Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Blaðsíða 21
Fréttir 21Helgarblað 1.–3. nóvember 2013
breiðir ekki yfir það sem þú gerð
ir […] Tímapunkturinn er mikilvæg
ur af því hann sýnir að þú ætlaðir að
koma þessum hagnaði undan.“
Hannes Frímann: „Nú ert þú með
fullyrðingar sem eru bara ekki réttar
[…] Ég gerði ekkert rangt Ingi.“
Blaðamaður: „Gerðir þú ekkert
rangt? […] Þú millifærðir þessa pen
inga inn á ættingja þína. Af hverju
gerðir þú það?“
Hannes Frímann: „Ég millifærði
hluta af þessum peningum inn á ætt
ingja mína í október, já. Ég gerði það
af því það var óljóst hvort innistæð
ur væru tryggðar eða ekki og það
var verið að dreifa áhættunni ef svo
skyldi fara að þær væru ekki tryggð
ar. Í öðrum löndum voru banka
innistæður ekki tryggðar. Svo voru
sett sérstök neyðarlög þar sem inni
stæður voru tryggðar. Þetta gerist á
þeim tímapunkti þar sem þessi staða
er uppi; það skellur snjóflóð á heilli
þjóð og það veit engin hvað verður.
Þessar ákvarðanir eru teknar til að
dreifa áhættu.“
Óvissa um allt
Blaðamaður: „Þú hefur ekki verið
ákærður fyrir lögbrot en það þýðir
samt ekki að þú hafir ekki gert eitt
hvað rangt. Þú getur gert eitthvað
rangt án þess að það sé ólöglegt.“
Hannes Frímann: „Ég fór alltaf
eftir öllum reglum og öllum lögum
sem voru til staðar. Það er mjög mik
ilvægt að því sé haldið til haga. Það er
ekkert ólöglegt sem ég hef gert.“
Blaðamaður: „Umræða um slíkar
stöðutökur snýst ekki um að þær séu
ólöglegar […] Ég er bara að segja við
þig að ef þú ert að tengja stöðutök
una við lánið þá gengur það ekki upp
af því þegar þú millifærir peningana
inn á ættingja þína þá er búið að fella
niður ábyrgðina á láninu.“
Hannes Frímann: „Já, en það
ríkir óvissa um lánin á þessum tíma
punkti. Það ríkti óvissa um allt. Á
þessum tímapunkti þegar þetta ger
ist þá vissi enginn hvernig upp
gjörið á þessum lánum myndi
verða. Nokkrum dögum áður kom
bankastjórinn og gaf út þessa yfir
lýsingu um að fella niður persónu
legar ábyrgðir á lánunum. En ég var
ekki gerandi í því máli. Staðan er
bara sú að á þeim tímapunkti þá vissi
ég ekkert hvar ég var staddur, hvað
var í gangi og hvað myndi gerast í
framhaldinu. Þú horfir á snjóflóðið
lenda á þér og þú hefur ekki tíma til
að hugsa hvaða staða er rétt, hver er
staðan, enda kom það líka á daginn
að það tók langan tíma fyrir fólk að
átta sig á því hver staða þeirra var.
