Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Side 20
20 Fréttir 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað
Hannes Frímann
Hrólfsson sver af sér
lögbrot í viðskiptum
sínum þegar hann
starfaði hjá Kaupþingi. Í
samtali við DV lýsir hann
þeirri erfiðu stöðu sem
hann lenti í í aðdraganda
íslenska efnahagshruns-
ins, þar sem hann meðal
annars færði peninga
sína yfir á nákomna ætt-
ingja, af ótta við að tapa
þeim öllum.
B
ankakerfið er að hrynja, það
er snjóflóð sem gengur yfir
og það veit enginn hvað er
gerast; það veit enginn hvort
bankar verði starfandi, hvort
skip sigli til og frá landinu og það
var óvissa um hvort allar bankainni
stæður yrðu tryggðar,“ segir Hannes
Frímann Hrólfsson, fyrrverandi að
stoðarframkvæmdastjóri markaðs
viðskipta Kaupþings og núverandi
forstjóri fjármálafyrirtækisins
Auðar Capital, sem hagnaðist um
157,5 milljónir króna á stöðutöku
gegn íslensku krónunni árið 2008.
Vefritið Kjarninn greindi frá stöðu
töku Hannesar Frímanns og þriggja
annarra Kaupþingsmanna í síðustu
viku og byggði hún á skýrslu um við
skipti fjórmenninganna sem endur
skoðendafyrirtækið PwC vann um
þau.
Hannes Frímann sendi í síðustu
viku frá sér yfirlýsingu þar sem hann
svaraði umfjöllun Kjarnans. Í yfirlýs
ingunni hélt Hannes Frímann því
meðal annars fram að hann hefði
gert gjaldmiðlaskiptasamninga sem
miðuðu að því að minnka tap hans
á láni í erlendri mynt sem hann var
með útistandandi við Kaupþing
vegna hlutabréfakaupa í bankanum
en ekki tekið stöðu gegn krónunni.
Því hefði verið um að ræða gengis
vörn en ekki stöðutöku gegn krón
unni. Í skýrslu PwC segir hins vegar
að Hannes Frímann hafi haft hagn
aðinn af gjaldmiðlaskiptasamn
ingunum til ,„frjálsrar ráðstöfunar“
óháð lánum sem hann tók í erlend
um myntum. Hannes borgaði auk
þess sáralítið af hlutabréfalánum
sínum hjá Kaupþingi á árunum 2007
til 2008 – einungis 2,2 milljónir króna
– samkvæmt skýrslunni. Hagnaður
hans af gjaldmiðlaskiptasamningun
um nam því meira en 155 milljónum.
Túlkun Hannesar og PwC er því ólík.
„Hrikalega sorglegt“
Hannes Frímann segist hafa verið
settur í erfiða stöðu inni í bankanum,
líkt og fjölmargir aðrir starfsmenn
Kaupþings, þar sem hann mátti ekki
selja hlutabréfin sín í Kaupþingi. „Í
dag auðvitað finnst mér hrikalega
sorlegt að ég skyldi lenda í þessu,
að vera settur í þessa stöðu. Vera
með atvinnurekanda sem í rauninni
skaffar þér hlutabréf sem áttu að vera
kaupauki en sem enda á því að vera
sprengja í andlitið á þér og vera byrði
sem þú þarft að bera í langan tíma á
eftir,“ segir Hannes.
Með þessum orðum er Hannes að
lýsa því að gjaldmiðlaskiptasamn
ingarnir hafi verið afleiðing, varnar
aðgerð, til að bregðast við gengisfalli
krónunnar sem hafði slæm áhrif á
gengistryggða lánið sem hann fékk
til hlutabréfakaupa.
Varnaraðgerð eða hagnaðarvon?
Stóra spurningin sem stendur eftir í
málinu er hvort Hannes hafi stund
að viðskiptin í sóknar eða varnar
skyni, hvort um hafi verið að ræða
gengisvörn eða tilraun til að hagnast
á falli krónunnar. Líkt og áður seg
ir þá borgaði Hannes Frímann sára
lítið af láninu við Kaupþing til baka
en fékk samt gengishagnaðinn af
gjaldmiðlaskiptasamningunum inn
á reikning sinn. Alveg ljóst er því að
hann notaði hagnaðinn af gjald
miðlaskiptasamningunum ekki til
að greiða upp í hlutabréfalánið við
Kaupþing.
Afleiðingar kaupaukakerfis
Í viðtali við DV lýsir Hannes því
hvernig viðskiptin bar að og tengir
hann þau við hlutabréfalánið sem
hann fékk hjá Kaupþingi. Eins og
frægt er orðið rifti stjórn Kaupþings
persónulegum ábyrgðum af þessum
hlutabréfalánum starfsmanna þann
25. september 2008 en Hannes Frí
mann hafði sett hlutabréf sín inn í
einkahlutafélag tæpri viku áður og
voru bréfin og skuldirnar fyrir þeim
því ekki lengur á hans nafni þegar
ábyrgðirnar voru felldar niður.
