Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Síða 18
Helgarblað 3.–6. janúar 201418 Sport Ökuþórinn Michael Schumacher liggur enn í dái á sjúkrahúsi Á stand ökuþórsins fyrrver- andi Michaels Shumacher er stöðugt þrátt fyrir að hann sé enn í lífshættu. Þetta sagði umboðsmað- ur hans, Sabine Kehm, fyrir utan sjúkrahúsið í Grenoble á miðviku- dag. „Hann er enn í lífshættu og tvísýnt um batahorfur.“ Michael Shumacher varð fyrir heilaskaða þegar hann lenti í hörð- um árekstri á skíðum á sunnudag. Hann var að skíða utan brautar með 14 ára syni sínum þegar hann renndi á stóran stein. Hann var með hjálm en hann brotnaði og þessi mesti ökuþór í sögu Formúlu 1 höfuðkúpubrotnaði illa. Er haldið köldum Schumacher hefur gengist undir margar aðgerðir á heila, frá því óhappið varð, en hann er alvanur skíðum. Aðgerðirnar hafa flestar miðað að því að létta á þrýstingi á heilann vegna blóðsöfnunar. Á þriðjudag sýndi Schumacher svolitlar framfarir en óvíst er hvort eða hvenær hann kemst til meðvit- undar. Hann er í dái og líkami hans hefur verið kældur, til að reyna að draga úr bólgum. Shumi, eins og aðdáendur kalla hann, varð á ferli sínum sem öku- þór sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1; tvö ár í röð með Benett- on og fimm ár í röð með Ferrari, árin 2000 til 2004. Hann hætti að keyra í lok árs 2006 en sneri aftur á brautina árið 2010, og ók þá fyrir Mercedes. Hann lét af kappakstri í hitteðfyrra, 2012. Bestur í sögunni Hann vann hvorki fleiri né færri en 91 keppni í Formúlu 1 og var eft- ir aldamótin ósigrandi á keppn- isbrautinni. Hann er handhafi ótal meta á kappakstursbrautinni. Enginn hefur orðið heimsmeistari oftar eða unnið fleiri keppnir. Hann á fjölmörg brautarmet og er sá ök- umaður sem flestar keppnir hefur unnið á einu keppnistímabili. Árið 2004 vann hann 13 af 18 keppn- um. Samkvæmt opinberri heima- síðu Formúlu 1 er hann samkvæmt tölfræðinni „mesti ökuþór í sögu Formúlu 1.“ Skíði, hestar og fallhlífarstökk Eftir að hann lagði stýrið á hilluna, ef svo má að orði komast, á árinu 2012, hefur Schumacher einbeitt sér að öðrum áhugamálum. Þess- um mikla íþróttamanni er margt til lista lagt; hann er góður skíða- maður, vanur fallhlífarstökkvari og er duglegur að sinna hesta- mennsku og þykir einnig liðtækur knattspyrnumaður. Óvíst er hvort Schumacher nái heilsu á ný. Skurðlæknar hafa látið hafa eftir sér að það gæti tek- ur vikur eða mánuði áður en nokk- uð liggur fyrir um batahorfur Þjóð- verjans. n Árangur Shumachers Ár - Keppnislið - Árangur n 1990 - Jordan/Benetton - 14. sæti n 1992 - Benetton - 3. sæti n 1993 - Benetton - 4. sæti n 1994 - Benetton - Heimsmeistari n 1995 - Benetton - Heimsmeistari n 1996 - Ferrari - 3. sæti n 1997 - Ferrari - Dæmdur úr leik n 1998 - Ferrari - 2. sæti n 1999 - Ferrari - 5. sæti n 2000 - Ferrari - Heimsmeistari n 2001 - Ferrari - Heimsmeistari n 2002 - Ferrari - Heimsmeistari n 2003 - Ferrari - Heimsmeistari n 2004 - Ferrari - Heimsmeistari n 2005 - Ferrari - 3. sæti n 2006 - Ferrari - 2. sæti n 2010 - Mercedes - 9. sæti n 2011 - Mercedes - 8. sæti n 2012 - Mercedes - 13. sæti Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Umdeildur Schumacher sveifst einskis til að ná árangri n Á ferli sínum þykir hann hafa verið harðsnúinn ökumaður, jafnvel óvæginn, og átti tvisvar þátt í umdeildum óhöpp- um á brautinni sem höfðu úrslitaáhrif á það hver varð heimsmeistari. Í fyrra skiptið, árið 1994, lenti hann utan brautar og skemmdi bílinn. Hann hafði leitt kappaksturinn. Á hálfum hraða, á biluðum bíl, keyrði hann í veg fyrir Damon Hill, sem hefði orðið heimsmeistari ef hann hefði komist fram úr. Báðir bílar voru óökuhæfir og Schumacher vann. Schumacher gerði tilraun til að leika svipaðan leik í baráttu gegn Jacques Villeneuve árið 1997. Villeneuve, sem var stigi á eftir Shumacher í stigakeppni ökuþóra, var í þann mund að taka fram úr honum. Þegar Schumacher varð þess var beygði hann snögglega inn í hlið Villeneuve. Schumacher hafnaði sjálfur utan brautar og var dæmdur úr leik, en Villeneuve varð heimsmeistari. „Hann er enn í lífshættu og tvísýnt um batahorfur Sá besti Schumacher var á ferli sínum sem ökuþór harðsnúinn og sigursæll. Myndir rEutErSÓvíst hvort hann nær sér Vinsæll Stuðningsmenn hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið þar sem kappinn dvelur. Solskjær stýrir Cardiff Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri velska knattspyrnuliðsins Cardiff. Fé- lagið, sem leikur í ensku úrvals- deildinni, hefur ekki riðið feitum hesti frá því sem liðið er leiktíð- ar og hefur sankað að sér 17 stig- um í 20 leikjum. Liðið er einu sæti frá fallsæti. Ole Gunnar gerði garðinn frægan hjá Manchester United og átti þar farsælan feril. Hann hefur þjálfað í Noregi eft- ir að ferlinum lauk, árið 2007, og segir að hann hafi lengi dreymt um að stýra liði í enska boltan- um. Efstur á óskalista stjórans er sagður Íslendingurinn Alfreð Finnbogason. Kári hleypur fyrir ÍR Langhlauparinn Kári Steinn Karlsson, margfaldur Íslands- meistari í langhlaupum, er genginn í raðir ÍR. Hann hefur undanfarin ár keppt fyrir Breiða- blik en þjálfarinn hans, Gunnar Páll Jóakimsson, er ÍR-ingur. Fleiri íþróttamenn gengu í raðir ÍR nú í byrjun árs; langstökkvar- inn Þorsteinn Ingvarsson, kast- arinn Guðni Valur Guðnason og bræðurnir Tristan Freyr og Krist- er Blær, synir Jóns Arnars Magn- ússonar, fyrrverandi tugþrautar- kappa. Mbl.is greinir frá þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.