Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Blaðsíða 12
12 Erlent 8. apríl 2013 Mánudagur Vilja banna ölvunarrölt n Bæjaryfirvöld í Bethel vilja herða viðurlög gegn velsæmisbrotum Þ að er þegar bannað með lög- um að hafa hægðir og míga á almannafæri í Alaska, sem gjarna hefur fylgt ölvun einstaklinga. Bæjaryfirvöld í smá- bænum Bethel í bandaríska ríkinu vilja hins vegar ganga lengra í sín- um velsæmislögum en flestir aðrir. Yfirvöld í hinu rúmlega sex þúsund manna bæjarfélagi vilja nefnilega gera ríkislögin að sínum eigin og með viðbótum. Gera það að lög- broti að ganga um götur bæjarins undir áhrifum áfengis. Tillaga þess efnis að heimila lag- anna vörðum að sekta slompaða gangandi vegfarendur um 24 þús- und krónur – sem eru viðurlögin við að svara kalli náttúrunnar á al- mannafæri. Bæjaryfirvöld segja að með þessum nýju endurbættu lög- um bæjarins myndu sektargreiðsl- ur vegna brota gegn almennu velsæmi og ölvunarrölts renna beint til bæjarsjóðs í stað ríkiskass- ans. Bannið er þó ekki óumdeilt inn- an bæjarstjórnarinnar þar sem menn hafa uppi efasemdir um að lögin muni reynast mikil fjárþúfa fyrir Bethel. Einn bæjarfulltrúi segir að þrátt fyrir ölvun þá sé innbyggð þörf hjá flestum að hylja skömm sína við þessar athafnir og að hann persónulega hefði aldrei orðið vitni að því að fólk gengi örna sinna á al- mannafæri. Hvað ölvun á almannafæri varð- ar þá voru einhverjir á því að bann við því að ganga ölvaður um götur bæjarins myndi auka öryggi bæjar- búa. Aðrir eru ekki jafn sannfærðir. „Ég skil það sjónarmið að fólk geti verið til vandræða. En það eru aðrar leiðir til að taka á því en með því að banna göngutúra und- ir áhrifum. Fundað verður um til- lögurnar í vikunni. n n Milljónir milljarða í skúffufyrirtækjum skattaskjóla n Stærsti gagnaleki sögunnar afhjúpar leynilega eigendur auðæfanna T veimur milljónum tölvu- pósta og leynilegra gagna um faldar bankainnstæður þús- unda auðmanna og annarra fyrirmenna hefur verið lek- ið til breska dagblaðsins Guardian. Flest gögnin snúa að földum eign- um á Bresku Jómfrúaeyjunum en í gögnunum eru upplýsingar um leyni- legar innstæður skúffufyrir tækja for- seta, stjórnmálamanna, auðmanna, þjóðarleiðtoga og fjölskyldna ein- ræðisherra í hinum ýmsu skattaskjól- um. Guardian mun á næstu dögum og vikum birta fréttir úr gögnunum en lekinn er einn sá stærsti sinnar tegundar frá upphafi. Guardian vinnur úr gögnunum í samvinnu við Alþjóðabandalag rann- sóknarblaðamanna (ICIJ) og sök- um umfangs þeirra gæti tekið langan tíma að klára það verkefni. Guardian hefur þegar afhjúpað eignir og umsvif nokkurra einstak- linga á Jómfrúaeyjum en í umfjöll- unum blaðsins er tekið sérstaklega fram að ekki sé með nokkrum hætti verið að saka þá sem afhjúpaðir eru um nokkuð saknæmt. Aflandsreikn- ingar geti verið fyllilega löglegir. Það eina sem flestir nefndra einstaklinga eigi þó sameiginlegt sé að hafa kom- ið auðæfum sínum til Jómfrúaeyja til að njóta þeirrar leyndar sem lögsagan býður upp á. Þar til nú. Leyndarmálin á Jómfrúaeyjum verða afhjúpuð og þegar er farið að gæta nokkurs skjálfta vegna lekans. Það er enginn skortur á stjórnmála- mönnum, aðstandendum auðmanna og fleirum víðs vegar að úr ver- öldinni í gögnunum. Allt frá Kanada, Bandaríkjunum, Frakklandi, Ind- landi, Pakistan, Aserbaídsjan, Kína og Taílandi til fyrrverandi kommúnista- ríkja. n Leyndarmálin á Jómfrúaeyjum Íhugar afsögn Bayartsogt Sanga- jav, fyrrverandi fjármálaráð- herra Mongólíu og forseti þingdeildar landsins, hef- ur lýst því yfir að hann sé að íhuga afsögn eft- ir að leynilegar eign- ir hans voru afhjúpaðar. „Ég hefði ekki átt að opna þennan reikning. Ég hefði átt að telja fyrirtæk- ið mitt með í yfirlýsingu um hagsmunaskráningu mína,“ hefur ICIJ eftir Sangajav. „Ég hef engar áhyggjur af orð- spori mínu. Ég hef áhyggjur af fjölskyldu minni. Ég ætti senni- lega að íhuga afsögn.