Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 10
Fréttir 11Vikublað 17.–19. desember 2013 Ljósmæður gegn lýtaaðgerðum n Ljósmæður vilja lög sem banna umskurð kvenna n Skapar sýkingarhættu S kilgreining Alþjóðaheilbrigð- isstofnunar á umskurði er með þeim hætti að nokkrar tegundir fegrunaraðgerða á kynfærum íslenskra kvenna falla undir hana. Þá helst aðgerðir á leggöngum þar sem þau eru þrengd og skapabörmum sem eru skornir til,“ segir Áslaug Íris Valsdóttir, for- maður Ljósmæðrafélags Íslands. „Það er með ólíkindum að slíkar aðgerðir séu gerðar á Íslandi. Þær stofna heilsu og öryggi kvenna í hættu og eru algerlega óþarfar. Allar aðgerðir eru áhættusamar og að skera í heilbrigðan vef er óábyrgt og fáránlegt.“ Makar gera kröfur um þrengri leggöng Ljósmæður hafa tekið eftir nokkrum tilfellum á Íslandi þar sem konur hafa ákveðið að þrengja leggöng sín til þess að standast kröfur karlmanna um kynlíf. Þrengri leggöng skili körl- um meiri örvun. Áslaug Hauksdóttir er ein þeirra ljósmæðra sem hafa haft miklar áhyggjur af þróun mála hvað varðar lýtalækningar á Íslandi. Hún segist vita til þess að makar kvenna þrýsti á þær að fara í aðgerðir sem þess- ar. Þeim þyki leggöngin of víð eft- ir fæðingu og hafi áhyggjur af því að kynlíf þeirra líði fyrir þessa breytingu á líkama barnsmæðra sinna. Áslaug vill einnig sérstaklega benda á þá sýkingarhættu sem konur eiga yfir höfði sér fari þær í slíkar, óþarfa að- gerðir. „Mér finnst eins og það vanti algjörlega allt um aukaverkanir eins og til dæmis blæðingar, sýkingar og fleira í kjölfarið á því sem getur gerst við allar aðgerðir. Lausungin í þess- um málum hér á landi stofnar heilsu og öryggi kvenna í hættu.“ Hættuleg þróun Undir þetta tekur Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðingar- og kven- sjúkdómalæknir. Hún hefur fjallað um mikla fjölgun lýtaaðgerða á kynfær- um kvenna og veltir upp spurningum varðandi hvort þörfin fyrir aðgerðirn- ar sé líkamleg eða andleg og hversu raunveruleg hún sé. á ráðstefnu um aðgerðir sem þessar sagði hún klám- væðing og útlitsdýrkun hafa leitt til hættulegrar þróunar, ekki síst varð- andi kynheilbrigði kvenna. Samfé- lagið allt, stjórnvöld, heilbrigðis- og menntakerfi og foreldrar, þurfi að spyrna við fótum og berjast gegn því að kynfæri kvenna séu limlest, en að- gerðir á kynfærum kvenna hafa færst mjög í vöxt á síðustu árum. „Sérstak- lega hefur fjölgað aðgerðum þar sem innri skapabarmar kvenna eru skornir og styttir,“ sagði Ebba. Leggöngin mótuð eins og bárujárn Ljósmæður og fæðingarlæknar víða um heim hafa sérstakar áhyggjur af aðgerðum þar sem leggöng kvenna eru þrengd. Aðgerðirnar verða sí- fellt fjölbreyttari og Áslaug Hauks- dóttir nefnir framúrstefnulegar að- gerðir lýtalækna í Rússlandi. „Ef ekki verður farið að fræða almenning um þessar aðgerðir, þá verður bara geng- ið lengra. Ég heyrði um daginn að Rússar séu orðnir ansi duglegir, þeir þrengja leggöng og reyna að hafa þau svolítið hrjúf eða svona eins og báru- járn þannig að það sé notalegra fyrir karlinn. Hef þessa sögu frá fæðingar- lækni. Mér finnst þetta allt gert í því augnamiði að halda konum á mott- unni og ala á minnimáttarkennd.“ Umræða um aðgerðir á kynfærum, þá sérstaklega skapa- börmum kvenna, hefur verið mikil undanfarið. Einn þeirra lýtalækna sem hafa gert aðgerðir á skapabörmum kvenna er Ágúst Birgisson. Áslaug Hauks- dóttir gagnrýnir harðlega málflutn- ing hans um aðgerðir á kynfærum kvenna í viðtölum við Stöð 2 og mbl. is og samanburð hans á þessum að- gerðum við aðgerðir á forhúð karla. „Í viðtalinu við Ágúst kom fram að konur fyndu fyrir óþægindum frá ytri burðarbörmum, að þær gætu ekki hjólað eða farið á hestbak, ekki hlaupið og gætu ekki verið í þröng- um buxum. Ég hélt fyrst að hann væri að tala um stór kynfæri karla, en svo kom nú annað í ljós. Ég fór líka að velta fyr- ir mér hvort vaxtarlag kvenna hefði stökkbreyst en svo er ekki. Karlar kvarta ekki og vilja ekki láta snerta við sínum líffærum og líta á þetta allt sem algjört djásn. Konum er talin trú um að þær séu illa hannaðar og ekki nógu fallegar og það verði alltaf að vera að laga eitthvað hjá þeim. Það sem sló mig hvað mest er að Ágúst nefndi að mæður eru að koma með dætur sínar í aðgerðir. Það er hreint og klárt barnaverndarmál. Brjósta- aðgerðirnar eru virkilega vel búnar að festa sig í sessi, svo nú er komið að kynfærum kvenna. Lýtalæknarnir verða að hafa nóg að gera,“ segir Ás- laug sem ber þeim ekki góða söguna. Hún