Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Blaðsíða 17
Ingvar Gíslason Mun ég sem almennur meðlimur í VR finna einhverja breytingu ef þú nærð kjöri en ekki núverandi formaður?  Ólafía B. Rafnsdóttir VR er stéttarfélag með félagsmenn um allt land í mismunandi störfum, á mismunandi launum og ég mun beita mér fyrir því að vera for­ maður allra félagsmanna VR. Einar Sigurgeirsson Er eitthvað sem þú myndir vilja breyta hjá VR og hvert verður þitt fyrsta verkefni ef þú nærð kjöri?  Ólafía B. Rafnsdóttir Í fyrsta lagi vil ég leggja áherslu á að bæta kjör félagsmanna. Auk baráttunnar fyrir hærri launum eru húsnæðis­ málin mér ofarlega í huga. Nína Helgadóttir Hver eru þín stefnumál og hver verður munurinn á starfi félagsins ef þín mál ná fram að ganga?  Ólafía B. Rafnsdóttir Mín stefnumál eru kjaramál og þjóðarsátt. Auk þess hef ég verið að tala fyrir starfsþróunarmálum og sveigjanlegum starfslokum. Ég hef hug á því að vera á vettvangi og í góðum tengslum við hinn almenna félagsmann. Vésteinn Gauti Hauksson Sæl Ólafía. Finnst þér koma til greina að VR beiti sér fyrir því að kosning til formanns ASÍ verði opnuð þannig að fólkið í landinu ráði hver það er sem talar fyrir það í verkalýðs­ baráttumálum?  Ólafía B. Rafnsdóttir Það er erfitt að koma því áleiðis þar sem fólkið í landinu hefur ekki beina aðild að ASÍ heldur verkalýðsfélögin sjálf. Kjartan Vídó Í viðtali á Rás 2 í gærmorgun sagðir þú að þitt helsta stefnumál væri að opna Facebook­síðu fyrir VR. Sú síða hefur verið til staðar frá árinu 2010 og eru 608 sem hafa „like­að“ hana í dag. Var eða er þetta þitt aðalstefnumál fyrir okkur félagsmenn VR?  Ólafía B. Rafnsdóttir Fannst þér virkilega þetta vera eina stefnu­ málið mitt? :o) Vonandi fáum við fleiri en 608 „like“ á hana þar sem félagsmenn eru u.þ.b. 30 þúsund. Kristinn Örn Jóhannesson Lítur þú á hlutverk stéttar félaga sem takmarkað við verkefni innanlands eða fjölþjóðleg, t.d. í samvinnu við önnur lönd m.a. til að bregðast við þeirri staðreynd að fyrirtæki eru fjölþjóðleg en stéttarfélög ekki?  Ólafía B. Rafnsdóttir Alþjóðleg samvinna stéttarfélaga er mikil að því mér skilst og brýnt að miðla upplýsingum, læra hvert af öðru eins og hægt er. Það er óþarfi að finna upp hjólið upp á nýtt. Fjölþjóðleg fyrirtæki verða að fara eftir þeim reglum sem gilda í hverju landi. Vilhjálmur Sveinsson Hefðir þú getað boðið þig fram sem formann VR ef Árni Páll Árnason hefði ekki greitt félagsgjöld fyrir þig aftur í tímann?  Ólafía B. Rafnsdóttir Ég hef verið félagsmaður í VR í 29 ár, frá 1984. Kjörstjórn VR hefur úrskurðað að framboðið sé löglegt og það er endanlegur úrskurður, auk þess var ég á launum hjá 365 miðlum út september 2012. Einar Sigurgeirsson Hvað er það sem þú telur best að gera til að bæta okkar kjör?  Ólafía B. Rafnsdóttir Í fjölda­ mörgum heimsóknum mínum í fyrirtæki undanfarið hafa komið upp áhugaverðar fyrirspurnir um hvernig hægt sé að bæta kjörin. Ég hef talað fyrir því að húsnæðismál­ in séu eitt af brýnustu kjaramálun­ um, öruggt heimili er jú eitt af brýn­ ustu þáttum velferðarsamfélagsins og VR á að hafa forystu í að fjölga valkostum og beita sér fyrir vali milli búsetuforma. Verkalýðshreyfingin þarf að taka höndum saman með stjórnvöldum og atvinnurekendum til að koma böndum á verðbólguna. Kristín Sævarsdóttir Hvernig hyggstu stuðla að auknu lýðræði í VR?  