Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Side 9
Vikublað 17.–19. desember 201310 Fréttir Þjóðkirkjan tók mið af sanngirnisbótum n Kaþólska kirkjan hafði aldrei samband n Um 50 hafa fengið hæstu bætur H alldór Þormar Halldórsson hjá sýslumanninum á Siglu­ firði stýrir bótanefnd vegna þolenda afbrota og sann­ girnisbóta. Hann segir að þær upphæðir sem kaþólska kirkj­ an greiddi þolendum ofbeldisglæpa í Landakotsskóla séu með ólíkindum. Eins og fram hefur komið kall­ aði fagráð kirkjunnar eftir kröfum frá þeim sem höfðu orðið fyrir miska af hálfu starfsmanna kirkjunnar en viðurkenndi ekki bótaskyldu nema í einu tilviki. Kirkjan ákvað engu að síður að greiða frjáls framlög sem virðast hafa verið á bilinu 82.170 til 300 þúsund króna. Til samanburðar hafa sanngirnis­ bætur verið á bilinu 150 þúsund til 6,6, milljóna, en bæturnar eru vísi­ tölutryggðar. Blaðamaður hefur óskað eftir upplýsingum um reiknilíkanið sem kaþólska kirkjan studdist við en ekki haft árangur sem erfiði. Við ákvörðun sanngirnisbóta eru hins vegar notuð miskastig á bilinu 1–100 og hámarks­ bótum er deilt í hundrað þannig að hvert miskastig gefur 66.916 krónur. Máttu ekki tjá sig Alls hafa um 740 einstaklingar fengið sanngirnisbætur frá ríkinu en á milli 40 og 50 manns hafa fengið há­ marksbætur. Þeir hafa allir, að fjórum undanskildum, verið á fleiri en einni stofnun. Hinir fjórir voru allir á Heyrnleys­ ingjaskólanum þar sem þeir voru vistaðir frá fjögurra ára aldri og fram til átján ára aldurs. „Þar var rekin svokölluð oralstefna sem fólst í því að það mátti ekki tala táknmál held­ ur áttu heyrnarlausir einstaklingar að reyna að búa til hljóð, sem aðeins lítill hluti heyrnarlausra getur gert. Afleiðingin var sú að margir nemend­ ur skólans voru illa staddir félagslega og höfðu aldrei lært, hvorki að lesa né tjá sig, þar sem þeir fengu ekki að gera það og höfðu kannski engar leiðir til þess þar sem þeir fengu aldrei að læra táknmál. Þessi stefna braut því niður alla framtíð einstaklinga. Síðan voru auðvitað framin langvinn og alvarleg kynferðisbrot innan skólans, aðallega af nemendum hans en þau voru látin afskiptalaus.“ Lélegur húsakostur á Silungapolli Lægstu sanngirnisbætur sem hafa verið greiddar eru hins vegar 150 þús­ und krónur. Þær voru greiddar til vist­ manna á Silungapolli. „Vistheimila­ nefnd fann ekkert að starfsemi heimilisins annað en að húsakostur hafi verið ófullnægjandi og að hver starfsmaður hafi kannski þurft að sjá um of mörg börn.“ Á Silungapolli voru börn vistuð frá eins og hálfs árs aldri og fram til sjö ára aldurs, þau sem voru þar lengst. Þetta voru börn sem gátu ekki verið heima hjá sér vegna heimilisaðstæðna. Í öðrum tilfellum voru börn aðeins vistuð á Silungapolli í nokkra daga. Þeir sem fengu lægstu bæturnar voru þar kannski um mánaðarskeið. „Við ákvörðun á bótum erum við bundin af niðurstöðu vistheimilanefndar að einhverju leyti. Í skýrslu vistheimila­ nefndar kom fram að á Silungapolli hafi börn ekki verið beitt kerfisbundnu ofbeldi, heldur hafi húsakostur verið lélegur, of mörg börn hafi verið á hvern starfsmann og að andrúmsloftið hafi verið vélrænt og kuldalegt. Þetta var náttúrulega stofnun.“ Þjóðkirkjan tók mið af sanngirnisbótum Halldór segir að þegar brotið hafi verið á fólki sé erfitt að meta hversu háar bætur það eigi að fá. „En þetta er ramminn sem við erum að vinna inn­ an. Ég veit ekkert hvernig kaþólska kirkjan fann þessar upphæðir út. Á sínum tíma, þegar konurnar sökuðu Ólaf Skúlason um kynferðis­ brot og fengu greiddar bætur, var haft samráð við mig. Þá sagði ég fagráði Þjóðkirkjunnar lauslega frá því hvað fólk hefði fengið í bætur og það var eitthvert mið tekið af því. Það er nokk­ uð algengt að þeir sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum á vistheimilum hafi fengið eitthvað á bilinu 3,5–6 milljón­ ir, mjög oft 4–5 milljónir.“ Við ákvörðun sanngirnisbóta segist Halldór einnig svolítið bund­ inn af miskabótum sem þolendur af­ brota fá greiddar í sinn hlut. „ Bætur til þeirra hafa verið lágar en fara hækk­ andi. Nú er farið að ákveða miska­ bætur alveg upp í þrjár milljónir fyrir alvarleg kynferðisbrot. En það er ekki algengt. Mjög lengi voru bætur fyrir kynferðisbrot ekki nema ein til tvær milljónir.