Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Blaðsíða 14
Sandkorn S tórtíðindi eru í uppsiglingu ef kosningaúrslit fara saman við skoðanakannanir og Fram­ sóknarflokkurinn verður stærsta stjórnmálaaflið. Það þýðir í raun að Sjálfstæðisflokkurinn missir þá yfirburðastöðu sem hann hefur haft um áratugaskeið. Kjósendur sem að öllu jöfnu kjósa til hægri hafa snúið baki við flokknum. Þessi staða er fyrst og fremst komin til vegna formannanna tveggja, Sig­ mundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar. Sigmundur er foringi sem heldur sínu liði saman og hefur sett fram stefnu sem geng­ ur í kjósendur. Hann er óumdeildur innan síns flokks. Bjarni er fastur í for­ tíðarsyndum sínum sem snúast um viðskiptavafninga og eitt stærsta tap Íslandssögunnar þegar hann stýrði olíufélaginu N1. Hann hefur ekki náð að gera upp syndir sínar og öðlast fyr­ irgefningu og tiltrú. Minnihluti Sjálf­ stæðisflokksins stendur að baki hon­ um. Bjarna hefur ekki tekist að setja fram stefnu sem fólkið í landinu skilur. Öfgar, sem tengdar eru Teboðshreyf­ ingunni, svífa yfir vötnum Sjálfstæð­ isflokksins. Trúarlegt rugl og stæk þjóðernishyggja koma upp í hugann eftir síðasta landsfund flokksins. Og formaðurinn er í aftursætinu. Annar munur er á flokkunum tveimur. Algjör endurnýjun hefur átt sér stað innan þingflokks og for­ ystusveitar Framsóknarflokksins. Umdeildir stjórnmálamenn hafa vikið fyrir nýjum og óumdeildum liðsmönnum. Sigmundur Davíð er ekki með neinar syndir á ferilskrá sinni. Framsóknarflokkurinn hefur reyndar komist hjá því að gera upp fortíð sína í íslenskum stjórnmálum. Ástæðan er sú að enginn þeirra sem þar stendur nú í stafni átti aðild að þeim málum. Innan Sjálfstæðisflokksins eru áberandi menn með fortíð eins og Bjarni formaður og Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður. Báðir hefðu þeir átt að axla sína ábyrgð og fara úr pólitík, að minnsta kosti um stundarsakir í stað þess að skemma fyrir flokknum í heild. En þeir þvers­ kallast við og afleiðingin blasir við. Sú afstaða er reyndar í fullkomnum takti við þá niðurstöðu alræmds landsfund­ ar að fara að vilja Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns, og hundsa niðurstöðu umbótanefndar sem lagði mikla vinnu í að gera upp fortíð flokksins með það fyrir augum að biðj­ ast fyrirgefningar. Flokkurinn er með þá ásýnd að vera óforbetranlegur. Sjálfstæðisflokksins fékk tækifæri til að gera Hönnu Birnu Kristjáns­ dóttur að formanni og fá þannig heil­ brigða ímynd. Það er flestum ljóst að með henni hefði komið meira fylgi en nú speglast í skoðanakönnunum. Mis­ tök flokksmanna eru á góðri leið með að rústa flokki sem ætti að fara með himinskautum í komandi kosningum. Hægrisinnað, heiðarlegt fólk hefur lagt á flótta yfir í Framsóknarflokkinn. Sigurganga Sigmundar Davíðs blasir við öllum. Veisla Framsóknar er líka í boði vinstriflokkanna sem klúðruðu tæki­ færi sínu og hafa misst tiltrú kjósenda. Óeining og óeirðir innan VG er með slíkum endemum að þeim flokki er ekki treystandi fyrir horn. Fjölmargir halda því fram að loforð Framsóknar­ flokksins um að bjarga heimilunum sé lýðskrum. Vandinn er sá að hartnær þriðjungur kjósenda trúir því að nú­ verandi stjórnarflokkar hafi brugðist og það sé mögulegt að taka peninga frá hrægömmunum og færa almenn­ ingi. Til þess að skera úr um málið