Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Side 60
60 Fólk 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað
Nýr smellur frá Eminem og Rihönnu
n Unnu síðast saman fyrir þremur árum
Þ
rjú ár eru liðin frá því að
Eminem og Rihanna gáfu út
lagið Love the Way You Lie,
sem naut vinsælda um heim
allan. Það var því kominn tími til
að endurnýja kynnin og vinna nýtt
efni. Afraksturinn er lag Eminem,
með aðstoð frá Rihönnu, og heit-
ir það The Monster. Lagið er það
fjórða sem Eminem gefur út upp
á síðkastið, en það verður á nýrri
plötu kappans sem heitir The
Marshall Mathers LP 2. Von er á
plötunni í byrjun þessa mánaðar.
Í laginu draga þau bæði það
besta fram og þykir það mjög gríp-
andi. Eminem hefur marga fjöruna
sopið á tónlistarferli sínum, enda
kappinn nýskriðinn á fimmtugs-
aldur. Þá hefur hann einnig birst
á hvíta tjaldinu þar sem helst ber
að nefna myndina 8 Mile sem sló
í gegn og vann til fjölmargra verð-
launa.
Rihanna er töluvert yngri en
Eminem, en hún er 25 ára, en
hefur þrátt fyrir það gefið út sjö
plötur. Poppgyðjan er ein sú allra
vinsælasta í heiminum og hefur
starfað með þeim færustu í brans-
anum. Frægasta lag hennar er
Umbrella sem hún söng eftir-
minnilega ásamt Jay-Z árið 2007
og lagði grunninn að frægð hennar
og frama. n
ingosig@dv.is
Tónlistarfólk í
The Simpsons
1 Michael Jackson Í þáttaröð frá árinu 1991 hitti Hómer mann
að nafni Leon Kompowsky, sem hélt
að hann væri poppgoðsögnin Michael
Jackson. Fæstir vissu hins vegar að
söngvarinn sjálfur léði karakternum rödd
sína, en Michael Jackson bað sérstaklega
um að það væri ekki tekið fram.
2 Johnny Cash Söngvarinn sem
átti hvern stórsmellinn
á fætur öðrum í gegn-
um tíðina lék geimveru-
úlf í þætti frá árinu 1997.
Geimveruúlfurinn er andlegur leiðbein-
andi Hómers og hjálpar honum síðar að
átta sig á því að Marge, eiginkona hans,
er hans sanna ást og lífsförunautur.
3 Mick Jagger Árið 2002 kom
Mick Jagger fram sem
hann sjálfur, þegar
Hómer dreymdi um
að verða rokkstjarna.
Marge kom því í kring að
eiginmaður hennar færi í fantasíubúðir
fyrir tilvonandi rokkstjörnur. Hómer kunni
svo vel við sig í búðunum að hann var
afar ósáttur þegar hann komst að því að
einungis um eina viku var að ræða.
4 U2 Írska hljóm-sveitin U2 kom
fram í þáttunum árið
1998. Hómer truflaði
tónleika hjá sveitinni
til þess að halda ræðu
en var dreginn af sviðinu
og tóku öryggisverðir U2 í lurginn á
honum. Þekktasti meðlimur sveitarinnar
er söngvarinn Bono, en hann leikur einnig
á gítar.
5 Green Day Amerísku
rokkararnir í Green
Day sungu þemalag
myndarinnar um
Hómer og fjölskyldu
hans sem kom út árið
2007. Bandið náði mikl-
um vinsældum hérlendis þegar það sendi
frá sér smellinn Boulevard of Broken
Dreams, á plötunni American Idiot, sem
seldist í bílförmum og gerði sveitina svo
þekkta að The Simpsons buðu þeim að
vinna með sér.
topp 5
Endurnýja kynnin Rapp-
arinn Eminem gefur út nýja
plötu á næstunni.
Nýr rómans hjá
Johnny Depp
Leikarinn Johnny Depp gekk
í gegnum skilnað í fyrra við
barnsmóður sína, hina frönsku
Vanessu Paradis, og hugar nú
að hlutverki fyrir kvikmyndina
London Fields sem kemur út á
næsta ári. Þar mun hann mæta
Amber Heard á hvíta tjaldinu á
ný en þau hafa áður leikið saman
í kvikmyndinni The Rum Diary.
Sögur herma að leikararnir tveir
séu farnir að hittast og rugla saman
reytum. Johnny Depp er önnum
kafinn þessa dagana og er bókaður
þrjú ár fram í tímann meðal annars
fyrir nýja Pirates of the Caribbean-
mynd og Alice in Wonderland 2.
Stjörnustælar
og samkeppni
n MTV-tónlistarhátíðin fer fram í Amsterdam í Hollandi þetta árið
Þ
ann 10. nóvember næstkom-
andi mun MTV European
Music Awards, einn stærsti
tónlistarviðburður ársins,
fara fram í Amsterdam í
Hollandi. Keppnin fagnar tuttugu ára
afmæli í ár og má búast við glæsileg-
um viðburði og munu helstu popp-
stjörnur heims í dag koma fram. Má
þar nefna The Killers, Bruno Mars,
Miley Cyrus, Robin Thicke, Katy
Perry og Kings of Leon.
Lady Gaga og Miley Cyrus
Justin Timberlake þykir sigurstrang-
legur í keppninni en hann er tilnefnd-
ur í samtals sex mismunandi flokk-
um keppninnar. Justin Bieber, Katy
Perry, Miley Cyrus, One Direction
og Taylor Swift sitja um aðalhnossið
sem er the Best Pop Award. Þá kepp-
ir Lady Gaga á móti Miley Cyrus og
Robin Thicke um besta myndbandið
en tónlistarmyndband Miley Cyr-
us við lagið Wrecking Ball þar sem
hún kemur kviknakin fram og sleik-
ir hamar eins og kynlífshjálpar tæki
hefur verið heldur umdeilt.
Jared Leto þáttastjórnandi
Einn af þáttastjórnendum og kynn-
um kvöldsins er stórleikarinn Jared
Leto en hann hefur leikið í bíómynd-
um eins og Requem for a Dream,
American Psycho og Mr. Nobody.
Jared Leto er sjálfur lunkinn tónlistar-
maður og er aðalsöngvari í hljóm-
sveit sinni Thirty Seconds to Mars.
Þá mun Will Ferrel bregða sér í
hlutverk Ron Burgu og sprella á sviði
og skemmta áhorfendum en hann
hefur verið einn eftirsóttasti gaman-
leikari í Hollywood um árabil og leik-
ið í kvikmyndum á borð við Blades of
Glory, Elf og Anchorman.
Kosning á vefnum
Keppnin fer fram með kosningu
áhorfenda og hægt er að kjósa upp-
áhaldsflytjanda sinn á heimasíðu
keppninnar á slóðinni tv.mtvema.
com. Viðburðinum verður varpað í
beinni á sjónvarpsstöðinni MTV. n
Svala Magnea Georgsdóttir
blaðamaður skrifar svala@dv.is
Lady Gaga Tilnefnd meðal annars fyrir
besta myndbandið við nýja smáskífu sína,
Applause af plötunni Artpop.
Miley Cyrus Keppir einnig um besta myndbandið en áhorf á myndband lagsins Wrecking
Ball er komið í 277 miljónir á Youtube.
Justin Timberlake Þykir sigurstrangleg-
ur í keppninni en hann er tilnefndur í sam-
tals sex mismunandi flokkum keppninnar.
Jared Leto Verður einn af kynnum kvöldsins. Hann er bæði stórleikari og söngvari í hljóm-
sveitinni Thirty Seconds to Mars.