Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 13. mars 2013 Miðvikudagur „Óafsakanlegt ábyrgðarleysi“ n Kárahnjúkavirkjun stórskaðaði Lagarfljót n „Hunsuðu athugasemdir Skipulagsstofnunar“ K árahnjúkavirkjun hefur stórskaðað lífríkið í Lagarfljóti og valdið stórfelldu landbroti í ánni. Þetta kemur fram í skýrsl- um Landsvirkjunar sem kynntar hafa verið að undanförnu, en þar er fjallað um niðurstöður rannsókna á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á landbrot og líf- ríki fljótsins. Álfheiður Ingadóttir, þing- kona Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur óskað sérstaklega eftir því að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fjalli um málið. Vill hún að til fundarins komi fulltrúar Lands- virkjunar, Gunnar Jónsson formaður bæjar ráðs, bóndi á Egilsstaðabýlinu og sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar. „Ég tel mjög mikilvægt að við lærum af reynslunni af Kárahnjúkavirkjun og látum nátt- úruna njóta vafans,“ segir í tilkynn- ingu frá Álfheiði. „Ef varúðarreglan er í heiðri höfð áður en framkvæmdir eru heimilaðar munu afleiðingar þeirra ekki koma mönnum á óvart eins og nú virðist vera.“ Skýrslurnar sanna að ýmsu leyti þær viðvörunarraddir sem heyrðust áður en framkvæmdir við Kárahnjúka hófust. Hafa bakkar Lagarfljóts brotn- að niður og fiskalífi hrakað. „Þar með er ljóst að eitt af fegurstu vötnum landsins hefur orðið fyrir stórskaða,“ segir í tilkynningu frá Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands sem kallar niðurstöðurnar vitnis burð um fyrirhyggjuleysi þeirra sem mæltu fyrir Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma. „Kárahnjúkavirkjun ber vitni um óafsakanlegt ábyrgðarleysi þeirra stjórnmálaafla sem hvað harð- ast gengu fram í því að virkjunin yrði byggð. Þeir hunsuðu athugasemdir og niðurstöður Skipulagsstofnunar og höfðu að engu þær viðvaranir vís- indamanna og fagstofnana sem komu fram sem og víðtæk andmæli náttúru- verndarsamtaka.“ Varar Árni við fyrir- hugaðri virkjun í Bjarnarflagi sem hann telur að haft geti hörmuleg áhrif á lífríki Mývatns og næringarflæði í vatninu. Andri Snær Magnason, rithöfundur og umhverfisverndarsinni, segir á bloggsíðu sinni að nú sé komið í ljós það sem margir óttuðust; Lagarfljótið sé dautt. „Það er ekki hægt að segja að það hafi komið á óvart.“ johannp@dv.is Stál frá Kína í nýrri brú n Ekki góð reynsla af stálvirki frá Kína n Stálsmiðir anna ekki eftirspurn J á, þetta er smíðað í Kína,“ segir Jón Halldór Jónasson, upplýs- ingafulltrúi hjá Reykjavíkur- borg, um stálvirkið sem notað er í göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa sem nú eru í byggingu. Það er verktakafyrirtækið Ístak sem sér um framkvæmdina, en áætlað- ur heildarkostnaður við hana er 230 milljónir króna sem skiptist á milli Reykjavíkurborgar og Vegagerðar- innar. Var það 36 milljónum króna lægra en næsta tilboð, sem einnig var frá Ístaki. Upphaflega stóð til að brýrnar yrðu opnaðar fyrir umferð í maí en ákveðið var að taka svokölluðu frá- vikstilboði Ístaks sem þýddi lengri framkvæmdatíma. Áætluð verklok eru því ekki fyrr en 31. ágúst næst- komandi. Frávikstilboðið felur einnig í sér að stálvirkið er smíðað í Kína sem lækkar framkvæmdakostn- aðinn verulega. Sú hugmynd að láta smíða stálið í Kína er því frá verktak- anum komin en Jón Halldór segir segir borgina þó vissulega hafa haft lokaákvörðunarvald. Uggur í iðnaðarmönnum Samkvæmt heimildum DV er uggur í iðnaðarmönnum sem þekkja til vegna þess að stálið í brýrnar sé kín- verskt. Enda hefur stálvirki frá kín- verskum verktökum ekki reynst vel hingað til. Skemmst er að minnast þess að stálvirkið í glerveggnum á suðurhlið Hörpu var smíðað í Kína af verktaka- fyrirtækinu Lingyun. Þegar búið var að setja upp allan veginn haustið 2010 komu í ljós sprungur í málm- steypunni. Varð það til þess að rífa þurfti allan vegginn niður og smíða hann upp á nýtt. Í ljós kom að gæða- eftirliti hafði verið ábótavant í Kína og ekki voru gerðar viðeigandi próf- anir á stálvirkinu áður en það var flutt til Íslands og sett upp. Kínverska verktakafyrirtækið bar þó allan kostnaðinn af niður- rifinu og uppsetningu á nýjum vegg. Fleiri dæmi eru um að stálvirki frá Kína hafi reynst illa á Íslandi. Um þessar mundir er til að mynda verið að sandblása og mála stálvirki við álverið í Straumsvík sem smíð- að var í Kína. En máln- ingin mun hafa verið farin að flagna af því. Stálsmiðir fámenn stétt Samkvæmt Jóni Halldóri var það talið réttlætanlegt að láta smíða stálvirkið í Kína þar sem nóg er að gera hjá stálsmiðum á Íslandi. Hann tekur þó fram að smíði stál- virkisins sé aðeins lítill hluti af verk- efninu. „Meirihlutinn af þessu er vinna á vettvangi við erfiðar að- stæður. Þetta er töluvert mikil handavinna og vissulega vélavinna líka. Þannig þetta skapar töluvert af verkefnum og vinnu.