Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Side 3
Vikublað 17.–19. desember 20134 Fréttir
Guðbjarti var sagt
upp hjá Samherja
Ein frægasta sagan í sjávarútveginum sem rammar inn eitt af vandamálum kvótakerfisins
É
g starfa ekki lengur hjá Sam-
herja,“ segir Guðbjartur Ás-
geirsson skipstjóri sem sagt
var upp hjá útgerðarris-
anum fyrr á þessu ári eftir
sautján ára starf fyrir fyrirtækið.
Guðbjartur var skipstjóri á ein-
um af verksmiðjutogurunum sem
dótturfélag Samherja gerði út frá
Kanaríeyjum til veiða við vestur-
strönd Afríku. DV hefur heimildir
fyrir því að Guðbjartur sé ósáttur
við uppsögnina hjá Samherja og
skoði nú stöðu sína. Hann vill hins
vegar ekkert ræða um málið.
Guðbjartur er þekktastur fyrir
að hafa verið skipstjóri á aflaskip-
inu Guðbjörginni, eða Guggunni,
sem gerð var út frá Ísafirði á níunda
og tíunda áratugnum í gegnum
útgerðina Hrönn hf. Guggan var
stærsta og glæsilegasta fiskiskip
sem smíðað hafði verið fyrir Ís-
lendinga þegar hún kom til lands-
ins árið 1994 og tók við af eldra
skipi sem bar sama nafn.
Kaup Samherja
Árið 1994 greiddi Hrönn hf. tvo
milljarða króna fyrir nýju Gugguna,
rúmlega 4,8 milljarða króna á nú-
virði, og bar fyrirtækið ekki þann
kostnað miðað við þær aflaheim-
ildir sem voru á skipinu. Hrönn
og Samherji unnu nokkuð saman
á þessum árum og kom Samherji
að því að útvega Guggunni kvóta.
Tveimur árum eftir að Guggan var
keypt til Ísafjarðar rann Hrönn
saman við Samherja og veiddi
Guggan á Flæmska hattinum í tvö
ár þar á eftir áður en hún var seld
til þýsks dótturfélags Samherja.
Þegar Hrönn rann inn í Sam-
herja sagði Þorsteinn Már
Baldvinsson að skipið yrði áfram
gert út frá Ísafirði en setningin
þar sem þetta kom fram er eitt
þekktasta kvót íslenskrar útgerðar-
sögu: „Guggan verður áfram gul
og gerð út frá Ísafirði.“ Þetta gekk
hins vegar ekki eftir og viður-
kenndi Þorsteinn Már að stað-
hæfingin um Gugguna hefði verið
mistök. „Aðstæður í sjávarútvegi
eru það breytilegar að það verður
að viðurkennast. Sjávarútvegurinn
er eins og sjórinn, síbreytileg-
ur.“ Þessi staðhæfing Þorsteins er
auðvitað rétt, ekki er hægt að neita
því, en þegar fyrri staðhæfingin var
sett fram þá stóð til að skipið yrði
áfram gert út frá Ísafirði.
Setningin er gjarnan notuð sem
dæmi um þær afleiðingar sem
kvótakerfið hafði á minni byggð-
ir landsins þar sem skip og kvóti
voru keypt og flutt annað með til-
heyrandi slæmum afleiðingum
fyrir bæjarfélögin.
„Ekki fréttamatur“
Guðbjartur hélt hins vegar starfi
sínu eftir sameiningu Hrannar og
Samherja og stýrði einum af tog-
urum Samherja við Afríkustrend-
ur eftir að Samherji keypti útgerð
Sjólaskipa þar árið 2007. Sam-
herji seldi hins vegar þá útgerð
til rússneska útgerðarfélagsins
Murmansk Trawl Fleet fyrr á árinu
og Guðbjartur missti vinnuna.
Hermt er að Guðbjartur sé ekki
sáttur við skilin við Samherja,
meðal annars vegna óuppgerðra
launamála. Hann vill hins vegar
ekkert ræða um starfslok sín við
DV: „Þetta er ekki fréttamatur.“ DV
hefur hins vegar heimildir fyrir
starfslokum hans hjá Samherja, og
staðfestir Guðbjartur þau sjálfur,
þó ekki vilji hann ræða þau efnis-
lega opinberlega. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
„Dómurinn er bara rangur“
Þingmaðurinn Brynjar Níelsson kemur dæmdum Kaupþingsmönnum til varnar
D
ómurinn er bara rangur.