Á þessum tímapunkti var allt í upp
námi, Ingi, allt í uppnámi.“
Réttmæti yfirlýsingar
Blaðamaður: „Ég er bara að segja
við þig Hannes að það er langbest
fyrir þig og fyrir alla að vera heiðar
legur í tilsvörum og segja satt og rétt
frá.“
Hannes Frímann: „Finnst þér ég
vera óheiðarlegur Ingi?“
Blaðamaður: „Mér finnst þessi
yfirlýsing þín ekki halda vatni, með
al annars út af því sem ég er að lýsa
fyrir þér. Út frá því þá segi ég við þig
að það er heppilegra að segja rétt og
frá. Maður fær það í andlitið ef mað
ur gerir það ekki.“
Hannes Frímann: „Ég er að reyna
eftir minni bestu að greina frá þessu
eins heiðarlega og satt og rétt og ég
get.“
Blaðamaður: „En málið er að
punktur númer 2 gengur ekki upp
hjá þér. Þú getur ekki stillt þessum
gjaldeyrisviðskiptum upp sem ein
hverjum áhættuvörnum.“
Hannes Frímann: „Staðan er
bara sú með þessi blessuðu Kaup
þingslán að mér var bannað að selja
þessi bréf. Ef ég hefði selt bréfin þá
hefði ég verið rekinn. Lánin voru
í erlendri mynt og ef ég hefði ekk
ert gert þá hefðu þessi lán bara …
Ef þú kaupir brunatryggingu gagn
vart húsinu þínu þá ertu ekki að
taka stöðu gegn húsinu þínu og ef
það kviknar í húsinu þínu þá færðu
brunatrygginguna greidda frá
tryggingunum. Tilgangur samning
anna er að verja höfuðstól lánanna
sem fór hratt hækkandi út af veik
ingu krónunnar. Á þeim tímapunkti
vissi náttúrulega enginn að banka
kerfið myndi hrynja eins og það
hrundi og allt yrði núllvirði. En á
þeim tímapunkti var þetta náttúru
lega tilraun til að koma í veg fyrir að
það myndaðist tap á stöðunni.“
Hugtök um stöðutökur
Blaðamaður: „Þarna ertu að útskýra
af hverju þú gerir þetta. Við vitum
það hins vegar báðir Hannes að það
sem þú ert að lýsa þarna er í raun og
veru ein leið til að lýsa stöðutöku á
móti krónunni.“
Hannes: „Já …“
Blaðamaður: „Við vitum það al
veg báðir. Maður er búinn að fara
svo oft í gegnum þessa umræðu þar
sem menn eru að reyna að halda
því fram að þeir hafi verið með ein
hverja samninga í varnarskyni og
svo framvegis. En auðvitað er þetta
bara stöðutaka. Þú vissir að þú varst
að tapa á samningi A, það er að
segja af hlutabréfunum, og þú vildi
verja þig gegn því með búa til hagn
að í samningi B þar sem þú varst
með öfuga stöðu. Ég er bara að segja
við þig að það er svo auðvelt að sjá
í gegnum yfirlýsinguna hjá þér út
af þessu. Þetta eru bara tvö nöfn á
sama hlutnum. Þess vegna er ég að
segja við þig: Það er betra að vera
heiðarlegur af því maður sér í gegn
um þetta.“
Hannes: „Ertu að segja að ég sé
óheiðarlegur?“
Blaðamaður: „Nei, ég er ekki að
segja að þú sért óheiðarlegur en
eins og hérna á Vísi þá er vitnað í yf
irlýsinguna frá þér með fyrirsögn
inni „Segist ekki hafa tekið stöðu
gegn krónunni“.“
Hannes: „En þetta er þeirra fyrir
sögn.“
Nettóáhrifin
Blaðamaður: „Já, ég veit það en
þetta er rangt. Ég er ekki að segja
að þú sért að segja þetta þar sem
þetta er ekki í gæsalöppum en þetta
er túlkunin þeirra á yfirlýsingunni
þinni. Ef menn rangtúlka yfirlýs
inguna þína og búa til svona fyrir
sagnir – ég er ekki segja að þú haf
ir viljandi skrifað yfirlýsinguna svo
hún yrði rangtúlkuð – en þetta er
hins vegar raunin. Fyrir vikið þá gæti
verið hægt að segja að yfirlýsingin sé
óheiðarleg þar sem lesandi sem skil
ur ekki hvað þú ert að segja dregur
þessa ályktun.“
Hannes Frímann: „Þarna er ég
bara algjörlega ósammála þér Ingi
[…] Þú ert að setja þetta upp eins og
ég sé að fegra sannleikann.“
Blaðamaður: „Þetta liggur alveg
fyrir Hannes, ég var að útskýra þetta
fyrir þér áðan: Þú varst með samning
A þar sem þú varst með stöðu með
krónunni – ég er að stilla þessu upp
eins og þú gerir – og svo varstu með
samning B þar sem þú ert að reyna
að verja samning A þar sem þú ert
með stöðu á móti krónu.“
Hannes Frímann: „Nettóáhrifin
voru núll.“ Með þessu á Hann
es við að tapið af samningum hans
um fjármögnun á hlutabréfunum í
Kaupþingi hafi komið á móti hagn
aðinum sem varð af gjaldeyrissamn
ingunum sem hann var með á móti
krónunni.
