Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Page 28
28 Sport 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað
Toppliðin mætast
n Liverpool hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum gegn Arsenal
S
annkallaður stórleikur fer
fram í ensku úrvalsdeildinni
í knattspyrnu á laugardag
þegar topplið Arsenal tekur á
móti Liverpool. Bæði lið hafa
farið vel af stað í deildinni og virðast
til alls líkleg. Arsenal er sem fyrr segir
á toppnum með 22 stig en Liverpool
er skammt undan með 20 stig. Fleiri
athyglisverðir leikir eru á dagskránni
um helgina og má þar nefna viður-
eign Everton og Tottenham á Good-
ison Park á sunnudag.
Arsenal haft betur
Óhætt er að segja að Arsenal hafi
vinninginn þegar síðustu tíu viður-
eignir liðanna eru skoðaðar. Liðin
hafa mæst níu sinnum í deild og einu
sinni í deildarbikar á þessum tíma og
hefur Arsenal unnið fimm leiki, fjórir
hafa endað með jafntefli en Liverpool
hefur aðeins unnið einn. Markatalan
er 17–13 Arsenal í hag. Þessi tölfræði
er einungis til viðmiðunar og ekki
er ráðlegt að taka hana of alvarlega.
Liverpool hefur verið í djúpum öldu-
dal á síðustu árum en Brendan Rod-
gers, stjóri Liverpool, hefur gert frá-
bæra hluti að undanförnu og virðist
ætla að takast að gera Liverpool að
toppliði að nýju. Það má því gera ráð
fyrir frábærri skemmtun síðdegis á
laugardag þegar tvö heitustu lið úr-
valsdeildarinnar mætast.
David Moyes er ekki saknað
Chelsea hefur verið á góðu skriði
undanfarnar vikur og er sem stend-
ur í 2. til 3. sæti deildarinnar með 20
stig eins og Liverpool. Liðið mæt-
ir Newcastle á útivelli í fyrsta leik tí-
undu umferðar í hádeginu á laugar-
dag. Gengi Newcastle hefur valdið
mörgum stuðningsmönnum liðsins
vonbrigðum en liðið er sem stendur í
11. sæti deildarinnar með 11 stig.
Sem fyrr segir mætast Everton og
Tottenham í stórleik sunnudagsins,
en Roberto Martinez, nýr stjóri Ev-
erton, hefur séð til þess að stuðn-
ingsmenn Everton sakna David
Moyes ekkert. Everton er í 6. sætinu
með 18 stig en Tottenham í því fjórða
með 19 stig.
Manchester-lið í basli
Gengi Manchester-liðanna hefur
verið undir væntingum það sem af
er en þessi lið verða í eldlínunni um
helgina. Manchester United heim-
sækir Fulham á laugardag en á sama
tíma tekur Manchester City á móti
Norwich. Bæði lið þurfa í raun á sigri
að halda til að dragast ekki aftur úr í
toppbaráttunni sem verður gríðar-
lega hörð í vetur. City er í sjöunda sæti
deildarinnar með 16 stig en United
í því áttunda með fjórtán stig. Bæði
Norwich og Fulham hefur gengið illa
í vetur. Norwich er í fallsæti, með 8
stig í 18. sæti deildarinnar en Fulham
er í 13. sætinu með 10 stig.
Loks má geta þess að South-
ampton, sem hefur komið allra liða
mest á óvart í vetur, heimsækir Stoke
á laugardag. Southampton er í 5. sæti
úrvalsdeildarinnar með 18 stig en
Stoke í því 17. með 8 stig. n
B
jarni Felixson er líklega
einhver þekktasti íslenski
stuðningsmaður Arsenal.
Bjarni, sem spáir því að sín-
ir menn hafi betur gegn Liverpool
um helgina, segist fylgjast ágætlega
með enska boltanum. Hann hafi
hins vegar orðið hrifnari af þeim
þýska, eftir því sem tíminn líði.
Newcastle - Chelsea 1–1
„Það benda allar spár til þess að
Chelsea vinni leikinn. Newcastle
leikur hins vegar í KR-búningum
og þess vegna tekst þeim að halda
jöfnu.
Fulham - Man Utd 1–2
„Ég held að Manchester United
sé komið í gang, þó ég sé ekkert
sérlega hlynntur því. Ég hef mikl-
ar mætur á Moyes, sem er son-
ur ágæts kunningja míns. Ég spái
United sigri enda gera flestar spár
ráð fyrir því.“
Hull City - Sunderland 1–0
„Þetta verður spennandi leikur.
Sunderland vann loksins leik um
síðustu helgi og það er ekki langt
á milli þessara liða. Hull stóð sig
vel í síðasta leik og átti ekki skilið
að tapa á móti Tottenham.“
Man City - Norwich 3–0
„Þarna hallast ég að heimasigri.
Norwich hefur átt misjafna leiki.
Þeir hafa átt það til að bíta hressi-
lega frá sér en tapa svo illa inn á
milli. Ég held að þeir steinliggi
þarna. Þarna ráða peningarnir.“
Stoke City - Southampton 0–0
„Southampton er lið sem hefur
komið hvað mest á óvart á
þessari leiktíð. Ég held að þessum
leik lykti með jafntefli.“
West Brom - Crystal Palace 2–0
„Þarna hallast ég að heimasigri.
