Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Qupperneq 26
Drónar Drápu
ömmu þeirra
E
nn þann dag í dag hefur
enginn sagt mér hvers vegna
móðir mín var drepin þennan
dag,“ sagði Rafiq ur Rehma,
pakistanskur barnaskóla-
kennari, sem kom fyrir Bandaríkja-
þing í vikunni ásamt tveimur börn-
um sínum, Zubair, 13 ára, og Nabilu,
9 ára. Tilefnið var drónaárás Banda-
ríkjahers á sveitabýli fjölskyldu hans
í Norður-Waziristan, strjálbýlu svæði
í nyrsta hluta Pakistans, þann 24.
október í fyrra. Móðir Rafiqs, Mom-
ina Bibi, lést í árásinni og barnabörn
hennar, Zubair og Nabila, særðust.
„Strengurinn slitinn“
Þetta er í fyrsta skipti sem fórnarlamb
eða ættingjar fórnarlamba dróna-
árása Bandaríkjahers koma fyrir
Bandaríkjaþing. Aðeins fimm þing-
menn, allir úr röðum demókrata, sáu
ástæðu til að mæta og hlusta á fram-
burð Rafiqs.
Í vitnisburði sínum lýstu Rafiq og
börn hans atburðarásinni þennan
örlagaríka dag. Þau áttu sér einskis
ills von enda höfðu þau ekkert sér
til saka unnið. Rafiq sagði og gagn-
rýndi, með aðstoð túlks, að hann
hefði aldrei fengið neinar skýringar
á því hvers vegna flugskeyti var
skotið að sveitabýli fjölskyldu hans.
„Fjölmiðlar greindu frá því að árásin
hefði beinst að bíl í nágrenninu. Það
stenst ekki þar sem enginn vegur
er nálægt húsinu. Aðrir fjölmiðlar
greindu frá því að árásin hefði verið
gerð á hús en flugskeytin lentu á
akri við hús okkar – þar sem við vor-
um. Allir greindu frá því að þrír, fjór-
ir eða fimm vígamenn hefðu fallið,“
sagði hann. Hið rétta er að einn féll
í árásinni. „Ekki vígamaður heldur
móðir mín.“
Rafiq segir að móðir hans hafi ver-
ið „strengurinn sem hélt fjölskyldu
hans saman“. „Með andláti hennar
hefur þessi strengur verið slitinn og
lífið hefur ekki verið eins og það var.“
900 óbreyttir borgarar
Í skýrslu sem mannréttindasamtökin
Amnesty International gáfu út í síð-
ustu viku er Bibi í hópi 900 óbreyttra
borgara sem fallið hafa í drónaárás-
um Bandaríkjahers. Það er miklu
hærri tala en hingað til hefur verið
haldið fram. Í skýrslunni var ýjað að
því að Bandaríkin gætu hafa gerst sek
um stríðsglæpi og rétta ætti yfir þeim
sem ábyrgð bera. Yfirvöld í Banda-
ríkjunum hafa fullyrt að mjög fáir
óbreyttir borgarar hafi látist í dróna-
árásum hersins. Þessar aðgerðir, sem
eiga að beinast gegn vígamönnum og
baráttunni gegn hryðjuverkamönn-
um, væru í samræmi við alþjóðalög.
Höfðu engar áhyggjur
Í vitnisburðinum lýsti sonur Rafiqs,
Zubair, því sem fyrir augu bar. Hann
sagði að dagurinn hefði byrjað vel,
himininn hafi verið heiðskír og til-
hlökkun hjá fjölskyldunni fyrir há-
tíðardag múslima sem haldinn var
daginn eftir. Zubair sagði að skyndi-
lega hefðu tvær ómannaðar flug-
vélar Bandaríkjahers birst yfir þeim
þegar þau voru úti á akri að vinna.
„Þær sveimuðu fyrir ofan okkur en ég
hafði engar áhyggjur. Af hverju hefði
ég átt að hafa áhyggjur? Hvorki ég né
amma mín vorum glæpamenn.“
Skyndilega heyrðust drunur og
jörðin hristist áður en svartur reykur
steig upp til himins skammt frá hon-
um, rifjaði Zubair upp. „Við hlupum
en nokkrum mínútum síðar var aftur
skotið á okkur. Fólk úr nærliggjandi
þorpi kom okkur til aðstoðar og fór
með okkur á sjúkrahús,“ sagði hann
og bætti við að hátíðardeginum sem
allir höfðu hlakkað til hefði verið
varið á sjúkrahúsi.
Fara ekki í skólann lengur
Í máli sínu sagði þessi þrettán ára
drengur að árásin hefði haft mikil
áhrif á íbúa á svæðinu; börn væru
hætt að leika sér úti og færu ekki í þá
fáu skóla sem væru á svæðinu. Hann
sagði að hans heitasta ósk þegar
hann færi að sofa á kvöldin væri að
skýjað yrði daginn eftir. „Þá fljúga
drónarnir ekki. Þegar sólin skín
koma þeir aftur og óttinn með.“
Systir hans, hin níu ára gamla
Nabila, sagði að hún hefði verið úti
á akri með bróður sínum og ömmu
þegar skotið var á þau. „Ég heyrði
öskur. Ég held að það hafi verið
amma mín en ég sá hana ekki,“ sagði
hún og sýndi þingmönnum mynd
sem hún teiknaði af upplifun sinni
þennan dag.
