Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Blaðsíða 13
Erlent 13Mánudagur 8. apríl 2013 Kvikmyndagerðarmaður varð úti n Vildi gera heimildarmynd um heimilislausa og lifa eins og þeir U ngur og upprennandi kvik- myndagerðarmaður, sem reyndi að ganga í augun á forsvarsmönnum Channel 4 á Englandi, er talinn hafa látið lífið við gerð heimildarmyndar um heimilislausa í Newcastle. Hinn 27 ára gamli Lee Halpin ætlaði sér að verja heilli viku á götunni við gerð myndarinnar sem var liður í um- sókn hans um rannsóknarblaða- mennskunámskeið hjá sjónvarps- stöðinni. Vildi hann setja sig algjörlega í spor heimilislausra með því að sofa úti eða við erfiðar aðstæður og sníkja mat. Annað sem Halpin vildi rannsaka voru afleiðingar hins svokallaða svefnherbergisskatts bresku ríkisstjórnarinnar og hvort hann leiddi í reynd til þess að fleiri yrðu heimilislausir líkt og gagn- rýnendur skattsins hafa viljað meina. Svefnherbergisskatturinn virkar þannig að bætur til fólks í félagslegu húsnæði, með ónotað svefnherbergi lækka um 14 pró- sent. Þeir sem eru með tvö eða fleiri ónotuð herbergi geta bú- ist við að bótagreiðslur til þeirra rýrni um 25 prósent. Þar með virki skatturinn sem hvati fyrir fólk, sem þiggur húsnæðisbætur, að minnka við sig. En eftir þrjá daga á götunni fannst Halpin látinn í yfirgefnu farfuglaheimili við Westgate Road í Newcastle á miðvikudag í síð- ustu viku. Grunur leikur á að hann hafi látist af völdum ofkælingar þó endanleg dánarorsök liggi ekki fyrir. Lægsti hiti sem mældist í Newcastle í byrjun apríl var í kringum 4,2 gráða frost. Í myndskeiði á netinu þar sem Halpin kynnir og útskýrir mark- mið sín með verkefninu segir hann meðal annars að fjölskylda hans og vinir hafi verið uggandi vegna þess. „Hann galt fyrir það með lífi sínu að vekja athygli á bágri stöðu annarra,“ hefur Daily Mail eftir Daniel Lake, vini Halpins til ára- tuga. Lake segir að hann hafi hitt vin sin helgina fyrir andlát hans og segir hann Halpin hafa hlakkað mjög til að takast á við verkefnið. n n Milljónir milljarða í skúffufyrirtækjum skattaskjóla n Stærsti gagnaleki sögunnar afhjúpar leynilega eigendur auðæfanna Leyndarmálin á Jómfrúaeyjum stofnað 2005 en hún minnist ekki einu orði á það í yfirlýsingu sinni um fjár- hagslega hagsmuni sem embætt- ismaður í heimalandinu. Viðskiptafélagi ólígarka Skoski lögmaðurinn Scot Young er einn þeirra sem nefndir eru. Hann er fyrrverandi viðskipta- félagi hins ný- látna ólígarka Boris Berezov- sky sem fannst látinn á heimili sínu í Berkshire í síðasta mánuði. Young situr sem stendur í fangelsi fyrir að sýna dómstólum óvirðingu og fyrir að fela eignir sínar fyrir fyrrverandi eiginkonu sinni. Young afsalaði sér umboði til lögmanns síns sem nú fer með meirihluta í fyrirtæki hans á Jómfrúaeyjum sem á hlut í hugs- anlega arðbærum fasteignaverkefn- um í Moskvu sem metin eru á allt að 100 milljónir dala. Hélt um fjármál Frakklandsforseta Jean-Jacques Augier, einn fjárreiðumanna kosningaframboðs Francois Hollande forseta Frakklands í fyrra, átti dreifingar- fyrirtæki á Cayman- eyjum í gegnum Kína í félagi við kínverska kaupsýslu- manninn Xi Shu. Rússnesk ráðherrafrú Eiginkona Igors Shuvalov, aðstoðarfor- sætisráðherra Rúss- lands, Olga Shuvalova á nokkur félög í skattapara- dísum Jómfrúaeyja, Bahamas. Shuvalov hefur neitað staðfast- lega að nokkuð athugavert eða glæpsamlegt sé við aflandsbraskið. Forseti og fjölskylda Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjan, og fjöl- skylda hans eiga minnst fjögur aflandsfélög. Þrjú á Jómfrúa- eyjum sem stofnuð voru árið 2008 í nafni dætra forsetans , Arzu og Leylu. Auðkýfingurinn og bygginga- verktakinn Hassan Gozal er skráður stjórnandi félaganna en hann hef- ur fengið mörg stór byggingaverk- efni í landinu. Tengsl hans við aflandsfélög forsetans