Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Blaðsíða 18
Ódýrast með WOW air 18 Neytendur 13. mars 2013 Miðvikudagur Skreytum greinar úr garðinum n Páskarnir minna á að vorið er að koma P áskarnir nálgast og margir skreyta heimili sín að einhverju leyti fyrir þessa hátíð. Það er til dæmis skemmtilegur siður að nota greinar af runnum sem skraut. Nú er einmitt sá árstími að fólk fer að huga að því að klippa tré fyrir sumar- ið og þá er tilvalið að nota þær grein- ar, taka þær inn og setja í vatn. Fjallað er um þetta á natturan.is en þar seg- ir að um páskana ætti brum á grein- um sem nú eru settar í vatn að vera farið að opna sig og fyrstu laufblöðin að verða sýnileg. Þeir sem hafa ekki aðgang að garði og trjám geta komið við hjá Sorpu og fengið þar greinar. Einnig er hægt að ganga um hverfið og líta eftir greinum sem hafa brotn- að af trjám eða liggja á víðavangi. Til að gera þetta enn páskalegra er hægt að skreyta greinarnar með léttu og páskalegu skrauti, svo sem eggjum eða ungum. Á vef Náttúrunnar segir að egg, litlir ungar, greinar með nýjum laufblöðum og blómum, til dæmis páskaliljum og túlípönum, séu tákn um frjósemi jarðar og minni um leið á upprisuna fyrir kristna menn. Þar eru einnig ráðleggingar um hvernig hægt sé að blása úr eggi. Til þess þarf að gera tvö göt á eggið, hvort á sinn endann, með títuprjóni. Götin þurfa ekki að vera stærri en 2 til 3 milli- metrar en gatið sem er á breiðari enda eggsins þarf að vera aðeins stærra. Síðan er blásið úr grennri enda eggs- ins og eggin svo skoluð vel og lögð til þerris á klút þannig að allt fái að leka úr egginu. Þegar eggið er þurrt er hægt að mála það. Eggjarauðuna og -hvítuna má svo nota í bakstur eða aðra matargerð. Algengt verð 256,8 kr. 255,6 kr. Algengt verð 256,6 kr. 255,4 kr. Höfuðborgarsvæðið 256,5 kr. 255,3 kr. Algengt verð 256,8 kr. 255,6 kr. Algengt verð 258,9 kr. 255,6 kr. Melabraut 256,6 kr. 255,4 kr. Eldsneytisverð 12. mars Bensín Dísilolía Gott fyrir fátækan námsmann n Lofið fær kaffihúsið Mezzo en viðskiptavinur einn fer þangað gjarna til að vinna enda segir hann þar ágætt internet, góða stóla og bjart. „Það er líka al- mennilegt starfsfólk og gott við- mót. Þar að auki er mjög fínt úrval af teblöndum og hægt að kaupa smákökur í stykkjatali fyrir innan við 100 kall. Fínt ef mann langar í eitthvað sætt en veit að maður ætti ekki að háma í sig heila köku. Mezzo er frábær stað- ur fyrir fátækan námsmann.“ Dýrt í keilu n Lastið fær Keiluhöllin en við- skiptavinur sendi DV eftirfarandi: „Ég fór í Keiluhöllina um helgina með börnin mín og var búinn að sjá að helgarverð þar á braut eru 5.400 krónur fyrir 55 mínútur. Þegar við komum var verðið hins vegar 6.600 krónur. Þegar ég spurði af hverju var mér sagt að á milli 12.00 og 15.00 væri diskókeila. Dempuð ljós og diskókúla hækkuðu því verðið um 1.200 krónur. Verst var þó að þau settu tímann af stað um leið og við fengum skóna. Þar sem ég þurfti að aðstoða börnin við að reima töpuðum við 5 mínútum og ég get mér til um að við höfum borgað 700 krónur fyrir að klæða okkur í skóna. Ég kvartaði og að lokum endurstilltu þau tímann. Mér finnst það samt ansi hart að rukka svona fyrir diskókeiluna og að setja svo tí- mann af stað löngu áður en maður getur byrjað að spila.“ DV bar lastið undir Agnar Fjeld- sted, rekstrarstjóra Keiluhallar- innar, sem sendi eftirfarandi svar: „Á heimasíðu okkar og einnig á Facebook-síðu er að finna verðlista ásamt upplýsingum um hvaða verð gilda hverju sinni. Þegar braut er sett í gang eru alltaf 5 mínútur sem viðkomandi hefur til að klæða sig í skó og finna kúlur sem kemur sjálfkrafa í tölvukerfinu áður en sjálfur tíminn sem viðkomandi keypti byrjar. Auk þess eru allir skór í Keilu- höllinni Egilshöll með frönskum rennilás.