Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Blaðsíða 22
Helgarblað 14.–17. mars 201422 Neytendur Lánsveðsvaxta- bætur koma eftir helgi Ákvörðunar ríkisskattstjóra um sérstakar lánsveðsvaxtabætur er að vænta í síðasta lagi mánu- daginn 17. mars en sækja þurfti um þær til ríkisskattstjóra fyrir 15. september síðastliðinn. „Það voru 1.022 manns sem sóttu um bæturnar og langstærstur hluti þess hóps á rétt á þeim,“ segir Skúli Eggert Þórðar- son ríkisskattstjóri. Hann segir enn verið að ganga frá útreikning- um og öðru. Í reglum um útreikninga á lánsveðsvaxtabótum segir: „Láns- veðsvaxtabætur skulu nema 2% af mismun á eftirstöðvum allra fast- eignaveðlána 31. desember 2010 og 110% af fasteignamati þeirrar fasteignar sem lánið var tekið til kaupa eða byggingar á miðað við sömu dagsetningu. […] Lánsveðsvaxtabætur mega ekki vera hærri en 160 þús. kr. hjá einstaklingi og 280 þús. kr. hjá hjónum og sambúðarfólki sam- kvæmt hjúskaparstöðu 31. desem- ber 2010.“ Stærri pítsur ódýrari Pítsa er vinsælasti skyndibitinn og góð bæði köld og heit. Þó pítsur séu verðlagðar eftir stærð borgar sig oft að kaupa stærri pítsur, sér- staklega fyrir þá sem eru dug- legir við að borða afganga. Það eru margir sem átta sig ekki á því að 12 tomma pítsa er meira en tvisvar sinnum stærri en 8 tomm- ur en kostar yfirleitt lítið meira. Reiknireglan fyrir flatarmál hrings er einföld; radíus í öðru veldi sinnum pí (π; 3,14159) en með henni má einnig finna út að ein 16 tomma pítsa er jafn stór og fjórar 8 tomma pítsur. Þess vegna borgar sig alltaf að bera saman stærð og verð, að því gefnu að fólk kunni sér hóf í átinu. Svona sparar þú salernispappír Salernispappír er sjaldnast stærsti útgjaldaliður heimila en mörgum ofbýður samt hversu mikið fer af honum. Til að spara má til dæmis að snúa pappírnum þannig að lausa blaðið liggi upp að veggnum en ekki fram, þannig er erfiðara að taka of mikið. Einnig má kreista rúlluna áður en hún er sett á standinn þannig að papparúllan í miðjunni beyglist. Þannig er kom- ið í veg fyrir að hægt sé að kippa fast í endann og láta rúlluna vinda ofan af sér. Sérstaklega gott ráð þar sem börn eru á heimilum. Forsáning kryddjurta – núna er tíminn n Hægt að sá fræjum í hvaða ílát sem er n Þú getur sparað þúsundir króna Þ ótt forsáning flestra matjurta byrji ekki fyrr en í apríl má fara að huga að því að sá kryddjurtum nú í mars og margir sá kryddjurtum tvisvar til þrisvar sinnum frá vori og fram á haust og ná þannig að borða heimaræktaðar kryddjurtir stóran hluta árs. Ferskar kryddjurtir kosta skildinginn og haldast auk þess ekki lengi ferskar, komnar upp úr mold- inni. Rósakál og púrra Varðandi grænmeti þarf að sá blað- lauk og rósakáli núna þar sem rækt- unartími þeirra er mjög langur og rósakálið þroskast jafnvel ekki fyrr en í september. Púrran tekur líka langan tíma en þar þarf að passa að hreykja mold að stönglunum þegar þeir fara að koma upp til að koma í veg fyrir að stönglarnir grænki eins og efsti hluti blaðanna. Þessum jurtum er því best að forsá núna en færa þær út í garð þegar farið er að vora í maí eða júní. Krydd Núna er tilvalið að byrja að sá krydd- jurtum. Vinsælustu jurtirnar eru basilíka, kóríander, steinselja og timj- an. Allar jurtirnar nema basil geta far- ið út í garð þegar vorar. Mynta er fjöl- ær þannig að ef henni er komið fyrir í garðinum að vori má gera ráð fyrir henni ár eftir ár, en gott er að hafa hana í