Blaðamaður: ,„Nei, persónulegu
ábyrgðirnar af lánunum voru felldar
niður þann 25. september og svo
greiðir …“
Hannes Frímann: „Það gerist
löngu seinna, þetta gerðist einhvern
tímann á fyrra hluta árs 2008.“
Blaðamaður: „Þú segir að nettó
áhrifin hafi verið núll. Eftir að
ábyrgðirnar voru felldar niður greið
ir þú hagnaðinn af gjaldeyrissamn
ingunum út til ættingja þinna.“
Hannes Frímann: „Þarna er líka
ákveðinn misskilningur. Hagnaður
inn af þessum samningum greiðist
ekki út í október heldur í maí, að mig
minnir. Þannig að það gerist ekki í
október. Það er að segja þegar hann
er greiddur inn á reikning hjá mér.“
Blaðamaður: „Já, ég veit og þar lá
hann bara.“
Þáið og núið
Hannes Frímann: „Já, þar lá hann bara
en svo gerist það í október, þegar allt
er hér óljóst út af þessum snjóflóði, að
þá dreifi ég þessum fjármunum inn á
reikninga nákominna og svo ganga
þessir peningar til baka strax árið eftir.
Þarna aftur Ingi, settu þig inn í stöðuna
eins og hún var á þessum tíma: Við
erum ekkert í einhverju núi.“
Blaðamaður: „Þú horfir bara á stað
reyndir málsins, jafnvel þó þú sért að
horfa í baksýnisspegilinn fimm ár aft
ur í tímann, og stillir þessu upp út frá
staðreyndunum. Staðreyndin þarna er
sú að þú ert með peninga inni á reikn
ingnum þínum sem eru tilkomnir út
af gengishagnaði í þessum viðskipt
um og þú ráðstafar þeim hagnaði út af
reikningnum þínum – þú vilt kannski
kalla þetta varnarhagnað – og þú ger
ir þetta eftir að búið er að fella niður
persónulega ábyrgð þína fyrir láninu
sem þú segist hafa verið að verja.“
Hannes Frímann: „Já, persónulegu
ábyrgðirnar voru felldar niður þarna
nokkrum dögum áður en það var ekki
ljóst á þessum tíma að allt bankakerfið
væri að hrynja með setningu neyðar
laga …“
Blaðamaður: „En það var ljóst að
persónuleg ábyrgð þín og persónu
legar greiðslur þínar af þessu Kaup
þingsláni voru ekki lengur fyrir hendi;
það lá fyrir að þú myndir ekki þurfa að
borga þetta lán á þeim tíma sem þú
ráðstafaðir hagnaðinum. Þetta sýn
ir blákalt fram á það að þú getur ekki
tengt þessi tvö fyrirbæri eins og þú
gerir af því það er búið að fella nið
ur persónulegu ábyrgðina þína á lán
inu þannig að þú ert að taka hreinan
hagnað af hreinni stöðutöku og ráð
stafa honum inn á reikninga ættingja
þinna.“
Hannes Frímann: „En svo gerist
það auðvitað að lánin eru ekki …“
Blaðamaður: „Það er seinni tíma
spursmál.“
„Hvað hefði ég átt að gera?“
Hannes Frímann: „Hvað hefði ég átt að
gera á þessum tímapunkti?“
Blaðamaður: „Ég veit það ekki.“
Hannes Frímann: „Þú verður að
gæta sanngirni. Hvað hefði ég átt að
gera? Hvað hefði verið rétt að gera?“
Blaðamaður: „Ég get ekki svarað
því. Ég veit að þú varst í erfiðri stöðu og
svo framvegis og ég átta mig á því. En
ef við stillum þessu svona upp og mér
finnst þú núna vera búinn að gangast
við því að túlkun mín á þessu er rétt …“
Hannes Frímann: „Nei, hvaða túlk
un? Ég er ekki búinn að gangast við því
