Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Blaðsíða 2
Í nóvember árið 2005 eignaðist Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöf- undur og aðstoðarforstjóri Time- Warner- fjölmiðlasamsteypunnar, 17 prósenta hlut í Árvakri, útgáfu- félagi Morgunblaðsins. Var tilkynnt um viðskiptin á sama tíma og fjár- festingarbankinn Straumur-Burða- rás keypti 17 prósenta hlut í Árvakri í gegnum félagið MGM ehf. Settist Ragnhildur Geirsdóttir í stjórn Árvak- urs fyrir hönd Forsíðu ehf. sem hélt utan um hlut Ólafs Jóhanns. Hún hafði þá mánuði áður hætt nokkuð skyndilega sem forstjóri FL Group en Hannes Smárason tók við starfi hennar. Seljandi hlutarins til Ólafs Jóhanns var félag í eigu Huldu Valtýsdóttur og dætra hennar. Valtýr Stefánsson, faðir Huldu, var ritstjóri Morgun- blaðsins í nærri 40 ár frá 1924 og þar til hann lést árið 1963 og jafnframt stór eigandi blaðsins. Því hefur verið haldið fram að feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor hafi fengið Ólaf Jóhann til að kaupa hlutinn í Árvakri. Hefur því einnig verið haldið fram að hann hafi fengið greidda þóknun fyrir að halda utan um hlutinn sem félag Björgólfs Guð- mundssonar keypti síðar af honum í ársbyrjun 2008. Í samtali við DV vísar Ólafur Jóhann þessum ásökunum á bug. Dylgjur um tengsl Björgólfsfeðga „Ég stóð við allt mitt sem snýr að kaupunum að mínum hlut í Árvakri. Frumkvæðið að kaupunum hafði fjöl- skylda Huldu Valtýsdóttur sem kom að máli við mig. Dylgjur um þessa meintu aðkomu Björgólfsfeðga eru því út í hött,“ segir Ólafur Jóhann. Til stuðnings þeim orðum leggur hann áherslu á að Ragnhildur Geirsdóttir hafi setið í stjórn Árvakurs fyrir sína hönd. Það sé fjarri sannleikanum að hún hafi setið þar í umboði einhvers annars og tekið ákvarðanir sem ekki voru í umboði hans sjálfs og sam- kvæmt hennar eigin sannfæringu og félaginu fyrir bestu. Fjölskylda Huldu Valtýsdóttur staðfesti í samtali við DV að hún hafi komið að máli við Ólaf Jóhann um möguleg kaup á hlut hennar í Árvakri árið 2005. Ein ástæða þess að fjölskyldan fór að leita að kaupanda að 17 prósenta hlut sínum voru ný fjölmiðlalög sem voru í undirbúningi en var síðar synj- að staðfestingar af for setanum árið 2004. Þau lög hefðu haft það í för með sér að eignarhlutur fjölskyldunnar hefði farið yfir þau eignamörk sem sett voru fram í frumvarpinu. Því hafi verið farið af stað með sölu hlutar fjölskyldunnar og haft samband við Ólaf Jóhann sem hafi þekkt vel til fjölskyldunnar. Landsbankinn lánaði fyrir kaupunum Samkvæmt ársreikningi Forsíðu fyrir árið 2005 kemur fram að félagið hafi fengið 655 milljóna króna lán sem var á gjalddaga í febrúar 2007. Landsbankinn veitti umrætt lán. Í ársreikningi félagsins ári síðar virðist sem lánið hafi verið framlengt til desember 2007. Í ársreikningi fé- lagsins fyrir árið 2005 kemur fram að þá í árslok hafi eigið fé Forsíðu verið orðið neikvætt um 12 milljónir króna sem skýrist af fjármagnskostnaði vegna lánsins frá Landsbankanum. Á þessum tíma var hlutafé félagsins einungis 500 þúsund krónur sem var lágmarksupphæð samkvæmt lögum. Forsíða jók síðan hlutafé sitt í 100 milljónir króna á stjórnarfundi sem haldinn var í maí 2006. Á þeim fundi var einnig ákveðið að Ólafur Jóhann yrði eigandi að 60 prósenta hlut í fé- laginu í eigin nafni en 40 prósenta hlutur yrði í eigu félagsins Eldoris Corp. sem skráð er í Lúxemborg en með heimili á Tortóla. Tekið skal fram að Ólafur Jóhann hafði veitt umboð fyrir þessum ákvörðunum í nóvember 2005 á sama tíma og til- kynnt var um kaup Forsíðu á hlutn- um í Árvakri. Þá kemur einnig fram í umboðinu að Eldoris Corp. geri gagnkvæman kaup- og sölurétt á 60 prósenta hlut Ólafs Jóhanns í For- síðu. Ólafur Jóhann segist aðspurður telja að það hafi verið hluti af samkomulaginu við Landsbankann að bankinn yrði minnihlutahluta- eigandi í Forsíðu með 40 prósenta hlut sem aflandsfélagið Eldoris Corp. hélt utan um. Árið 2006 tapaði For- síða 110 milljónum króna sem skýrist af fjármagnskostnaði félagsins það ár. Tapaði ekki á fjárfestingunni Í byrjun árs 2008 var tilkynnt að Ólafur Jóhann hefði selt hlut sinn í Árvakri. Kaupandinn að hlut For- síðu ehf. var félagið Ólafsfell ehf. sem þá var í eigu Björgólfs Guðmunds- sonar. Fyrir kaupin átti Ólafsfell 16,8 prósenta hlut í Árvakri en eftir kaup- in var Björgólfur kominn með 33,5 prósenta hlut. Ólafur Jóhann segist ekki hafa tapað á sölunni á