Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Síða 17
Vikublað 17.–19. desember 201318 Fréttir Erlent Guantanamo voru mistök Bandarískur hershöfðingi sem opnaði búðirnar hefur efasemdir B andaríkjamenn gerðu stór mistök þegar þeir ákváðu að byggja fangabúðir í Guantanamo-flóa á Kúbu árið 2002. Aldrei hefði átt að ráðast í framkvæmdina. Þetta segir enginn annar en Michael Lehnert, hers- höfðinginn sem hafði veg og vanda að opnun fangabúðanna á sínum tíma. Þetta segir Lehnert í greint sem birtist í Detroit Free Press fyrir helgi. Í þessari viku mun bandaríska þing- ið ræða framtíð Guantanmo-fanga- búðanna og hvort mögulegt sé að loka þeim. „Fljótlega eftir að búðirnar voru opnaðar varð ég sannfærður um að margir fanganna hefðu aldrei átt að koma þangað. Þeir virtust hafa yfir litlum upplýsingum að búa og sömuleiðis var lítið sem tengdi þá við hryðjuverk eða stríðsglæpi. Enn þann dag í dag er staðan þannig hvað marga, ef ekki flesta, fanga varðar í búðunum,“ segir Lehnert í greininni. Lehnert, sem var yfirmaður fangabúðanna, skipulagði byggingu fyrstu fangaklefanna í Guantanamo. Hann og undirmenn hans fengu fjóra sólarhringa til að byggja hund- rað klefa og sjö dögum síðar komu fyrstu 20 fangarnir. Frá stofnun búð- anna hefur 779 manns verið haldið þar föngnum en í dag eru þeir 162. Lehnert er þeirrar skoðunar að Guantamo hafi valdið Bandaríkjun- um meiri skaða en gert þeim gott. Á Lehnert þar meðal annars við al- menningsálitið en Bandaríkjamenn hafa verið gagnrýndir vegna slæmrar meðferðar á föngum. Þar hefur föng- um verið haldið allt að því án dóms og laga og þeir mátt þola pyntingar. Lehnert segir að þegar hann starf- aði í Guantanamo hafi hann lagt áherslu á að fangar fengju mannúð- lega meðferð. Yngri fangaverðir hafi verið undrandi á því og sagt að hryðjuverkamennirnir í fangabúðun- um myndu ekki koma svona vel fram við Bandaríkjamenn. „Ég sagði við þá að ef við komum fram við þá eins og þeir við okkur, þá verðum við þeir. Ég tel að nú sé rétti tíminn til að loka Guantanamo. Yfir vofandi brotthvarf okkar frá Afganistan yrði fullkomið tækifæri til að loka búðunum.“ n einar@dv.is Efast Michael Lehnert var yfirmaður fangabúðanna í Guantanmo-flóa. Nístandi sorg í Sandy Hook „Þetta er raunveruleikinn sem við þurfum að lifa með,“ segir Patricia Llondra í Newton. F yrir utan slökkvistöðina í Sandy Hook í Newtown í Conneticut hefur verið kom- ið fyrir 26 bronsstjörnum. Stjörnurnar sitja á þaki stöðvarinnar, ein stjarna fyrir hvert barnanna og kennarana sem létu- st í skotárásinni á skólann í bænum þann 14. desember 2012. Í mörg- um húsum logar eitt kerti í glugga til að minnast atburðanna, en á laugardag var liðið ár frá árásinni. Bæjarbúarnir hafa frábeðið sér fjöl- miðlaathygli þennan dag og vilja fá að eiga við hann í ró og næði. Þó bæjarstæðið sé eins, er þó allt breytt á meðal íbúanna. Sorgin liggur þungt á íbúunum nú ári síðar, og skyldi engan undra. Sex kennarar féllu í árásinni og 20 börn þau elstu sjö ára, þau yngstu ný orðin sex. Myrti móður sína Að morgni 14. desember 2012 fór Adam Lanza í grunnskólann í Sandy Hook, með sjálfvirkan riffil. Hann ógnaði nemendum og kennurum og skaut 26 þeirra til bana. Áður en Lanza fór að skólanum þennan örlagaríka dag, myrti hann móður sína á sameiginlegu heimili þeirra. Enginn veit hvað honum gekk til, en ljóst er að árásin var skipulögð í þaula. Árásinni lauk þegar hann beindi byssunni að sjálfum sér og hleypti af. Skipulagt, en ástæðulaust Margt er enn á huldu um árásina. Þó er ljóst að Adam Lanza, sem var tvítugur, var mjög félagslega ein- angraður. Hann bjó með móður sinni í um átta kílómetra fjarlægð frá skólanum, þar sem hann sjálfur hafði stundað nám. Hann hafði verið greindur með Asperger-heilkenni þegar hann var sex ára, átti enga vini og gekk illa í skóla þrátt fyrir að vera vel gefinn. Daglegur raunveruleiki Athygli fjölmiðla hefur einnig reynst bænum erfið. Þegar sorgarferlið hófst hjá bæjarbúum reyndist erfitt að fóta sig þar