er eina leiðin sú að koma Sigmundi Davíð og hans fólki í þá aðstöðu að þau verði að standa við stóru loforðin. Þá kemur á daginn hver sé innistæða loforðanna. Jón Ásgeir snjall n Jón Ásgeir Jóhannesson, skuggastjórnandi 365, er á meðal snjöllustu viðskipta­ manna landsins. Fjöl­ miðlaveldi hans stendur sumpart sterkum fótum þótt gríðarlegar skuldir liggi náðarsamlegast inni í Landsbankanum. Nýjasta útspil Jóns Ásgeirs er að koma höndum yfir midi. is sem er stórveldi á sviði miðasölu á Íslandi. Með þessu herðir hann enn tök­ in á afþreyingarmarkaðn­ um. Mikael í önnum n Mikael Torfason, ritstjóri Fréttablaðsins, er á góðri leið með að skapa nauðsyn­ lega ró á ritstjórn­ inni. Ólafur Stephensen ritstjóri fylgir honum eftir í einu og öllu og andófsöfl Jóns Ásgeirs Jóhannessonar athafnamanns hafa verið kveðin í kútinn. Það mátti sjá á helgarútgáfu Frétta­ blaðsins hve umsvif ritstjór­ ans eru mikil. Þar var viðtal við ungan mann sem leikur hlutverk í myndinni Falskur fugl sem er gerð eftir hand­ riti Mikaels. Þá er einnig viðtal við leikstjóra leikrits sem skrifað er af ritstjór­ anum. Fallvaltir formenn n Innan Samfylkingar og Vinstri grænna gætir vax­ andi efasemda um að nýj­ ir formenn nái að rífa flokka sína upp úr þeirri eymd sem blasir við í skoðana­ könnunum. Bæði Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir mun væntanlega mæta örlögum sínum ef kosningar fara á þann veg sem blasir við. Formennirnir eru báðir bjartsýnir á að þeim takist hið ómögulega. Vitlaus í ís n Framsóknarmönnum er ekki skemmt yfir forsíðu­ viðtali Fréttatímans við Sig- mund Davíð Gunnlaugsson. Formaður­ inn hafði fall­ ist á að fara á Þingvelli með ljós­ myndara og blaðamanni. Á leiðinni átti að taka viðtal sem breyttist í stemningu. Helstu fréttirnar eru þær að Sigmundur er fallinn á íslenska kúrnum og er vitlaus í ís og Mountain Dew. Nú bíða menn spenntir eftir næsta viðmælanda frí­ blaðsins. Ekki gott að hafa heimilisketti Stóru fjölmiðlarnir eru að deyja Jón Bjarnason segir hrós að hafa verið kallaður villiköttur. – RÚV Birgitta Jónsdóttir ræddi framtíð fjölmiðlunar í Bandaríkjunum um helgina. – DV Sigurganga Sigmundar„Hægrisinnað, heiðarlegt fólk hefur lagt á flótta V ið jafnaðarmenn trúum því að við getum skapað réttlátt og gott samfélag. Við trúum því að öll höfum við jafnan rétt til að þroska hæfileika okkar. Við trúum því að vandamál megi leysa og hindr­ unum ryðja úr vegi með skynsemi og samstöðu að vopni. Stundum náum við ekki markmið­ um okkar og fyllumst vonbrigðum. Kvótakerfið er ekki í höfn þótt mikill sigur hafi unnist með lögfestingu veiði­ gjaldsins. Stjórnarskráin er óbreytt. Íhaldssemi og tregðulögmál standa oft í vegi fyrir mikilvægum framfaramál­ um. En við höfum rofið skörð í múr sérhagsmunanna. Nú greiða útgerðar­ menn veiðigjald vegna afnota sinna á fiskveiðiauðlindinni og við höfum náð fram lýðræðis­ og mannréttindaum­ bótum sem engir nema jafnaðarmenn hefðu sett á dagskrá. Munum! Í óvæginni stjórnmálabaráttunni er gott að rifja upp grunngildin. Það er einnig hollt að rifja upp hvernig hér var umhorfs fyrir fjórum árum. Okkur tókst að forða landinu frá gjaldþroti. Það er full ástæða til að halda því til haga hvernig við gerðum það. Okkur tókst að verja kjör þeirra verst settu í samfélaginu. Við höfum – eins og jafnaðarmönnum sæmir – dreift