hefur samanburðinn því hún hefur unnið sem ljósmóðir í öðr- um löndum og tekið á móti börnum kvenna sem hafa verið illilega um- skornar. Framkvæma umskurði í skjóli menntunar „Ég hef tekið á móti börnum hjá kon- um, frá Afríku, sem eru umskorn- ar og eftir fyrsta skiptið sem ég gerði það leið mér svo illa að ég svaf ekki í nokkurn tíma. Umskurður er greind- ur í fjögur stig eftir því hve mikið er tekið í burtu af kynfærum konunn- ar. Það sem lýtalæknar eru að gera hér á landi er að þeir eru að fremja annarrar gráðu umskurð í einhverj- um tilfellum. Við Vestur landabúar höfum hneykslast og fordæmt þessa eyðileggingu á eðlilegum líffærum kvenna í Afríku og víðar. Lýtalæknar framkvæma þessar aðgerðir í skjóli menntunar sinnar. Ég held ég megi segja að umskurður kenna sé bann- aður með lögum hér á Íslandi eins og í nágrannalöndum okkar. Ef svo er ekki þá verður að skora á Alþingi að tryggja öryggi kvenna hér á landi og banna umskurð alfarið.“ Varhugaverðar aðgerðir Ljósmæður sem blaðamaður ræddi við eru allar sammála um að það þurfi sérstakt sjálfstyrkingar- og fræðsluátak í þessum efnum. „Það þarf mikið átak í þessum efnum, konur þurfa að vita hvaða áhættu þær eru að taka. Aðgerðir á kynfærum kvenna í fegrunarskyni geta verið varhugaverðar. Mikið af taugaendum og kirtlum er í skapa- börmum sem eiga sinn þátt í eðlilegri skynjun og kyn svörun. Nokkur hætta er á sýkingum og blæðingum í kjölfar slíkra aðgerða,“ segir Áslaug Íris. Skortur á upplýsingum Stalla hennar og nafna, Áslaug Hauksdóttir, segir að auki lítið um upplýsingar um aðrar aðgerðir sem eru framkvæmdar. Lýtalæknar beri fyrir sig lög um persónuvernd og með því stofni þeir heilsu kvenna í hættu. Upplýsinga sé þörf um fjölda og eðli aðgerða til þess að hægt sé að rann- saka áhættu eða ávinning. „Þá er lítið fjallað um aðrar aðgerðir sem gerðar eru í kringum kynfæri og endaþarm og tengjast klámiðnaði. Til að mynda hvíttingu á húð í kringum kynfæri. Þessar aðgerðir eru framkvæmdar og fróðlegt væri að vita hvaða efni eru notuð við það. Hvort einhver eitur- efni eru notuð sem síðan fara út í blóðrásina?“ n Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is „Konur þurfa að vita hvaða áhættu þær eru að taka Embætti Land- læknis fær engar upplýsingar Lýtalæknar þurfa að skila sjúkraskrám um aðgerðir sem þeir framkvæma. Þetta telur Geir Gunnlaugsson landlæknir skýrt í lögum. Deilur um afhendingu upplýsinga frá lýtalæknum til embættis landlæknis hafa staðið yfir frá því PIP- brjóstapúðamálið svokallaða kom upp, en fyrirtækið sem framleiddi púðana notaði iðnaðarsílikon í þá. „Það er erfitt að fylgja eftir málum kvenna og fylgjast með þróun í aðgerð- um, fjölda þeirra og eðli,“ segir Geir. „Embætti landlæknis fær engar upplýsingar og því er erfitt að standa að rannsóknum eða fræðslu hvað varðar heilsufarsleg málefni kvennanna,“ segir hann enn fremur. Þá skilaði Persónuvernd inn ályktun á sínum tíma þar sem kom fram að landlæknir ætti ekki að fá að safna í sérgrunn fyrir brjóstaaðgerðir. „Það eru til lög um landlækni og lýð- heilsu og þar kemur skýrt fram lögboðin skylda embættis landlæknis til að safna heilbrigðisskrám í þeim tilgangi að fylgj- ast með heilsufari þjóðarinnar og gæðum heilbrigðisþjónustu,“ segir Guðrún. „Þetta hefur verið vandamál, við höfum okkar lögboðnu skyldu til að halda þessar heilbrigðisskrár og kalla eftir gögnum frá heilbrigðisþjónustunni og almennt eru læknar að skila upplýs- ingunum, en lýtalæknar skera sig úr í þessum efnum,“ bætir Guðrún við. Skilgreining Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skil- greinir umskurð kvenna sem allar óþarfa aðgerðir á kynfærum kvenna. Skilgrein- ingin er í þremur flokkum. Í flokk 1 fellur umskurður þar sem hluti af skapa- börmum er tekinn í burtu. Í flokk 2 falla aðgerðir þar sem snípurinn er skorinn til og innri og /eða ytri skapabarmar teknir. Í flokki 3 eru alvarlegustu umskurðirnir, þar er snípur fjarlægður og skapabarmar fjarlægðir, bæði innri og ytri. Konur þurfa fræðslu Ljós- mæður sem blaðamaður DV ræddi við vilja aukna fræðslu til kvenna um afleiðingar óþarfa aðgerða á líkama kvenna. Mynd ReuteRS Lausung í málum kvenna „Mér finnst eins og það vanti algjörlega allt um aukaverkanir eins og til dæmis blæðingar, sýkingar og fleira í kjölfarið á því sem getur gerst við allar aðgerðir. Lausungin í þessum málum hér á landi stofnar heilsu og öryggi kvenna í hættu.“ Mynd SiGtRyGGuR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.