Þetta er bara röng niður-
staða að mínu mati,“
sagði Brynjar Níelsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
í viðtali á Bylgjunni á mánudags-
morgun, þegar rætt var um nýfall-
inn dóm í Al-Thani málinu. Sagð-
ist Brynjar ekki telja að háttsemi
sakborninganna uppfyllti skilyrði
ákvæðisins sem þeir væru dæmdir
fyrir. Þá gagnrýndi hann að
málsvörn sakborninganna kæmi
ekki fram í dómnum sjálfum.
Al-Thani málið snýr að kaupum
eignarhaldsfélagsins Q-Icelandic
Finance, sem var í eigu Sheikh
Mohamed Khalifa Al-Thani, á fimm
prósenta hlut í Kaupþingi í septem-
ber 2008 fyrir hrun. Voru þeir Hreið-
ar Már Sigurðsson, fyrrverandi
forstjóri Kaupþings, Sigurður
Einarsson, fyrrverandi stjórnarfor-
maður Kaupþings, Magnús Guð-
mundsson, fyrrverandi forstjóri
Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur
Ólafsson fjárfestir ákærðir fyrir
markaðsmisnotkun, markaðssvik
og umboðssvik.
Ögmundur Jónasson, þingmaður
Vinstri grænna sem einnig var til
viðtals, tók ekki undir með Brynjari
Níelssyni og sá ekki ástæðu til að vé-
fengja niðurstöðu héraðsdóms. Þá
sagðist hann ánægður með að Ís-
lendingar hefðu dregið bankamenn
til ábyrgðar fyrir alvarleg efnahags-
brot ólíkt ýmsum öðrum ríkjum sem
hafa verið sökuð um að draga taum
fjármálaaflanna og halda hlífiskildi
yfir hvítflibbaglæpamönnum. n
ritstjorn@dv.is
Varði þá dæmdu Brynjar Níelsson segir
að niðurstaðan í Al-Thani málinu sé „röng“.
MyNd MálIð
„Guggan verður
áfram gul og
gerð út frá Ísafirði
Sagt upp störfum Guðbjartur fylgdi
Guggunni til Samherja og starfaði hjá
fyrirtækinu þar til fyrr á árinu, þegar honum
var sagt upp.MyNd BB.IS
Guggan gula Skiptstjóra
skipsins sem áður hét Guggan
og var gul, Guðbjarti Ásgeirssyni,
missti starf sitt hjá Samherja
fyrr á árinu . Ein fleygustu um-
mæli íslenskrar útgerðarsögu
runnu úr munni Þorsteins Más
Baldvinssonar um skipið.
Kennari
safnar gjöf-
um fyrir börn
„Fyrir nokkrum dögum fékk
ég hugmynd. Hálf klikkaða
hugmynd, en það hefur ekki
stoppað mig áður svo ég
leyfði mér að dvelja aðeins við
hana.“ Svona byrjar stöðuupp-
færsla ein á Fésbókinni sem
meðal annars hefur hrundið
af stað söfnun fyrir þau börn
á Suðurnesjum
sem ekki eiga
kost á því að
fá eitthvað frá
jólasveinin-
um í skóinn.
Styrmir Bark-
arson, grunn-
skólakennari í
Reykjanesbæ,
hefur hrint
af stað söfnun fyrir börn á
Suðurnesjum sem ekki eiga
kost á því að fá eitthvað frá jóla-
sveinunum í skóinn. Framtakið
hófst á stöðuuppfærslu á Face-
book. Viðbrögðin voru framar
öllum vonum en um þúsund
gjafir höfðu safnast á sunnu-
dagskvöld. „Þetta er búið að
vera að gerjast í huganum á
mér undanfarið. Ég er að kenna
í grunnskóla og hef því sjálf-
ur séð margt af því sem ég lýsi
í stöðuuppfærslunni á Fés-
bókinni […] Um daginn upp-
lifði ég það svo að nokkuð sem
manni hættir til að taka sem
einfalt mál reyndist stórmál fyr-
ir barnið sem átti í hlut því að-
stæður heima buðu ekki upp
á það. En með símtali á réttan
stað og hjálparhönd aðila utan
úr bæ var hægt að leysa vand-
ann,“ segir Styrmir og bætir við:
„Ég var bara að láta hugann
reika í tengslum við ástandið
hér á Suðurnesjum og langaði
að gera eitthvað í því.“
Hægt er að leggja verkefn-
inu lið með því að leggja inn
á reikninginn 0542-14-403565
á kennitölu 281080-4909 eða
koma með gjafir til Styrmis.
„Öllu sem þangað kemur veiti
ég í réttan farveg með hjálp
þeirra sem best til þekkja.“
Góðverk í Grindavík
„Ég var bara að láta
hugann reika.
Styrmir
Barkarson