Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Blaðsíða 9
Markmið ekki tæknilegar lausnir Í viðtali við DV í febrúar sagði Sig- mundur Davíð til dæmis að Fram- sóknarflokkurinn hefði ákveðið fyrir um það bil ári að einbeita sér ekki að leiðum til efna kosningaloforðin held- ur frekar að kosningaloforðunum sjálfum. „Fyrir svona ári breyttum við nálgun okkar á hvernig við leggjum fram tillögur og það gerðum við í ljósi reynslunnar af ýmsum tillögum sem við höfðum lagt fram áður, kannski sérstaklega þessari frægu 20 prósenta leið. Þar fór umræðan að miklu leyti að snúast um smáatriði í aðferða- fræðinni.“ Sigmundur Davíð telur því mikil- vægara að einbeita sér að loforðunum en ekki aðferðunum sem hægt er að nota til að efna þau. Þar af leiðandi liggur ekki fyrir hvernig Framsóknar- flokkurinn ætlar að efna þessi loforð sín. Innantóm orð Í kappræðum formanna stjórnmála- flokkanna á RÚV í síðustu viku var Sigmundur Davíð þráspurður hvern- ig Framsóknarflokkurinn ætlaði sér að lækka skuldir heimilanna með áð- urnefndum 300 milljarða krónueign- um. Sigmundur Davíð gat ekki útskýrt aðferð flokksins í þessari leiðréttingu þrátt fyrir að spyrlar RÚV gengju ítrek- að á hann. Sigmar Guðmundsson spurði Sig- mund Davíð meðal annars: „Er ekki munurinn á þér og hinum fram- boðunum sá að þú ert að lofa því að taka peninga sem ekki eru í hendi til þess að greiða niður skuldir fólks, er það ekki staðreyndin?“ Sigmundur Davíð svaraði Sigmari með eftirfarandi hætti: „Eins og ég var að segja við þig áðan þá hefur mér heyrst að fulltrúar allra þessara flokka, og reyndar seðlabankastjóri líka, að það þurfi verulega eftirgjöf, verulegar afskriftir, áður en þessum kröfuhöf- um verður hleypt úr landi með hluta af fjármagninu og gjaldeyrishöftunum verður aflétt. Við hljótum að vera sam- mála um að heimilin, sem að hafa fram að þessu verið látin bera þetta af fullum þunga, eigi að fá að njóta góðs af þessu.“ Sigmundur Davíð gat því ekki svarað því nákvæmlega hvernig ætti að útfæra þessar skuldaleiðréttingar þó svo að hann segði að það ætti að framkvæma þær. Lykilatriðið í því sem Sigmundur Davíð sagði var: „Þá stendur bara eftir spurningin: Hvernig á að nota þetta svigrúm sem þarna verður til.“ Sigmundur Davíð er ekki með svar við þessari spurn- ingu en lofar samt að fara eigi þessa leið. Í viðtali við Fréttatímann í síðustu viku virðist Sigmundur Davíð heldur ekki hafa getað útskýrt hvernig Fram- sóknarflokkurinn ætlaði sér að fara að því að efna þetta kosningaloforð. Ekki var vísað með beinum tilvitnununum til orða Sigmundar Davíðs um þetta í viðtalinu við Fréttatímann en niður- staðan sem blaðamaðurinn komst að var á þá leið að formaðurinn hefði ekki getað útskýrt nægilega vel það sem hann var að tala um, meðal annars hvernig hann svaraði gagnrýninni á flokkinn: „Því svörin við öllum þeim spurningum sem ég hef lagt fyrir Sig- mund Davíð í bílferð okkar eru kunn- ugleg. Þau þekki ég úr þeim fjölmörgu viðtölum sem hann hefur farið í að undanförnu því hann hefur víða þurft að svara þeirri gagnrýni sem beinst hefur að flokknum að undanförnu. Mér finnst dálítið eins og hann sé að þylja upp texta. Sem getur vel verið, ef til vill er maðurinn með ljósmynda- minni og á erfitt með að bregða út af handritinu. Að minnsta kosti tekst honum ekki að útskýra þessu flóknu málefni fyrir mér þannig að ég skilji þau til hlítar.