Ólafía B. Rafnsdóttir Með því að efla trúnaðarráð félagsins, þeir eru grasrótin. Það þarf að gera átak í menntun og virkni trúnaðarmanna á vinnustöðum og verja til þess tíma. Hans Gruber Fyndist þér rétt að þeir sem sjá um að semja um kaup og kjör fólks í landinu séu á sömu launum og þeir sem þeir eru að semja fyrir og myndir þú halda að það mundi auka trúverðugleika samningsaðila út á við?  Ólafía B. Rafnsdóttir Nei. Gísli Guðmundsson Ertu flokksbundin og ef svo er; hvaða flokk ertu bundin við?  Ólafía B. Rafnsdóttir Ég er ekki í stjórnmálaflokki. Ástasigrún Magnúsdóttir Hvað hefur þú fram að færa sem gerir þig hæfari en núverandi formann til að gegna þessari stöðu?  Ólafía B. Rafnsdóttir Ég er hokin af reynslu :o) hef verið á vinnu­ markaðinum í ríflega þrjátíu og sjö ár. Ég hef brennandi áhuga á kjara­ málum og réttlátu samfélagi. Ég ætla mér að verða formaður allra félagsmanna því í þeim fjölbreyttu störfum sem ég hef sinnt í gegnum tíðina hef ég innsýn í fjölda þeirra starfa sem tengjast félagsmönnum VR. Sævar Guðmundsson Getur þú upplýst um launakjör þín sem kosningastjóri Árna Páls í nýafstöðnu prófkjöri?  Ólafía B. Rafnsdóttir Launakjör mín eru trúnaðarupplýsingar og ég sé ekki ástæðu til að svara því hér á Beinni línu DV. Vilhjálmur Sveinsson Spurningin var já eða nei spurning, þú svaraðir henni ekki. Ég spyr því aftur, ef formaður Samfylkingarinnar hefði ekki greitt félagsgjöld aftur í tímann fyrir þig, hefð­ ir þú þá getað boðið þig fram til formanns VR þetta árið?  Ólafía B. Rafnsdóttir Ætli ég hefði ekki bara verið í öðru góðu starfi. Guðrún Gunnarsdóttir Sæl, hvað ertu með í huga með þá sem eru á lægstu launum samkvæmt taxta VR sem er rétt yfir upphæð atvinnuleysisbóta? Sem trúnaðarmaður VR fékk ég þau svör á skrifstofu að það væru þessir taxtar en engin borgaði eftir þeim hvort eð er. Þess vegna væri samið svona lágt.  Ólafía B. Rafnsdóttir Því miður fara einhverjir eftir lægstu töxtum VR. Mér er óskiljanlegt hvernig fólk fer að því að lifa á þeim. Ég tel að það þurfi þjóðarsátt í að auka kaupmátt en sem betur fer hefur tekist að verja kaupmátt þeirra sem eru með lægstu launin. Kjartan Vídó Ég sagði ekki að Facebook­síða fyrir VR væri þitt eina stefnumál, heldur það eina sem þú nefndir í viðtalinu á Rás 2. Á heimasíðu VR má lesa þín helstu stefnumál og er hvergi þar minnst á áherslumál þín hvað varðar launamun kynjanna en VR hefur verið í forystu í þeirri baráttu undanfarin ár og nýverið tekið upp jafnlaunavottun VR. Hvaða leiðir viltu fara auk þeirra sem að VR er að beita nú þegar með góðum árangri?  