Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Síða 31
Jón er frábær
performer
Ég mun kanna
það mál
Kjartan Magnússon er efins um að Jón Gnarr hætti. – FacebookÞórir Hákonarson um meintan leka á miðasölutíma. – Kastljós
Auðlindir og auðræði
Spurningin
„Já, ég mun örugglega sakna
hans.“
Hólmfríður Gunnlaugsdóttir
54 ára bókasafnsvörður
„Nei, nei, bara gott að hann sé að
fara að gera eitthvað annað.“
Ísak Örn Guðmundsson
23 ára tónlistarmaður
„Já, það var gaman að hafa einn
sem maður gat samsamað sig
við.“
Sigurður Páll Pálsson
21 árs kokkur
„Já, hann er skemmtileg týpa og
jákvæður.“
Jökull Logi Arnarsson
21 árs nemi
„Já, hann er skemmtilegur og
allt öðruvísi en aðrir stjórnmála-
menn.“
Atli Steinar Siggeirsson
21 árs kokkanemi
Muntu sakna
Jóns Gnarr sem
borgarstjóra?
1 Hannes flutti inn fé frá Panama
Hefur áður tengst viðskiptum í gegnum
Panama.
2 „Ég var ekki í felum“ Kim Kardashian hefur misst 25 kíló á
Atkins-kúrnum.
3 „Ég byrjaði á að útskýra fyrir Jóni að hann myndi ekki verða
menntamálaráðherra“
Heiða Kristín Helgadóttir segir frá sam-
starfi sínu við Jón Gnarr borgarstjóra.
4 Brynjar hjólar í mennta-skólanema: „Reyni að
takmarka hrokann eins og
ég get“
Brynjar Níelsson svarar pistli Sóllilju
Guðmundsdóttur sem sagðist efast um
leiðtogahæfni Brynjars.
5 Vissir þú hvað þetta kostar? Umfjöllun um þjónustugjöld bankanna,
meðal annars við millifærslur.
6 Skoða stöðutöku Hannesar Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins
Stafa segir frétt um meinta stöðutöku
fyrrverandi starfsmanns Kaupþings
vissulega áhyggjuefni.
Mest lesið á DV.is
Í
áhugaverðum Spegli Ríkisútvarps
ins sl. mánudag var m.a. fjallað
um áhyggjur fólks víða um heim
af auðræði (e. oligarchy). Auðræði
er það kallað þegar fámennur hópur
auðmanna hefur með ýmsum leið
um, en í krafti fjármagns, náð kverka
taki á stjórnkerfi og upplýsingamið
lun. Auðræðið er ógn við lýðræði og
upplýsta umræðu um samfélagsmál.
Stærsta svikamyllan?
En hvernig skyldi lýðræðinu vegna
á Íslandi? Hér hefur gríðarleg mis
skipting auðs átt sér stað og fjármun
ir í stórum stíl verið fluttir úr landi, á
leynda staði, fjarri íslensku samfélagi.
Í staðinn fengum við barbabrellu;
ólögmæt gengisbundin lán í íslensk
um krónum sem á óskiljanlegan hátt
áttu að vega upp á móti útstreyminu
og skapa gjaldeyrisjöfnuð. Stjórn
málamenn virðast ekki gefa þessu
mikinn gaum. Hvorki eru í gangi
markvissar aðgerðir til að sækja eða
skattleggja fjármagn geymt í skatta
skjólum erlendis né varpa ljósi á hina
gríðarlegu svikamyllu sem mynt
körfulánin voru og eru enn. Þess í
stað er almenningi att gegn fjár
sterkum bönkum og slitastjórnum í
ótal dómsmálum og húsin seld ofan
af fólki á nauðungarsölum. Mold
vörpurnar í skattaskjólunum fá hins
vegar rauðan dregil ef þeim þóknast
að flytja fjármagn aftur til landsins á
sérkjörum.
Á 79 ára fresti
Þann 20. október 2012 var haldin ráð
gefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um
tillögur að nýrri stjórnarskrá. Það
var gert samkvæmt þingsályktun á
grundvelli laga nr. 91/2010 um fram
kvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna þar
sem segir í athugasemdum að þó að
niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu
geti lögformlega aðeins orðið ráðgef
andi sé hún engu að síður mikilvæg
vísbending um þjóðarvilja sem þjóð
kjörnir fulltrúar yrðu í raun að taka
tillit til. Í fyrsta sinn síðan 1933 hafði
Alþingi frumkvæði að því að spyrja
kjósendur álits á tilteknum álitaefn
um.