“ Hann er einn fárra sem hafa tjáð sig um afhjúp- unina en aflandsreikningur hans innihélt á einum tíma- punkti rúmlega eina milljón Bandaríkja- dala. Sangajav var fjármálaráðherra frá 2008–2012 þar til uppstokkun var gerð í ríkisstjórninni og hann tók við þingfor- setastarfinu. Dóttir einræðisherra Maria Imelda Marcos, elsta dóttir hins spillta Ferdinands Marcos einræðisherra Filipps- eyja, og núverandi héraðsstjóri í landinu er fjárfestingaráðgjafi og nýtur góðs af aflandsfélaginu Sintra Trust á Jómfrúaeyjunum. Félagið var Milljónir hlutafélaga skráðar á eyjarnar Áætlað er að rúmlega 20 trilljónir Bandaríkjadollara kunni að liggja í leynd skattaparadísa á hinum ýmsu aflandsreikningum. Bresku Jómfrúaeyjarnar í Karabíska hafinu hafa verið hvað duglegastar að sanka að sér viðskiptum undir leyndarhjúp sinn. Þekktust eyjanna er lúta breskri stjórn er líklega Tortóla. Meira en milljón hlutafélög hafa verið skráð á eyjunum síðan eyjarnar fóru að markaðssetja sig sem skattaparadís á níunda áratug síðustu aldar. Ásóknin skýrist ekki síst af því að nöfn raunverulegra eigenda þessara aflandsfélaga hafa verið leyndarmál og aldrei afhjúpuð. Meira að segja fjármálaeftirlitsstofnanir eyjanna hafa ekki hugmynd um hverjir standi að baki félögunum. Um tímamótaleka er því að ræða hjá Guardian og Alþjóða- bandalagi rannsóknarblaðamanna þar sem blaðamenn hefur um árabil dreymt um að komast í hinn heilaga kaleik skatta- skjólanna á Jómfrúaeyjum. Frægur varð sendiráðsskjalaleki Wikileaks árið 2010 sem var gríðarlegur að umfangi. Þar var um að ræða tvö gígabæt af leynigögnum frá bandarískum sendiráðum víða um lönd. Jómfrúaeyjagögnin eru til samanburðar rúmlega 200 gígabæt. Þetta er því að líkindum stærsti gagnaleki sögunnar. Ölvun Hér á landi kallast það brot gegn lögreglusamþykkt að míga á almannafæri eða eitthvað þaðan af verra. Í Bethel vilja menn herða á þessu. Í bílastæði fyrir fatlaða George Osborne, fjármálaráð- herra Bretlands, hefur sennilega verið glorsoltinn þegar hann snar- aði sér inn á veitingastað McDon- ald‘s í Cardiff um helgina. Bílstjóri hans lagði þá silfurlituðum Range Rover-jeppa ráðherrans í bíla- stæði ætlað fötluðum á meðan Osborne nældi sér í hamborgara. Ljósmynd náðist af atvikinu og hefur málið vakið þó nokkra athygli. Baráttufólk fyrir réttind- um fatlaðra hefur húðskammað ráðherrann í breskum fjölmiðlum enda enn heitt í hamsi vegna viða- mikils niðurskurðar stjórnvalda í velferðarmálum. Þá er rétt að geta þess að fé- lagi Osborne úr Íhaldsflokknum, David Cameron forsætisráðherra, kom sér í sams konar klandur um helgina. Þá lagði hann Jagúar- bifreið sinni í bílastæði þar sem bannað er að leggja lengur en í 30 mínútur en geymdi glæsikerruna í stæðinu í heilar þrjár klukku- stundir og vakti með því mikla hneykslan. Börn létust í árás NATO Talið er að tólf óbreyttir borgarar, tíu börn og tvær konur, hafi fallið í loftárásum NATO í austurhluta Afganistan um helgina. Þetta kem- ur fram á fréttavef BBC en tala látinna hefur þó ekki verið stað- fest þegar þessi orð eru rituð. Þá hafa stjórnvöld í héraðinu greint frá því að átta skæruliðar úr röð- um talíbana hafi látist í árásunum. Forsvarsmenn NATO hafa staðfest að árásirnar hafi átt sér stað en segjast ekki hafa neinar upplýs- ingar um mannfall. Samkvæmt upplýsingum frá NATO voru árás- irnar liður í umfangsmiklum að- gerðum gegn helstu forystumönn- um talíbana. Í febrúar í fyrra féllu tíu óbreyttir borgarar, mestmegnis konur og börn, í loftárásum NATO á sama svæði. „Sjáum í gegn um þetta“ Stjórnvöld Suður-Kóreu óttast að Norður-Kóreumenn ætli að skjóta upp langdrægri eldflaug á miðvikudag. Þeir hafa hvatt erindreka sína í landinu til að forða sér. Átök geti hæglega brot- ist út. Kim Jang-soo yfirmaður þjóðaröryggismála hjá suður- kóreskum stjórnvöldum frestaði meðal annars embættisferð sinni til Washington í Bandaríkj- unum vegna vaxandi spennu á svæðinu. Stjórnvöld telja að Norður-Kórea sé að reyna að hræða Bandaríkjamenn og Suð- ur-Kóreumenn út í samninga- viðræður, en viðskiptabann er meðal annars á Norður-Kóreu. „Við sjáum í gegnum þetta,“ segir Kim Haing, talsmaður for- setaembættisins í Suður-Kóreu, við New York Times. „Þrátt fyrir að Norður-Kórea sýni engin um- merki um að undirbúa allsherjar stríð þá er alveg víst að þeir munu hljóta mun meiri skaða af einhverjum svæðisbundnum ögrunum en við.“ Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.