sem ágangur fjöl- miðlamanna var stöðugur. Athygli heimspressunnar beindist að Sandy Hook. „Fyrir okkur var þetta ekki at- burður. Þetta er raunveruleikinn sem við þurfum að lifa með,“ segir Patricia Llondra, embættismaður í Newtown. Til að reyna að draga úr athyglinni var ákveðið að halda ekki minningarathöfn á laugardaginn en reyna frekar að umvefja þá sem eiga um sárt að binda í bænum með um- hyggju og samúð. Í stað minningar- athafnar var kveikt á ljósum á jólatré í miðbænum um miðja síðustu viku. Börnin eiga erfitt Fyrir flesta er lífið farið að ganga sinn vanagang. Í Sandy Hook eru bæjar- búar byrjaðir að undirbúa jólahá- tíðina. En það er ekki bara fullorðna fólkið sem glímir við sorg og erfið- leika. Skólafélagar þeirra sem létust í árásinni – einnig systkini, nemendur og börn sem misstu foreldri, félaga eða kennara – eiga einnig erfitt. Sum- ir þeirra eiga erfitt með svefn og þurfa að fá að sofa á milli foreldra sinna, önnur þora ekki út úr húsi án þess að vera með einhverjum fullorðnum. Geta ekki breytt fortíðinni, bara framtíðinni „Við getum engu breytt um hvað gerist, en við getum stýrt því hvernig við bregðumst við,“ segir Llondra. Í staðinn fyrir að hugsa um missinn vilja bæjarbúar minnast þeirra sem féllu á uppbyggilegan hátt. Margir hafa tekið að sér að stofna góð- gerðafélög eða styrktarfélög í nafni þeirra sem féllu. Mikið hefur ver- ið lagt upp úr fræðslu um byssu- eign og ofbeldisverk framin með skotvopnum. Llondra segir bæjar- búa ætla að bregðast við og vekja athygli á hættu vegna skotvopna, og hafa þegar verið lögð drög að slíkum herferðum. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Saman í sorginni Mikil áhersla er lögð á að bæjarbúar vinni saman úr sorginni. MynDir rEutErS Minning Í stað minningarathafnar kveiktu bæjarbúar saman á ljósum á jólatré í síðustu viku. Breyta framtíðinni Patricia Llondra seg- ir að bæjarbúar vilji í forvarnarskyni vekja athygli á byssueign og ofbeldisverkum þar sem byssur koma við sögu. „Við getum engu breytt um hvað gerist, en við getum stýrt því hvernig við bregðumst við Fórnarlömbin mega ekki gleymast Faðir ungrar konu sem var nauðgað af hópi karlmanna í strætisvagni í Nýju-Delí á Ind- landi í fyrra segir að aldrei megi gleyma fórnarlömbum kynferðis- ofbeldis. Konan var 23 ára þegar hún lést af sárum sem hún hlaut við árásina. Faðir hennar seg- ir mikilvægt að tryggja öryggi kvenna og gæta þess að slíkt of- beldi gleymist aldrei. Andlát ungu konunnar vakti heims- athygli í fyrra og vöknuðu spurn- ingar um öryggi kvenna á Ind- landi. Konan var á leið heim í strætó eftir bíóferð með vini sín- um. Mennirnir réðust á konuna og beittu hana skelfilegu ofbeldi, meðal annars með járnstöng. Vin hennar beittu þeir einnig ofbeldi, ógnuðu og hræddu svo hann gat ekki komið henni til bjargar. Konan lést tæpum tveimur vik- um síðar. Hönd grædd á ökkla Læknar græddu hönd kínversks karlmanns á ökkla hans til að reyna að halda höndinni lifandi til að festa hana síðar á réttan stað. Maðurinn, Xiao Wei, missti hægri hönd sína í alvarlegu vinnuslysi í nóvember. Höndin festist í vinnuvél og þurftu sam- starfsmenn Wei að ná honum, og henni, úr vélinni. Hann var færð- ur á sjúkrahús þar sem læknar reyndu að bjarga höndinni, en ekki var hægt að gera það sam- stundis. Hún var því grædd á ökkla hans. Nú, mánuði síðar, hafa læknar sett höndina á sinn stað, en margar aðgerðir þarf til viðbótar svo að hann nái fullri hreyfigetu á ný. Rýmdu Harvard Harvard-háskólinn í Boston rýmdi á mánudag fjórar byggingar skól- ans vegna sprengjuhótunar. Til að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks var ákveðið að rýma byggingarnar og taka enga áhættu. Á heimasíðu skólans var birt til- kynning, sem og á Twitter. Loka- próf eru haldin í háskólanum um þessar mundir. Þegar rýmingin hófst höfðu sprengjur ekki sprung- ið, en óljósar fréttir af því að sprengiefni væri í að finna í skól- anum höfðu borist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.