Vill friðsama lausn
Rafiq sagðist vilja fá svör við því
hvers vegna árás hafi verið gerð á
fjölskylduna. „… starf mitt er að
kenna og uppfræða. En hvernig get
ég útskýrt eitthvað sem ég skil ekki
sjálfur? Hvernig get ég með góðri trú
sannfært þessi börn um að drónarnir
komi ekki aftur og drepi þau líka ef ég
get ekki skilið hvers vegna móðir mín
var drepin og börnin mín slösuð?“
sagði hann. Yfirvöld í Pakistan hafa
ekki dregið framburð hans í efa en
segjast ekki geta borið neina ábyrgð
á árás Bandaríkjahers. Þess vegna
þurfti Rafiq sjálfur að greiða fúlgur
fjár fyrir þá læknisaðstoð sem börn
hans þurftu á að halda eftir árásina.
Þegar hann var spurður hvað
hann myndi segja við Barack Obama
Bandaríkjaforseta fengi hann tæki-
færi til, sagði hann: „Það sem var
gert við fjölskyldu mína var rangt. Ég
myndi biðja hann um að finna frið-
sama lausn á því sem er í gangi. Það
er eitthvað sem ég held að yfirvöld
í Bandaríkjunum og Pakistan geti
unnið saman að.“
Alan Grayson, einn þeirra þing-
manna sem hlýddi á erindi fjöl-
skyldunnar, hefur verið mjög gagn-
rýninn á stríð Bandaríkjanna í
Afganistan og Írak. „Árásir úr lofti
eru ekkert öðruvísi en árásir á
jörðu niðri. Það er ekki undir nein-
um kringumstæðum hægt að rétt-
læta það að saklaus börn og ástvin-
ir verði fyrir skaða,“ sagði Grayson
meðal annars. n
26 Fréttir 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað
n Pakistönsk fjölskylda kom fyrir Bandaríkjaþing í vikunni
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Drónaárásir í Pakistan
n Fjöldi dauðsfalla
2008 2009 2010 2011 2012 2013*
Fallnir
298
Fallnir
549
Fallnir
849
Fallnir
517
Fallnir
306
Fallnir
132
* Til 30. september sl. Upplýsingar frá bandarísku hugveitunni New America Foundation.
n Vígamenn
n Óbreyttir borgarar
n Óvitað
Teiknaði mynd
Nabila sýnir hér mynd
sem hún teiknaði
af atburðunum 24.
október í fyrra.
Engar áhyggjur Zubair flytur hér erindi
sitt á meðan systir hans fylgist með. Hann
sagðist ekki hafa haft neinar áhyggjur þegar
hann sá drónana, því hvorki hann né amma
hans hefðu nokkuð til saka unnið.
„Það er ekki undir
neinum kringum-
stæðum hægt að rétt-
læta það að saklaus
börn og ástvinir verði
fyrir skaða.
Heimili Steve
Jobs friðað
Yfirvöld í Los Altos í Kaliforníu
hafa ákveðið að friða einbýlis-
húsið sem Steve Jobs, stofnandi
Apple, ólst upp í. Húsið, sem nú
er í eigu systur Jobs, Patriciu, er
sögulegt fyrir margra hluta sakir
en það voru fósturforeldrar Jobs
sem keyptu húsið árið 1968. Í
því má segja að saga Apple-stór-
veldisins hafi hafist en þar voru
fyrstu hundrað Apple-tölvurnar
framleiddar. Friðunin þýðir að
ekki má gera neinar breytingar á
húsinu nema að fengnu sérstöku
leyfi hjá yfirvöldum. Steve Jobs
lést sem kunnugt er árið 2011
eftir baráttu við krabbamein.
Aftur heim eftir
þrjú ár í gíslingu
Fjórir Frakkar eru komnir
aftur til síns heima, þremur
árum eftir að þeir voru tekn-
ir í gíslingu í Afríkuríkinu Ní-
ger. Það var forseti Frakklands,
Francois Hollande, sem tók á
móti þeim í París á fimmtudag.
Mennirnir, sem voru við vinnu
í úraníumnámu í Níger, voru
teknir höndum af mönnum
tengdum al-Kaída í septem-
ber 2010 og fluttir til nágranna-
ríkisins Malí. Franskir fjölmiðl-
ar hafa greint frá því að tuttugu
milljóna evra lausnargjald,
3,3 milljarðar króna, hafi verið
greitt til að fá mennina úr haldi.
Utanríkisráðherra Frakklands,
Laurent Fabius, þvertekur hins
vegar fyrir það að lausnargjald
hafi verið greitt.
iPhone bjargaði
mannslífi
Starfsmaður bensínstöðvar á
Flórída getur þakkað iPhone-
snjallsímanum sínum fyrir að
vera ekki alvarlega særður eða
jafnvel látinn. Maður vopnaður
byssu ruddist inn á bensínstöð-
ina og krafðist þess að hann
opnaði peningaskáp verslunar-
innar. Þegar það tókst ekki tók
ræninginn upp skammbyssu
og skaut að honum. Kúlan fór í
kvið mannsins en sem betur fer
var hann með iPhone í vasan-
um sem dró mjög úr kraftinum.
Hann hlaut minniháttar meiðsl
en á meðfylgjandi mynd má sjá
hvernig fór fyrir símanum.