Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Blaðsíða 11
Helgarblað 14.–17. mars 2014 Fréttir 11
www.fi.is
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is
Skráðu þig inn – drífðu þig út
Líf og fjör í starfseminni
Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur
það markmið að hvetja landsmenn til að ferðast
og fræðast um landið. Áhugi á gönguferðum, fjall-
göngum og útiveru hefur aldrei verið meiri og er
mikið líf og fjör í starfseminni.
Allir finna eitthvað við sitt hæfi
Ferðafélagið leggur sig fram við að mæta þörfum
breiðs hóps með miklu úrvali ferða. Í ferðaflóru
félagsins er að finna allt frá söguferðum um grös-
ugar sveitir til erfiðra jöklaferða. Í ferðaáætlun
félagsins geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi.
Á 86 árum hefur Ferðafélagið efnt til meira en
8.500 ferða með yfir 200.000 þátttakendum.
Öflug útgáfustarfsemi
Það eru allir velkomnir í Ferðafélagið og njóta félags-
menn sérkjara, bæði í ferðum, skálum og í fjölda
verslana. Auk þess fá allir félagsmenn árbókina
senda heim á hverju ári og er það hluti af árgjaldinu.
Árbókin er einstæður bókaflokkur um land og náttúru.
Auk árbókanna hefur Ferðafélag Íslands staðið að
útgáfu handhægra fræðslu- og upplýsingarita um
ferðamál, þjóðfræði og sögu landshluta.
Sjálfboðastarf í góðum félagsskap
Félagsstarfið hefur í gegnum tíðina einkennst af
miklu sjálfboðastarfi. Félagar hafa unnið að
byggingaframkvæmdum, farið vinnuferðir í
skála eða í frágangsferðir, stikað og unnið að
uppbyggingu gönguleiða, unnið við brúargerð og
margt fleira. Í staðinn hafa þeir fengið fríar ferðir,
fæði og félagsskap.
Samgöngubætur og uppbygging svæða
Félagið hefur unnið markvisst að samgöngubótum,
lagt akvegi og brúað ár. Það hefur haft samstarf
við sveitarfélög um landgræðslu, náttúruvernd
og uppbyggingu svæða eins og t.d. í Landmanna-
laugum, á Þórsmörk og Emstrum.
Sæluhúsin standa öllum opin
Sæluhús Ferðafélags Íslands og deilda félagsins úti
um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um
óbyggðir Íslands. Þau eru á 36 stöðum víðsvegar
um landið og getur allur almenningur nýtt þau óháð
aðild að félaginu.
Fjölbreytt starfs
emi í yfir 86 árFerðafé
lag Íslands
Upplifðu náttúru
Íslands
Aðal samstarfsaðilar FÍ
Ósammála um virkjanir
n Rætt um hvort flytja eigi rafmagnið af svæðinu n Þórólfur Gíslason vill nota það í héraðinu
Þ
órólfur Gíslason, forstjóri
Kaupfélags Skagfirðinga, og
stjórnarformaður dóttur
félags kaupfélagsins sem
heldur utan um þróun
á tveimur virkjunum í sveitarfé
laginu tala með ólíkum hætti um
mögulegar virkjanaframkvæmd
ir í sveitinni. DV greindi frá því í
síðustu viku að Kaupfélag Skag
firðinga hefði keypt 50 prósenta hlut
RARIK í fyrir tækinu Héraðsvötn
um sem heldur utan um vinnu við
þróun virkjananna. Kaupfélagið á
nú nær allt hlutafé í félaginu, fyrir
utan rúm sjö prósent sem eru í eigu
Akrahrepps.
Fyrirhugaðar eru tvær virkjan
ir með tíð og tíma, Villinganesvirkj
un og Skatastaðavirkjun. Munurinn
í því hvernig Þórólfur og stjórnarfor
maðurinn, Sveinn Þórarinsson, tala
um virkjanaframkvæmdirnar liggur
í áherslunni sem þeir leggja á hvort
orka verði notuð í sveitarfélaginu
eða ekki. Í orðum Þórólfs og Sveins
endurspeglast einn angi þeirrar um
ræðu sem verið hefur um virkjanirn
ar um árabil í héraðinu: Hvort ork
una eigi að nýta í héraðinu eða ekki.
„Orkufrekur notandi“
Í viðtali við DV í síðustu viku sagði
Sveinn að ef byggja ætti þessar tvær
virkjanir þá þyrfti að finna orkufrek
an notanda til að kaupa rafmagn
ið. „Þetta er stór virkjanakostur og
hann verður ekki virkjaður nema
orkufrekur notandi komi til. Heim
ilismarkaðurinn er ekki nægur fyrir
þessa virkjun. […] Það er ekkert sér
stakt á döfinni með þá ennþá. Þess
ir kostir eru ekkert að fara frá okkur.
Ég held að almenna viðhorfið í sam
félaginu sé að nóg sé komið af álver
um og þeir vilja finna einhverja aðra
kosti. Biðstaðan er af þeirri ástæðu
líka.“
Sveinn sagði hins vegar að virkj
anaframkvæmdirnar myndu ekki
eiga sér stað á næstunni. „Þetta
liggur í dvala og hefur gert í nokk
ur ár. Það var hönnuð virkjun við
Villinganes sem var 30 megavött.
