Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Síða 16
Vikublað 17.–19. desember 2013 Fréttir Erlent 17 Kominn heim eftir óhugnanlega árás n Augun voru plokkuð úr Guo Bin n Fékk fullkomin gerviaugu S ex ára kínverskur drengur, Guo Bin, sem missti bæði augun í skelfilegri árás í borginni Shenzhen í ágúst síðastliðnum kom heim af sjúkrahúsi í síðustu viku. Málið vakti talsverða athygli þegar það kom upp enda var árásin sérlega hrottafengin. Augu drengsins voru plokkuð úr honum og í seinni hluta nóv- embermánaðar voru gervi- augu sett í drenginn. Fullkomin gerviaugu Í kveðjuathöfn sem haldin var á sjúkrahúsinu í Shenzhen, í suðurhluta Kína, í síðustu viku dansaði Bin og þakkaði fjöl- skylda hans læknum fyrir að- hlynninguna sem hann fékk á sjúkrahúsinu. Gerviaugun sem grædd voru í hann eru ein þau fullkomnustu sem til eru. Hann getur hreyft þau og blikkað þeim og við fyrstu sýn lítur Guo Bin út eins og ungur drengur með eðlilega sjón. Eðli málsins sam- kvæmt er Bin þó blindur og þarf að lifa með því það sem eftir er. Hver framdi ódæðið? Það mun líklega aldrei koma fyllilega í ljós hver framdi ódæðið en grunur féll þó fljótlega á frænku Bins, Zhang Huiying, eftir að blóð úr drengnum fannst í fötum hennar. En hvers vegna hún hefði átt að ráðast með svo heift- arlegum hætti á barnungan frænda sinn veit enginn. Nokkrum dögum eftir árásina framdi hún sjálfsvíg með því að stökkva ofan í brunn. Foreldr- ar Bins efast um að frænka hans hafi verið að verki þar sem Bin hafi sjálf- ur sagt að konan sem plokkaði augun úr honum hefði talað með öðruvísi hreim en heimamenn í Shenzhen gera, það bendi til þess að frænka hans hafi ekki verið að verki. Allur að koma til Eftir að málið kom upp grunaði lög- reglu jafnvel að líffæraþjófar hefðu framið verknaðinn og ásælst horn- himnurnar í augum Bins. Við rann- sókn á augunum, sem fundust á vett- vangi ódæðisverksins, kom þó í ljós að ekki var búið að fjarlægja horn- himnurnar. Enn sem komið er liggur enginn undir grun. Bin er þó kominn til síns heima og eru foreldrar hans þakklátir fyrir það. „Hann hefur að- lagast ágætlega og er allur að koma til,“ sagði móðir hans, Wang Wenli, í kveðjuathöfninni og þakkaði starfs- fólki sjúkrahússins kærlega fyrir um- önnun sonarins. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Góð umönnun Guo Bin hefur dvalið á sjúkrahúsi síðan í ágúst.  Byggja íþróttahöll Verkamenn að störfum við Arena Amazonia- íþróttahöllina í Brasilíu. Undirbúningur fyrir HM í í fótbolta í Brasilíu stendur yfir og áföllin hafa verið mörg. Tveir verkamenn létust í síðustu viku við störf sín við íþróttahöllina. Annar þeirra hrapaði niður af sama þaki og sést hér á myndinni, en hinn fékk hjartaáfall sem fjöl- skylda hans telur að hafi tengst miklu álagi sem hann hefur mátt sæta vegna framkvæmd- anna. Í nóvember létust tveir verkamenn þegar byggingarkrani hrundi.  Heiðraður sérstaklega Leikarinn Peter O‘Toole lést aðfaranótt sunnudags. Hann hafði barist við erfið veikindi um nokkra hríð. Hann sést hér á mynd með leikkonunni Meryl Streep. Myndin er raunar frá 2003, en þá var O‘Toole heiðraður fyrir ævistarf sitt í þágu kvikmynda. Hann hafði átta sinnum verið til- nefndur til óskarsverð- launa en hreppti þau þó aldrei, ekki fyrr en hann var heiðraður sérstaklega. Þekktasta hlutverk O‘Toole er án efa í Lawrence of Arabia frá árinu 1962.  Mótmæli í Úkraínu Mótmælin í Kíev á sunnudag vöktu mikla athygli, en þúsundir Úkraníumanna mótmæltu forseta landsins, Viktor Yanukovich. Stór hluti mót- mælenda vill frekara samstarf við Evrópusambandið og óttast að Yanukovich muni slíta öllu veigamiklu samstarfi, sérstaklega eftir að fríverslunarsamningur við sambandið fór út um þúfur. Mótmælin hafa staðið frá 21. nóvember og enn bætist í hópinn.  Biðja fyrir Claire Claire Davis, sautján ára nemandi við skólann í Cen- tennial í Colarado, er enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að samnemandi hennar hóf skothríð í skólanum á föstudag. Claire var eini nemandinn sem særðist, en hún hlaut alvarlega áverka á höfði. Á myndinni sést samnemandi hennar biðja fyrir framan reit sem komið hefur verið upp. Við hlið hans má sjá blómvendi og bangsa, en á girðinguna hefur verið skrifað: Biðjum fyrir Claire. Árásarmaðurinn sem særði Claire heitir Karl Halverson Pierson. Hann er átján ára og mun hafa verið ósáttur við ræðuþjálfara skólans sem leyfði honum ekki að taka þátt í kappræðum. Karl var með talsvert af vopnum með sér, byssur og molotov-kokteil. Skotárásin vakti sérstakan óhug, enda aðeins ár liðið á laugardag frá skotárásinni í Sandy Hook þar sem 26 börn og fullorðnir féllu fyrir hendi óðs byssumanns. Kveðjuveisla Guo Bin kvaddi starfsfólk sjúkrahússins í Shenzhen í síðustu viku. Með mömmu Wang Wenli, móðir Guo Bin, segir að sonur hennar sé allur að koma til. G L U G G A G Æ G I R Í S L E N S K H Ö N N U N O G R I T S N I L L D Í Þ Á G U F A T L A Ð R A B A R N A O G U N G M E N N A Gluggagægir í túlkun Sigga Eggerts og Vilborgar Dagbjartsdóttur fæst hjá okkur 5. - 19. desember. Casa - Skeifunni og Kringlunni • Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð • Kokka - Laugavegi • Kraum - Aðalstræti • Módern - Hlíðarsmára Líf og list - Smáralind • Þjóðminjasafnið - Suðurgötu • Around Iceland - Laugavegi • Hafnarborg - Hafnarfirði • Blómaval - Allt land Blóma og gjafabúðin - Sauðárkróki • Póley - Vestmannaeyjum • Valrós - Akureyri www.jolaoroinn. is STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.