Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Side 14
14 Fréttir 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað Jólahlaðborðin hefjast 16. nóv. Verð 8.400 pr. mann | 7.900 á mann (hópar) Jólahlaðborð með gistingu og morgunverðarhlaðborði 15.900 pr. mann Villibráðakvöld 9. nóv Matreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson sér um villibráðamatseldina. Lifandi tónlist yfir borðhaldi og dans. Villibráðahlaðborð og fordrykkur. Verð kr. 9.900- á mann 9.400 fyrir hópa. Nánari upplýsingar á www.hotelvatnsholt.is www.hotelvatnsholt.is | info@stayiniceland.is | Sími: 899-7748 Lifandi tónlist yfir borðhaldi og dans á eftir Þr íb ro t e hf . Pantaðu núna í síma 8 99-7748 eða á in fo@ stayinIc eland.is úr krónu. Það er það sem listamenn kunna að gera.“ Davíð eins og Gollrir „Tími leiðtogans er liðinn,“ sagði borgarstjórinn Jón Gnarr í útvarps- þættinum Tvíhöfða á miðvikudags- morgun, stuttu áður en hann lýsti því yfir að hann hygðist ekki gefa kost á sér í komandi borgarstjórnarkosn- ingum. Ljóst er að margir höfðu búist við hinu gagnstæða: Að í ljósi þeirra miklu vinsælda sem Jón hefur notið sem borgarstjóri, og skoðanakann- anir hafa gefið til kynna, myndi hann halda ótrauður áfram. Jón sagði hins vegar í útvarpsþættinum að stjórn- málin væru ekki endilega hans te- bolli, þetta hefði verið „alveg skelfilegt á tímum“ og að nú myndi hann snúa sér að listinni. Stuttu eftir þetta setti Andri Snær eftirfarandi stöðuuppfærslu á Face- book: „Það er enginn vandi að fá völd, mesti vandinn er að láta þau af hendi.“ Andri Snær segist einmitt hafa verið að ræða þetta við félaga sína nokkru fyrr. „Við vorum einmitt bún- ir að vera að ræða það hversu ótrú- lega erfitt það getur verið fyrir fólk að sleppa völdum, og mér finnst al- veg ótrúlega magnað að hann skyldi gera þetta. Þetta gerir auðvitað þenn- an gjörning að dálítið miklu listaverki myndi ég segja, þetta verður bara allt að einhverju svona ævintýralegu,“ segir Andri Snær og bendir á að hægt sé að lesa ákveðin skilaboð út úr þessu nýjasta útspili Jóns: Póstmódernískt listaverk Tyrfingur Tyrfingsson skrifaði ritgerð um Besta flokkinn sem póstmódernískt listaverk. T yrfingur Tyrfingsson, leik- skáld Borgarleikhússins, skrifaði árið 2011 lokaverk- efnið Jón Gnarr og listaverk hans, Besti flokkurinn í Fræði og Framkvæmd við Listaháskóla Ís- lands. Þar reyndi Tyrfingur að svara þeirri spurningu hvort Besti flokk- ur Jóns Gnarr væri listgjörningur, en í ritgerðinni er fjallað um Jón sem stjórnmálamann í hlutverki. Þá kemur fram að hægt sé að skil- greina veru Jóns í borgarstjórastól, út frá bakgrunni hans í uppistandi og leiklist, þannig að þar sé hann í rauninni búinn að vera þátttakandi í póstmódernísku listaverki. Í ritgerðinni kemur fram að við efnahagshrunið árið 2008 hafi stjórnmálakerfi síðustu áratuga ver- ið í brennideplinum og því hafi verið til samhljómur þess efnis að skipta þyrfti út þeim sem ráðið höfðu ríkj- um. Inn í þetta ástand hafi Jón Gnarr stigið með Besta flokkinn: „Jón Gnarr svaraði ákveðinni eftirspurn og afbygging hans á stjórnmála- kerfinu, jakkafataklæddum, lang- skólagengnum einstaklingum gekk eftir. Ef hægt er að tala um framboð- ið sem gjörning teldist hann póst- módernískur í því hvernig hann dregur kerfið sundur og saman í háði þar til því er breytt.“ Niðurlag ritgerðarinnar er síðan svona: „Ef til vill rennur performansinn saman við raunveruleikann síðar, Jón hætti að performera borgarstjórann og á einhvern hátt verði hann og takist þannig að breyta ásjónu íslenskra stjórnmálamanna. Tíminn getur einn leitt það í ljós hversu lengi Jón Gnarr verður í hlutverki stjórnmála- manns og hver afdrif listaverksins Besti flokkurinn verður.“ En hver er þá staða þessa verks í dag? DV spurði Tyrfing út í það: „Nú lék hann geimverur á sínum tíma og kom síðan eins og geimvera inn í pólitík, en núna er E.T. bara að fara heim og það er svo fallegt og rétt. Hann verður raunveruleikanum í raun og veru ekki að bráð. Hann trónir yfir þessu með því að hætta núna og það er ógeðslega fallegt.“ Tyrfingur segir sýn sína á verkið þó hafa breyst töluvert frá því hann skrifaði ritgerðina: „Ég hélt alltaf að þetta væri svona performansverk en í rauninni er þetta nær leikhúsinu. Af því að það er hægt að leggja fram svo skýrar dramatískar spurningar, með aðalhetjuna sem er Jón til dæmis. Það er einhver dýpt í þessu og við höfum getað spurt: Verður hann valdafíkninni að bráð? Verður hann sjúkur? Firrist hann og hættir að verða heiðarlegur?