Heimamenn voru tvístígandi og
það voru flutningstakmarkanir á
rafmagni frá svæðinu. Ég held að
mönnum hafi bara ekki þótt að það
væru aðstæður til þess að virkja.
Það var andstaða við virkjanir í kjöl
far Kárahnjúkavirkjunar. Ég held að
menn hafi bara metið það sem svo
að það væri betra að bíða. Og það er
nú bara staða málsins.“
Athygli vekur að Sveinn talar um
„flutningstakmarkanir frá svæð
inu“ eins og einn af möguleikunum í
stöðunni hafi verið að framleiða raf
magnið í Skagafirði en flytja það svo
annað til „orkufreks“ notanda.
Til notkunar í „héraði“
Í viðtali við fréttastofu RÚV í vikunni
sagði Þórólfur Gíslason hins vegar að
tilgangurinn með virkjunum – verði
þær byggðar – sé að framleiða raf
magn til notkunar í héraðinu. Þór
ólfur var fyrst spurður af hverju Kaup
félag Skagfirðinga hefði keypt hlut
RARIK í Héraðsvötnum og svo var
hann spurður að því hvað gera ætti
við rafmagnið. „Ástæðan er sú að
heimamenn vilja hafa með það að
gera hvort það verður virkjað hér í
héraði og þá hvernig og ekki síst, ef af
því yrði, til hvers orkan yrði nýtt og við
leggjum auðvitað áherslu á það Skag
firðingar að ef það verður hér virkjað
að það verði til þess að efla og styrkja
hér atvinnulíf og styrkja héraðið. Það
býr svo mikil breyting í atvinnuhátt
um í sjávarútvegi og landbúnaði að ef
við ætlum að fá fram íbúafjölgun og
eðlilega þróun þá þurfa nýir atvinnu
hættir að bætast við.“
Tveir möguleikar eru því í stöð
unni sem Sveinn og Þórólfur lýsa
báðir. Að rafmagnið verði notað í
Skagafirði, sennilega í orkufreka
starfsemi eða iðnað, og svo er hinn
möguleikinn sá að rafmagnið verði
flutt burt úr héraðinu og notað í
orkufrekan iðnað annars staðar.
Sæstrengslausnin
Þó ekkert liggi fyrir um hvort og þá
hvenær umræddar virkjanir verða
byggðar þá er áhugavert að skoða
þessa umræðu í ljósi þess möguleika
að byggður verður sæstrengur frá Ís
landi til Bretlands. Stjórnvöld á Ís
landi eru að skoða þann möguleika
og fundaði Ragnheiður Elín Árna
dóttir með breskum ráðamönnum
í vikunni. Ef slíkur sæstrengur yrði
byggður þá væri möguleiki á því
að selja rafmagnið úr Skagafirði til
útlanda og þyrfti þá ekki að koma
nein orkufrek starfsemi á Íslandi til
að réttlæta byggingu virkjananna.
Í viðtali við DV fyrr í vikunni sagði
Hörður Arnarson, forstjóri Lands
virkjunar, að hann teldi stjórnvöld á
Íslandi frekar jákvæð í garð byggingu
sæstrengs.
Með þessu móti gæti Kaupfélag
Skagfirðinga fengið miklar tekjur og
væri þá búið að útvíkka starfsemina
yfir í framleiðslu og sölu á rafmagni og
annar sterkur tekjupóstur væri kom
inn undir kaupfélagið, auk sjávar
útvegarins og landbúnaðarins. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
„Heimamenn voru
tvístígandi og það
voru flutningstakmarkanir
á rafmagni frá svæðinu.
Ólíkar áherslur
Ólíkar áherslur
koma fram í máli
Þórólfs Gíslasonar
og stjórnarfor-
manns virkjanafé-
lags Kaupfélags
Skagfirðinga um
rafmagnsfram-
leiðslu á svæðinu.
Vill svör um verðtrygginguna Átak gegn eftirlíkingum
E
mbætti tollstjóra er þátttak
andi í alþjóðlegu verkefni sem
er nýhafið og beinist að því að
vekja athygli á vörufölsun og
tengslum við fjölþjóðlega skipulagða
glæpastarfsemi. Herferðin sem um
ræðir er á vegum fíkniefna og af
brotamálaskrifstofu Sameinuðu
þjóðanna. Í henni felst að neytendur
eru hvattir til að leiða hugann að því
hverjir og hvað sé að baki framleiðslu
á fölsuðum vörum. Talið er iðnaður
inn velti yfir 250 milljörðum dollara
á ári hverju. Í mörgum tilvikum getur
falsaður varningur verið hættulegur
enda ekki framleiddur í samræmi við
viðeigandi staðla og kröfur.
Í þessu sambandi má benda
á nýgenginn dóm Héraðsdóms
Reykjaness sem staðfesti lögbann
á innflutningi eftirlíkinga af Arco
gólflampanum. Tollafgreiðsla
sendingarinnar var stöðvuð af tolla
yfirvöldum með heimild í tollalög
um. Um var að ræða 30 gólflampa
sem pantaðir höfðu verið frá Hong
Kong. Innflytjanda var gert að sæta
eyðingu lampanna undir eftirliti
tollstjóra og greiða á aðra milljón í
skaðabætur og málskostað.
Sem fyrr leggur tollstjóri áherslu
á víðtækt og traust samstarf við at
vinnulífið, þar á meðal á eindregna
vernd hugverka. n