Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Blaðsíða 10
Hægri stjórn er líklegust 10 Fréttir 8. apríl 2013 Mánudagur n Prófessor spáir gamalkunnu ríkisstjórnarsamstarfi n Engin dæmi fyrir viðlíka fylgisaukningu F Framsóknarflokkurinn hef- ur að undanförnu mælst með mest fylgi allra stjórnmála- flokka. Segja má að fylgið hafi aukist jafnt og þétt allt frá því að Ice¬save-málið vannst fyrir EFTA- dómstólnum í lok janúar. Á þeim tíma mældist Framsóknarflokk- urinn með 14,5 prósenta fylgi sam- kvæmt þjóðarpúlsi Capacent Gallup. Mánuði síðar var fylgið komið í 22,1 prósent og í nýrri könnun Capacent sem birt var þann 3. apríl mældist flokkurinn með 28,3 prósenta fylgi. Á sama tímabili hefur fylgi Sjálfstæð- isflokksins farið úr 36,3 prósentum í 22,4 prósent. Á föstudaginn greindi Fréttablaðið síðan frá nýrri skoðana- könnun blaðsins og Stöðvar 2 þar sem Framsókn mældist með 40 pró- senta fylgi, sem er niðurstaða sem ef til vill þarf að taka með nokkrum fyr- irvara, þar til fleiri kannanir renna stoðum undir þær tölur. Mikil fylgisaukning „Það er alveg skýrt hvað gerðist. Fram að úrskurði EFTA-dómstólsins í Ice¬save-málinu var ekkert að ger- ast í fylgi Framsóknarflokksins. Hann var með sín 14–15 prósent og Sjálf- stæðisflokkurinn í góðum málum með um 35 prósenta fylgi. Frá því að dómurinn í Icesave var kveðinn upp hefur fylgi Framsóknar rokið upp og það er algjörlega hægt að rekja það til þessa atburðar,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, í samtali við DV aðspurður um auk- ið fylgi Framsóknarflokksins. Seg- ist hann ekki þekkja nein dæmi um viðlíka fylgisaukningu hjá íslenskum stjórnmálaflokki. Framsókn hafi klárlega ¬feng- ið meðbyr vegna þess að flokkurinn hafa allan tímann lýst yfir andstöðu við samningum um Icesave. Önn- ur mál hjálpi einnig til eins og af- staða flokksins varðandi skulda- mál heimilanna og hugmyndir um afnám verðtryggingar. Sjálfstæðis- flokkurinn hafi hins vegar ekki verið með jafn mikla andstöðu við Icesave en tíu þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins sögðu já við þriðja Icesave-samn- ingnum. Njóta meiri trúverðugleika Athygli vekur að mörg önnur fram- boð sem leggja áherslu á skulda- vanda heimilanna hafa ekki verið að auka fylgi sitt líkt og Framsóknar- flokkurinn. Gunnar Helgi segir það skýrast af því að þau njóti ekki sama trúverðug¬leika og Framsóknar- flokkurinn. Þar ráði afstaða Fram- sóknarflokksins allt kjörtímabilið í Icesave-málinu sem og róttækur málflutningur flokksins er varðar skuldavanda heimilanna. Þá njóti Framsóknarflokkurinn enn meiri trúverðugleika á landsbyggðinni öf- ugt við flest nýju framboðin. Má þar nefna að samkvæmt nýjustu könnunum myndi Framsókn fá fimm þingmenn í Suðurkjördæmi og sama fjölda í Norðausturkjördæmi. Skuldavandinn vanmetinn Gunnar Helgi tekur undir að líklega hafi stjórnarflokkarnir vanmetið kröfu almennings um frekari tillögur til að leysa skuldavanda margra íslenskra heimila. „Ríkisstjórnarflokkarnir hafa veitt höggstað á sér með því að sýna skuldavanda heimilanna ekki nægi- lega mikla alúð að mér virðist,“ segir hann. Þá hafi Samfylkingin og Vinstri græn líka einfaldlega verið ¬upptek- in við að koma sínum málum í gegn á Alþingi og því ekki hugað jafn vel að núverandi kosningabaráttu. „Mér finnst kosningabaráttan hjá Samfylk- ingunni og Vinstri grænum ekki vera mjög markviss. Þar spila leiðtogaskipti einnig inn í. Nýju leiðtogarnir koma inn stuttu fyrir kosningar og geta því ekki eins mikið sett mark sitt á stefnu flokkanna,“ segir Gunnar Helgi. Á hann þar við þau Árna Pál Árnason og Katrínu Jakobsdóttur. Viss taugaveiklun Nú hafa margir innan Sjálfstæðis- Flokkur Fylgi n Framsóknarflokkurinn (B) 28,3% n Sjálfstæðisflokkurinn (D) 22,4% n Samfylkingin (S) 15% n Björt framtíð (A) 12,7% n Vinstri græn (V) 8,5% n Píratar (Þ) 4,4% n Lýðræðisvaktin (L) 3,1% n Hægri grænir (G) 2,1% n Aðrir 3,6% 28,3% 22,4% 12,7% 15% 8,5% 4,4% 2,1% 3,1% 3,6% S G B DA Þ L V Fylgi flokkanna Fylgi flokkanna samkvæmt könnun Capacent Gallup 3. apríl „Alveg skýrt hvað gerðist“ Gunnar Helgi telur að stjórnarflokkarnir hafi van- metið kröfuna um lausnir á skuldavanda. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.