“ Tyrfingur segir að ef Jón hefði haldið áfram þá hefði Besti flokkurinn hætt að verða listaverk og breyst í stjórnmálaflokk. Tyrfingur segir annars að sagan muni skilgreina þetta verk. „Þetta verður skilgreint eftir á og fer rosa- lega mikið eftir því hvaða fræði- menn munu taka við keflinu. Auð- vitað er þetta merkilegra listaverk heldur en stjórnmálaafl af því að þannig er til dæmis hægt að færa rök fyrir því að einhleyp móðir í Breiðholti sé partur af listaverki – á meðan hún sefur.“ n „Það erum við sem eyðileggjum leiðtogana okkar. Það erum við sem drepum fólk eins og Davíð Oddsson og Ólaf Ragnar, og breytum þeim í svona skrímsli með því að telja þeim trú um að þeir séu ómissandi, og að jörðin muni ekki snúast án þeirra. Við sjáum bara hvernig Davíð hefur end- að eins og einhver Gollrir þarna uppi í Hádegismóum. Ímyndum okkur ef hann hefði hætt á réttum tíma, þor- að að sleppa tökunum af valdinu, og þorað að verða listamaður aftur eins og hann þráði, í staðinn fyrir að enda sem bitur draugur af sjálfum sér, spú- andi eitri eins og einhver óvættur í Há- degismóum.“ Sannleikur trúðsins Listamaðurinn og prófessorinn Guð- mundur Oddur Magnússon, eða Goddur eins og hann er jafnan kall- aður, segir ljóst að Jón Gnarr hafi frá upphafi kosningabaráttunnar verið í hlutverki trúðsins: „Gervi trúðsins er svolítið merkilegt fyrirbæri og eigin- lega metafór fyrir sannleikann. Hann er sá eini sem má segja satt. Í verk- um Shakespeares, eins og til dæmis í Lé konungi, er alltaf hafður trúður nálægt kónginum, og hann er sá eini sem hefur leyfi til þess að segja sann- leikann. Á meðan standa allir hinir hjá og þora ekki að segja neitt.“ Þá segir hann taktík Besta flokksins um að tala ekki illa um andstæðinga sína hafa skipt miklu máli: „Það er svo merki- legt með þessi smáatriði, þau gera það að verkum að hann stendur allt kjörtímabilið án þess að það sé hægt að hanka hann. Nema kannski það að hann sé trúður en það vissum við nú allan tímann hvort eð var,“ segir Goddur og hlær. Í viðtali við Kastljós ekki svo löngu eftir að hann var orðinn borgarstjóri sagði Jón Gnarr að andstæðingar hans í pólitík ættu í erfiðleikum með hann: „Ég er geimvera, sem enginn veit almennilega hvernig á að takast á við.“ Goddur segir að þetta hafi orðið augljósara eftir því sem Jón sat lengur á borgarstjórastóli. „Það sem Jón Gnarr gerði var að hann notaði tól listamannsins, tilfinningagreind og innsæi, til þess að takast á við teknókratana með Excel-skjölin – verkfræðinga, endurskoðendur, bók- haldara og lögfræðinga. Sjálfstæðis- flokkurinn talar alltaf í peningum og í tölum á meðan Jón virðist ófeiminn við að nota tilfinningar sínar og innsæi til þess að segja bara: Þetta er svona eða ekki svona. Með öðrum orðum: Hann notar eiginleika listamannsins við að vera til sem borgarstjóri. Þarna kom allt í einu maður með ákveðna sýn sem notaðist í raun og veru ekki við neitt annað en heilbrigða skyn- semi. Og þá er stundum sagt: „The problem with common sense is that it´s not that common“. Gott sýnidæmi Goddur er á því að gjörningur Jóns sé í raun gott dæmi um það hvernig stjórnmálamenn eigi að ástunda verk- efni sín. Í þessu ljósi vill hann benda á að það sé mikill munur á því að þjóna og þóknast. „Það er eins og honum detti einfaldlega ekki í hug að þóknast verktökum eða flugvallarhagsmunum. Hann bara segir: „Ég er að þjóna borg- urunum og ég er ekkert að þóknast einhverjum öðrum.“ Í raun og veru er þetta mjög flott demonstrasjón eða lýsing á því hvað þarf að gera og hvernig menn eiga að vera. Það verða allir svo grunnir nálægt þessu, og maður sér hvað aðrir frambjóðendur, nánast allra flokka, eru miklu grunn- hyggnari en hann nokkurn tímann.“ Eiríkur Bergmann talar á svipuð- um nótum þegar hann segir að Besti flokkurinn og Jón Gnarr hafi leyst ákveðna sérþekkingu úr læðingi, sem atvinnustjórnmálamenn hafi haldið niðri: „Þau leystu úr læðingi ákveðna sérþekkingu og fagmennsku sem ver- ið hefur til staðar en haldið niðri af stjórnmálamönnum sem hafa talið sig vita betur.“ Þetta segir Eiríkur að hafi verið eitthvert merkilegasta fram- lag flokksins til íslenskra stjórnmála: „Og eins furðulega og það hljómar, þá þurfti utanaðkomandi menn, sem ekki höfðu sérfræðiþekkingu á stjórn- málum, til þess að leysa úr læði raun- verulega fagmennsku við stjórn borg- arinnar.“ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.