Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Blaðsíða 13
L isa Smirl, 37 ára háskólapró­ fessor, dó úr lungnakrabba­ meini þrátt fyrir að hafa leitað ítrekað til læknis vegna gruns um að ekki væri allt með felldu. Lækn­ ar töldu að veikindi hennar væru af sálfræðilegum toga og kenndu stressi og of mikilli vinnu um. Þegar hún fékk loksins rétta greiningu hafði krabbameinið dreift sér um líkama Lisu og var orðið of seint að grípa inn í. Breska blaðið Daily Mail fjallaði um mál hennar á dögunum og hefur það vakið enn frekar spurningar um ástandið í breska heilbrigðiskerfinu sem hefur fengið sinn skerf af gagn­ rýni undanfarin misseri. Lisa hélt úti bloggsíðum um veikindi sín og í einni af hennar síð­ ustu færslum spurði hún hvernig á því gæti staðið að læknum yfir­ sást krabbameinið. „Það var komið í heilann, beinin og lifrina. Á sama tíma og þetta var hræðileg reynsla var það samt ákveðinn léttir að fá greiningu,“ sagði hún. Það var vorið 2011 sem hún leit­ aði fyrst til læknis vegna verkja í öxl­ um og handlegg. Þá fékk hún sjón­ truflanir og ákvað að leita til læknis vegna þessa. Læknar töldu að streitu og of miklu álagi væri um að kenna en nokkrum mánuðum síðar, eða í september 2011, fór hún í veikinda­ leyfi vegna einkennanna sem höfðu versnað mikið. Hún léttist mikið, leitaði til þriggja mismunandi lækna en þrátt fyrir það töldu læknar að engin ástæða væri til að óttast. Það var svo ekki fyrr en í nóvember 2011 að læknar sendu hana í lungna­ myndatöku vegna mikils hósta að krabbameinið kom í ljós. Þá þegar hafði það dreift sér um líkama Lisu og við tók ekkert nema biðin eftir dauðanum. Það var svo 21. febrúar síðastliðinn að Lisa lést af völdum krabbameinsins. „Það virðist vera svo auðvelt fyrir lækna að kenna stressi um ef óvenjuleg líkamleg einkenni gera vart við sig,“ sagði Lisa í færslu skömmu áður en hún lést. Sagðist hún vonast til þess að fleiri myndu ekki lenda í sömu spor­ um og hún. n Átta ára brúðgumi í Suður-Afríku Erlent 13Miðvikudagur 13. mars 2013 Krabbamein, ekki stress n Lisa Smirl lést úr krabbameini sem læknum hennar yfirsást Látin Lisa lést þann 21. febrúar síðast- liðinn eftir langa og stranga baráttu við krabbamein. Diplómötum vísað frá Bandaríkjunum Bandarísk stjórnvöld hafa vísað tveimur diplómötum frá Vene­ súela úr landi. Þetta er gert í kjölfarið þess að stjórnvöld í Venesúela vísuðu tveimur banda­ rískum hermönnum úr landi. Diplómatarnir höfðu aðsetur í Washington D.C. og New York. „Um allan heim, þegar okkar fólki er vísað úr landi án ástæðu, mun­ um við grípa til viðeigandi ráðstaf­ ana,“ sagði upplýsingafulltrúi ut­ anríkisráðuneytis Bandaríkjanna í samtali við erlenda fjölmiðla um málið. „Þetta gerum við til að vernda fólkið okkar.“ Fulltrú­ inn sagðist vonast til að sam­ band Bandaríkjanna og Venesúela styrktist á næstunni. „Það mun þó krefjast breytts viðmóts í Karakas.“ Rodman fer í frí með Kim Körfuboltagoðsögnin Dennis Rod­ man ætlar að eyða sumarfríinu með Kim Jong­un, einræðisherra í Norður­Kóreu. Þetta sagði hann í útvarpsviðtali í Bandaríkjunum í vikunni. „Ég fyrirgef honum ekki það sem hann hefur gert, en hann er vinur minn,“ sagði Rodman meðal annars í viðtalinu. Ekki er langt síðan Rodman snéri til baka úr ferð til Norður­Kóreu þar sem hann eyddi tíma með einræðis­ herranum. Í ferðinni horfði hann meðal annars á körfuboltaleik með Kim. Mikill vinskapur virðist hafa tekist með Rodman og Kim en í ferðinni sagði Rodman að þeir yrðu vinir til æviloka. Mannætu- lögga sek Bandarískur lögreglumaður, Gilberto Valle, var á þriðjudag dæmdur sekur um að hafa lagt á ráðin um að ræna, pynda og borða nokkrar konur. Valle ætlaði meðal annars að borða eiginkonu sína. Lögmaður Valle hélt því fram fyrir dómi að fyrirætlanir skjólstæðings síns hafi ekki verið raunverulegar heldur aðeins draumórar. Meðal gagna sem lögð voru fyrir dóminn voru ummæli sem Valle lét falla í netspjalli um fyrirætlanir sínar. Kviðdómur í málinu tók sér aðeins sextán klukkustundir til að kom­ ast að niðurstöðu um að Valle hafi ekki bara verið með draumóra um verknaðinn heldur hafi honum verið full alvara. Ekki er búið að ákveða refsingu honum til handa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.