Ólafía B. Rafnsdóttir Ég er mjög ánægð með jafnlaunavottun VR sem byggir á starfi fjölmargra aðila sem hófst árið 2008 og varð að staðli frá Staðlaráði. Og vonandi tekst mér að brjóta glerþakið með því að verða fyrsta konan í 122 ára sögu VR til að setjast í formanns­ stólinn. Mölbrjóta glerþakið :o) Guðrún Gunnarsdóttir Hvernig hefur tekist að auka kaupmátt þeirra lægst launuðu? Nú veit ég fyrir víst að það eru margir stórmarkaðir með ungt fólk, t.d. um tvítugt, á lægsta taxta. Þau fá útborgað ca. 160–170 þúsund. Og þar sem taxtar VR eru með tvo yfirvinnu­ taxta passa atvinnurekendur sig á því að láta þau ekki vinna fulla dagvinnu svo yfirvinna verði lægri. Þetta þarf að laga?  Ólafía B. Rafnsdóttir Mjög góð athugasemd með unga fólkið. Á meðan þeir hærra launuðu fengu prósentuhækkun þá fengu þeir lægst launuðu 11.000 króna hækkun, þannig að hækkunin var hlutfallslega meiri fyrir þá. Hans Gruber Þú talar um þjóðarsátt til að verja kaupmátt, hvaða stefnu eða sáttaleiða mundir þú sem formaður tala fyrir?  Ólafía B. Rafnsdóttir Það eru dökkar horfur ef verðbólgan verður ekki sett í bönd. Við þurfum þjóðarsátt um það sem og að ná aftur þeim kjaraskerðingum sem við höfum þurft að taka á okkur vegna hrunsins. Á 5 árum hefur vísitala neysluverðs hækkað um ríflega 43%. Enginn sem ég hef talaði við hefur hækkað svo mikið í launum á þessu tímabili. Ástasigrún Magnúsdóttir Hvað er mikilvægasta verkefni sem VR stendur frammi fyrir?  Ólafía B. Rafnsdóttir Það er að leggja áherslu á bætt kjör. Efla þarf á ný kjarasvið VR sem er grunnur­ inn að starfsemi félagsins. Þar eru dýrmætir starfsmenn sem sinna viðkvæmum og persónulegum málum félagsmanna jafnt sem gerð kjarasamninga við atvinnurekend­ ur. Þetta svið er hjartað í félaginu og ég tel nauðsynlegt að innan þess starfi fleiri sérfræðingar svo meiri tími gefist til að kanna og kortleggja framtíðina í kjarabaráttu félagsins. Kristinn Örn Jóhannesson Hvort telur þú vænlegra til að dýpka skilning á stöðu launamanna, að hafa ung eignast börn og stofnað heimili og menntað þig síðar eða ganga beina menntaveginn og taka virkan þátt í ungliðahreyfingu frjálshyggju og íhaldsflokks (eins mótsagnarkennt og það er)?  Ólafía B. Rafnsdóttir Þetta er það sem skilur að núverandi for­ mann og mig. Það er félagsmanna að velja. María Hauksdóttir Sæl Ólafía. Hvaða leið telur þú raunhæfa til að viðhalda kaupmætti launa félagsmanna? Í gegnum árin hafa launahækkanir litlu sem engu skilað, þjónustuaðilar og kaupmenn sjá um það. Ef enginn greiðir eftir töxtum félagsins eins og Guðrúnu var tjáð, væri þá ekki ráð að breyta fyrirkomulaginu um kjarasamningsgerð og að Verkalýðsfélagið VR taki á honum stóra sínum og semji um mannsæmandi og raunhæf laun fyrir félagsmenn sína? Finnst þér annars þjóðarsátt undanfarinna ára hafa komið launþegum vel?  Ólafía B. Rafnsdóttir Að bæta kjörin er brýnasta verkefni verka­ lýðshreyfingarinnar og þar með VR. Allir þurfa að koma að málum og standa við það sem þeir lofa. Birgir Olgeirsson Hvort var skemmtilegra að vinna að kosningabaráttu Ólafs Ragnars eða Árna Páls?  Ólafía B. Rafnsdóttir Það yrði auðvitað skemmtilegast að vinna mína eigin kosningabaráttu :o) Ingi Vilhjálmsson Telur þú að þú munir leggja Stefán Einar í þessum kosningum? Ef svo er af hverju?  