Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Blaðsíða 16
16 Neytendur 8. apríl 2013 Mánudagur Algengt verð 249,6 kr. 246,7 kr. Algengt verð 249,6 kr. 246,7 kr. Höfuðborgarsv. 249,5 kr. 246,6 kr. Algengt verð 249,8 kr. 246,9 kr. Algengt verð 251,9 kr. 246,9 kr. Höfuðborgarsv. 249,6 kr. 246,7 kr. Eldsneytisverð 7. apríl Bensín Dísilolía dv.is/kosningar2013Kosningavefur DV 2013 Taktu Alþingisprófið Bestu ham- borgararnir Einn af bestu hamborgurum í heimi má fá hér á landi sam- kvæmt departures.com en þar er Hamborgarafabrikkan á lista yfir 11 hamborgarastaði sem bjóða upp á bestu hamborgarann. Þar segir að staðurinn sé þekktur fyrir skemmtileg nöfn á hamborgurum og haft á orði hve góðir þeir séu. Á listanum má einnig finna ham- borgarastaði í Svíþjóð, Nýja-Sjá- landi, Ísrael og Suður-Afríku svo eitthvað sé nefnt. Hekla og B&L innkalla bíla Neytendastofu hefur borist til- kynning frá Heklu um innköllun á Mitsubishi i-MiEV-rafmagnsfólks- bifreiðum. Á síðu Neytendastofu segir að um sé að ræða níu bifreið- ar árgerð 2011–2012. Ástæða inn- köllunarinnar sé sú að rafmagns- knúin bremsudæla geti hætt að virka. Ef það gerist verði hjálpar- átak við hemlun óvirkt og meiri þunga þurfi til að stíga á brems- una sem geti leitt til lengri heml- unarvegalengdar. Þar segir jafn- framt að samband verði haft við eigendur viðkomandi bifreiða. Önnur tilkynning barst frá B&L ehf. um innköllun á Nissan Juke F15 en um er að ræða fimm bifreiðar árgerð 2012. Samkvæmt Neytendastofu er ástæðan sú að þegar loftpúði í stýri á Juke springur út þá geta myndast smá göt á púðann. vegna mikils hita sem myndast við efnahvörf þegar púðinn þenst út. Innihald púðans getur komið við húð ökumanns- ins. Þetta hefur á engan hátt áhrif á virkni púðans. Viðkomandi bif- reiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar. Þ að sem við óttumst mest er að fyrsta greiðslan verði erfiður þröskuldur fyrir þá sem verst standa,“ segir Þorvaldur Árnason, eig- andi Lyfjavals, um nýjar reglur fyrir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í lyfjum. Nýtt þrepaskipt greiðslu- þátttökukerfi vegna kaupa á lyfj- um mun taka gildi þann 4. maí en markmið þess er að auka jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr útgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda. Þorvaldur, sem hefur unnið að undirbúningi kerfisins, segir að í núverandi kerfi greiði sjúkra- tryggðir tiltekið hlutfall upp að há- marki fyrir hverja lyfjaávísun eftir tegund lyfs, það er við hverju það er notað. Ekkert þak er á heildar- kostnaði einstaklings sem er sjúkratryggður. Nýja kerfið breytir því ekki hvaða lyf eru niðurgreidd. Þau lyf sem áður voru fyrir utan kerfið eru það áfram. Kaupendur greiða því áfram fullt verð fyrir sömu lyf og áður. Miðast við 12 mánaða tímabil Með nýja kerfinu verður sett þak á hámarksupphæð sem einstaklingur greiðir fyrir lyf á ári. Greiðsluþátt- taka Sjúkratrygginga Íslands eykst í þrepum eftir því sem heildarkostn- aður einstaklings eykst á 12 mánaða tímabili eins og sjá má í töflu hér til með grein. „Þegar þú ferð í apó- tek eftir að kerfið tekur gildi þá byrj- ar þú á nýju 12 mánaða tímabili. Þá greiðir fullborgandi einstaklingur lyfin að fullu þar til hann nær upp í 24.074 krónur en börn og elli- og örorkuþegar greiða lyfin að fullu þar til þeir ná upp í 16.049 krón- ur. Það eru þessar fyrstu greiðslur sem okkur finnst vera mesti þrösk- uldurinn,“ segir Þorvaldur og segir að ekki sé gert ráð fyrir í nýja kerfinu að jafna greiðslurnar út fyrir þá sem þurfa á því að halda. Lausnin gæti verið sú að merkja inn í kerfið við þá sem eiga í erfiðleik- um með fyrstu greiðslurnar og þeir fengju þá dreifingu á henni. „Það er vel hægt að byggja slíkt inn í kerfið og ætti að vera tiltölulega auðvelt en til þess þyrfti ráðherra að beita sér fyrir því.