afmörkuðu beði því annars á hún til að dreifa sér um allt. Graslauk- ur er líka vinsæl matjurt sem er fjöl- ær og tilvalið að koma honum fyrir á góðum stað í garðinum. Góð ílát Það fyrsta sem huga þarf að við forsán- ingu eru ílát. Þau geta verið úr hverju sem er, margir nota einnota plastglös en hægt er að fá sérstaka sáðpotta sem brotna niður í garðinum. Sumir nota rúllur innan úr klósettpappír og eld- húsrúllum í þessum tilgangi en það er líklega betra fyrir plöntur sem eru styttri tíma innandyra. Þótt það séu engin takmörk fyrir því hvaða ílát fólk notar og því tilvalið að nýta gömul bollapör eða jafn- vel niðursuðudósir er hætta á því að drekkja plöntunum við vökvun ef engin göt eru á botninum á pottinum. Sáning Best er að nota sáðmold því hefð- bundin pottamold er of sterk fyrir ungu ræturnar sem koma út úr fræj- unum. Það er minni næring í sáð- moldinni og því hentar hún betur. Moldina þarf svo að bleyta áður en fræin eru sett á yfirborð jarðvegsins. Ef fræin eru mjög stór má setja jarð- veg yfir þau en ekki þykkara lag en fræið sjálft er. Gott er að leggja plast yfir fræin á meðan þau eru að spíra til að tryggja jafnara rakastig á þeim. Um leið og þau spíra er plastið svo tekið af og þeim komið fyrir á góðum björt- um stað á meðan plönturnar eru að þroskast. Birta og hiti Það skiptir máli að hafa birtu og hita- stig nokkuð jafnt. Ef hitinn er hár þarf líka að vera góð birta. Þegar líða tek- ur á ræktunina er betra að hafa örlítið kaldara á plöntunum en hitinn þarf að vera þokkalegur í byrjun, allavega fyrstu vikuna. Notkun áburðar Eins og áður segir eru rætur ungra plantna mjög viðkvæmar og þess vegna þurfa þær gróðursnauðari mold. Þess vegna er ekki mælt með því að nota áburð fyrr en plantan er komin með tvö til þrjú varanleg blöð. Þegar fræ spírar koma fyrst tvö kímblöð en það er ekki fyrr en næstu blöð eru komin sem gefa má væga blöndu af áburði. n Heimaræktað Kryddjurtum má sá núna, sem og seinsprottnum matjurtum eins og rósakáli og blaðlauk. Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is Kryddjurtir Sniðugt að frysta Margar sniðugar leiðir eru til þess að geyma kryddjurtir ef ekki næst að nota þær allar í eldamennsku. Til dæmis er tilvalið að saxa þær niður og setja í klakabox en hella matarolíu yfir þær áður en þær eru frystar. Þannig varð- veitast bragðgæðin mun betur en ef þær væru frystar án olíunnar. Pestó Uppskrift Basilíka vex oft mjög vel en hún er einmitt uppistaðan í einu vinsælasta meðlæti Ítalíu, hvort sem er ofan á brauð eða með pasta. Ótal uppskriftir eru til af pestó, hér er ein einföld: 3–4 lúkur fersk basilíka 2–3 hvítlauksgeirar 100 g furuhnetur 150 g parmesanostur 3 dl ólífuolía salt og pipar Endurnýting Sáðpottur Hægt er að nota næstum því hvaða ílát sem er undir forsáninguna. Með því að nota rúllurnar innan úr klósettpappír í stað þess að kaupa sérstaka bakka sparast peningar auk þess sem auðvelt er að planta öllum pottinum út í garð þegar vorar. Með því að klippa á fjórum stöðum upp í rúlluna að neðan má brjóta saman botn. Ódýrt að rækta Fyrir fólk sem notar mikið af fersku kryddi getur borgað sig að sá fyrir því heima eins og meðfylgjandi verðsamanburður sýnir: Tegund Hagkaup Garðheimar Basilíka 579 kr. 50 g 225 kr. 700 fræ Kóríander 579 kr. 50 g 235 kr. 150 fræ Steinselja 299 kr. 30 g 235 kr. 1.000 fræ Timjan 279 kr. 50 g 235 kr. 1.000 fræ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.