Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Síða 11
flokksins verið duglegir að gagn- rýna Framsóknarflokkinn að undanförnu. Gunnar Helgi gefur lítið fyrir þessa tilraun sjálfstæðis- manna. Hún sé einungis sett fram nú þar sem vissrar taugaveiklunar sé farið að gæta innan Sjálfstæðis- flokksins vegna minnkandi fylgis flokksins í könnunum að undan- förnu. „Almennt séð þá ráða tölurn- ar um fylgi í kosningum mestu um það hvaða flokkar mynda ríkis- stjórn. Þá er reynt að mynda rík- isstjórn tveggja flokka sem hafa traustan meirihluta án þess að vera með þriðja flokkinn. Ef það er Sjálf- stæðisflokkurinn fyrir Framsóknar- flokkinn þá eru langmestar líkur á þeir myndi saman ríkisstjórn enda eru engin málefni þeirra á milli sem ætti að koma í veg fyrir það,“ segir Gunnar Helgi. n Hægri stjórn er líklegust Fréttir 11Mánudagur 8. apríl 2013 n Prófessor spáir gamalkunnu ríkisstjórnarsamstarfi n Engin dæmi fyrir viðlíka fylgisaukningu Blikur á lofti Stórsigur Framsóknarflokksins gæti orðið staðreynd. Stjórnmálafræðingur segir líklegast að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ríkisstjórn með Framsókn. Flokkarnir voru saman í ríkisstjórn frá árinu 1995 til 2003. Þ rátt fyrir að Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands spái því að hægri stjórn Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins muni taka við eftir komandi alþingis kosningar voru ýmsir við- mælendur sem DV ræddi við ekki allir jafn sannfærðir um það. Ljóst er að það verður þungur biti að kyngja fyrir Bjarna Benediktsson að vera í ríkisstjórn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem for- sætisráðherra. Telja margir að ef fylgi Sjálfstæðisflokksins verði jafn lítið og flokkurinn mælist með um þessar mundir verði afar erfitt fyrir Bjarna að halda sæti sínu sem for- maður Sjálfstæðisflokksins. Annar viðmælandi sem DV ræddi við sagði að vinstri stjórn væri líklegri þar sem Samfylkingin og Björt framtíð geti mun bet- ur sætt sig við að vera í ríkisstjórn undir forystu Sigmundar Davíðs en Sjálfstæðis flokkurinn nokkurn tí- mann. Þó óvenjulegt sé að mynd- aðir séu ríkis stjórnir þriggja stjórn- málaflokka á Íslandi þá verður að segjast að lítið virðist bera á milli í áherslumálum Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar. Því hefur áður verið fleygt að Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra sé arkitektinn að baki Bjartri framtíð. Við það bæt- ist að Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, hef- ur bæði setið á þingi fyrir Samfylk- inguna og Framsóknarflokkinn. Hans hlutverk í þessari mögulegu þriggja flokka ríkis stjórn gæti þá einmitt verið að vera sáttamiðlari ef ágreiningur kæmi upp á milli Fram- sóknarflokksins og Samfylkingar. Við þetta bætist síðan að Stef- án Ólafsson, prófessor í félags- fræði við Háskóla Íslands, skrifaði bloggfærslu sem birtist á Eyjunni í gær þar sem hann furðaði sig á því að ríkisstjórnar flokkarnir tækju ekki bet- ur í hugmyndir Framsóknarflokks- ins um frekari aðgerðir vegna skulda- vanda heimilanna. Þær væru ágætt framhald þeirrar stefnu sem ríkis- stjórnin hefði fylgt. Benti hann á að hugmyndir Framsóknar væru í anda Paul Krugman, nóbelsverðlauna- hafa í hagfræði. Þykir mörgum sem að þessi tónn í skrifum Stefáns sem hefur skrifað nokkuð til varnar núver- andi ríkisstjórnarflokkum sé nokkuð jákvæður í garð Framsóknar. n Vinstri stjórn líka möguleg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.