Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Síða 56
Helgarblað 3.–6. janúar 2014 1. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Eldfimur Árni Páll! Illt í aldurs- komplexnum n Atla Fannar Bjarkason, aðstoðar- mann Guðmundar Steingríms- sonar, verkjar í aldurskomplexinn og þykir nóg um afrek síðasta árs. „Árið 2013 var svo fullorðins- legt að mig verkjar í aldurskomp- lexinn. Ég tók þátt í kosningabar- áttu, eyddi kosninganóttinni á RÚV (edrú), hóf störf á Alþingi, fór með bílinn í skoðun, deildi uppskrift af hollustusælgæti með félags- og húsnæðismálaráðherra og plataði stelpu til að flytja inn til mín (og sá í því hagræðið),“ segir Atli á Facebook-síðu sinni. Hann hefur þó ákveðið að sporna við þessari þróun og því er takmark ársins 2014 að að kaupa leikjatölvu. Phoenix „hræði- legur leikari“ n Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson tjáði sig um dag- skrá ríkissjónvarpsins á nýársdag á Facebook á fimmtudaginn. Hann segist hafa gefist upp á að horfa á ævisögu Johnny Cash sem leikinn er af Joaquin Phoenix þar sem hann sé „hræðilegur leikari“. Þessi í stað horfði hann á norska sjónvarpið þar sem Once upon a time in America var sýnd. Þá mynd segir hann alltaf jafngóða og „gaman að því hvað aðalleikararn- ir voru nákvæm- lega eins og Dustin Hoffman og Ólafur Stefáns- son.“ Góður styrkur á nýju ári Handboltakappar reynast styrktarsjóði Sigrúnar Mjallar vel É g er fyrst og fremst þakklátur,“ segir Jóhannes Kr. Kristjáns- son, einn stjórnarmanna og stofnandi minningarsjóðs Sig- rúnar Mjallar, sem í gær fékk fréttir af því að sjóðnum myndi ber- ast upphæð sem safnaðist á gamlárs- kvöld. Það var Árni Steinn Steinþórs- son handboltakappi sem safnaði fyrir minningarsjóðinn 75 þúsund krónum með því að skutlast með fólk sem var á ferðinni á gamlárs- kvöld. Það kemur sér vel fyrir sjóð- inn enda er hann á allan hátt rekinn með frjálsum framlögum velvildar- fólks hans. Árni Steinn er um þessar mundir staddur í Frankfurt, en hann er landsliðsmaður í handbolta og fylgir liðinu á EM sem hefst eft- ir helgina. Þess má geta að þar er einnig Aron Pálmarsson handbolta- kappi en hann hefur stutt sjóðinn dyggilega og er Aron í raun verndari sjóðsins. Sjóðurinn hefur not- ið mikils velvilja að sögn Jóhann- esar en á dögunum var úthlutað 1,5 milljónum króna í verkefni. Að sögn Jóhannesar er sjóðurinn ekki tómur, en framlag Árna Steins mun nýtast honum vel fyrir næstu úthlutun sem verður þann 22. des- ember 2014. Árlega er úthlutað úr sjóðnum á afmælisdegi Sigrúnar Mjallar, sem er dóttir Jóhannesar. Hún lést þann 3. júní 2010 af völd- um fíkniefna. Tilgangur sjóðsins er að styrkja skapandi verkefni ung- menna á aldrinum 12–18 ára sem eru í áfengis- og eða vímuefna- meðferð á meðferðarheimilum hér á landi. Í ár var stefnt á að veita eina milljón króna úr sjóðnum, en rétt áður en úthlutun fór fram var ljóst að hægt væri að veita eina og hálfa milljón til góðra verka og nutu sjö verkefni þess. Meðal þeirra sem hlutu styrki var Sunna Mjöll Estherardóttir, vinkona Sig- rúnar Mjallar, sem hefur aðstoðað ungmenni sem eiga við vímuefna- vanda að stríða. n astasigrun@dv.is Sviðin augabrún n „Augabrúnin sviðnaði, þetta hefði getað farið illa,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylk- ingarinnar á gamlárskvöld, en litlu munaði að hann slasaðist á auga þegar hluti úr flugeldi skaust í andlit hans, rétt fyrir ofan hægra auga. Árni Páll var að fylgj- ast með flugeldum á Landakots- túni á gamlárskvöld þegar slysið varð að því að Eiríkur Jónsson greinir frá. Styrktarsjóður Þakklæti er Jóhannesi efst í huga og segir að sjóðurinn njóti mikillar velvildar í samfélaginu. Útsala ÚTSALAN ER HAFIN SMÁRALIND 5659730 / KRINGLAN 5680800 / AKUREYRI 4627800 SMÁRALIND XL 5650304

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.