Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Qupperneq 54
54 Lífsstíll 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað
Hollustudrykkurinn kaffi
n Nýjar rannsóknir hrekja eldri sem sýndu fram á óhollustu kaffis
H
inn geysivinsæli drykkur
kaffi hefur haft slæmt orð á
sér undanfarin ár og jafnvel
talinn valda hjartasjúkdóm-
um, krabbameini og beinþynningu.
Nú hefur verið sýnt fram á að fyrri
rannsóknir hafi verið gallaðar þar
sem ekki var tekið tillit til ákveðinna
tengsla á milli kaffidrykkju og reyk-
inga. Þetta er haft eftir Peter Martin,
prófessor í geðlækningum og lyfja-
fræði við Vanderbilt-háskólann, á
Oprah.com. Hann bætir við að nýjar
rannsóknir sýni að það sé ekki bara
öruggt að drekka kaffi heldur sé það
beinlínis hollt. Tekin eru dæmi um
nokkrar rannsóknir.
Kaffi er uppspretta andoxunar-
efna og rannsókn sem vísinda-
menn við University of Scranton
framkvæmdu, sýndi að finna má
fleiri andoxunarefni í kaffi en víni,
súkkulaði, te, ávöxtum og grænmeti
en andoxunarefni hjálpa til við að
minnka hættuna á hjartasjúkdóm-
um og krabbameini.
Rannsókn frá 2006 sem náði til
yfir 27.000 kvenna gefur til kynna að
einn til þrír bollar af kaffi á dag geti
minnkað hættuna á hjarta- og æða-
sjúkdómum og önnur frá 2005 sem
náði til 90.000 manna í Japan sýn-
ir að kaffiunnendur eru í helmingi
minni hættu á að fá lifrarkrabba-
mein en þeir sem neyta kaffis í
minna mæli.
Eins er bent á að kaffið inni-
heldur mikið af leysanlegum trefj-
um sem getur verið ástæðan fyrir
því að rannsókn sem náði til 80.000
kvenna sýndi að þær sem drukku
meira en 4 bolla á dag voru í minni
hættu á að fá gallsteina.
Þá sýna rannsóknir að kaffidrykkja
hefur áhrif á minnið því það bætir
skammtímaminni, eiginleikann til að
einbeita sér og bætir viðbragð. n
gunnhildur@dv.is
Kaffi Það er bara alls ekki svo óhollt að
drekka kaffi daglega, að sögn vísindamanna.
Þ
að er eins og að bera í
bakkafullan lækinn að
fara ræða offituvandann
enn einu sinni. Ég má þó
til vegna umræðunnar
um þessi mál og sem mér finnst
oft á villigötum. Bæði forðast
sumir að ræða hinn raunverulega
lýðheilsuvanda sem við stöndum
frammi fyrir og einblína á málið
meira út frá útlitinu, enda feg-
urðardýrkun á mannslíkamanum
allsráðandi. Öfgarnar á milli eins
og svo oft áður. Í raun næst ekki
árangur gegn offitunni fyrr en við
látum af útlitsdýrkun, sleppum
öllu tali um átök og kúra og förum
að líta á málin út frá rökhyggju
heilsunnar.
Sextíu og fimm sjúkdómar hafa
verið tengdir offitu eingöngu, t.d.
sykursýki, efnaskiptabrenglun,
hjarta- og lungnasjúkdómar, gigt-
arsjúkdómar, ótímabærir hrörn-
unarsjúkdómar, krabbamein og
geðsjúkdómar. Allt alvarlegar
vísbendingar um hina nýju heil-
brigðisógn sem við stöndum
frammi fyrir sem þjóð. Offitufar-
aldur sem engan veginn hef-
ur náð hámarki og sem Alþjóða-
heilbrigðisstofnunin (WHO)
telur eina stærstu heilbrigðisógn
21. aldarinnar í hinum vestræna
heimi. Heimsfaraldur sem stefn-
ir í að verði heilbrigðiskerfum
flestra þjóða ofviða vegna kostn-
aðar, a.m.k. eins og við þekkjum
það best á Íslandi í dag.
