Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Qupperneq 22
22 Fréttir 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað
Auðmenn Garðabæjar
4 Guðmundur Steinar Jónsson 57 ára
Eignir: 1.264 milljón kr.
n Guðmundur Steinar Jónsson er einn
af Sjólaskipssystkinunum svokölluðu.
Fjölskyldan auðgaðist á öflugri
útgerð í Hafnarfirði undir merkjum
Sjólaskipa. Fjölskyldan stofnað
svo aðra útgerð á Kanaríeyjum
sem veiddi fisk undan ströndum
Afríku. Árið 2007 var Afríkuútgerðin
seld til Samherja fyrir um 140 milljónir
evra, um 12 milljarða króna á gengi þess
tíma. Systkinin eru börn Jóns Guðmunds sonar,
fyrrverandi forstjóra og eiganda Sjólaskipa. Guðmundur
Steinar á um níu prósenta hlut í MP banka. Hann bjó í
Garðabæ er nú fluttur á Akranes. Hann er kvæntur Gígju
Jónatansdóttur.
Kristinn Reynir Gunnarsson apótekari er ríkastur Garðbæinga
og eru eignir hans tæpir tveir og hálfur milljarðar samkvæmt
skatta-og útsvarsskrá árið 2012. DV birtir í dag upplýsingar
um ríkustu einstaklinga Garðabæjar. Séu makar sem eru sam-
skattaðir taldir saman eru þrjátíu og fjögur heimili í Garðabæ
sem eiga meira en 160 milljónir í hreina eign. Garðabær hlýtur
því að teljast með auðugri sveitarfélögum landsins miðað við
fjölda íbúa, en aðeins þrjátíu og sex eiga svo mikið á allri lands-
byggðinni. DV mun á næstu vikum fjalla áfram um auðugustu
Íslendingana innan byggðarkjarna höfuðborgarsvæðisins.
hjalmar@dv.is
n Apótekarinn er ríkastur n 34 heimili eiga meira en 160 milljónir n „Steingrímur er búinn að ná þessu öllu af mér“
2 Finnur Reyr Stefánsson 44 ára og Steinunn Jónsdóttir 45 ára
Eignir: 1.729 milljónir kr.
n Hjónin Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir hafa bæði
verið fyrirferðarmikil í íslensku viðskiptalífi síðastliðin ár. Steinunn
er dóttir Jóns Helga Guðmundssonar í BYKO og er hún næst
stærsti hluthafinn í Eimskipafélaginu. Steinunn átti á sínum tíma
hlut í Íslandsbanka og sat þá í stjórn bankans. Bæði eiga þau hjón
hlut í Sjóvá; Finnur Reyr í gegnum félag sitt Siglu og Steinunn í
gegnum félag sitt Ark ehf. Finnur Reyr var náinn samverkamaður
Bjarna Ármannssonar meðan hann var forstöðumaður rekstrar-
sviðs Glitnis sem var. Finnur er auk þess einn eigenda Klasa sem er
fasteignafyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri og stýringu fasteigna.
9 Tómas Agnar Tómasson 74 ára
Eignir: 826 milljónir kr.
n Tómas Agnar er sonur Tómasar Tómassonar
sem stofnaði Ölgerð Egils Skallagrímssonar árið
1913. Eftir fráfall hans ráku synir hans, Jóhannes
og Tómas Agnar, fyrirtækið fram til ársins 2002
er þeir seldu hlut fjölskyldunnar. Báðir bræðurnir
högnuðust vel á þeirri sölu. Tómas Agnar vildi
lítið tjá sig um auðinn í samtali við DV. „Jesús
minn góður, vinur minn. Steingrímur er búinn að
ná þessu öllu af mér,“ segir Tómas Agnar.
6 Lovísa Jóhannsdóttir 63 ára
Eignir: 1.182 milljónir kr.
n Lovísa er eiginkona Þórarins Ragnars-
sonar sem er með lögheimilli í Lúxemborg.
Þórarinn á tæpan helmingshlut í Foodco
sem rekur meðal annars veitingastaðina
American Style, Lækjarbrekku, Eldsmiðjuna,
Greifann á Akureyri og Aktu taktu. Félagið
á sömuleiðis Þorp ehf. sem heldur utan
um fasteignir matsölustaðanna. Foodco
hagnaðist um rúmar 700 milljónir króna
árið 2010.
7 Jón Pálmason 54 ára
Eignir: 1.174 miljónir kr.
n Jón er sonur Pálma
í Hagkaupum og er einn
eigenda IKEA á Íslandi í
gegnum eignarhalds-
félag sitt Miklatorg.
Vel gengur hjá IKEA
á Íslandi og var til
dæmis greiddur út
150 milljóna króna
arður til hluthafa
vegna rekstrarársins 2010.
Jón komst í fréttir dönskum
dagblöðum fyrir tveimur árum
er fjallað var um glæsieignir
auðmanna, þar á meðal Jóns, í
Holte, sem kallað er Matador-
land þarlendis. Pálmi er kvæntur
Elísabetu Björnsdóttur.