Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Qupperneq 29
Vikublað 17.–19. desember 201336 Fólk Dópuð á verðlaunahátíðum Leikkonan Susan Sarandon opinská í sjónvarpsþætti Andy Cohen L eikkonan reynda, Susan Sar- andon, sagði í viðtali við bandaríska sjónvarpsþáttinn Watch What Happens Live að hún hafi yfirleitt verið undir áhrif- um eiturlyfja á verðlaunahátíðum. Susan segist þó aldrei hafa verið á eiturlyfjum á Óskarsverðlaunahá- tíðinni sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Þáttastjórnandinn Andy Cohen reið á vaðið með því að spyrja hana út í orðróm þess efnis að hún hafi í eitt skipti mætt undir áhrifum eit- urlyfja á hátíð í Hollywood. Susan skammaðist sín ekkert fyrir að viðurkenna eiturlyfjaneyslu sína og hló að spurningu Andy. Þessi 67 ára leikkona hefur leik- ið í 123 kvikmyndum á 44 ára ferli sínum sem er ótrúlegt afrek. Susan er frægust fyrir leik sinn í myndun- um Bull Durham (1988), The Rocky Horror Picture Show (1975) og Thelma and Lousie (1991). Sarandon hefur unnið til fjölda verðlauna á stórglæsilegum ferli sínum í gegnum tíðina, þar af átta Golden Globes-verðlauna og fjögurra Emmy-verðlauna. n ingosig@dv.is Notar eiturlyf … … og leynir því ekki. Í gamla daga Susan hefur alltaf þótt bráðmyndarleg. Fölsk Katy í beinni Aðdáendur Katy Perry urðu fyrir miklum vonbrigðum með hana þegar hún tróð upp í The X Factor síðastliðið sunnudagskvöld. Katy Perry þótti fölsk og var fyrirferðar- mikill búningur hennar ekki til þess að létta henni verkið. „Hvaða númer þarf maður að hringja í til þess að hún hætti?“ skrifaði með- al annars einn á Twitter-aðgang sinn. Þátturinn var í beinni út- sendingu og voru mun fleiri sem tjáðu sig á veraldarvefnum um lé- lega frammistöðu söngkonunnar, sem er alla jafna þekkt fyrir fallega rödd. L eikarinn Peter O'Toole, sem skaust upp á stjörnuhim- ininn með hlutverki sínu í kvikmyndinni Lawrence of Arabia, lést á laugardaginn síðastliðinn, 81 árs að aldri. Peter fæddist á Írlandi en bjó lengst af í London. Hann varð heims- frægur eftir frumsýningu kvik- myndarinnar Lawrence of Arabia árið 1962 þar sem hann fór með aðalhlut- verkið. Blá augu hans og ljósir lokkar heilluðu áhorfendur upp úr skónum og Peter gerði breska herforingjann sem aðstoðaði Araba í viðnáminu gegn veldi Ottómana ódauðlegan. Skrímslið Heimsfrægðina átti Peter erfitt með að höndla. Villt hegðun hans utan kvikmyndaversins fór í taugarnar á framleiðandanum Sam Spiegel. Spiegel, sem hafði vonast eftir því að ráða Marlon Brando í hlutverkið, sá ekki eftir ákvörðun sinni en sagði um Peter: „Þú býrð til stjörnu, og þú býrð til skrímsli.“ Hápunktur ferils O'Toole var á sjöunda áratugnum í kjölfar Arabíu Lárens. Hann lék aðalhlutverk í Becket, The Lion in Winter, Goodbye Mr. Chips og The Ruling Class á með- al fjölmargra annarra hlutverka. Við dauðans dyr á unga aldri Villtu líferni Peters lauk eftir að hann var við dauðans dyr árið 1978. Þá greindist hann með magakrabba- mein og hann varð að hætta að drekka og taka upp heilbrigðari og rólegri lífsstíl. Hann fékk að njóta lengri ævi en útlit