byrðunum með eins sanngjörn­ um hætti og mögulegt var. Hátekjufólk og fjármagnseigendur greiða nú hærri skatta, en fólk með lágar tekjur og millitekjur greiðir í dag lægri skatta en það gerði fyrir hrun. Þrátt fyrir niðurskurð stendur vel­ ferðarkerfið enn óskaddað og bíður þess að verða byggt upp að nýju. Af þessu eigum við samfylkingarfólk að vera stolt; þetta er í samræmi við grunngildi okkar. Breiðavíkurdrengir Það er einnig hollt að rifja upp daginn sem þingpallar fylltust af full­ orðnum karlmönnum, kenndum við æsku sína í Breiðavík. Ekkert málþóf, ekkert þras. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis­ ráðherra mælti fyrir frumvarpi um skaðabætur til handa þeim sem höfðu mátt þola dæmalaus mann­ réttindabrot. Þann dag grétu þing­ menn jafnt í sætum sínum sem ræðupúlti Alþingis. Við skulum einnig rifja upp daginn sem Alþingi samþykkti ein hjúskapar­ lög. Þegar rykið sest og enginn man lengur argaþras um verðtryggingu og skatta, mun fólk muna eftir því að það var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir sem tryggði samkynhneigðum jafnan rétt á við aðra í samfélaginu. Baráttan langa Jafnrétti kvenna og karla er enn ekki í höfn, þrátt fyrir langa bar­ áttu. Launamunur kynjanna er enn til staðar þrátt fyrir lagasetningu, heitstrengingar og aðgerðir. Það er óþolandi. Launamunur kynjanna er brot á mannréttindum og eitt af mikilvægustu viðfangsefnum stjórn­ málanna. En okkur miðar áfram. Ég vil rifja upp mikilvægt skref í jafn­ réttisbaráttunni á liðnu kjörtímabili. Þrátt fyrir aukna menntun og þátt­ töku kvenna í atvinnulífinu, eru fáar konur í stjórnunarstöðum fyrirtækja. Lögin sem við settum um að 40 pró­ sent stjórna fyrirtækja ættu að lág­ marki að vera skipaðar konum hafa haft sín áhrif og munu hafa mikil áhrif til lengri tíma. Hugsjónir femínista um kven­ frelsi skipa ríkan sess í hugmynda­ fræði Samfylkingarinnar. Kven­ frelsi snýst ekki bara um jafnan rétt, heldur frelsi kvenna til að vera þær sjálfar, þroska hæfileika sína á eigin forsendum og skapa sitt eigið líf. Stærsta ógnin við kvenfrelsi í íslensku samfélagi er kynbundið ofbeldi. Ofbeldi gegn konum er stórpólitískt mál, svartur blettur á samfélaginu öllu. Barátta okkar gegn vændi, nektardansi og annarri niðurlægingu kvenna er barátta fyrir frelsi og reisn allra kvenna og karla. Samfylkingin er velferðarflokk­ urinn. Flokkur almannatrygginga og heilsugæslu fyrir alla. Flokkur menntunar og menningar fyrir alla. Þegar fjármálakerfið, gjald­ miðillinn og efnahagslífið fóru á hvolf stóð velferðarkerfið óskadd­ að. Stóru kvennastéttirnar stóðu vörð um grunnstoðir íslensks sam­ félags, skólana, sjúkrahúsin, hjúkr­ unarheimilin og heilsugæslustöðv­ arnar. Okkar verkefni er að standa vörð um kjör þessara stétta og vinnuaðstæður. Við Íslendingar þurfum að taka ábyrgð hver á öðrum, standa saman og sýna umhyggju. Byggja öruggt og gott samfélag. Um það snúast hug­ sjónir jafnaðarmanna. Höfundur skipar 1. sæti framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjör- dæmi suður. Réttlætið er leiðarljós Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 8. apríl 2013 Mánudagur Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Aðsent Sigríður Ingibjörg Ingadóttir „Okkur tókst að verja kjör þeirra verst settu í samfélaginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.