Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Page 48
Helgarblað 3.–6. janúar 201440 Lífsstíll Ein sjálfsmynd á dag í 365 daga Theodór Ingi Ólafsson tekur myndir af sér á hverjum einasta degi Þ etta byrjaði nú eiginlega bara fyrir tilviljun. Ég var nýbúinn að fá mér nýjan snjallsíma og nýbúinn að taka sjálfsmynd og hún var eitthvað svo skemmtileg og fyndin þannig að ég tók aðra og þá fór frændi minn að hvetja mig til þess að gera seríu. Þannig ég byrjaði á svona 30 daga „selfie“-seríu og það var svo skemmtilegt að ég ákvað að halda áfram og gera 365 daga seríu,“ segir Theodór Ingi Ólafsson sem tekur nú af sér eina sjálfsmynd á dag í heilt ár. Nú þegar eru myndirnar að nálgast hundrað talsins og engin þeirra er eins. Ímyndunaraflið fær lausan tauminn Vinsældir svokallaðra „selfies“ eða sjálfsmynda hafa aukist töluvert undanfarið með tilkomu snjallsíma. Sjálfsmyndirnar eru af ýmsum toga og hafa þjóðarleiðtogar sem og stórstjörnur sést taka af sér sjálfs- myndir. Sumum þykir nóg um en Theodór ákvað að taka þetta skref- inu lengra og taka eina sjálfsmynd á dag – í 365 daga. Myndirnar eru fjölbreyttar enda gefur Theodór ímyndunaraflinu lausan tauminn við myndatökurnar og notar oft alls kyns aukahluti á myndunum. En hvaðan fær hann hugmyndirnar? „Þetta er bara mitt ímyndunarafl að mestu. Stundum rekst ég á eitthvað, ég hef aðeins verið að stæla lista- verk eða ljósmyndir eftir fræga ljós- myndara. Ég reyni þá að endurgera myndirnar á minn hátt en oftast er þetta bara eitthvað rugl út í bláinn, eitthvað sem mér dettur í hug.“ Myndir á lager Theódór segir það ekki hafa reynst erfitt hingað til að finna upp á nýj- um myndum. „Það er auðvitað mis- jafnt. Suma daga er ég frjór og tek margar myndir, aðra daga gengur ekkert og þá er gott að eiga mynd- ir á lager. Síðan er ég með mikið af hugmyndum sem ég er ekki búinn að framkvæma sem krefjast kannski aðeins meiri undirbúnings, þarf að hafa aukahluti og svona á þeim. En oftast er þetta nú bara eitthvað sem mér dettur allt í einu í hug og tek mynd af því.“ Útrás fyrir sköpunargáfuna Theodór býr í Ósló í Noregi þar sem hann starfar á geðhjúkrunardeild. Hann segir ágætt að fá útrás fyrir sköpunargáfuna með myndatök- unum. „Mér fer að leiðast svo ef ég er ekki að gera eitthvað „kreatívt.“ Þetta verkefni er ágætis leið til þess að berjast við leiðindin, svo mað- ur verði ekki þunglyndur af því að gera neitt,“ segir Theodór en hann hefur búið úti í um eitt og hálft ár og leggur einnig stund á nám í fjöl- miðlafræði. Gerir kannski bók eða heldur sýningu Myndirnar fara að nálgast fyrsta hundraðið en Theodór segist ekki vita hvað hann geri við þær þegar þær eru orðnar 365 talsins. „Ég er ekkert að hugsa hlutina of mikið, tek þeim eins og þeir koma. Það væri gaman að hafa einhverja sýn- ingu eða gera einhverja bók til þess að gefa vinum sínum allavega þegar þetta er búið,“ segir hann. Hægt er að fylgjast með verk- efninu sem Theodór kallar Project Selfie a day á Facebook, Instagram og á Tumblr. n „Þetta verkefni er ágætis leið til þess að berjast við leiðindin, svo maður verði ekki þung- lyndur af því að gera neitt. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Vaknaði með júllur! Ég er nú bara þannig gerð að ef mig langar í eitthvað þá bara fæ ég mér það. Þá geri ég ekki mik- inn greinarmun á því hvort að mig langi í eitthvað að drekka eða bara ný brjóst. Ég er greindarskert þegar kemur að ákvarðanatöku hversdagsins, eða flokkast það kannski ekki undir hversdags að langa í nýjan barm? Ég vaknaði einn morgun og fór í sturtu eins og ég geri endr- um og eins og varð litið á brjóst mín sem mér fannst ekki mikið varið í þann daginn. Eftir að hafa þerrað mig eftir brjóstalausa sturtu fór ég inn á heimasíðu ja. is og sló inn lýtalæknir. Fann þar númer hjá virtum lækni og fékk tíma stuttu síðar. Næstu daga var ég ekkert að hata á mér brjóstin enda eru þau frekar stór frá náttúrunnar hendi og geir- vartan á sínum stað. Þegar kom að tímanum hjá lækninum fannst mér ómögulegt að afpanta hann því ég er nefnilega líka meðvirk. Ég hefði kannski átt að panta tíma hjá sálfræðingi en ekki lýta- lækni … hugmynd? Ég mætti til læknisins með forláta póstkort með mér sem á var mynd af sjúklega smart brjóstum og bað um alveg eins. Alveg normalt að fara svona að eða þannig! Læknirinn gaf mér tíma í aðgerð nokkrum dögum síðar sem ég mætti í þrátt fyrir að hafa fengið bakþanka oft. Meðvirknin að drepa mig. Þarna var púðastærð rædd og mér fannst svona 250 grömm passleg uppfylling í þrýstin brjóst mín sem voru fyrir og sagði við lækn- inn að hann bara réði þessu því eins og ég hef áður sagt þá er ég með „vægan“ snert að meðvirkni. Ég vaknaði eftir að- gerðina með júll- ur sem voru stærri en ég hafði hugsað mér að bera á næstunni. Já, júllur sem vógu 400 grömm en ekki 250. Læknin- um fannst ég geta borið þetta og auðvitað hefur hann vit á þessu en ekki ég, enda er ég ekki fag- lærð í fagurfræði líkamans eins og hann. Svona stór brjóst eru bara til vandræða og eru alls ekki þægi- leg. Þetta eru eins og og stórar jólakúlur á litlu tré og henta vel í ódýra kvikmyndagerð. Óþægi- legt að liggja á og vöðvabólga sem fylgir þessu „júniti“ og já bara fáránlegt allt saman þegar upp er staðið. Pínu smart á köfl- um en alls ekki þægilegt! Hvað geri ég næst? Heimur Hendrikku Hendrikka er heimshornavanur fagurkeri sem lætur allt flakka. Hún tilheyrir „elítunni“, á nóg af peningum og er boðin í öll fínustu partíin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.