Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Blaðsíða 3
n Ólafur Jóhann keypti 17% í Árvakri árið 2005 n Fékk lán hjá Landsbankanum Fréttir 3Miðvikudagur 13. mars 2013 Árvakur á tvo milljarða króna en það er núverandi eigandi útgáfu- félagsins. Var af því tilefni greint frá því að að Árvakur hefði fengið þrjá milljarða króna afskrifaða af skuld- um sínum. Skuldaði útgáfufélagið Íslandsbanka 3,7 milljarða króna og Nýja Landsbankanum 900 milljónir króna. Fengust 1,7 milljarðar króna upp í skuldir og lögðu nýir hluthafar félaginu til 300 milljónir króna. Í janúar árið 2009 var Forsíða ehf. úrskurðað gjaldþrota. Hafði Við- skiptablaðið eftir Einari Sigurjóns- syni hæstaréttarlögmanni, sem var skiptastjóri félagsins, að litlar sem engar eignir hafi fundist upp í kröf- ur. Var einnig greint frá því í sömu frétt að Forsíða ehf., MGM ehf. og Ólafsfell ehf. hafi skuldað Sam- son eignarhaldsfélagi sem var í eigu Björgólfsfeðga um 2,5 millj- arða króna. Þannig hafi Samson fjár- magnað félögin sem síðan hafi lánað Árvakri rekstrarfé eða fjárfest í félög- um sem fóru með hlut í Árvakri. Vilhjálmur óskaði eftir rannsókn Sumarið 2009 greindi Morgun- blaðið síðan frá því að Vilhjálmur Bjarnason, lektor við viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands, hefði óskað eftir því að embætti sérstaks saksóknara myndi rannsaka við- skipti Landsbankans og Glitnis við Árvakur og þá sérstaklega kaup Björgólfs Guðmundssonar og Ólafs Jóhanns Ólafssonar á hlutabréfum í Árvakri. Vildi Vilhjálmur að rannsak- að yrði hvort kaup þeirra hafi ver- ið fjármögnuð með lánveiting- um frá Landsbankanum til eignarhaldsfélaga í þeirra eigu án nokkurra trygginga nema einung- is með handveði í hlutabréfum Árvakurs. Taldi Vilhjálmur að mögulega hefði verið um umboðs- svik að ræða þar sem Landsbank- inn hefði einungis tekið handveð í hlutabréfum Árvakurs án frekari trygginga. Björgólfur var sem kunnugt er einn af aðaleigendum Landsbankans í gegnum félagið Samson Holding. „Af minni hálfu voru þessi við- skipti fullkomlega eðlileg og var komið fram við alla málsaðilja af fullum heilindum,“ segir Ólafur Jóhann um kaup sín á hlutnum í Árvakri. Hann áréttar að enginn hafi haft samband við sig vegna mögulegrar rannsóknar á þessum viðskiptum enda hafi þau verið fullkomlega eðlileg eins og hann orðaði það. Ekkert hefur heyrst af mögulegri rannsókn sérstaks sak- sóknara á þessu máli frá því að greint var frá því sumarið 2009. n Kaupendur Símans stóðu við allt n Kaupverðið var lagt inn mánuði eftir að samningur var undirritaður K aupendur Símans stóðu að öllu leyti við kaupsamninginn sem gerður var við íslenska rík- ið vegna sölu fyrirtækisins árið 2005. Þetta kemur fram í svari Katrín- ar Júlíusdóttur, fjármála- og efnahags- ráðherra, við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur, þingkonu Hreyfingar- innar, um málið. „Ráðuneytinu er ekki kunnugt um neinar vanefndir af hálfu kaupenda. Frávik frá efni upphaflegs kaupsamnings hafa verið með sam- þykki ráðuneytisins,“ segir Katrín um söluna í svarinu. Kaupendurnir greiddu söluverðið að fullu, samtals 66,7 milljarða króna. Söluverðið var greitt í þremur gjald- miðlum þann 6. september árið 2005, mánuði eftir undirritun kaupsamn- ingsins. Í svarinu kemur einnig fram að kaupverðið hafi verið greitt með 34.506 milljónum íslenskra króna, 310 milljónum evra, sem jafngiltu 23.870 milljónum íslenskra króna, og 125 milljónum Bandaríkjadala, jafn- virði 7.717 milljóna íslenskra króna. Greiðslan var lögð í heilu lagi inn á reikning í Seðlabankanum. Margrét spurði einnig hvort kaup- endur Símans hafi í einhverjum til- fellum haldið eftir eignum án þess að greiða fyrir þær. Katrín segir svo ekki hafa verið. „Kaupverð samkvæmt kaupsamningi var greitt. Kaupend- ur greiddu fyrir allar þær eignir sem þeir fengu afsal fyrir,“ segir hún. Í svar- inu kemur hins vegar fram að í ein- hverjum tilfellum hafi félagið feng- ið tímabundið afnot af landi ríkisins vegna starfræktra fjarskiptamannvirkja og fjarskiptamastra á meðan þau voru nýtt með þeim hætti. adalsteinn@dv.is Smáframboðin að ræða sameiningu n Viðræður milli Dögunar og nýs framboðs Halldórs Gunnarssonar V iðræður á milli Dögunar og óstofnaðs framboðs Halldórs Gunnarssonar, fyrrverandi sóknarprests í Holti, hafa átt sér stað undanfarna daga. Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, fyrrverandi forsetafram- bjóðandi og frambjóðandi Dögunar, staðfestir þetta í samtali við blaða- mann. Hún segist vilja reyna að sam- eina þá sem berjast fyrir aðgerðum í þágu skuldugra heimila en Dögun hefur sett þau mál á oddinn. Greint var frá því um nýliðna helgi að Hall- dór væri talsmaður hóps fólks sem hygðist stofna sérframboð til að berj- ast fyrir svipuðum hlutum. Ekki ligg- ur fyrir á hvaða stigi þessar viðræður eru en ljóst er að markmið þeirra er sameining framboðanna tveggja. Vilja öflugan valkost fyrir heimilin „Á okkur brenna náttúrulega sömu málefnin,“ sagði Andrea Jóhanna að- spurð um fund hennar og Halldórs. „Við eigum í samræðum. Það sem ég tel mjög mikilvægt í þessu máli er að fá fólk til að sameinast frekar en sundrast.“ Andrea vill ekki gefa upp á hvaða stigi samræðurnar eru. „Nei, það er erfitt að upplýsa um það á þessari stundu. Það er mjög erfitt að upplýsa það út í fjölmiðla hver stað- an er,“ segir hún og bætir við: „Við Halldór erum bæði á því að það verði að gefa kjósendum öflugan valkost fyrir heimilin í landinu.“ Andrea segir að þau Halldór séu mjög sammála um marga hluti. Nefnir hún meðal annars að stöðva þurfi nauðungarsölur, almenna skuldaleiðréttingu og afnám verð- tryggingar. „Við erum sammála um margt fleira og erum sammála um að við viljum vinna saman. Hvernig við förum að því er úrlausnarefnið sem við erum að vinna í,“ segir hún og ítrekar að samræðurnar séu ekki formlegar heldur sé um þreifingar að ræða. Í framboði til að vinna með Framsókn Framboð Halldórs í Holti er óstofnað og vildi hann ekki gefa neitt upp um hverjir stæðu að því með honum í samtali við blaðamann. Hann vildi heldur ekki ræða um fund sinn og Andreu þegar eftir því var leitað. Halldór sagði í viðtali í Silfri Egils á sunnudag að framboðið sem hann færi fyrir hefði það eitt að markmiði að vinna með Framsóknarflokknum að loknum kosningum. „Því hann einn hefur þorað að setja fram áherslu um það að þessi mál séu í forgrunni,“ sagði hann í viðtalinu. Þær upplýsingar sem Halldór hefur þó gefið um þetta óstofnaða framboð ríma ágætlega við kjarna- stefnu Dögunar, þrátt fyrir að hann hafi sérstaklega minnst á Framsókn. Allir þrír flokkarnir vilja að skuldir heimilanna, sem hækkuðu mikið í hruninu, verði færðar niður og eru á móti verðtryggingunni. Dögun mynduð úr nokkrum flokkum Dögun var stofnaður á grunni þriggja mismunandi flokka fyrr í vetur. Í Dögun sameinuðust Hreyf- ingin og Borgarahreyfingin á ný auk Frjálslynda flokksins. Ef af verð- ur sameiningu Dögunar og óstofn- aðs framboðs Halldórs verður flokkurinn því orðinn samsteypa fjögurra mismunandi framboða. Segja má að flokkurinn hafi ver- ið myndaður um aðgerðir í þágu skuldsettra heimila og til að tryggja stjórnarskrárbreytingum farveg. Stór hluti af þeim sem hafa verið í forvarðarsveit flokksins tóku þátt í starfi Hagsmunasamtaka heimil- anna, en Andrea gegndi einmitt for- mennsku í þeim samtökum. Þetta endurspeglar grunnstefna flokksins einnig. „Leysa verður skuldavanda heimilanna með rót- tækum hætti og bæta aðstöðumun almennings gagnvart fjármála- valdinu,“ segir til að mynda í einum af sex atriðum í kjarnastefnu flokks- ins. Flokkurinn berst fyrir tafarlausu afnámi verðtryggingar á neytenda- lánum og almennri niðurfærslu húsnæðislána. n Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Samræður Andrea Jóhanna staðfestir að hún hafi átt samtöl við Halldór. Skilja má orð hennar sem svo að sameining standi fyrir dyrum, þó óljóst sé hver staða þeirra viðræðna er. MynD Sigtryggur Ari „Á okkur brenna náttúrulega sömu málefnin Allt á huldu Litlar sem engar upp­ lýsingar liggja fyrir um fyrirhugað framboð Halldórs í Holti. Hann vill ekki gefa upp hverjir starfa með honum að stofnun framboðsins. MynD Sigtryggur Ari Lagt inn á reikning Peningarnir sem fengust með sölu Símans voru lagðir inn á reikning í Seðlabankanum. MynD Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.