En nú hefur Alþingi í heilt ár
hunsað afgerandi svör við þeim
spurningum sem lagðar voru fyrir
kjósendur. Sumir þingmenn hafa
haldið því á lofti að atkvæðagreiðslan
hafi ekki verið lagalega bindandi og
jafnvel í leiðinni gert lítið úr niður
stöðunum. Ein sú markverðasta er að
83% þeirra kjósenda sem afstöðu tóku
vildu að náttúruauðlindir sem ekki
væru í einkaeigu yrðu lýstar þjóðar
eign í nýrri stjórnarskrá. Í tillögum
stjórnlagaráðs segir að enginn geti
fengið auðlindirnar eða réttindi tengd
þeim til eignar eða varanlegra afnota
og að aldrei megi selja þær eða veð
setja. Hafa skuli sjálfbæra þróun og
almannahag að leiðarljósi við nýtingu
auðlinda. Stjórnvöld geti á grundvelli
laga veitt leyfi til afnota eða hagnýt
ingar auðlinda gegn fullu gjaldi og til
tiltekins hóflegs tíma í senn.
Hverjir skyldu annars sjá sér hag af
því að þetta ákvæði fengist ekki lög
fest í nýrri stjórnarskrá?
Fyrir eða eftir kosningar?
Ríkisstjórnin, sem á tilveru sína að
þakka þeim skuldugu einstaklingum
sem trúðu loforðum um skulda
niðurfellingar, hefur nú forgangs
raðað sínum málum og hófst handa
með lækkun veiðileyfagjaldsins. Um
35 þúsund kjósendur skoruðu á for
seta Íslands að synja þessum lögum
um lækkun gjaldsins staðfestingar.
Þó svo að sami forseti hefði áður
synjað fjölmiðlalögum staðfestingar
á grundvelli 31.752 undirskrifta,
dugði það ekki til. Sagðist hann ekki
vilja gefa það fordæmi að tekju
mál ríkisins færu í þjóðaratkvæða
greiðslu. Áður hafði hann þó sagt
eftirfarandi í viðtali, skömmu fyrir
síðustu forsetakosningar:
„Þar er um að ræða ráðstöfun á
sameign þjóðarinnar. Þar er um að
ræða hvað þjóðin, eigandi auðlindar
innar, fær í sinn hlut. Það er erfitt
að hugsa sér stærra mál en það sem
myndi vera eðlilegt að setja í þjóðar
atkvæðagreiðslu ef að einhver hluti
þjóðarinnar telur það mikilvægt.
Þannig að ég tel að eðli málsins sé
þannig að það séu fá mál jafn vel fallin
til þess að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu
eins og kvótamálin því að þar er þjóð
in sjálf að taka afstöðu til þess hvernig
hún vill ráðstafa sameign sinni.“
20.oktober.is
Það er vel þekkt að áhugi almenn
ings á þátttökulýðræði er háður því
að mark sé tekið á niðurstöðum
lýðræðislegra ferla. Það er fullkom
lega tilgangslaust að kalla fólk til
atkvæðagreiðslu ef niðurstöðurn
ar eru ekki virtar viðlits. Þá er bæði
illa farið með tíma fólks og fjármuni
ríkisins. Það versta er samt að til
trú fólks á stjórnkerfinu ber þess
ekki bætur og virðing fyrir lögum og
reglu þverr.
Því er mjög brýnt að vita hvar
kjörnir fulltrúar standa. Við þurfum
svo sannarlega að vita hvaða hags
muni er verið að verja. Við verðum
að ganga úr skugga um að á Íslandi
sé lýðræði ekki að láta í minni pok
ann fyrir auðræði.
Á vefsíðunni 20.oktober.is er
hægt að spyrja alþingismenn eftir
farandi spurningar: „Telur þú að
þingmönnum beri siðferðisleg og
pólitísk skylda til að virða niður
stöðu þjóðaratkvæðagreiðslu sem
Alþingi boðar til?“ Enn sem komið
er hefur vart fjórðungur þeirra treyst
sér til að svara svo einfaldri spurn
ingu. Spyrjum þingmenn aftur og
aftur þangað til svörin líta dagsins
ljós.
Umræða 31Helgarblað 1.–3. nóvember 2013
Þurfum að reka
bófana burt
Jónas Kristjánsson hraunar yfir kjósendur stjórnarflokkanna. – Jonas.is
Hugsum okkur sem heild
Á
einum stað við Suðurgötuna eru
þófaför eftir kettling, þau eru
mörkuð í gangstétt. Þarna eru
þessi örfáu skref greypt í steypuna
og munu verða sýnileg um aldur og ævi.
