Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Blaðsíða 15
Ég fæ minnsta tímann hérna Þau eiga sér engan talsmann Sturla Jónsson, var ósáttur í umræðuþætti á sunnudaginn. – RÚVRúnar Freyr Gíslason leikari vinnur með börnum alkóhólista. – DV Réttlætið er leiðarljós Klárum viðræðurnar – með stæl! Spurningin „Já, það á að gera það.“ Kolbrún Matthíasdóttir 46 ára sjúkraliði „Já – lækka skatta og hætta að röfla um húsnæðislánin.“ Sigrún Helga Lund 31 árs tölfræðingur „Já, mér finnst það.“ Rakel Jónsdóttir 46 ára heilbrigðisritari „Já, það má nú lækka þá um- talsvert, sama á hvaða vöru eða þjónustu.“ Ágústa Hafsteinsdóttir 52 ára starfsmaður í aðhlynningu „Nei, því skattkerfið er hvorki ósanngjarnt né letjandi.“ Hörður Ágústsson 33 ára framkvæmdastjóri Á að lækka skatta? 1 Stúlkan sem lést í bílslysi á Akrafjallsvegi Lovísa Hrund Svavarsdóttir hefði orðið 18 ára á þessu ári. 2 „Ég var hættur að ná skjálft-anum úr mér“ Draumasetrið er áfangaheimili þar sem þeir sem eru að koma úr áfengis- og vímuefnameðferð geta dvalið. 3 Voru rafmagnslaus í þrjá daga yfir hátíðarnar Einu íbúarnir á Djúpavík sögðu DV frá lífinu þar. 4 Brandarinn er bara rétt að byrja Jón Gnarr átti von á því að fólk ætti erfitt með að taka hann alvarlega. 5 „Þau eiga sér engan tals-mann“ Rúnar Freyr Gíslason leikari starfar með börnum alkóhólista. 6 Gaupi: „Línan er veik“ Guðjón Guðmundsson spáði í spilin fyrir handboltaleikinn gegn Slóvenum. 7 „Stóru fjölmiðlarnir eru að deyja“ Birgitta Jónsdóttir, sem stödd er í Bandaríkjunum, ræddi hlutverk fjölmiðla og mál Bradley Manning þar í landi. Mest lesið á DV.is V iðræðurnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu varða grund- vallarmál fyrir framtíð Íslands. Það skaðar hagsmuni okkar allra ef þeim verður slitið. Þjóðin á sjálf að fá lokaorðið um aðildarsamning. Það er hins vegar hlutverk okkar stjórnmála- manna að tryggja að endanlegur samn- ingur verði sem bestur fyrir Ísland. Góðu fréttirnar eru þær að viðræðurnar ganga vel og það er farið að sjá til lands. Skoðanakannanir og þjóðaratkvæði Þeir sem vilja hlaupa úr viðræðum í miðj- um klíðum segja jafnan að skoðanakann- anir sýni að Íslendingar vilji ekki ganga í ESB ef kosið væri í dag. Gott og vel. En hvað með þá staðreynd að sömu skoð- anakannanir hafa líka sýnt ítrekað að mikill meirihluti landsmanna vill ljúka samningaviðræðunum? Eigum við ekki líka að taka mark á þeirri niðurstöðu? Sú skoðanakönnun sem mestu máli skiptir er vitaskuld þjóðaratkvæðagreiðslan. Hvernig verður Ísland betra? Með aðild að Evrópusambandinu fær Ísland traustari umgjörð um allt efna- hagslífið. Aukinn aga, aðhald að utan og stuðning þegar þess er þörf. Umgjörðin í dag er gatslitin. Á Íslandi er langvarandi hærri verðbólga á Íslandi en í nágranna- ríkjunum. „Íslandsálagið“ á vexti á er- lendum lánum til ríkisins, sveitarfélaga, fyrirtækja og heimila nemur um 130 til 230 milljörðum króna á ári. Íslensk heim- ili borga 117 milljörðum meira í vexti af húsnæðislánum heldur en fjölskyldur í Evrópu. Milljarðatugir streyma úr landi vegna „Íslandsálagsins.