Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Blaðsíða 20
Gamlir en Góðir 20 Sport 13. mars 2013 Miðvikudagur n Úrvalslið leikmanna sem komnir eru af léttasta skeiði n Tveir verða fertugir á árinu Ö ldungurinn Ryan Giggs spilaði á dögunum sinn þúsundasta leik á ferlinum í leik Manchester United og Real Madrid í Meistara­ deildinni. Af því tilefni tók DV saman lið öldunga í boltanum sem enn eru að gera fína hluti. Skilyrði fyrir sæti í liðinu er að viðkomandi leikmaður verði 35 ára á árinu. Þannig eru leikmenn eins og Frank Lampard og Carles Puyol gjald­ gengir í liðið enda þótt þeir séu enn 34 ára. Ljóst er að þetta lið gæti gert fína hluti í boltanum. einar@dv.is Gianluigi Buffon 35 ára Fæddur: 28. janúar 1978 Landsleikir/mörk: 124/0 Buffon er enn í fullu fjöri og stendur á milli stanganna hjá besta liði Ítalíu, Juventus. Þessi öflugi markmaður er einnig aðalmarkvörður ítalska landsliðsins og þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára virðist hann eiga nóg eftir. Miroslav Klose 34 ára Fæddur: 9. júní 1978 Landsleikir/mörk: 126/67 Klose er einn mesti markahrók- ur síðari ára og hefur skorað 67 mörk fyrir þýska landsliðið. Þessi öflugi skallamaður spilar í dag með Lazio á Ítalíu þar sem hann hefur skorað í öðrum hverjum leik að meðaltali – þar af 11 á yfirstandandi leiktíð. Didier Drogba 35 ára Fæddur: 11. mars 1978 Landsleikir/mörk: 95/60 Drogba sýndi og sannaði í úrslitaleik Meistaradeildar- innar síðasta vor að hann er stórbrotinn framherji. Hann yfirgaf Chelsea í sumar og staldraði við í Kína. Drogba spilar í dag með tyrkneska stórliðinu Galatasaray. Francesco Totti 36 ára Fæddur: 27. sept. 1976 Landsleikir/mörk: 58/9 Totti hefur alla sína tíð spilað með Roma og ávallt verið frábær. Totti er fastamaður í liðinu og gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna. Hann hefur skorað 10 mörk í ítölsku deildinni í vetur í 25 leikjum sem er býsna gott. Ryan Giggs 39 ára Fæddur: 29. nóv. 1973 Landsleikir/mörk: 64/12 Giggs lék sinn þús- undasta leik á dögunum fyrir Manchester United og hefur reynst liðinu ómetanlegur. Þrátt fyrir að verða fertugur á árinu ætlar Giggs að halda áfram að spila. Hann er í feiknarformi og virðist eiga nóg eftir. Frank Lampard 34 ára Fæddur: 20. júní 1978 Landsleikir/mörk: 94/27 Lampard er einn marka- hæsti leikmaður í sögu Chelsea sem er býsna magnaður árangur sé litið til þess að hann hefur alla tíð spilað á miðjunni. Hefur haldið uppteknum hætti í markaskorun í vetur og smellt inn 13 mörkum í það heila. Massimo Ambrosini 35 ára Fæddur: 29. maí 1977 Landsleikir/mörk: 35/0 Ambrosini leggur jafnan hart að sér á vellinum eins og félagar hans hjá Milan vita. Hann hefur reynst Milan-liðinu ómetan- legur í þau 18 ár sem hann hefur þjónað því. Sýndi og sannaði í fyrri leiknum gegn Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildar- innar að hann á nóg eftir. Joan Capdevila 35 ára Fæddur: 3. febrúar 1978 Landsleikir/mörk: 60/4 Ef hægt er að tala um vandræðastöðu í þessu öfluga liði er það vinstri bakvarðarstaðan. Niðurstaðan varð þó sú að velja Capdevila enda er hann fastamaður í liði Espanyol á Spáni. Lék 60 landsleiki fyrir Spán og vann meðal annars EM 2008 og HM 2010. Carles Puyol 34 ára Fæddur: 13. apríl 1978 Landsleikir/mörk: 100/3 Puyol hinn hárprúði hefur lengi staðið í eldlínunni og þrátt fyrir að hann sé farinn að eldast eru fáir miðverðir á hans aldri betri. Á 100 landsleiki fyrir Spán og hefur unnið allt sem hægt er að vinna í boltanum með félagsliði sínu Barcelona og landsliðinu. Jamie Carragher 35 ára Fæddur: 28. janúar 1978 Landsleikir/mörk: 38/0 Carragher fær heiðurs- sæti í liðinu enda leggur hann skóna á hilluna í lok tímabilsins. Það er ekki eina ástæðan fyrir veru hans í liðinu enda hefur hann spilað vel með Liverpool á tímabilinu. Carragher á yfir 700 leiki með Liverpool og hef- ur eignað sér stöðu miðvarðar af Martin Skrtel. Javier Zanetti 39 ára Fæddur: 10. ágúst 1973 Landsleikir/mörk: 145/5 Argentínumaðurinn er fastamaður í liði Inter og það þrátt fyrir að verða fertugur á árinu! Zanetti kom til Inter árið 1995 og hefur gengið í gegnum súrt og sætt með liði sínu. Óumdeilanlega einn allra besti hægri bakvörður undanfarna tvo áratugi. Bekkur Jussi Jääskeläinen (37 ára) Langreyndasti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar. Finninn hefur verið öflugur með West Ham í vetur. William Gallas (35 ára) Frakkinn sterki fær reglulega mínútur hjá Tottenham og virðist enn vera í fínu formi. Daniel van Buyten (35 ára) Belginn stóri spilar með Bayern og hefur verið hluti af bestu varnarlínu Evrópu í vetur. Er á bekknum því hann er ekki fastamaður hjá þýska stórliðinu. Bekkur David Beckham (37 ára) Beckham kann ennþá að sparka í boltann og gerir það í dag hjá stórliði PSG í Frakklandi. Paul Scholes (38 ára) Líkt og Giggs hefur Scholes leikið allan sinn feril með Manchester United. Yfirvegaður á boltanum og með magn- aðar sendingar. Alessandro del Piero (38 ára) Del Piero yfirgaf Juventus síðasta sumar eftir farsælan feril og hélt til Ástralíu. Þar hefur hann verið á skot- skónum og skorað 12 mörk í 21 leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.