Á öðrum stað í námunda við sömu götu,
er að finna hið fallegasta veggjakrot;
mynd af Meðaljóni Meðaljónssyni og
það sem meira er, einhver spörfuglinn
hefur dritað í annað auga andlits
myndarinnar, þannig að mannsmyndin
sú arna hefur fengið yndislegan glampa
í augað. Og í garðinum mínum er svart
þröstur að gæða sér á síðustu reyniberj
unum sem haustað verður hér um slóð
ir á þessu ágæta ári.
Heildin blasir við og hjá henni verð
ur ekki komist. Ég geng eftir Suður
götunni, kem heim og ég sest við skrif
borðið mitt og ég hugsa um heildina.
En hún er eitt af því sem ég get hugsað
um án þess að vita nákvæmlega hvað í
henni felst. Reyndar er það þannig með
alla hluti; við vitum ekki nema ögn af því
sem er hugsanlega hægt að vita um þá.
Aldrei mun takast að dusta rykið af hinni
endanlegu niðurstöðu. Þessar pæl
ingar draga huga minn að því hugtaki
sem stundum er kallað heildarhyggja
og það hugtak sem er þá regnhlíf þess,
er þá heildarhyggja um alheiminn. Og
hér erum við komin út í afar fagra sálma.
Hér neyðumst við til að líta á manninn
sem veru; verufræðilegt fyrirbæri, hann
er háður öllu sem er umhverfis hann.
Það er einsog rúmið umhverfis fyrirbær
ið sýni að fyrirbærið sem slíkt sé til. Þetta
segir mér, að án spora kattarins í gang
stéttinni, væri Suðurgatan ekki til.
Mér og öllum öðrum hefur verið
kennt að maðurinn; hinn upplýsti mað
ur, sé æðsta vera Jarðarinnar. Og mér
hefur meira að segja verið sagt að homo
sapiens sé merkilegasta skepnan í sól
kerfinu okkar. Enda köllum við það
sólkerfið okkar vegna þess að maður
inn fann það upp. En eftir því sem ég
hef meira pælt í lífinu og tilverunni, hef
ég komist að því að hvort sem ég birt
ist heiminum sem heild úr efnisögnum
eða er birtingarmynd orku í skammraf
fræðilegum skilningi, þá er ég nákvæm
lega jafn nauðsynlegur og sandkorn,
vatnsdropi, kakkalakki eða köttur. Menn
eru ekki æðri einu eða neinu. Það að
við áttum okkur á tilvist okkar gerir
okkur ekki að flóknari fyrirbærum en
kóngulóm sem spinna vef í þakskeggi.
Það að köttur setur þófaför í gangstétt
í Vesturbænum er látið líta út eins og
annars flokks atvik á meðan það skipt
ir öllu máli á njósnavef hinna hugs
andi manna, að Meðaljón Meðaljóns
son stangaði úr tönnum sínum framan
við sendiráð í Reykjavík, klukkan 12:34,
föstudaginn 1. nóvember 2013. En
samtímis er okkur öllum ljóst, að án
fuglaskítsins í auga veggmyndarinnar af
Meðaljóni, væri ekkert okkar til. Sérhver
ögn í fuglaskítnum er nákvæmlega jafn
mikilvæg og Meðaljón Meðaljónsson.
Sem menn og sem meðvitaðar ver
ur, hljótum við að hafa þá æðstu skyldu
að koma af heiðarleika fram við allt
okkar umhverfi; virða hvert eitt og ein
asta smáatriði í veröldinni til jafns við
þá unaðslegu ímynd sem okkur hefur
verið kennt að hljóti að vera æðst allra –
sjálfið. Ef við ætlum að lifa af, eigum við
einn kost, að bera virðingu fyrir okkur
sjálfum og allri þeirri náttúru sem um
lykur okkur.
Og núna hefur svartþrösturinn étið
öll berin í garðinum mínum. Verði
honum að góðu.
Hér yrki ég um alheimssál
sem aldrei verður byrði
og allt mitt tal um önnur mál
er ekki nokkurs virði.
Skáldið skrifar
Kristján Hreinsson
Kjallari
Sigurður Hr.
Sigurðsson
„Við verðum að
ganga úr skugga
um að á Íslandi sé lýð-
ræði ekki að láta í minni
pokann fyrir auðræði.