Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Síða 42
42 Fólk 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað
kennarafund og spurt af hverju börn
in þurfi að læra svona mikið, hvort
þau megi ekki bara vera börn,“ segir
hún hlæjandi.
Oft verið fátæk
Mamma hennar, Helga Jóakimsdóttir,
var formaður Guðspekifélagsins
um tíma og stofnaði síðan Zen á Ís
landi. „Hún er ótrúlega lunkin í því að
hjálpa mér að vera ég sjálf og velta því
ekki mikið fyrir mér hvað fólki finnst.
Það er svo mikilvægt að hafa þennan
streng við sjálfan sig og geta brugð
ist við ef mér finnst ég vera komin út í
eitthvað sem ég vil ekki, jafnvel þótt ég
viti ekki hvernig ég eigi að gera það.“
Nokkrum sinnum á lífsleiðinni
hefur reynt á það. Eins og þegar hún
ákvað að skilja við föður Þórkötlu, þá
nýkomin heim úr námi með ungt barn
á framfæri. „Vinum mínum fannst ég
klikkuð, en sambandið var búið. Það
var ekki dramatískara en svo.“
Aftur ákvað hún að fylgja hjartanu
þegar hún hætti í félagsmálaráðu
neytinu til að sinna sínum hugðar
efnum, fór að vinna á Íslensku vef
stofunni, sem var og hét, og ákvað að
stofna fyrirtæki með vinkonum sín
um. Þetta var árið 2001, þegar allir
héldu að internetið væri bóla.
Áslaug var sannfærð um að svo væri
ekki og stofnaði Sjá – viðmótsprófan
ir – fyrirtæki sem skoðar heimasíður
fyrirtækja með það að markmiði að
kanna notagildi þeirra. Þetta var eitt
hvað sem enginn skildi svo þær stöll
ur þurftu að ganga á milli fyrirtækja
og útskýra það maður á mann fyr
ir stjórnendum hvað þær gætu gert
fyrir þá. Það tók marga mánuði en þær
fengu tækifæri og fyrirtækið er nú að
koma út úr annarri kreppu, skuldlaust
og sterkara en nokkru sinni fyrr.
„Þetta var mikil vinna og algjört
hark. Þó að ég hafi aldrei vitað hvort
ég fengi tekjur í þessum mánuði eða
þeim næsta þá gaf það mér ofboðslega
mikinn kraft að finna hvað það skipti
miklu máli hvað ég geri sjálf.
Við höfum oft verið fátæk, svo
sannarlega,“ segir hún hlæjandi. „Ég
held að þú farir ekki út í sjálfstæðan
rekstur án þess að læra fljótt að semja
um greiðslur og vera æðrulaus gagn
vart því að eiga ekki fyrir reikningum.
En þú þraukar í von um að fá verk
efni. Og þetta basl hefur kennt mér að
það er hægt, þú kemst áfram á þraut
seigjunni og það er ekki óyfirstígan
leg hindrun að eiga ekki alltaf pening.
Það er þess virði, ef þú vilt geta bland
að saman fjölskyldulífi og vinnu. Ég
er búin að eignast börn, reka fyrirtæki
og vera í pólitík og þá þarf ég að hafa
sveigjanlegan vinnutíma.“
Aldrei gengið í neina sjóði
Það skal enginn halda að hún hafi
fengið allt upp í hendurnar, þótt
pabbi hennar hafi verið ráðherra og
afi hennar farsæll útgerðarmaður. „Ég
er forréttindabarn að því leyti að ég
hef alltaf átt góða að, en ég hef alltaf
þurft að vinna fyrir mér sjálf. Allt sem
ég hef átt eða gert hef ég unnið fyrir
sjálf. Það hefur aldrei verið þannig að
ég gæti gengið í einhverja sjóði og hafi
ekki þurft að hafa fyrir lífinu.“
Og þegar það er virkilega erfitt
um vik þá hefur maðurinn hennar,
Hjálmar Edwardsson, drifið sig á sjó
inn. „Áður tók hann að sér alls kyns
verkefni en þegar það kreppti að og
það varð minna um ákvað hann að
drífa sig á sjóinn. Síðan hefur hann
gert það með hléum, en hann er núna
á Ísbirni frá Ísafirði sem er aðallega á
rækjuveiðum, þrjár vikur í senn. Sem
mér finnst æðislegt því áður var hann
í Noregi, sex til sjö vikur í senn, mér
fannst það of mikið.