“ Góð ár fyrir Sigmund og Framsóknarflokkinn Þrátt fyrr þessa ágalla á málflutningi Sigmundar Davíðs og Framsóknar- flokksins þá virðist ekki skipta máli að loforð flokksins séu ekki raun- hæf og að formanninum takist ekki að útskýra þau til hlítar þrátt fyr- ir að fjölmiðlamenn hafi þráspurt hann um þau. Ekkert lát virðist vera á fylgisaukningu flokksins sem hef- ur bætt við sig á milli 10 og 20 pró- sentustigum – það er mismunandi eftir könnunum – á síðustu mánuð- um. Síðustu fjögur árin hefur Fram- sóknarflokkurinn, undir stjórn Sig- mundar Davíðs, farið frá því að mælast með tæp fimm prósent at- kvæða – rétt áður en hann tók við – og upp í tæp 40 prósent. Þetta er fylgisaukning upp á um 800 prósent. Ef svo fer sem horfir gæti Sigmundur Davíð því staðið uppi sem formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins eftir komandi kosningar. Þá gæti draumur hans, sem hann lýsti í viðtali við DV árið 2009, orðið að veruleika; draumur sem virtist vægast sagt fjarlægur þegar hann tók við flokknum í rústum í árs- byrjun 2009. „Þegar ég var fimm ára gamall var ég staðráðinn í að verða forsætisráðherra.“ Þessi draumastaða Sigmundar Davíðs gæti þó litast af því eftir kosningarnar ef kjósendur Fram- sóknarflokksins vakna upp við það að flokkurinn getur ekki staðið við gefin loforð. En Framsóknarflokkurinn verður í það minnsta kosti kominn til valda í kjölfar ótrúlegs uppgangstíma í stjórnarandstöðu þar sem flokkurinn hefur sannarlega hagað seglum eftir vindum með árangursríkara móti. Sig- mundur Davíð virðist sannarlega hafa valið réttan flokk til að ganga í í kjölfar hrunsins 2008. n 800 prósenta fylgisaukning urinn ekki útfært hvernig hann hyggst taka 300 milljarða krónueignirnar og nýta þær til almennra skuldaleið- réttinga. Markmið flokksins eru skýr en aðra sögu má segja um það hvernig flokk- urinn hyggst ná þessum markmiðum: Leiðir flokksins að þessum markmið- um eru óskýrar í meira lagi og því má segja að erfitt sé að taka kosningalof- orð flokksins trúanleg þar sem ekki liggur fyrir hvernig flokkurinn hyggst ná þeim. Sigmundur Davíð, og aðr- ir frambjóðendur flokksins, hafa gefið loðin svör þegar þeir eru spurðir um efndir þessara loforða. Þetta virðist hins vegar ekki skipta máli þegar kem- ur að vinsældum flokksins og mældist hann, eins og áður segir, með nærri 40 prósenta fylgi í Fréttablaðinu í síðustu viku. Raunhæf kosningaloforð virðast því litla máli skipta þegar kemur að vinsældum stjórnmálaflokks þar sem stærsti flokkur landsins er nú sá sem er með óraunhæfustu og loðnustu kosn- ingaloforðin. Fréttir 9Mánudagur 8. apríl 2013 „Þegar ég var fimm ára gamall var ég staðráðinn í að verða forsætisráðherra n Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók við Framsóknarflokknum í molum n Er nú í oddastöðu Fylgisaukning Framsóknar Frá árslokum 2008 þar til í apríl 2013 hefur fylgið farið úr tæpum fimm prósentum og upp í tæp 40 prósent. janúar 2009 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður formaður Framsóknarflokks- ins. Fylgi Framsóknar mælist rúm 17 prósent í fyrstu könnun MMR eftir formannskjörið – hafði verið tæp fimm prósent áður. janúar 2013 Ísland hefur betur í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum Fylgi Framsóknar- flokksins eykst úr 13 prósentum í 21 prósent samkvæmt könnun- um Fréttablaðsins og Stöðvar 2. mars–apríl 2013 Icesave, kosningabaráttan og stór loforð flokksins Framsóknarflokkurinn mælist með á milli 30 til 40 prósenta fylgi í skoðanakönnunum. Mest var fylgið í skoð- anakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, tæp 40 prósent, og var Framsókn einum þingmanni frá hreinum meirihluta. 40% Mars 2013* * Könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins 16,3% Maí 2011 14,2% Janúar 2013 22,1% Febrúar 2013 15,4% Janúar 2012 27,3% Mars 2013 Lykilstaða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Framsóknarflokkurinn eru í lykilstöðu ef marka má skoð- anakannanir. Fylgisaukning flokksins undir stjórn Sig- mundar Davíðs er gríðarleg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.