“ Komum krónunni í skjól Þessu getum við breytt. Rétt er, að við get- um ekki tekið upp evru strax og við göng- um í ESB. En svo að segja strax eigum við kost á þátttöku í gjaldmiðilssamstarfi, þar sem krónan fær skjól af tengingu við evruna með stuðningi Seðlabanka Evrópu. Um leið hættir hún að vera sama upp- spretta óstöðugleika og verðbólgu sem hún er í dag. Við það lækkar verðbólgan og vextirnir. Þá getum við borgað niður lán- in okkar, í stað þess að horfa á þau hækka mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Þetta er ekki fjarlæg framtíðarmúsík. Þetta getur gerst á næsta kjörtímabili – ef við viljum það. Þetta er hægt Ísland getur sannarlega landað góðum samningi, sem tekur tillit til sérstöðu Ís- lands. Við getum áfram tryggt þróttmik- inn sjávarútveg og blómlegan landbúnað. Samningur um aðild mun treysta fullveldi Íslands og öryggi til framtíðar. Hann mun hleypa auknum krafti í landsbyggðina í gegnum þátttöku í evrópskri byggða- og atvinnustefnu. Í krafti hans öðlast lítil og meðalstór fyrirtæki tækifæri til að vaxa og dafna gegnum aðgang að lánsfé á eðlileg- um kjörum og umhverfi sem leyfir lang- tímaáætlanir sem standast. Þannig eykst hagvöxtur og þannig verða störfin til. Stöndum saman Verkefnið framundan er að ljúka gerð samningsafstöðu Íslands í landbúnaði og sjávarútvegi og hefja viðræður um þá grundvallaramálaflokka. Þegar öll mál eru komin upp á samningaborðið sýnir reynslan að hlutirnir geta gengið hratt fyrir sig. Þá er bara einn áfangi eftir, lokaáfanginn. Sem starfsmaður á plani leyfi ég mér að segja: Stöndum saman, Íslendingar, og ljúkum ESB-viðræðun- um. Klárum þær með stæl! Gott veður í vík Nauthóls Finna hefur mátt smjörþefinn af vorinu síðustu daga og vikur, í það minnsta á suðvesturhorni landsins. Eitthvað virðist vetur konungur þó ætla að láta á sér kræla því framundan er kaldari tíð. Raunar spáir frosti og snjókomu um allt land þegar líður á vikuna. MyNd SiGtryGGur AriMyndin Umræða 15Mánudagur 8. apríl 2013 Aðsent Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra „Þá getum við borg- að niður lánin okkar, í stað þess að horfa á þau hækka mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Var hættur að ná skjálftanum úr mér Ólafur Ólafsson þekkir heim fíknarinnar af eigin raun. – DV Í heilsíðu auglýsingu Sjálf- stæðisflokksins segir að það sé bara einn flokkur sem ætlar að lækka skatta. Þessi staðhæfing er alls ekki rétt. Það er stefna Dögunar að lögbinda lágmarksframfærslu og að frítekjumark miðist við þá upphæð. Fyrsta verk Dögunar verður að hækka persónufrádrátt um 20%. Það mun kosta ríkissjóð brúttó tæplega 23 milljarða, en við áætlum að nettó tekjulækkun ríkissjóðs verði undir 10 millj- örðum. Og hvernig haldið þið að við ætlum að brúa það? Jú, þjóðin á auðlindir sem hún nýtir ekki arðinn af, heldur gefur um 200 manns sem tilheyra fjórflokknum. Sumir þeirra hafa meira að segja beitt Ísland efnahags- þvingunum til þess að komast hjá lögbundnu eftirliti. Jæja, við í Dögun ætlum að fá fullt gjald fyrir auðlindina, nýta það í samfélagsþjónustuna og hluti af gjaldinu verður not- aður í þetta. En þetta er ekki allt, Dögun vill sameina alla lífeyris sjóðina í einn ríkis- tryggðan sjóð, við þá aðgerð eina sparast rekstarkostnaður sem nægir til þess að greiða 1/5 af núverandi ellilífeyris- greiðslum. Með þessum breytingum á lífeyrissjóðum er hægt að lækka iðgjöld og auka þar með ráðstöfunartekjur heimilanna. Dögun vill nota hluta af söfnunarsjóðnum til þess að minka skuldir ríkisins og lækka með því vaxtakostn- að ríkisins um 60 milljarða. Það þýðir minni skattaþörf. Svo er það rúsínan í pylsu- endanum, viðbótarlífeyris- sparnað á að vera hægt að nota í eigið húsnæði til þess að lækka greiðslubyrði lána. Höfundur er á lista Dögunnar. Ljúga til sín atkvæði Af blogginu Jón Jósef Bjarnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.