Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Blaðsíða 18
n „Hér ætlum við að ræða og skoða gott dóp á Íslandi“ n Fíkniefni á Facebook
Gott aðgengi Ljóst
er að afar auðvelt er
að nálgast ólögleg
fíkniefni hér á landi.
Myndin er sviðsettDíla með
Dóp unDir
fullu nafni
H
ér ætlum við að ræða og
skoða gott dóp á Íslandi.
Endilega verið dugleg að
adda vinum lofum samt
ekki að taka við hverjum
sem er ;) Eins verið dugleg að láta
vita af fólki sem á ekki heima hérna
inná ;)“
Svona er lýsingin á Facebook-
hópnum Adidas, hóp sem hefur
þann tilgang einan að auðvelda
kaup og sölu ólöglegra fíkniefna.
Meðlimir hans eru 360 talsins og
koma margir fram undir nafni auk
þess sem ófáir gefa jafnvel upp
símanúmer er þeir auglýsa ólögleg
fíkniefni og ýmsa muni, hugsanlega
þýfi, til sölu.
Fjölbreyttur hópur
Hópurinn er lokaður svo aðeins
meðlimir hans geta séð það sem sett
er inn á síðuna en hópurinn er afar
fjölbreyttur. Í honum er fólk á öllum
aldri; allt frá framhaldsskólanem-
um upp í miðaldra fjölskyldufólk
og koma allmargir fram undir fullu
nafni á síðunni. Ljóst er að sum-
ir meðlimir hópsins eru foreldrar
ungra barna og á meðal notenda
síðunnar eru allt frá starfsmanni á
leikskóla upp í margdæmda brota-
menn auk þess sem þjóðþekktur
tónlistarmaður er einnig meðlimur
í hópnum.
Ekki er þó hverjum sem er heim-
ill aðgangur, líkt og fram kemur í
lýsingu stjórnenda, og í færslu sem
sett var inn þann 24. janúar síð-
astliðinn eru tilgreindar siðareglur
síðunnar þar sem meðal annars er
kveðið á um að nöfn meðlima eigi
ekki að spyrjast út fyrir síðuna og
að ekki megi bæta við fólki í hóp-
inn sem ekki notar fíkniefni.
Mögulegt þýfi til sölu
Óhætt er að segja að framboðið af
fíkniefnum á síðunni sé gríðarlega
mikið. Ekki er óalgengt að á hverj-
um degi séu settar inn 15 til 20 færsl-
ur þar sem fíkniefni á borð við hass,
e-töflur, kókaín, spítt og sveppi eru
auglýst til sölu auk þess sem nokk-
uð magn af læknadópi er í umferð
á síðunni. Samkeppnin á hópnum
er því nokkur en verð fíkniefnanna
er gjarnan gefið upp auk þess sem
margir bjóða upp á heimsendingu
og lofa hraðri og góðri þjónustu,
sé verslað við þá. Eins bjóða sum-
ir upp á afslátt sé efni keypt í miklu
magni eða fleiri en eitt efni keypt.
Innan hópsins eru þó ekki ein-
göngu seld fíkniefni því þar hafa
allmargir deilt myndum af hinum
ýmsum munum til sölu. Má þar
nefna gullúr frá Fossil, dúnúlpu
frá 66°Norður og iPhone-síma. Allt
eru þetta notaðir hlutir og ekki er
útilokað að um þýfi sé að ræða. Á
síðunni eru einnig til sölu hlut-
ir sem tengjast neyslu fíkniefna,
til dæmis svokallaður „vaporizer“
en slíkt tæki er notað til að neyta
kannabisefna.
Fleiri svona síður
Aðgengi að fíkniefnum á Íslandi
er talsvert betra en marga eflaust
grunar en fjölmargar íslenskar
Facebook-síður hafa þann til-
gang einan að auðvelda slík við-
skipti. DV hefur áður fjallað um
slíkar síður en í síðustu viku var
til að mynda greint frá Facebook-
hópnum Mucho Grande þar sem
fram fer umfangsmikil sala á fíkni-
efnum sem og ólöglegum dýrum
á borð við snáka. Í júlí 2012 var
einnig fjallað um hópinn Rebels
sem innihélt um hundrað manns
og var þar mikið úrval ólöglegra
fíkniefna til sölu. n
18 Fréttir 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað
Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefna-
deildar lögreglunnar, vildi lítið tjá sig um
málið þegar blaðamaður spurði hann út í
umrædda síðu.
Kannastu við þessa síðu?
„Ég þyrfti aðeins að skoða það. Ég kannast
við eitthvað af þessum síðum en ég ætla
nú ekki að fara að tjá mig um hverja einustu
sem er svona. Eins og ég sagði við ykkur um
daginn þá er þetta eitt formið af miðlun á
efnum og það er bara ekki tilefni til þess,
finnst mér, að fara að tjá mig um hvert og
eitt; hvort ég þekki þetta og þekki hitt,
ég hef bara ekki tíma í svoleiðis. Við erum
náttúrulega bara að fylgjast með þessu og
þetta er eitt af því sem við skoðum.“
Þannig að þið vitið af mörgum svona síðum?
„Við vitum af mörgum svona síðum, já. Við
vitum af þessu fyrirkomulagi til þess að
miðla efnum.“
Af hverju hefur ekkert verið gert?
„Hvað áttu við? Veistu eitthvað hvað við
höfum gert, eða?“
Eruð þið sem sagt að vinna í því að uppræta
þessa síðu og aðrar svipaðar?
„Við myndum náttúrulega ekki greina frá
því fyrirfram. Þannig að það verður bara
tíminn að sýna.“
Er erfitt að uppræta svona síður? Eru þetta
flókin mál?
„Já, þau eru það.“
Þannig að þú vilt ekki tjá þig um málið?
„Nei, ég eins og ég sagði um daginn þá er
þetta eitt formið til þess að miðla fíkni-
efnum og við skoðum hvaða úrræðum við
getum beitt til þess að grípa þar inn í eins og
lög heimila okkur. Það er í raun ekkert meira
sem ég get sagt.“
Skortir lögregluna mannafla til að vinna í
svona málum?
„Nei,nei. Veistu, ég nenni ekki í þessa um-
ræðu. Þetta er fínt. Þetta er svarið frá mér.
Nú þarf ég að sinna öðru.“
Hörn Heiðarsdóttir
blaðamaður skrifar horn@dv.is
selur símann iPhone 4 í boði fyrir peninga og fíkniefni.
Ólögleg fíkniefni Ofskynjunarsveppir, afmetamín og fentanyl til sölu.
samkeppni Sumir bjóða upp á heimsendingu og afslátt.
Framboð og eftirspurn Notendur hópsins leggja sjálfir fram fyrirspurnir um fíkniefni.
siðareglur Samkvæmt siðareglum hópsins eru klöguskjóður (e. snitches) ekki vel séðar.
„Ég nenni ekki í þessa umræðu“