Ofneysla
Flestir vita hvað gerist ef vitlaust
eldsneyti er sett á vélar. Eins er
með næringuna okkar, í of miklu
magni miðað við brennslu og
hreyfingu. Ofneysla af hvítum
sykri, ásamt fínum kolvetnum og
fitu, er aðalástæða offituvand-
ans í dag. Fáir gera sér hins vegar
grein fyrir hvaða hlutverki vöðva-
rnir þjóna sem líffæri til að stjórna
brunanum og svengdarstjórn
gegnum heilann. Góðir vöðvar
sem eru þjálfaðir með stórum og
litlum skrefum alla daga. Þannig
miklu meira en bara koma okk-
ur milli staða. Allt til að hámarka
orkunýtingu og hreyfigetu, án
óþarfa þyngdarbyrði og helst með
eldsneyti sem hentar vel til lengd-
ar. Eins og önnur sjálfbær kerfi
sem stöðugt leita leiðréttinga á
sjálfu sér, en hér með hjálp heil-
ans. Með göngu og sundi skynj-
um við síðan umhverfið mikið
betur og úr hverju við erum sköp-
uð. Allt sem gefur þá hugarró sem
þarf til að sjá samhengið í hlutun-
um, með réttum augum.
10% offitusjúklinga léttast
Í dag ná hins vegar almennt að-
eins um 10% offitusjúklinga að
léttast. Þar af helmingurinn með
einhvers konar lífsstílsbreytingu,
en hinir með hjálp lyfja og skurð-
aðgerða. Flestir, um 90%, ná ekki
að léttast þrátt fyrir oft óteljandi
kúra. En hvað er þá svona flókið
að ná árangri? Margir fara þá leið
að prófa nýju kúrana, allt eftir því
hverjir eru mest í tísku í það og
það skiptið. Sumir kúrarnir eru
sjálfsagt betri en aðrir, en fæstir
halda til lengdar, enda bara kúrar.
Kolvetnaskerti kúrinn í dag getur
þannig sjálfsagt hentað offeitum
tímabundið, til að grennast að-
eins og jafnvel til að bæta efna-
skiptin örlítið. Sá kúr breytir þó
ekki þeirri staðreynd að við verð-
um að fá góð kolvetni sem uppi-
stöðu í okkar næringu og sem
helsta orkugjafa, ekki síst börnin.
Mikil fitu- og próteininntaka er
hins vegar mjög óholl til lengdar,
fyrir æðakerfið og nýrun auk þess
að geta verið áhættuþáttur fyrir
krabbamein, t.d. í ristli.
Of feitir ættu að leita eftir hjálp
og stuðningi heilbrigðisstarfsfólks
í byrjun, því enginn er eins og
samverkandi sálrænir erfiðleikar
oft miklir. Nú er líka boðið upp á
hreyfiseðilinn í heilsugæslunni
fyrir þá sem eru verst settir. Eins
þarf oft að bæta líkamlega líðan
og einkenni fylgisjúkdómanna í
byrjun. Verkefnið er síðan lang-
tímaverkefni eins og með alla
króníska sjúkdóma. En um leið
og farið er að ganga aðeins betur
og hugarfarið orðið skýrara, verð-
ur framhaldið auðveldara. Lífs-
stílinn okkar sem virkar best fyrir
sálina. n
Lífsstíllinn,
ekki kúrinn
Vilhjálmur
Ari Arason
Af sjónarhóli
læknis
„Ofneysla af hvít-
um sykri, ásamt
fínum kolvetnum og
fitu, er aðalástæða
offituvandans í dag.
Ofneysla Sykur er
óhollur í miklu magni.
2
3
4
Styrkjum
ónæmiskerfið
fyrir veturinn
n 10 ráð til að halda heilsu í kuldanum
V
eturinn er kominn með
tilheyrandi kvefpestum
og flensum. Það er mikil-
vægt að vita hvað best er
að gera til að forðast þær
og halda ónæmiskerfinu sterku. Á
MindBodyGreen eru talin upp nokk-
ur ráð sem vert er að hafa í huga nú í
byrjun vetrar.
1 Holl fæðaÞú þarft að fá
fjölbreytta og holla
fæðu sem inni-
heldur öll helstu
næringarefnin. Þar er
átt við A-, D-, C- og E-vítamín, stein-
efni, sink og omega-3 fitusýrur. Borð-
aðu mat sem er lítið unninn, prótín
úr dýraafurðum, grænmeti, kornmeti,
hnetur og fræ.