Ólafía B. Rafnsdóttir Ég hef fundið gríðarlega góð viðbrögð við framboði mínu, í fjölmörgum heimsóknum mínum í fyrirtæki. Auk tölvupósta, símtala og opinberra stuðningsyfirlýsinga á Facebook­síðunni minni. Ég minni félagsmenn VR á hvað það er brýnt að kjósa. Í formannskosningum fyrir 2 árum kusu einungis 4.600 manns og núverandi formaður, meðfram­ bjóðandi minn, hlaut þá aðeins 972 atkvæði. Því er afar brýnt að allir nýti réttinn sinn og að þetta verði afgerandi kosning. Umræða 17Miðvikudagur 13. mars 2013 „Allir velji sér eitt- hvað annað land til að heimsækja í framtíðinni!“ Gunnar Hafsteinsson var einn þeirra sem tjáðu sig um mál Íslendingsins sem hnepptur var í varðhald í Tyrklandi . „Þá er bara að hætta í áskrift hjá 365 og sleppa að lesa Frétta- blaðið. Um leið og blaðið endar ólesið í ruslinu þá hætta flestir að auglýsa þar. Enn einu sinni greiðir fólk atkvæði með atferli sínu.“ Sigmundur Grétarsson um for­ síðufrétt DV sem bar yfirskriftina „Hefnd Jóns Ásgeirs“ „Það er meiriháttar þegar fólk kemst til baka úr þessum óþverra.“ Sigurvin Kristjónsson er einn þeirra sem glöddust með Óskari Hallgrímssyni, sem sagði frá því í DV hvernig hann náði sér upp úr viðjum eiturlyfjafíknar. „Í alvöru? Þetta var megahallærislegt. Maðurinn var þarna að skemmta sér ásamt vinum og eiginkonu og á ekki skilið svona framkomu. Mér er skítsama hversu umdeildur viðkomandi slagsmálahundi fannst hann vera, það er engin lausn eða hetjuskapur að haga sér eins og bestía.“ Ingunn Bylgja Einarsdóttir gagnrýndi harðlega mann sem sagði í athugasemdakerfinu að maðurinn sem kýldi Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknar­ flokksins, fyrirvaralaust á skemmtun fyrir austan, ætti skilda fálkaorðuna. Fleiri gagnrýndu það sjónarmið harðlega. „Mér finnst leiðin- legt hvað barna- verndarnefndir og barnaverndarstofa fá iðulega slæma umfjöllun, en lítið heyrist af því sem gott er gert. Ég hef bara góða reynslu af barna- verndarnefnd og þakka þeim bara kærlega fyrir aðstoðina. Í mínu tilfelli kom allavegana að frábært fólk sem bar hag barnsins fyrir brjósti og lagði mikinn metnað og vinnu í að vinna í því að aðstoða og hjálpa.“ Lilja Sigurðardóttir um grein um vinnubrögð Barnaverndar og barnaverndarstofa. „Það, að ein fjölskylda sem kallar sig söfnuð og talar öfgakennt og vitlaust, segir ekkert um kristna trú. EKKERT. Hægt er að afskrifa alla stjórnmálaflokka heims með sömu rökum og Jón Ferdinand Estherarson setur fram. Afskrifa má líka allar þjóðir heims með vísun í eina brjálaða. Og afskrifa má alla karla heims með tilvísun í eitt öfgakennt fífl. Sama gildir um konur og reyndar um alla aðra. Gætum okkar á fordómum.“ Séra Örn Bárður Jónsson í athugasemd við frétt DV.is um Westboro Baptist­kirkjuna í Bandaríkjunum. Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni 14 17 15 19 17 50 Vill þjóðarsátt um aukinn kaupmátt Ólafía B. Rafnsdóttir, formannsframbjóðandi VR, brýnir fyrir fólki að nýta kosningaréttinn Nafn: Ólafía Björk Rafnsdóttir Aldur: 52 ára Menntun: MBA­gráða frá HÍ, nám í mannauðsstjórnun og verkefna­ og leiðtogaþjálfun við endurmenntun HÍ 2004 og 2005. Nýleg störf: Starfaði hjá 365 miðlum frá 2005 til 2012 og hefur frá árinu 1996 tekið að sér kosningastjórn ýmissa framboða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.