að hafa tekið stöðu gegn krónunni og
ég er ekki búinn að gangast vð því að
hafa gert eitthvað rangt.“
Blaðamaður: „Þú getur ekki tengt
hlutabréfalánið við gengishagnaðinn
af þessari stöðutöku í ljósi þess sem ég
var að segja við þig áðan. Þess vegna er
ég að segja að yfirlýsingin þín gengur
ekki alveg upp.“
Hannes Frímann: „Hún gengur
upp. Á þeim tíma sem ég geri gjald
eyrissamningana þá er verið að verja
þessi lán […] Ég var var ekki í þægi
legri stöðu að sinna mínu starfi með
þetta á bakinu, eiga ekki þann kost á
að selja bréfin mín og reyna eftir bestu
getu að gera það sem ég gæti til að tak
marka áhættu mína. Eftir á að hyggja –
það var vinsælt að vinna í bönkunum
á þessum tíma – þá var maður settur í
svo óþægilega stöðu og í kerfi sem var
hannað af stjórnendum bankans en
sem var meingallað og menn trúðu
bara og treystu því að svona hlutir
gætu ekki gerst. En svo fór sem fór.“
Sameiningin við Virðingu
Líkt og áður segir þá er viðskiptum
Hannesar Frímanns stillt upp með
öðrum hætti en hann vill vera láta í
skýrslu PwC. Nú liggja fyrir samein
ingarhugmyndir Auðar Capital við
verðbréfafyrirtækið Virðingu, sem er í
eigu nokkurra íslenskra lífeyris sjóða.
Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
lífeyrissjóðsins Stafa sem er einn af
hluthöfum Virðingar, segir að hluthaf
ar Virðingar séu að kynna sér málið fyr
ir sameininguna. „Þetta er „a matter
of concern“ hjá okkur og eðli málsins
samkvæmt þá er þetta til skoðunar hjá
okkur,“ segir Ólafur en skrifað var und
ir viljayfirlýsingu um sameininguna nú
í sumar. Umfjöllunin um stöðutökuna
gæti því dregið dilk á eftir sér í samein
ingarviðræðum Auðar og Virðingar og
jafnvel haft áhrif á framtíðarstjórn fyrir
tækisins ef af sameiningunni verður. n
„Það er
ekkert
ólöglegt sem
ég hef gert
Ráðstafaði
117,5 milljónum
Hannes Frímann
segir að hann hafi gert
gjaldmiðlaskiptasamn-
ingana í varnarskyni
til að bregðast við falli
krónunnar. Hann hafði
hagnaðinn af þeim
samt til „frjálsrar ráð-
stöfunar“ án tillits til
lánasamninganna sem
hann segist hafa verið
að verja. MyNd Hag / Vb.iS
Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is
442 1000
Nánari upplýsingar á rsk.is
Álagning opinberra gjalda
á lögaðila árið 2013
Álagningu tekjuskatts er lokið á lögaðila sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla,
sbr. og 4. mgr. 71. gr., sem og álagningu annarra opinberra gjalda lögaðila sem lögð
skulu á vegna tekjuársins 2012 skv. VIII.-XIV. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra
á rsk.is og skattur.is.
Álagningarskrár, sem sýna álagða skatta á lögaðila í viðkomandi sveitarfélagi,
liggja frammi á starfsstöðvum ríkisskattstjóra eða sérstaklega auglýstum stöðum
dagana 30. október til 13. nóvember 2013 að báðum dögum meðtöldum.
Kærufresti vegna álagningar þeirra skatta og gjalda, sem álagning þessi tekur til,
lýkur mánudaginn 2. desember 2013.
Auglýsing þessi er birt, sbr. 98. gr. framangreindra laga.