Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Blaðsíða 20
Ísland er komið Í evrópukeppnina 20 Sport 8. apríl 2013 Mánudagur Gunnarsson og Helguson á uppleið n Fyrir Cardiff er úrvalsdeildin næsta stopp F átt bendir nú til annars en tveir íslenskir knattspyrnumenn bætist í hóp úrvalsdeildar- leikmanna í Englandi á næstu leiktíð ef Cardiff City tekst að halda dampi. Liðið er langefst í ensku B- deildinni þegar skammt er eftir og þó ekkert sé gefið í knattspyrnunni má mikið ganga á til að Cardiff verði ekki meðal nýliðanna í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Hjá Cardiff eru tveir Íslendingar. Aron Einar Gunnarsson landsliðs- fyrirliði hefur staðið sig afar vel og er þungavigtarmaður hjá liðinu. Heiðar Helguson hefur einnig stað- ið sig vel og það segir sitt um virði Íslendinganna tveggja að þeir eru báðir markahæstir í liðinu hvor með sín átta mörkin á leiktíðinni. Þá hef- ur Heiðar sérstaklega verið grimmur að mata félaga sína með sendingum sem gefið hafa mörk. Ljóst er að Aron Einar verður áfram hjá Cardiff nema til komi sér- deilis gott tilboð enda skammt síð- an hann framlengdi til ársins 2016 en Heiðar Helguson er meira spurn- ingarmerki. Hann gerði eins árs samning síðasta sumar og ekki er ljóst hvort hann verður áfram en Heiðar hefur reynslu úr úrvals- deildinni fari liðið upp og það hlýtur þjálfari Cardiff að hafa til hliðsjónar þegar og ef nýr samningur býðst. n Staðan í B-deildinni 1. Cardiff 79 stig 2. Hull 74 stig 3. Watford 71 stig 4. Crystal Palace 66 stig 5. Nottingham Forest 63 stig Heiðar í ham Óvíst er á þessari stundu hvort Heiðar Helguson verður áfram hjá Cardiff en liðið er komið með annan fótinn í úrvalsdeildina á næstu leiktíð. Brjálaðar stórstjörnur Knattspyrnumenn í Frakklandi eru súrir þessa dagana. Staðfest var á þriðjudaginn að íþróttafólk verður alls ekki undanskilið nýjum skattalögum í landinu sem þýðir að tekjuhæstu knattspyrnumenn landsins þurfa að greiða allt að 75 prósenta skatt af öllum tekjum eft- irleiðis. Það er sama skattprósenta og aðrir milljónamæringar þurfa að greiða af tekjum yfir ákveðnu marki og er tilraun stjórnvalda til að jafna þann mikla tekjumun sem er þar í landi eins og annars staðar í veröldinni. En varla til þess fallið að frönsku liðin geti keppt um allra bestu knattspyrnumenn heims á næstunni. PSG með pálm- ann í höndum Engum á að koma á óvart að frönsk lið geti keypt sig til sigurs fremur en önnur. Spútniklið PSG, sem er meðal allra dýrustu knattspyrnu- liða heims, er efst í frönsku deildinni og með gott forskot á næsta lið þegar líður að lokum. Sjö stig skilja að PSG og Marseille í öðru sætinu og höfuðborgarmenn hafa skorað 32 mörkum fleiri en keppinautarnir við Miðjarðarhafið. Enginn kvartar í París en þetta sýn- ir enn einu sinni hversu fótboltinn er orðinn öfugsnúinn þegar næsti gaur með vasa fulla af gulli getur snúið öllu á haus á örskömmum tíma. Kyrrseta Reina Stjóri Liverpool, Brendan Rodgers, hefur frá áramótum verið á hött- unum eftir markverði og fáir mót- mælt þörfinni á því enda þykir Pepe Reina ekki af því kalíberi sem þörf er á fyrir stórlið. Rodgers virðist hafa skipt um skoðun því nú segir hann Spánverjann verða áfram hjá liðinu og hafnar því alfarið að Reina fari til annaðhvort Barcelona eða Arsenal eins og stöku breskir miðlar hafa haldið fram. Casillas til Arsenal? Daily Mail í Bretlandi hefur oftar en ekki boðið upp á fréttir sem lít- ill fótur er fyrir og því taka menn fregnum þeirra með stórum fyrir- vara. Í blaðinu er nú fullyrt að Arsene Wenger hafi gert óformlegt tilboð í Iker Casilla hjá Real Madrid en landsliðsmarkvörðurinn hefur verið í ónáð hjá Mourinho mestan hluta vetrar og meira að segja gagn- rýnt stjórann opinberlega. Allir sem þekkja til þjálfarans vita að sá tekur gagnrýni eigin leikmanna ekki