandarískur ríkisborgari?“ - „Já.“ Svona fór samtalið fram á byssu markaði í Texas, þegar sölu- maðurinn kannaði hvort væntan- legur kaupandi árásarriffils, upp- fyllti skilyrði til þess að kaupa hríðskotavopn. Kaupandinn var blaðamaður á BBC og var með falda myndavél á sér. Í fylkinu selj- ast nú hríðskotabyssur og önnur árásarvopn sem heitar lummur og eins og sjá má á „yfirheyrslunni“ er nánast ekkert gert til að kanna bakgrunn þeirra sem vilja kaupa sér vopn sem nota mætti til að fremja hræðileg fjöldamorð. Blaðamaðurinn, Hilary And- ersson, keypti AR-15-hríðskota- byssu, sams konar og Adam Lanza notaði til að myrða 20 börn í Sandy Hook-barnaskólanum í Connecticut í desember. Rann- sókn blaðamannsins hefur meðal annars leitt í ljós að fólk með illvíga geðsjúkdóma getur keypt fjölskota riffla eins og hver annar. „Frú“ Baggins farin í þrot Sambýliskona og barnsmóðir leik- arans Martins Freeman, sem er helst þekktur fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum The Office og sem Bilbo Baggins í Hobbitanum, er gjaldþrota. Daily Mail greinir frá þessu. Konan heitir Amanda Abbington og fæst líka við leik- list. Eignir hennar voru teknar til skipta í desember en ferlinu er ekki lokið. Tíu dögum áður en tilkynnt var um gjaldþrotið sagði hún í viðtali að þau skötu- hjú kalli hvort annað eiginkonu og eiginmann en að þau „vilji ekki skemma það“ með því að gifta sig. Miðillinn greinir frá því að gjaldþrotið hlaupi á tugum millj- óna króna en hún var keyrð í þrot eftir að henni tókst ekki að gera upp 23 milljóna króna skattaskuld. Saman býr fjölskyldan í 170 millj- óna króna glæsivillu í Hertford- skíri en eignir Martins eru metnar á um tvo milljarða króna. Þau tóku saman fyrir rúmum tíu árum. Óttast um líf hlauparans Ættingjar og vinir fatlaða hlauparans Oscars Pistorius hafa þungar áhyggjur af andlegri heilsu hans. Pistorius kann að verða dæmdur til langrar fangelsisvistar eftir að hafa skotið kærustu sína á heimili þeirra á dögunum. Hann þarf að mæta fyrir dómara í júní. Mike Azzie, náinn fjölskyldu- vinur, segir í samtali við BBC að Pistorius sé niðurbrotinn maður. Hann segist ekki hafa myrt unn- ustu sína af ásetningi. Pistorius hefur þurft að selja eignir sínar til að eiga fyrir tryggingunni sem hann þurfti að reiða af hendi til að geta gengið laus þar til í júní. F yrir tíu árum var Kadom al- Jabouri andlit almennings í Írak þegar einræðisherra landsins, Saddam Hussein, var hrakinn frá völdum. Myndir af Kadom með sleggju í höndunum að berja á styttu af Hussein í tilraun til að fella hana vöktu heimsathygli. Myndin var eins og sending frá Guði fyrir þá Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og George W. Bush, forseta Banda- ríkjanna, í miðjum átökunum og þótti tákn um hvernig kúgaður al- menningur hefði risið upp gegn ein- ræðisherranum. Nú, tíu árum síðar, segist Kadom hins vegar sjá eftir öllu saman. Varð fyrir vonbrigðum „Ég hataði Saddam,“ segir Kadom, 52 ára, sem rekur mótorhjólaverk- stæði í Írak í samtali við breska blað- ið Guardian. „Mig hafði dreymt um það í fimm ár að fella þessa styttu, en það sem gerst hefur síðan eru sár vonbrigði. Á þessum tíma vorum við með einn harðstjóra, núna erum við með hundruð.“ Hann segir að pólitísk átök, spilling og morð séu enn daglegt brauð í landinu þrátt fyrir fall stjórnar Husseins. „Ekkert hefur breyst til hins betra.“ Atvikið þegar styttan af Saddam Hussein var felld þótti táknrænt augnablik. Fljótlega var þó farið að velta upp þeirri spurningu hvort at- vikið væri sviðsett en á endanum var styttan brotinn niður af her- mönnum. Kadom hefur í viðtölum á undanförnum árum alltaf haldið því fram að atvikið hafi ekki verið svið- sett. Árið 2004 sagðist hann þó hafa fengið sleggjuna hjá hermönnunum og að honum og öðrum óbreyttum borgurum hefði verið boðið að taka þátt í að brjóta styttuna niður. „Snérist allt um hefnd“ Í viðtalinu nú segist Kadom hafa mætt sjálfur við styttuna, byrjað að berja á henni og um það bil 45 mín- útum síðar hafi bandarískir her- menn boðist til að hjálpa honum að ná styttunni niður. „Fyrst var þetta bara ég. Svo vorum við 30. Síðan þrjú hundruð. Undir lok voru þús- undir á torginu. Þetta snérist allt um hefnd fyrir mér, fyrir það sem stjórn- völd höfðu gert mér, fyrir árin sem ég eyddi í fangelsi,“ segir hann. Kadom sat í fangelsinu í Abu Ghraib í ellefu ár á meðan landið var enn undir stjórn Husseins. Að- spurður af hverju hann sat inni segir Kadom það hafa átt rætur að rekja til þess að hann kvartaði yfir syni ein- ræðisherrans sem skuldaði honum pening fyrir viðgerð á vélhjóli. Það er þó óljóst fyrir hvað nákvæmlega Kadom var stungið í steininn. Ekkert hefur breyst Kadom byrjaði að efast um þátttöku sína í niðurrifi styttunnar tveimur árum eftir að Bandaríkjamenn tóku við stjórn landsins. Ekkert sem gerst hefur síðan þá hefur breytt afstöðu hans, ekki einu sinni sú staðreynd að Írakar stjórna sér nú sjálfir. „Und- ir stjórn Saddams var öryggi. Það var spilling en ekkert í líkingu við það sem er nú. Líf okkar voru örugg og mikið af því sem við þurfum, eins og rafmagn og gas, var á viðráðanlegra verði.“ Hann kennir írönskum stjórn- málamönnum og Bandaríkjunum um hvernig fór í Írak. „Banda- ríkjamennirnir hófu þetta. Og með aðstoð stjórnmálamannanna eyðilögðu þeir landið. Ekkert hefur breyst og hlutirnir virðast bara versna. Það er engin framtíð. Ekki á meðan stjórnmálaflokkarnir sem stjórna landinu er enn við völd,“ segir hann. n n Ekkert hefur breyst, segir Kadom Táknrænt Það þótti táknræn stund þegar styttan var felld. Mynd REuTERS Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Reiður Hér sést Kadom berja á styttunni. Hann segist fyrst og fremst hafa verið reiður þegar hann réðst á styttuna með sleggju að vopni. Mynd REuTERS 12 Erlent 13. mars 2013 Miðvikudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.