“ Fá lyf munu kosta meira Aðspurður hvort breytingarnar hafi ekki mikla hækkun á verði lyfja í för með sér segir Þorvaldur að þær eigi að fela meiri jöfnuð í sér. Þeir sem neyti fárra dýrra lyfja komi til með að greiða meira en þeir sem nota mikið af lyfjum og eru fljótari upp í þakið munu greiða minna. „Ef þú kaupir fá en dýr lyf muntu borga meira í nýja kerfinu en notir þú mikið af lyfjum borgar þú minna. Það er meiri jöfn- uður í þessu.“ Ráðherra beiti sér Þorvaldur segir að það jákvæða við nýja kerfið sé að systkini á barns- aldri fari undir sömu kennitölu og séu því fljótari að komast upp í þak. Það hjálpi því barnafjölskyldum sem þurfa að kaupa fleiri en eitt lyf. Hann bendir þó á að endanleg reglugerð sé ekki komin frá ráðu- neytinu sem sé bagalegt þar sem nýja kerfið eigi að taka gildi eft- ir tæpan mánuð. Eins ítrekaði hann þá skoðun sína að ráðherra beiti sér fyrir því að efnaminna fólki sé hjálpað með fyrstu greiðsluna ár hvert með því að jafna hana út. n Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Fyrstu greiðslur verða erFiðastar Greiðsluþátttaka almennt lyfjakostnaður á 12 mánaða tímabili Greiðsluhlutfall Þrep Einstaklingar Sjúkratryggingar Einstaklingar Sjúkratryggingar 1 24.075 kr. 0 kr. 100%0% 2 10.833 kr. 61.391 kr. 15%85% 3 34.507 kr. 425.593 kr. 7,5%92,5% samtals 69.415 kr.* 486.984 kr. *Ef einstaklingur greiðir 69.415 krónur innan 12 mánaða tímabils getur læknir sótt um að SÍ greiði lyf að fullu það sem eftir er af tímabilinu að uppfylltum skilyrðum vinnureglna SÍ. Þátttaka einstakra hópa Aldraðir 67 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, börn og ungmenni yngri en 22 ára lyfjakostnaður á 12 mánaða tímabili Greiðsluhlutfall Þrep Einstaklingar Sjúkratryggingar Einstaklingar Sjúkratryggingar 1 16.050 kr. 0 kr. 100% 0% 2 7.223 kr. 40.927 kr. 15% 85% 3 24.876 kr. 306.823 kr. 7,5% 92,5% samtals 48.149 kr.* 347.750 kr. *Ef einstaklingur greiðir 48.149 krónur innan 12 mánaða tímabils getur læknir sótt um að SÍ greiði lyf að fullu það sem eftir er af tímabilinu að uppfylltum skilyrðum vinnureglna SÍ. n Nýtt þrepaskipt greiðsluþátttökukerfi n Á að fela í sér meiri jöfnuð Úr núlli í 44.000 kr. Breytingin kemur illa við suma en DV fékk ábendingu frá móður drengs sem tekur lyfið Conserta. Heildar- verð á þriggja mánaða skammti er 74.337 krón- ur sem þau leysa út fjórum sinn- um á ári. Hún bendir á að í dag taki Tryggingastofnun þátt í nán- ast allri upphæðinni eða sem nemur 70.537 krónum á ári. Apó- tekið veitir svo afslátt og því hafi foreldrarnir ekki þurft að greiða fyrir lyfin. Eftir breytinguna þurfi þau að byrja á því að kaupa lyf fyrir 16.050 krónur áður en nokk- ur niðurgreiðsla komi á móti. Eft- ir standa þá 58.287 krónur sem þau greiði 15 prósent af sjálf. Það þýði að eftir breytingu borgi þau 24.793 krónur í fyrsta skipt- ið, 8.743 krónur í annað skiptið og 5.575 krónur í seinustu tvö skiptin. Það geri því rúmar 44.000 krónur yfir árið í stað 0 króna eins og staðan er í dag. Þorvaldur Árnason, eigandi lyfja- vals Vill að efnaminna fólki sé hjálpað með fyrstu greiðsluna ár hvert. nýtt greiðsluþátt- tökukerfi Þeir sem kaupa sjaldan lyf koma til með að þurfa að borga meira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.