En þegar hann er á sjó þá þarf ég
að nota allar mínar skipulagsgáfur til
að láta allt ganga upp. Um leið verður
eitthvað að gefa eftir, ég get ekki mætt
á alla fundi í Valhöll og verð að sætta
mig við það að það sé ekkert alltaf
æðislega hreint heima hjá mér,“ segir
hún og bætir því við að í raun sé henni
alveg sama.
Var barnalegur sláni
Heimilið stendur þó alltaf opið gest
um og gangandi, sem detta gjarna inn
ef þeir sjá ljós í gluggum. Svona er að
búa við Skólavörðustíginn, þar sem
stöðugur straumur er af fólki, ferða
menn draga ferðatöskurnar á eftir sér
og djammarar láta í sér heyra á leiðinni
í bæinn. Það truflar hana ekkert, enda
líklegast að hún syngi með.
Það var einmitt á djamminu sem
hún kynntist Hjálmari og það var ást
við fyrstu sýn. Frænka Áslaugar var
æskuvinkona hans og dró hann með
sér í partí til hennar. Hann var þá 24 ára
en Áslaug þrítug, „og sumum fannst
ég algjör barnaræningi,“ segir hún
og hlær. „Það var meiri munur á okk
ur þá en núna. Þegar ég skoða gaml
ar myndir sé ég hvað hann var mik
ill sláni og barnalegur, en ég var svo
ástfangin af honum að ég sá það ekki
þá. Ég man reyndar að mamma hvísl
aði því að mér þegar hún hitti hann í
fyrsta sinn – er hann svona ungur?
Hann er samt gamall í hugs
un, eins og hann sé eldri, stundum
eins og hann sé afi sinn,“ segir Ás
laug hlæjandi, „nei, ekki skrifa þetta,“
segir hún og hlær. „Hann er léttlynd
ur og skemmtilegur og sér það fyndna
í öllu.
Við kynntumst þegar ég var ný
skilin og hann hafði svo jákvæða sýn
að ég féll alveg fyrir honum.“
Auðvelt að festast
Þórkatla er komin aftur niður og er á
leiðinni út. Áslaug hjálpar henni að
búa sig af stað og í sömu mund koma
strákarnir heim. Meira að segja kisan
lætur á sér bara, kötturinn sem hefur
skipt oftar um kyn en eðlilegt getur
talist, allavega að nafninu til, og heitið
þremur nöfnum eftir því.
Þegar þær mæðgur hafa kvaðst
snýr Áslaug sér að mér og segir að
hún hafi verið sér mikil hvatning.
„Um leið og ég sé hvað það er erfitt
að vera þroskaheft stúlka skil ég hvað
vandamál mín eru léttvæg. Ég get gert
allt sem ég vil, en þegar þú stígur út
fyrir þægindahringinn teygist á sjón
deildarhringnum og það opnast á
eitthvað nýtt.
Það er mér mikilvægt því ég veit
hvað það er auðvelt að festast ein
hvers staðar. Í raun held ég að fullt af
fólki sé að gera eitthvað allt annað en
það vildi helst vera að gera af því að
það þorir ekki að taka skrefið og fara
út fyrir rammann.
En við að gera það hef ég fengið
svo margt í staðinn og uppskorið svo
mikla gleði, fyrir utan alla reynsl
una sem mér hefur áskotnast. Ég er
allavega þakklát fyrir að vera ekki
móðirin sem gaf upp alla draumana
heldur hélt áfram að ögra sjálfri mér
og reyna á mörkin.“ n
„Við tölum
til dæmis
öll við kalla og
dúkkur
„Þá er
því stillt
upp eins og
þú viljir níðast
á fátækum
Lífið fyrir vestan Í æsku fór Áslaug alltaf vestur með systur sinni til þess að vinna og
heillaðist algjörlega af lífinu þar og stórbrotnum karakterum sem hún kynntist.
Samrýmdar systur Hér eru þær Áslaug, Gabríela og Helga að mála gamla verbúð fyrir
vestan sem þær keyptu og eru að gera upp, en verbúðin stendur á snjóflóðasvæði.
Hvatningin
Áslaug er þakklát
dóttur sinni fyrir að
hafa veitt sér hvatn-
ingu til þess að láta
draumana rætast.