og fjöl- skyldunnar benda til spill- ingar í hverjum kima. Auðug ekkja Auðugasti listsafnari Spán- ar, barónessan Carmen Thyssen- Bornemisza, sýslar með listaverk í gegnum aflandseyjafélög sín. Hún er fyrrver- andi fegurðardrottning og er ekkja milljarðaerfingja Thyssen-stálveld- isins. Meðal listaverka sem hún hefur keypt í gegnum aflandsfélög sín eru Watermill at Gennep eftir van Gogh. Lögmaður hennar hefur tjáð sig um afhjúpunina og segir að vissulega njóti hún skattafríðind- anna með því að hafa eignarhaldið á listaverkum sínum í aflandsfélög- um en lögmaðurinn lagði áherslu á að Carmen væri aðeins að leitast eftir því að „hámarka sveigjanleik- ann“ á að flytja listaverk milli landa. Safnar í sjóði stjórnmálamanna Denise Rich er meðal nærri 4.000 Banda- ríkjamanna sem afhjúpaðir eru í gagnalekanum. Hún er lagahöfundur og fyrrverandi eiginkona hins alræmda olíugreifa Marc Rich. Umdeilt var þegar hann var náðaður af Bill Clinton, fyrrverandi Banda- ríkjaforseta, á sínum tíma eftir að hann var ákærður fyrir skattsvik. Denise á 144 milljónir Bandaríkja- dala í sjóðnum Dry Trust árið 2006 á Cook-eyjum. Þá á hún snekkjuna Lady Joy sem hún hefur notað mikið til að gera vel við frægt fólk og auð- menn til að safna peningum fyrir hin ýmsu málefni, meðal annars í kosn- ingasjóð bandarískra demókrata. Svikahrappur og litríkur eiginmaður Achilleas Kallakis er þekktur svikahrappur sem notaði fölsk skúffufyrirtæki í Jómfrúaeyjum til að kría út fordæmalaus 750 millj- óna punda fasteignalán hjá því sem Guardian kallar „kærulausum“ breskum og írskum bönkum. Tony Merchant, litríkur lög- maður, er fyrrverandi stjórnmála- maður og eiginmaður kanadísku öldungadeildarþingkonunnar Pana Merchant. Hann er yfirlýstur and- stæðingur kanadíska skattkerfis- ins og hefur fært sem nemur rúm- lega 800 þúsund Bandaríkjadölum í skattaskjól sitt á Jómfrúaeyjum. Það sem meira er þá sendi hann reiðufé sitt út í umslögum með fyrir mælum um að öll samskipti tengd sjóðum hans ættu að vera í „algjöru lág- marki.“ Vildi hann augljóslega enga pappírsslóð því hann sagði að hann myndi fá hjartaáfall ef einhver sendi honum faxskilaboð tengd þeim. n „Ég ætti sennilega að íhuga afsögn Harmleikur Lee Halpin vildi setja sig í spor fólksins sem hann ætlaði að fjalla um en það kost- aði hann að líkindum lífið. Obama baðst afsökunar Barack Obama Bandaríkjafor- seti bað Kamölu Harris, dóms- málaráðherra Kaliforníuríkis, afsökunar á laugardaginn vegna ummæla sinna á fjáröflunar- samkomu kvöldið áður. Sagði Obama í ávarpi sínu að Harris, sem er gömul vinkona hans, væri afar snjöll og hæf í embætti sínu en hún væri líka fallegasti dóms- málaráðherra landsins. Forsetinn sætti mikilli gagnrýni fyrir þessi ummæli enda þykja þau til marks um að konur séu enn metnar að nokkru leyti eftir því hvernig þær líta út. Þó eru afar skiptar skoð- anir á málinu. Aðrir hafa gagn- rýnt afsökunarbeiðni forsetans og telja rangt að biðjast afsökunar á slíku smáatriði. Stærsta útgáfu- félag í heimi Útgáfufyrirtækin Penguin og Random House hafa ákveðið að sameina starfsemi sína. Þar með verður til stærsta fyrirtæki á sviði bókaútgáfu í heimi. Í fyrrahaust var greint frá því að þessi sam- runi væri á döfinni og var hann samþykktur af samkeppniseftirliti Bandaríkjanna í febrúarmánuði. Nú hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins einnig gefið grænt ljós og búast má við því að samruninn gangi í gegn á þessu ári. Random House var stofnað í New York árið 1925 og Penguin í London tíu árum síðar. Nýja félag- ið mun einfaldlega heita Penguin Random House. Einhverjir óttast að samruninn muni hamla samkeppni á útgáfumarkaði en helstu samkeppnisaðilar nýja fé- lagsins eru Hachette, HarperColl- ins, Macmillan og Simon & Schuster.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.