Hannes Frímann: „Kaupauka
kerfið í bankanum var þannig að
þessi lán voru veitt til hlutabréfa
kaupa í bankanum. Í mínu tilfelli
voru þessi lán erlend lán. Krónan
byrjaði að veikjast og voru þess
ir gjaldeyrissamningar gerðir til að
verja höfuðstól lánanna fyrir veik
ingu krónunnar. Lánin hækkuðu
mikið út af veikingu krónunnar og
þar af leiðandi eru samningarnir
gerðir til að verjast hækkun þeirra
út af veikingu krónunnar. En það er
engin stöðutaka fólgin í þeim.“
Blaðamaður: „En þetta er hagn
aður sem myndast af gjaldeyris
samningunum?“
Hannes Frímann: „Já, það mynd
ast hagnaður af þessum samningum
en á móti kemur að höfuðstóll lán
anna margfaldast.“
Gerði upp við Kaupþing
Blaðamaður: „En hversu mikið borg
aðir þú af láninu sem þú segist hafa
verið að verja með gjaldeyrissamn
ingunum?“
Hannes Frímann: „Það var
gert fyrr á þessu ári, uppgjör við
slitastjórn Kaupþings út af láninu.“
Hannes var dæmdur til að borga
hlutabréfaskuldina við Kaupþing
með dómi Hæstaréttar Íslands og
segist hann hafa gert skuldina upp.
Skuldin var komin upp í um milljarð
en oft og tíðum hafa menn verið að
borga um tíu prósent af skuldinni.
Hannes vill ekki greina frá því hversu
mikið hann greiddi upp í skuldina.
„Í því uppgjöri var tekið fullt tillit til
eigna minna og skulda.“
Blaðamaður: „En Hannes þetta
er hagnaður sem þú tekur af gjald
eyrissamningunum sem er óháður
áhættustýringarsjónarmiðum. Þú
borgar peningana sem þú græddir
út af reikningnum þínum og inn á
reikninga ættingja eftir að stjórn
Kaupþings er búinn að fella niður
ábyrgðir af lánunum sem bankinn
veitti starfsmönnum til hlutabréfa
kaupa.“
Hannes Frímann: „Nei, hagnað
urinn kemur út í apríl eða maí ef ég
man rétt …“
117 milljónir út eftir niðurfellingu
Blaðamaður: „En Hannes þú tekur
117 milljónir út af reikningnum þín
um í október 2008, eftir að það var
búið að fella niður ábyrgðirnar fyr
ir lánunum, og leggur inn á ættingja
þína. Ég ætla bara að segja við þig að
það er lang hreinlegast fyrir þig að
vera ekki með svona bull. Það sjá all
ir í gegnum þetta.“
Hannes Frímann: „Nú ert þú bara
með ákveðið skítkast gagnvart mér;
þetta er ákveðin illgirni, ég heyri það
á þér.“
Blaðamaður: „Come on Hannes
ég þekki þig ekki neitt af hverju ætti
ég að vera illgjarn gagnvart þér. Ég er
bara að segja við þig að þessi yfirlýs
ing þín er bara bull og maður nennir
ekki að lesa …
Hannes Frímann: „Heyrðu, þetta er
bara rangt hjá þér, þetta er eins rangt
og það getur verið. Í október 2008
hrynur hér íslenskt bankakerfi og þá í
rauninni er það gert að menn eru að
dreifa áhættu vegna þess að það er ekki
ljóst að það séu innistæðutryggingar á
fjármunum. Þetta eru greiðslur sem
gengu til baka síðar og það var tek
ið fullt tillit til þeirra í uppgjörinu við
slitastjórnina sem á sér stað.“ Með
þessu á Hannes við að ættingjar hans
hafi síðar millifært peningana aftur
inn á reikninginn hans og þessir pen
ingar hafi verið hluti af uppgjörinu við
Kaupþing þegar hann greiddi hluta af
skuldum sínum við bankann en eftir
stöðvarnar voru afskrifaðar.
Mikilvægi tímasetninga
Blaðamaður: „En Hannes, þá er búið
að koma upp um það sem þú gerðir
Hannes. Þú ert að tala um eitthvað
sem gerðist fjórum árum eftir hrun.
Þetta stendur í greinargerðinni í mál
inu …“
Hannes Frímann: „Ertu að tala
um PwCskýrsluna? Það var tekið
fullt tillit til þessara greiðslna þegar
uppgjörið við slitastjórnina átti sér
stað. Hluti af þessum greiðslum gekk
til baka árið eftir um leið og fyrir lá
að innistæður voru tryggðar. Þannig
að það er ekki rétt sem þú segir að
þetta hafi gerst fjórum árum síðar
[…] Tímapunkturinn skiptir ekki öllu
máli því það var svo mikil óvissa.“
Blaðamaður: „En Hannes það
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Viðtal
„Þú horfir á
snjóflóðið
lenda á þér“
„Hvað
átti
ég að gera?