“ Samkvæmt heimildum DV er það rétt að nóg sé að gera hjá ís- lenskum stálsmiðum. Heimildirnar herma að í raun sé svo mikið að gera í greininni að stálsmiðir anni varla eftirspurn og verktakafyrir- tæki hafi þurft að leita út fyrir landsteinana eftir vinnuafli. Orsakast þetta að miklu leyti af því að stálsmiðir eru orðin mjög fámenn stétt á Ís- landi, enda hafa margir freistað gæfunnar á erlendri grundu. Með nýju brúnum yfir Elliðaárósa styttist leiðin á milli Grafarvogs og miðborgar um 700 metra fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Gert er ráð fyrir skilið sé á milli gangandi og hjólandi um- ferðar til að stuðla að bættu umferð- aröryggi og greiðari samgöngum. Lengd brúnna er um 36 metrar og nýir göngu- og hjólastígar eru um 280 metrar. Burðarrammar brúnna eru um 18 metra háir. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Elliðaárósar Göngu- og hjólabrýr Um er að ræða gerð göngu- og hjólastíga ásamt tveimur göngu- og hjólabrúm yfir Elliðaárósa við norðurenda Geirsnefs. Nýja leiðin mun stytta vegalengd hjólandi og gangandi milli Grafarvogs og miðborgar um 0.7km. Umrædd framkvæmd er vinningstillaga úr samkeppni sem Reykjavíkurborg og Vegagerðin efndu til í desember 2011 í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og Verkfræðingafélag Íslands. Stígarnir sem liggja að brúnum eru tvískiptir, annars vegar 3,0 metra göngustígur og hins vegar 2,5 metra hjólastígur með 1,2m graseyju á milli. Farið verður yfir ósa Elliðaánna með uppfyllingu að brú yfir vesturkvísl og brú án þrengingar yfir austurkvísl. Brúargólfið verður í einum fleti, breidd 4,5m. Geirsnef Vesturkvísl Austurkvísl Landfylling Áningastaður Útsýnispallur Girðing „Meirihlutinn af þessu er vinna á vettvangi við erfiðar að- stæður. Teikning Brýrnar munu ytt leiðina á milli Grafarvogs og miðborgar um 700 metra. Tölvumynd Borgin tók frávikstilboði frá Ístaki upp á 230 millj- ónir króna. Það var 36 milljónum króna lægra en næsta tilboð sem var einnig frá Ístaki. Elliðaárósar Uggur er í iðnarmönnum, sem þekkja til, vegna þess að stálið í brúna kemur frá Kína. Lögmaður Geirs hefur ekkert heyrt „Ég hef ekkert heyrt,“ segir Andri Árnason, lögmaður Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra, um kæruna sem send var til Mannréttindadómstóls Evrópu í október. Kæran var send út af sektardómi landsdóms yfir Geir H. Haarde í fyrra. Mál Geirs hefur nú komist aftur í umræðuna út af símtali sem hann átti við Davíð Oddsson í október 2008 út af láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings en það símtal kom meðal annars til umræðu fyrir landsdómi. Kæran vegna landsdóms- málsins var send til Strassborgar í október síðastliðinn. Andri segir að fjöldamörg mál bíði fyrir dóm- stólnum á hverjum tíma og bæt- ir því við að málsnúmerið sem þeirra erindi hafi fengið hafi verið númer sextíuþúsund og eitthvað. Hann segir að frá því að kæran var send og þar til nú hafi hann ekkert heyrt frá Mannréttindadóm- stólnum. Kærur sem sendar eru Mann- réttindadómstólnum frá Íslandi berast dómstólnum á íslensku og fara til íslenska dómarans við réttinn, Davíðs Björgvinssonar. Dómstólinn skoðar svo hverja kæru fyrir sig og ákveður hvort hún sé dómtæk eða ekki. Svo virð- ist sem Mannréttindadómstóllinn hafi enn ekki tekið kæru Geirs til skoðunar og því hafi enn ekki verið ákveðið hvort mál hans fær að fara fyrir dómstólinn eða ekki. Hjól losnaði undan strætó Hjól brotnaði undan strætis- vagni á Miklubraut um níu leytið á þriðjudagsmorgun. Vagninn var við gatnamót Miklubraut- ar og Kringlumýrarbrautar þegar hjólið brotnaði af vagninum og skoppaði af stað. Það mun hafa rekist í að minnsta kosti tvo bíla og valdið skemmdum á þeim. DV reyndi að ná sambandi við fram- kvæmdastjóra Strætó bs, en hafði ekki erindi sem erfiði. Grunaðir um kókaínsmygl Tveir karlar frá Litháen, annar um þrítugt en hinn á fimmtugs aldri, sitja nú í gæslu- varðhaldi í tengslum við fíkni- efnamál, sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu. Mennirnir, sem komu hingað frá Bretlandi í síðustu viku, voru handteknir síðast- liðinn föstudag og úrskurðað- ir daginn eftir í gæsluvarðhald til 15. mars, en annar þeirra reyndist hafa innvortis um 500 grömm af ætluðu kókaíni. Þriðji maðurinn, Íslending- ur á þrítugsaldri, var svo hand- tekinn á mánudag, en sá er grunaður um aðild að málinu og hefur hann einnig verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 15. mars. Umdeildar aðgerðir Ráðist var í virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka í stjórnartíð Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins við upphaf aldarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.