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Páskaskraut Það er gaman að hafa heimagert skraut. n Reynum að vera sveigjanleg þegar flug er bókað n Það er hægt að spara með því þúsundir króna Þ að er ódýrast í langflestum tilfellum að kaupa flug með WOW air í sumar samkvæmt könnun sem DV gerði á flugfargjöldum til vinsælla áfangastaða. Ferða- langar eru hvattir til að vera sveigj- anlegir í ferðaáformum sínum og er bent á að það getur verið hag- kvæmt að skipta við fleiri en eitt flugfélag. Þó svo að það lengi ferðalagið getur það sparað ferða- löngum talsvert. Finnur ódýrasta flugfarið Kannað var verð á flugi til níu áfangastaða sem íslensku flug- félögin tvö fljúga til í sumar. Stuðst var við leitarvélina DoHop sem getur aðstoðað fólk við að finna ódýrasta fargjaldið. Þegar sleginn er inn áfangastaður leitar hún að ódýrasta fargjaldinu og gefur einnig upp þá kosti sem eru í stöð- unni. DoHop leitar einnig að hag- stæðustu gistingunni og bílaleigu- bílum fyrir þig svo eitthvað sé nefnt. Vakandi fyrir tilboðum Skoðaðar voru dagsetningar í kringum miðjan júní. Reynt var að hafa sömu dagsetningar en það var ekki alltaf hægt þar sem flugfélögin fljúga ekki alltaf sömu dagana. Eins skal tekið fram að flugfargjöldin eru sífellt að breyt- ast og félögin bjóða tilboðsferðir sem ekki er tekið tillit til í þessari könnun. Hér er einungis um að ræða það verð sem fékkst við leit þann 12. mars og sjálfsagt hægt að fá hagstæðara verð aðra daga og eins þegar nær dregur sumri. Þeir sem íhuga ferðalög í sumar ættu því að vera vakandi fyrir til- boðum og vanda sig við bókanir og ígrunda þær vel áður en eitt- hvað er ákveðið. Einnig má benda á þau aukagjöld sem sum flug- félögin rukka eins og sjá má í töflu hér með greininni. Ódýrara flug en lengri ferðatími WOW air er oftast með ódýrasta flugfargjaldið í beinu flugi til áfangastaðanna níu. Það getur þó borgað sig að vera sveigjanlegur í ferðaáformum sínum því það getur munað þúsundum króna ef maður kaupir flug sem er ekki beint flug. Sem dæmi má nefna fargjaldið til Barcelona í júní en farið fæst á rúmar 68.000 krónur hjá WOW en 92.000 krónur hjá Icelandair. Sé ferðamaðurinn hins vegar tilbúinn til að kaupa far- ið hjá þremur mismunandi flug- félögum og stoppa einu sinni í hvorum fluglegg getur hann feng- ið flugfarið báðar leiðir á 50.347 krónur. Það skal þó taka fram að þegar um slík tengiflug er að ræða þá lengist ferðatíminn og því þarf fólk að gera upp við sig hve lengi það er tilbúið að bíða á flugvöllum til að lækka fargjaldið. Hagstætt að vera opinn fyrir ferðadögum Það getur líka verið hagstætt að vera sveigjanlegur hvað ferða- daga ræðir en dæmi um það er fargjaldið til Parísar með WOW air. Flugfarið frá París til Íslands kostar 22.590 krónur ef flogið er á miðvikudegi en 32.590 ef flogið er tveimur dögum síðar, á föstu- degi. Annað dæmi er flug til Kaup- mannahafnar með Icelandair þann 13. júní sem kostar 19.530 krónur aðra leiðina. Viku síðar, eða þann 20. júní, er sama flug á 56.530 krónur. Flugfélögin gefa upp hvaða daga boðið er upp á besta verðið og vert að skoða það vandlega og jafnvel að skipuleggja ferðina í kringum þá daga. n Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Íslensku flugfélögin WOW air Vefsíða: wowair.is Áfangastaðir: Alicante, Amsterdam, Barcelona, Brussel, París, Kaupmanna- höfn, Düsseldorf, London, Lyon, Mílanó, Suttgart, Berlín, Salzburg, Varsjá, Vilníus og Zürich. Icelandair Vefsíða: icelandair.is Áfangastaðir: Amsterdam, Barcelona, Björg- vin, Billund, Brussel, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Glasgow, Gautaborg, Hamborg, Helsinki, London, Madrid, Manchest- er, Mílanó, München, Ósló, París, St. Pétursborg, Stokkhólmur, Stafangur, Þrándheimur, Zürich, Anchorage, Boston, Denver, Minneapolis, New York, Orlando, Seattle, Washington, Halifax og Toronto, Las Vegas, Los Angeles, Portland, Sacramento, San Diego, San Francisco, San Jose, Spokane, Vancouver. new York Er vinsæll áfangastaður Íslendinga. Það þarf þó að fara nokkrar krókaleiðir til að finna ódýrasta fargjaldið eins og sést hér á síðunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.