Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Blaðsíða 25
Fréttir 25Helgarblað 1.–3. nóvember 2013
23 Elín Hrefna Thorarensen 69 ára
Eignir: 370 milljónir kr.
n Elín Hrefna er ekkja Hauks Clausen tannlæknis. Haukur var sonur Arreboe
Clausen, kaupmanns og síðar bifreiðastjóra í Reykjavík. Faðir Elínar Hrefnu
var Stefán Oddsson Thorarensen, lyfjafræðingur og apótekari í Laugavegs
Apóteki í Reykjavík.
24 Októ Einarsson 51 árs
Eignir: 367 milljónir kr.
n Októ er sonur Einars Friðriks Kristinssonar,
fyrrverandi aðaleiganda Ölgerðarinnar. Októ
á ráðandi hlut í Ölgerðinni eftir að hann keypti
umtalsverðan hlut í fyrirtækinu af föður sínum
árið 2007. Hann er stjórnarformaður fyrirtækis-
ins og er kvæntur Bryndísi Önnu Rail.
25 Jón Ægir Ólafsson 77 ára
Eignir: 365 milljónir kr.
n Jón Ægir er ásamt bræðrum sínum eigandi Miðness hf. sem seldi
Burðarási umtalsverðan hlut í Haraldi Böðvarssyni hf. árið 1999. Kaup-
verð bréfanna var rúmur milljarður. Jón Ægir er kvæntur Guðbjörgu Ólöfu
Bjarnadóttur.
26 Axel Gíslason 68 ára
Eignir: 364 milljónir kr.
n Axel var forstjóri Vátryggingafélags Íslands frá
stofnun en hann hætti störfum þar árið 2002. Hann
var auk þess framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins
Samvinnutrygginga og Eignarhaldsfélagsins Andvöku.
Um tíma var hann auk þess stjórnarformaður VÍS. Hann er kvæntur Hallfríði
Konráðsdóttur.
27 Gabríela Kristjánsd. 46 ára og Páll Magnússon 45 ára
Eignir: 336 milljónir kr.
n Gabríela Kristjánsdóttir var einn eigenda eignarhaldsfélagsins Sunda,
sem nú heitir Icecapital. Það var tekið til gjaldþrotaskipta í fyrra. Gabríela er
dóttir Óla Kristins Sigurðssonar í Olís. Páll eiginmaður hennar var auk þess
einn eigandi Sunda sem og stór hluthafi í VBS-
fjárfestingarbanka. Grunur lék á því að á meðan
Páll Þór var stjórnarformaður bankans hafi átt
sér stað markaðsmisnotkun sem gekk út að halda
uppi verði bréfa í FL Group.
28 Linda Margrét Stefánsdóttir 44 ára
Eignir: 324 milljónir
n Linda Margrét er fyrrverandi eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Hún
starfar sem ljósmóðir svo ætla má að auðinn megi rekja til hennar fyrrver-
andi hjónabands. Hún var meðal annars hluthafi í fjárfestingarfélaginu
Gaumi sem var höfuð Baugsveldisins. Gaumur fór í þrot fyrr á þessu ári.
29 Hreinn Jóhannsson 76 ára
Eignir: 323 milljónir kr.
n Hreinn var byggingameistari í Garðabæ lengi vel. Faðir hans var Jóhann
Magnús Hallgrímsson byggingameistari í Reykjavík. Hreinn er eigandi
Helgadals samkvæmt lögbýlaskrá ársins 2011. Hreinn þakkar velgengni sína
fyrst og fremst eljusemi. „Vinna og aftur vinna. Maður er búinn að vera að
puða allt sitt líf frá því fyrir fermingu. Að sjálfsögðu líka að fara vel með féð,
það skiptir heilmiklu máli, að láta ekki ginna sig í Mammonsdýrkun,“ segir
Hreinn.
30 Hildur Ösp Þorsteinsdóttir 38 ára
Eignir: 299 milljónir kr.
n Hildur Ösp er dóttir Þorsteins Más Vilhelmssonar,
forstjóra Samherja og eins ríkasta manns Íslands. Hún
er gift Magnúsi Jónssyni.
31 Gunnar Halldór Sverrisson 48 ára
Eignir: 298 milljónir kr.
n Gunnar Halldór Sverrisson er forstjóri Íslenskra aðalverktaka. Hann
eignaðist allt hlutaféð í Íslenskum aðalverktökum árið 2004 eftir umdeilda
einkavæðingu verktakafyrirtækisins árið áður. Hann er kvæntur Sigríði
Hrólfsdóttur.
32 Kristinn G. Kristinsson 65 ára
Eignir: 298 milljónir kr.
n Kristinn er sonur Kristins Guðbrandssonar sem var stofnandi Björgunar
ehf. og fiskeldisfyrirtækjanna Tungulax og Ísnó. Hann er þó sennilega þekkt-
astur fyrir leitina að gullskipinu Het Wapen Van Amsterdam, sem reyndist
vera þýskur togari. Fyrirtækið Valfell ehf. er skráð á heimili Kristins og ætla
má því að hann eigi það. Valfell leigir vinnuvélar og tæki til byggingafram-
kvæmda og mannvirkjagerðar. Kristinn er kvæntur Sigríði K. Gunnarsdóttur.
33 Júlía Ingvarsdóttir 61 árs og Markús K. Möller 61 árs
Eignir: 286 milljónir kr.
n Júlia er dóttir Ingvars heitins Helgasonar sem
stofnaði samnefnda bílasölu. Fjölskylda Ingvars,
þar á meðal Júlía, seldi hópi fjárfesta allt hlutafé
í fyrirtækjum Ingvars Helgasonar hf. og Bílheima
ehf. Júlía er gift Markúsi K. Möller, hagfræðingi
hjá Seðlabanka Íslands.
34 Eyjólfur Axelsson 72 ára
Eignir: 269 milljónir kr.
n Faðir Eyjólfs, Axel Eyjólfsson, stofnaði húsgagnafyrirtækið Axis árið 1935.
Eyjólfur var lengi framkvæmdastjóri fyrirtækisins en synir hans Eyjólfur og
Gunnar keyptu fyrirtækið árið 2006. Ætla má að eignir Eyjólfs megi rekja til
þeirrar sölu. Hann er kvæntur Sólveigu Gunnarsdóttur.