vel enda hefur Casillas fengið fá tæki- færi að undanförnu. L andsleikur Íslands og Slóveníu í undankeppni Evrópumóts- ins í handbolta í Laugardals- höllinni í gær reyndist nánast hundrað prósent eftirlíking af leik þessara sömu liða í Slóveníu á miðvikudaginn var. Þar voru Slóvenar með undirtökin lengst af leiks en koðnuðu niður á lokamínút- unum með þeim afleiðingum að ís- lensku strákarnir nýttu síðustu krafta sína til að síga fram úr og höfðu sigur upp úr krafsinu. Leikurinn í gær var af sama meiði frá a til ö. Slóvenía hafði undir tökin frá byrjun og langt fram á síðari hálf- leik. Fram að því náðu strákarnir aldrei að spila af nægri skynsemi til að taka leikinn í sínar hendur og út- litið var reyndar um tíma nokkuð svart þegar gestirnir náðu fjögurra marka forskoti þegar mest var. En strákarnir okkar eru ekki ís- lenskir fyrir ekki neitt. Þeir héldu í við sterkt lið Slóvena og misstu þá aldrei of langt fram úr. Eftir mið- bik síðari hálfleiks náðu strákanir af hörku að kveikja nægan neista til að jafna metin og síga fram úr nákvæm- lega þegar til þurfti. Lokatölur urðu 35–34 Íslandi í vil og sigurinn tryggir að íslenska landsliðið mun taka þátt í Evrópukeppninni á næsta ári. Ósannfærandi Þó sigur hafi unnist var hann fjarri því sannfærandi og leikmenn sjálf- ir sögðu eftir leikinn að um hrein- an baráttusigur hefði verið að ræða. Það var ekki fyrr en 10 mínútur voru eftir af leiknum sem íslenska liðið náði fyrst að komast yfir í leiknum. Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfara að liðið geti ekki náð undirtökum svo vel sé gegn betri andstæðingum eins og landslið Slóveníu sannarlega er. Úrslit þessa leiks gátu farið á hvorn veginn sem er allt fram á lokamínútu leiksins nákvæmlega eins og í fyrri leiknum en það var Alexander Peters son sem skoraði markið sem öllu skipti þegar átta sekúndur lifðu af leiknum. Fram að þeim tíma höfðu liðin skipst á for- ystunni en þær átta sekúndur sem Slóvenar höfðu til að jafna dugðu ekki til og þeir misstu boltann þegar mest lá við. Heilt yfir voru leikmenn Íslands ekki að spila frábærlega en Guð- jón Valur fyrirliði hvatti sína menn til dáða og átti stórleik. Hann skor- aði heil þrettán mörk og fór fyr- ir liðinu. Aron Pálmarsson var líka firnasterkur og skoraði níu mörk en aðrir fundu sig ekki nægilega vel. Aron Rafn Eðvarðsson tók tólf bolta í marki Íslands og Björgvin Páll eitt skot en vörn Íslands var á köfl- um gatasigti og næsta auðvelt fyr- ir sóknarmenn Slóveníu að koma knettinum í markið. EM 2014 Ísland á enn eftir tvo leiki í sínum riðli en úrslit þeirra breyta engu um að Ísland er komið á Evrópumótið á næsta ári. Sá tími er nægur fyrir landsliðsþjálfarann til að laga það sem miður hefur farið í síðustu leikj- um liðsins og ekki vanþörf á því þó landslið Slóveníu sé sterkt eru þeir ekki í flokki með þeim allra bestu í Evrópu. Ísland þarf að gera betur ef næsta Evrópumót á að fara í sögu- bækurnar. n n Aftur skilar grimm barátta í blálokin sigri handboltalandsliðsins Mörk Íslands Guðjón Valur Sigurðsson 13 Aron Pálmarsson 9 Snorri Steinn Guðjónsson 5 Alexander Petersson 3 Þórir Ólafsson 2 Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 Róbert Gunnarsson 1 Ólafur Gústafsson 1 Mörk Slóveníu Nenad Bilbija 10 Gasper Marguc 8 Jure Dolenec 6 Luka Zvisej 3 Miha Zvisej 3 Sebastian Skube 2 Marko Bezjak 1 Jure Dobelsek 1 RIÐILL 6 STAÐAN Ísland 8 stig Hvíta-Rússland 5 stig Slóvenía 3 stig Rúmenía 0 stig Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is Fagnað í fullri Laugardalshöll Hornamaðurinn Þórir Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir Ísland, sem hefur núna unnið Slóvena í tvígang með minnsta mun, og þannig tryggt sér sæti á EM í Danmörku á næsta ári. Mynd prEsspHotos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.