Þetta verður erfitt tímabil hjá
Palace. Þurfa þeir að safna liði í
janúar en á meðan þeir gera það
ekki verða þeir á botninum. West
Brom vinnur.“
West Ham - Aston Villa 1–1
„Þessi lið eru bæði um og fyrir
neðan miðju. Gengi Aston Villa
hefur verið skrykkjótt. Þeir unnu
Arsenal á útivelli í fyrstu um-
ferðinni en hafa ekki staðið sig
vel síðan. West Ham hefur klórað
í bakkann og náð þessum stigum
sínum með litlum glæsibrag.“
Arsenal - Liverpool 2–1
„Þetta eru liðin í fyrsta og þriðja
sæti og það er skammt á milli
þeirra. Ég verð að halda með
mínum mönnum og segja að
Arsenal vinni þennan leik. Mín-
ir menn leika fallega fótbolta
og sennilega besta fótboltann í
deildinni. Það hefur verið órói
innan Liverpool undanfarin ár en
ég þekki ekki hvort eigendurnir
hafa þar verið að hræra í hlutun-
um. Rodgers hefur fengið frið og
nýtt þennan tíma mjög vel. Leik-
mennirnir hafa trú á honum og
því sem hann er að gera. Liðið
spilaði undir getu í fyrra og
hitteðfyrra og það var óskiljanlegt
hvað þeim gekk illa. Þeir eru með
virkilega gott lið og gamli sig-
urviljinn, sem maður þekkir frá
fornu fari, er kominn aftur.“
Everton - Tottenham 1–0
„Everton er það lið ásamt Sout-
hampton sem hefur komið mest
á óvart. Everton með nýjan stjóra
og þeir hafa bara eflst við það að
Moyes hverfi á braut.“
Cardiff - Swansea 2–2
„Þetta er úrstlialeikur fyrir Wales-
menn. Sagan segir að í svona
grannaslag lykti leiknum með
jafntefli – eftir mikil læti.“ n
„Verð að halda með mínum mönnum“
n Bjarni Fel spáir í spilin fyrir leiki helgarinnar n Spáir Arsenal sigri gegn Liverpool í toppslagnum
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Grjótharður
Bjarni segir að sínir menn í Arsenal vinni
sigur gegn sterku Liverpool-liði.
Tveir góðir Luis Suarez hefur skorað
sex mörk í fjórum leikjum á tímabilinu en
Ramsey fimm mörk í átta leikjum. Þeir eru
tveir heitustu leikmenn deildarinnar.
Aaron Ramsey
Aldur: 22
Leikir: 8 (1)
Mörk: 5
Stoðsendingar: 4
% heppnaðra sendinga: 87,3
Skot í leik: 2,3
Luis Suarez
Aldur: 26
Leikir: 4
Mörk: 6
Stoðsendingar: 1
% heppnaðra sendinga: 82,8
Skot í leik: 5,8
Vissir þú …
… að Michu hefur aðeins skorað eitt mark í
síðustu fjórtán úrvalsdeildarleikjum með
Swansea.
… að enginn leikmaður
hefur komið oftar inn
á sem varamaður en
Shola Ameobi (127)
í sögu ensku úrvals-
deildarinnar.
… að undir stjórn Sir Alex Ferguson
vann Manchester United 305 af 405
heimaleikjum sínum í ensku úrvals-
deildinni. Vinningshlutfallið er 75,31%.
… að Jermain Defoe hefur
skorað flest mörk í sögu
úrvalsdeildarinnar (21)
eftir að hafa komið inn á
sem varamaður.
… að Alan Shearer hefur klúðrað flestum
vítum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,
eða ellefu.
… að Tottenham hefur á þessu tímabili
unnið fjóra leiki 1–0, eða jafnmarga og
liðið gerði allt síðasta
tímabil.
… að Manchester City
hefur aðeins unnið fjóra
af síðustu þrettán úti-
leikjum sínum í deildinni.
Enski boltinn
Staðan
1 Arsenal 9 7 1 1 20:9 22
2 Chelsea 9 6 2 1 16:6 20
3 Liverpool 9 6 2 1 17:8 20
4 Tottenham 9 6 1 2 9:5 19
5 Southampton 9 5 3 1 10:3 18
6 Everton 9 5 3 1 14:10 18
7 Man.City 9 5 1 3 21:11 16
8 Man.Utd 9 4 2 3 14:12 14
9 Swansea 9 3 2 4 12:11 11
10 Hull 9 3 2 4 7:10 11
11 Newcastle 9 3 2 4 12:16 11
12 WBA 9 2 4 3 8:10 10
13 Fulham 9 3 1 5 9:12 10
14 Aston Villa 9 3 1 5 9:12 10
15 West Ham 9 2 3 4 8:8 9
16 Cardiff 9 2 3 4 8:13 9
17 Stoke 9 2 2 5 6:10 8
18 Norwich 9 2 2 5 6:13 8
19 Sunderland 9 1 1 7 7:21 4
20 Cr.Palace 9 1 0 8 6:19 3