Reyndu að sneiða hjá unnum
kjötvörum, steiktum mat, gosdrykkj-
um, unnum bökunarvörum eða vör-
um sem innihalda gervisykur. Mik-
il neysla á þessum matvælum veikir
ónæmiskerfið.
Fáðu nóg af C-vítamíni
Við fáum C-vítamín aðallega úr
ávöxtum og grænmeti en vítamínið
hjálpar til við að styrkja ónæmiskerf-
ið og viðhalda heilbrigði líkamans.
Það er mikið af vítamíninu í berjum,
sítrusávöxtum, rúsínum, papriku og
grænu grænmeti.
Notaður krydd og jurtir
Notaðu lauk, hvítlauk, engi-
fer, svört piparkorn, cayenne-pipar,
karrí og túrmerik við eldamennsk-
una. Allt þetta gefur ónæmiskerfinu
auka styrk.
Drekktu mikið vatn
Vatnið er mikilvægt sogæða-
kerfinu sem flytur hvítar blóðflögur
og aðrar ónæmiskerfisfrumur.
Eitt af því besta sem þú gerir til
að halda heilbrigðum líkama er að
vökva hann reglulega. Það má jafn-
vel gera enn betur og bæta sítrónu
út í vatnið en þannig færðu smá C-
vítamín þegar þú drekkur.
Sofðu í 7 til 8 tíma
Langvinn þreyta eykur hætt-
una á veikindum. Líkaminn nær að
endurhlaða rafhlöðurnar og styrkjast
í hvíld. Reyndu eftir fremsta megni
að fá góðan nætursvefn og sofðu í 7
til 8 tíma. Ef þörf krefur þá er einnig
gott að fá sér síðdegisblund. Líkam-
inn verður þér þakklátur.
Hleyptu góðu
bakteríunum inn
Um 80 prósent af ónæmiskerf-
inu okkar eru í meltingarveginum.
Heilbrigðir þarmar eru því lykill-
inn að sterku ónæmiskerfi. Mjólkur-
sýrugerlar eru góður gerlagróður og
halda til í allri þarmaflórunni en þá
má finna í ab-mjólk, jógúrt og súrkáli.
Reyndu að sleppa
sýklalyfjum
Lyfin eru talin hafa slæm áhrif á góðu
bakteríurnar í meltingarveginum.
Nema það sér nauðsynlegt heilsu
þinni að taka lyfin reyndu að prófa
náttúruleg lyf fyrst.
Við kvefi má drekka bolla af soðnu
vatni með sítrónu, engifer og lífrænu
hunangi. Echinacea eða sink getur
einnig hjálpað gegn flensu og hita.
Passaðu að fá nóg af C-vítamíni og
að drekka mikið vatn. Ef þú þarft að
taka sýklalyf mundu þá eftir mjólkur-
sýrugerlunum.
Hreyfðu þig
Hreyfing er ekki bara góð
leið til að komast í gott form held-
ur styrkir hún ónæmiskerfið, eyk-
ur gæði svefns og styrkir líkamann.
Ef þú átt ekki við nein vandamál að
stríða þá hefur þú enga afsökun fyr-
ir að stunda ekki líkamsrækt af ein-
hverju tagi.
Fáðu sól á
kroppinn
D-vítamínið er
mikilvægt fyrir
ónæmiskerfið en
við fáum vítamín-
ið úr sólarljósi. Þar
sem það er af skorn- um
skammti hér á landi yfir veturinn er
gott ráð að taka inn D-vítamín og
ekki gleyma lýsinu.
Slakaður á og njóttu lífsins
Langvarandi streita og þung-
lyndi veikir ofnæmiskerfið og ger-
ir okkur þar með viðkvæmari gegn
ýmsum veikindum. Það er mikilvægt
að kunna að slaka á, hlægja og eiga
góðar stundir. n
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
5
6
7
8
9
10
Hreyfing er mikilvæg
Styrkir ónæmiskerfið og eykur
gæði svefns. MyND SigtRygguR ARi