Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Qupperneq 33
Helgarblað 3.–6. janúar 2014 Fólk Viðtal 25 á línunni. Þá varð ég ör, jafnvel kom- inn með vott af þráhyggju gagnvart ákveðnum málum sem ég vildi fá á hreint og vildi upplýsa. Ég fór kannski lengra en góðu hófi gegnir til þess að komast að lausn mála. Þá var mín framganga stundum á mörkum hins sjúklega. Ég átta mig á því þegar ég hugsa um það eftir á. En það var ekki fyrr en árið 1996 sem ég fór fram af brúninni. Þetta tímabil þar sem þú ert að sigla upp, sem er alsælutímabil í ein- hverjum skilningi, þar sem þér finnst þú hafa náð dýpri skilningi á tilver- unni. Vandamálið er að það er fólk í kringum þig sem skilur þig ekki og er að reyna að draga úr þér. En þú einn ert með þetta á hreinu. Þetta tímabil er fyrir þann sem er að veikjast, akkúrat á meðan á því stendur, mjög áhugavert tímabil. Það er mjög magn- að hvernig þetta virkar. Það er margt sem getur gerst í þessu ferli og það er ekki alveg hægt að afgreiða allt sem tómt brjálæði. Sumt sem gerist í þessu ferli hefur merkingu.“ Gáfa sem þróast yfir í eyði- leggingu „Það er ákveðin innsæis- og sköp- unargáfa sem er þarna á ákveðnu rófi sem síðan þróast yfir í eyðileggingu því miður. Það er fylgifiskurinn og þess vegna finnst mér aldrei mögu- legt að daðra við uppsveifluna. Gefa henni séns. Það getur auðvitað gerst að undir miklu álagi þá finni maður fyrir ákveðnum einkennum, að verða ör í hugsun, það hefur auðvitað kom- ið fyrir mig. Þá hef ég tæki og tól til að bregðast við því. Á endanum snýst þetta um það hvort ég hafi tök á mín- um sjúkdómi og geti nýtt mér raun og veru þá góðu eiginleika sem það að lifa með geðhvörfum gefur mér. Eða að sjúkdómurinn hafi tök á mér.“ „Ég var orðinn heltekinn af rannsókn málsins „Ég hef verið beðinn afsökunar á því hvernig að þessu var staðið og þykir vænt um það Erfitt að bæla tilfinningar unglingsáranna Sigursteinn er samkynhneigður. Á þeim tíma sem hann gekk í gegnum umrót unglingsáranna fannst honum erfitt að bæla tilfinningar sínar. Á þessum tíma var lítil umræða um samkynhneigð. Myndir SiGtryGGur Ari Hefur tök á sjúkdómnum Sigursteinn er afar meðvitaður um sjúkdóminn og orðar það sem svo að hann hafi tök á sjúkdómnum í stað þess að sjúkdómurinn hafi tök á hon- um. Hann lifir reglusömu og heil- brigðu lífi og vanalega tekst honum að komast hjá veikindum. Með fá- einum undantekningum þó. Þau fáu veikindatilfelli sem hann hefur glímt við tengjast öll miklum umbrotum og hamförum þar sem erfitt reyndist að koma við vörnum. „Ég nota mínar aðferðir á minn hátt. Ég er orðinn mjög meðvitað- ur í dag um það hvernig það lýsir sér þegar ég er að byrja að fara upp og hvernig ég bregst við því. Ég bregst við uppsveiflu með svefni og með því að fara inn í mjög ákveðna reglusemi með alla hluti. Maður þarf að gera það í öllu tilliti. Öllum þáttum lífsins. Fyrir mig tekur það vanalega sólar- hring að vinna úr slíku ástandi. Nú- orðið lít ég á minnstu einkenni geð- hvarfanna sem eitthvað sem ég verð að ná tökum á og beisla og það get ég gert. Með undantekningum þó,“ seg- ir hann og nefnir síðustu veikindi sín sem hentu eftir 11 ára veikindahlé við eldgos í Eyjafjallajökli. Sigursteinn taldi þá að hann hefði kvatt sjúkdóm- inn. En sú var ekki raunin. Hann kom engum vörnum við í gosmekkinum. Veiktist í miðju eldgosi „Þegar eldgosið í Eyjafjallajökli varð þá var ég þar að sinna dýraverndunar- verkefnum. Ég hef undanfarin 10 ár verið að vinna með Alþjóðadýra- verndunarsjóðnum, meðal annars við verndun hvala og fleiri villtra dýra. Þarna var ég með bandarískum sérfræðingi undir Eyjafjöllum dög- um saman í aðstæðum sem ég gat ekki haft stjórn á. Mataræðið farið úr skorðum og hreyfingin líka, við vorum bara að keyra þarna um í kófinu. Ég svaf illa með eldfjallið og gosið þarna fyrir utan. Þarna brugðust þessar bjargir mér. Auk þess voru samskipt- in við þennan mann erfið. Þarna fann ég fyrir hugsunum um náttúruna. Ég sá eldgosið sem risastórt viðvörunar- merki til mannkyns og það hvernig það stoppaði alla flugumferð í Evrópu en hafði takmörkuð áhrif á Íslandi var táknrænt fyrir mér. Með svefnleysinu og öllu saman, þá missti ég stjórn á þeim hugsunum. Þetta gerist snögg- lega ef maður gætir sín ekki. Ég var upptekinn af ástandinu. Þarna voru grátandi bændur sem gátu ekki sinnt dýrunum sínum. Mökkurinn var svo mikill að þeir sáu ekki til fjárhúsanna. Þetta var tilfinningalega mjög erfitt. Þetta reyndi á. Það voru alls konar hugsanir sem sóttu á mig. Ég hugsaði mikið um vindáttina, hvað myndi ger- ast ef hún breyttist aðeins. Ef það hefði komið sterk austanátt þá hefði mökk- urinn færst yfir Suðurland og allt höf- uðborgarsvæðið. En mörkin þar sem mökkurinn byrjaði voru nánast alltaf á sama stað, við sama hólinn, dag eftir dag. Á Íslandi þar sem er aldrei sama vindátt á einum klukkutíma. Þarna var nákvæmlega sama vind- áttin í marga daga. Ég komst ekki hjá þessari hugsun að þarna væri náttúr- an að tjá sig með þessum hætti og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.