var fyrir þrátt fyrir að hann stríddi við langvinn og erfið veikindi síðustu ár. Hann var illa farinn á líkama þegar hann tilkynnti á síðasta ári að hann væri hættur að leika. Hann sagði við það tækifæri að leiklistin hefði auðg- að líf sitt bæði tilfinningalega og fjár- hagslega. Hann hefði kynnst mörgu góðu fólki og deilt með því vonbrigð- um og velgengni. Hann gerði þó eina undantekningu og tók að sér hlutverk í mynd um Katherine í Alexandríu. Myndin verður sýnd á næsta ári. Eins og frægt er þá fékk Peter átta tilnefningar til óskarsverðlauna á ævi sinni og vann aldrei. „Alltaf brúðar- mær, aldrei brúður,“ sagði Peter eitt sinn vegna þessa. Hann var hins vegar heiðraður fyrir ævistarf sitt árið 2003. Hann lætur eftir sig tvær dætur, Pat og Kate, sem hann átti með leikkonunni Siân Phillips, og soninn Lorcan, sem hann átti með Karen Brown, segir í frétt Guardian um and- lát leikarans. Peter var goðsögn í lifanda lífi. Svo mikil að Ridley Scott, leikstjóri Prometheus, notaði hann sem fyrir- mynd vélmennisins Davids, sem Michael Fassbender lék. Í byrj- un myndarinnar má sjá David eyða löngum stundum í að fylgjast með Arabíu Lárens og herma eftir honum látbragð og útlit. n kristjana@dv.is Bláeyga goðsögnin n Peter O'Toole var goðsögn n „Þú býrð til stjörnu, og þú býrð til skrímsli“ Farsæll Peter var við dauðans dyr á yngri árum vegna drykkju og ólifnað- ar en sneri lífi sínu við. Hann lést 81 ára gamall. Arabíu Lárens Peter heillaði í hlutverki breska herforingjans sem kom Aröbum til hjálpar. Goðsögn Leikstjórinn Ridley Scott notaði Peter sem fyrirmynd þegar hann leikstýrði Michael Fass- binder í hlutverki vélmennis í Prometheus. „Alltaf brúðar- mær, aldrei brúður. Best launuðu pörin 1 Beyoncé og Jay Z Efst trónir ofurparið með samanlagt 95 milljóna dollara tekjur samkvæmt tekju- lista Forbes. Beyoncé þénaði meira en eiginmaðurinn eða 11 milljónum dollara meira og er það að mestu að þakka Mrs. Carter-tónleikaferðalaginu hennar. 2 Tom Brady and Gisele Bündchen Í öðru sæti eru fyrirsætan Gisele Bündchen og Tom Brady leikstjórnandi Pat- riots. Gisele er hæst launaða fyrirsæta heims og Tom fær vel borgað fyrir sitt starf hjá New England Patriots. 3 Brad Pitt and Angelina Jolie Tvær stærstu stórstjörnur heimsins, Hollywood-parið Angelina og Brad eða Brangelina eins og þau eru gjarnan kölluð, eru í þriðja sæti yfir tekjuhæstu pörin með 50 milljónir Bandaríkjadala samanlagt. Kvikmyndin World War Z skilaði Brad dágóðri summu þetta árið og Angelina fékk vel greitt fyrir Maleficent. 4 Ashton Kutcher and Mila Kunis Þó það sé ekki langt síðan þau tóku saman þá hafa þau þekkst síðan þau léku saman í þáttum That ´70s show. Asthon er hæst launaða sjónvarpsstjarnan, fyrir hlutverk sitt í þáttunum Two and a Half Men. Mila hefur grætt vel á hinum ýmsu hlutverkum. Samanlagt eiga þau 35 milljónir Bandaríkjadala. 5 Kanye West og Kim Kardashian Kim er aðallega fræg fyrir að vera fræg en þénar um 10 milljónir dala á ári. Saman þénaði þetta ofurpar um 30 milljónir dollara á árinu. topp 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.