hlutnum í Árvakri til félags Björgólfs. Þess skal getið að árið 2006 tapaði Árvakur 653 milljónum króna og árið 2007 tapaði félagið 210 milljónum króna. „Það var einfaldlega kominn sá tími sem ég hafði ætlað mér að vera þarna,“ hafði Fréttablaðið eftir Ólafi Jóhanni árið 2008 vegna sölunnar á hlutnum í Árvakri. Samkvæmt skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis skuldaði Forsíða Landsbankanum 720 millj- ónir króna í október 2008. Árvakur í þrot stuttu síðar Það sem gerðist síðar með Árvakur þekkja flestir nokkuð vel. Við fall ís- lenska bankakerfisins í október 2008 hækkuðu erlend lán félagsins mikið. Skilaði útgáfufélagið 2,9 milljarða króna tapi árið 2008. Hækkuðu skuldir félagsins úr 3,2 milljörðum króna 2007 í nærri sex milljarða króna í árslok 2008. Var eigið fé Árvakurs þá orðið neikvætt um tvo milljarða króna. Virð- ist sem Ólafur Jóhann hafi líklega verið heppinn að losna við hlut sinn í út- gáfufélaginu á fyrri hluta árs 2008. Í mars árið 2009 var tilkynnt að félagið Þórsmörk ehf. hefði keypt neitar aÐKOMU BJÖrGÓLFa n Ólafur Jóhann keypti 17% í Árvakri árið 2005 n Fékk lán hjá Landsbankanum Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is Forsíða gjaldþrota eftir kaup Björgólfs Björgólfur Guðmundsson keypti félagið Forsíðu ehf. af Ólafi Jóhanni í upphafi árs 2008. Ári síðar var félagið úrskurðað gjaldþrota. Fundust litlar sem engar eignir í þrotabúinu en félagið skuldaði Landsbankanum 720 milljónir króna við fall bankans. „Af minni hálfu voru þessi viðskipti fullkomlega eðlileg og var komið fram við alla málsaðilja af fullum heilindum. Ólafur Jóhann Ólafsson 2 Fréttir 13. mars 2013 Miðvikudagur „Dylgjur um þessa meintu aðkomu Björgólfsfeðga eru því út í hött Tapaði ekki Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og aðstoðar- forstjóri Time-Warner- fjölmiðlasamsteypunn- ar, segist ekki hafa tapað á kaupum á 17 prósenta hlut í Árvakri. Safna hljóðfærum Sett hefur verið af stað söfnun á hljóðfærum og fjármunum í þágu íbúa Kulusuk á Grænlandi, en tón- listarhús bæjarins brann til ösku í fárviðri um helgina. Í fréttatilkynn- ingu frá aðstandendum söfnunar- innar, kemur fram að þetta sé mikill skaði fyrir lítið samfélag, enda var tónlistarhúsið hjarta bæjarins, þar sem tónlist og söngur ómaði frá morgni til kvölds. „Mikið af hljóð- færum og tæknibúnaði glataðist í brunanum, og því eru vinir Græn- lands hvattir til að leggja sitt af mörkum.Tekið er við hljóðfærum í Tónastöðinni, Skipholti 50d, og við fjárframlögum á söfnunarreikningi Kalak, vinafélags Íslands og Græn- lands. Reikningsnúmerið er 0322- 26-002082, kennitala 4303942239.“ Metálag á raforkukerfinu Raforkunotkun á Íslandi var í sögu- legu hámarki í síðustu viku en alla vikuna var óvenjulega mikið álag á raforkukerfi landsins. Gripið var til skömmtunar á skerðanlegu afli á Austurlandi til að tryggja afhendingaröryggi. Álagið náði hámarki í óveðrinu rétt fyrir há- degi síðastliðinn miðvikudag en þá mældist fimm mínútna afltoppur 2.222 MW en það er í fyrsta skipti sem afltoppur mælist yfir 2.200 MW. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Landsneti. „Algengast er að álagstoppur hvers árs sé á köldum degi, seint í desember, þegar raflýs- ing er í hámarki og mikil umsvif eru í verslun og þjónustu. Undanfarið hefur álag á kerfið hins vegar haldið áfram að aukast frá áramótum og náði hámarki sem fyrr segir um miðja síðustu viku þegar það mæld- ist um 40 MW hærra en í desember síðastliðnum en þá hafði ekki áður mælst meira álag á kerfið,“ segir í til- kynningunni. Skýringuna á álaginu má rekja að hluta til aukinnar raf- orkunotkunar hjá fiskvinnslufyrir- tæki á Austurlandi þar sem loðnu- bræðslur hafa verið í fullum rekstri. Krefjast afsökunar- beiðni frá RÚV Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Ís- lands krefst þess að ljósmyndari 365 verði beðinn afsökunar á því að gengið hafi verið fram af offorsi gegn honum á bikarúrslitaleik í handknattleik á sunnudag. Ljós- myndaranum var ýtt af vellinum af íþróttastjóra RÚV eftir leikinn. Ástæðan sem var gefin var að nýjar verklagsreglur hefðu tekið gildi varðandi störf fjölmiðla. „Það er fráleitt að setja nýjar verklagsregl- ur á kappleikjum í handbolta án þess að kynna þær fyrirfram og að þær séu þess eðlis að fjölmiðlar geti ekki sinnt eðlilegri fréttaöflun,“ segir í ályktun stjórnarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.