“ Hefðu fengið mun hærri bætur Valgarður Bragason fékk 82.170 krón­ ur frá kaþólsku kirkjunni en hann var sjö ára þegar skólastjórinn fór að draga hann afsíðis og rúnka sér. Það gerðist nokkrum sínum. Þegar Valgarður var níu til ellefu ára fór hann tvisvar sinnum í sumarbúðir kaþólsku kirkjunnar að Riftúni og þar telur hann að sér hafi verið byrluð lyf og honum nauðgað. Síðustu önnina í skólanum sat hann í skammar krók, aðskilinn frá hinum krökkunum, án þess að tilgreind ástæða lægi þar að baki. Fljótt á litið og án þess að hafa allar forsendur til að meta það telur Hallór að ef Valgarður hefði fengið sanngirn­ isbætur frá ríkinu hefðu þær verið einhvers staðar á bilinu 3–4 milljónir og kannski aðeins rúmlega það. Þá segir hann að Ísleifur Friðriks­ son hefði líklega fengið aðeins meira, eða kannski eitthvað um 5 milljónir. Ísleifur fékk hins vegar 170 þúsund krónur frá kaþólsku kirkjunni eftir að hann lýsti því fyrir fagráðinu hvernig honum var ítrekað nauðgað af bæði skólastjóra og kennara í Landakots­ skóla í sex ár, frá sjö ára aldri. „Það skiptir auðvitað máli hvað tímabilið var langt,“ segir Halldór. „Einstakur atburður getur haft veruleg áhrif en ítrekuð og langvarandi brotastarf­ semi stuðlar að stöðugu niðurbroti einstaklings og við verðum að taka tillit til þess.“ Dýrara að fá glerbrot í andlitið Þar sem Halldór starfar einnig við að greiða bætur til þolenda afbrota þá tekur hann dæmi. „Ef ég tek bara eitt­ hvert dæmi, þá er ég með mál hérna þar sem glasi er kastað af stórfelldu gáleysi. Glasið lendir á borði og gler­ brot skýst í andlit viðkomandi. Hann fær 268 þúsund í miskabætur. Hér er líka annað mál þar sem maður og kona ryðjast inn í söluturn, hún slær hamri í afgreiðsluborðið sem brotnaði og þau krefjast þess að afgreiðslumaðurinn afhenti verð­ mæti. Fyrir þetta fær hann 200 þús­ und í miskabætur, lögmannskostn­ aður er bættur og sömuleiðis eru greiddar bætur fyrir það sem var stolið. Þetta er í sjálfu sér vægt brot þar sem ekki var ráðist að afgreiðslu­ manninum. En það er áhugavert að skoða þetta í þessu samhengi.“ n Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Þessir fengu sanngirnisbætur Sanngirnisbætur að hámarki 6,6 milljónir voru greiddar úr ríkissjóði til þeirra sem voru beittir ofbeldi eða sættu illri meðferð á eftirfarandi stofnunum: n Vistheimilið Breiðavík sem starfaði á árunum 1952–1979 n Heyrnleysingjaskólinn á árunum 1947–1992 n Vistheimilið Kumbaravogur sem starfaði á árunum 1965–1984 n Vistheimilið Reykjahlíð sem starfaði á árunum 1956-1972 n Skólaheimilið Bjarg sem starfaði á árunum 1965-1967 n Vistheimilið Silungapollur sem starfaði á árunum 1950–1969 n Heimavistaskólinn að Jaðri sem starfaði á árunum 1946–1973 n Upptökuheimili ríksins sem starfaði í Elliða- hvammi og í Kópavogi á árunum 1945–1971 n Unglingaheimili ríksins sem starfaði frá 1971–1994, á Kópavogsbraut, Sólheimum, Torfa- stöðum, Smáratúni, Efstsasundi og Tindum. Ísleifur Friðriksson Kaþólska kirkjan viðurkenndi ekki bótaskyldu gagnvart þeim sem gerðu kröfu um bætur, nema í einu tilfelli. Þess í stað bauð hún Ísleifi 170 þúsund króna frjálst framlag eftir að hann hafði lýst misnotkun prests og kennara sem stóð yfir í sex ár, frá því að hann var sjö ára. MynD SIgtryggur ArI Valgarður Bragason Kaþólska kirkjan bauð hún Valgarði 82 þúsund króna frjálst framlag eftir að hann hafði lýst misnotkun prestsins sem hófst þegar hann var sjö ára. MynD SIgtryggur ArI Sigrún Pálína Ingvars­ dóttir Þjóðkirkjan greiddi þremur konum sanngirnis- bætur vegna kynferðisbrota af hálfu Ólafs Skúlasonar biskups. Þeirra á meðal var Sigrún Pálína sem sakaði biskupinn um nauðgun. Bæturnar námu fimm millj- ónum króna en auk þeirra fékk hún útlagðan kostnað vegna málsins greiddan. „Það er nokkuð algengt að þeir sem hafa orðið fyrir kyn- ferðisbrotum á vistheim- ilum hafi fengið eitthvað á bilinu 3,5–6 milljónir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.