Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Blaðsíða 36
Helgarblað 14.–17. mars 20148 Ferming
n Frægir rifja upp fermingardaginn
Fermingardagurinn er stór dagur í lífi okkar flestra. DV heyrði í fjórum
þekktum einstaklingum og forvitnaðist út í þennan merkilega dag,
veisluna, gjafirnar og fermingarmyndina skelfilegu.
É
g fermdist á gullfallegum
degi í Digraneskirkju hjá
séra Gunnari, sterkasta
presti í heimi,“ segir söng-
og knattspyrnukonan Greta
Mjöll Samúelsdóttir sem fermdist á
pálmasunnudag árið 2001.
Greta segist hafa fylgt straumn-
um og valið að fermast en að öðru
leyti hafi hún haft mjög sterkar
skoðanir á deginum. „Ég er mikið
matargat og vissi upp á hár hvern-
ig matseðillinn átti að vera. Reglan
var að bjóða upp á allan minn
uppáhaldsmat. Í forrétt var tómat-
súpa með osti og eggi, í aðalrétt var
hamborgarhryggur og í eftirrétt var
kransakaka úr Rice Krispies þar
sem mér þótti hefðbundin kran-
sakaka ekki góð. Svo var ég með
æðislega marsipantertu skreytta
með fótboltavelli og hlaupabraut,
þar sem ég var á fullu í fótbolta og í
frjálsum á þessum tíma. Sem sagt,
maturinn snerist allur um mig,
svona eins og sjálfhverfum unglingi
hæfir,“ segir Greta Mjöll hlæjandi.
Greta Mjöll fékk mikið af pen-
ingum í fermingargjöf. „Ég ætlaði
alltaf að kaupa mér vídeókameru,
sem er fyndið þar sem ég sérhæfði
mig einmitt í slíku námi. Af þeim
kaupum varð þó aldrei. Ég var líka
mikið að pæla í því að kaupa mér
hlutabréf eða húsgögn til að inn-
rétta íbúðina sem ég ætlaði að
kaupa mér,“ segir hún brosandi og
bætir við að gjöfin frá foreldrum
hennar hafi verið dásamleg. „Þau
gáfu mér veisluna og auk þess fékk
ég hjartalagað súkkulaðiegg með
peningum inni í; ótrúlega flott gjöf.
Svo fékk ég líka skartgripi og aðrar
fallegar gjafir. Þetta var dásamleg-
ur dagur og undirbúningurinn var
mjög skemmtilegur.“
F
ermingardagurinn var sólríkur og
fallegur sumardagur,“ segir Hildur
Eir Bolladóttir prestur sem fermdist
þann 7. júní 1992 á Hólum í Hjalta-
dal.
Séra Bolli Gústavsson heitinn, faðir Hild-
ar, og séra Jóna Hrönn, systir hennar, sáu
um athöfnina. „Þau fermdu mig saman en
þetta var fyrsta fermingin hennar Jónu. Son-
ur hennar, Bolli Már, var skírður á sama tíma
en Jóna Hrönn var einmitt fermd sama dag
og ég var skírð þann 17. júní 1978. Mamma
og Hlín systir græjuðu svo veisluna sem var
heima í stofu. Þetta var því sannkallaður
heimilisiðnaður.“
Hildur Eir hafði frá tíu ára aldri vitað
hvað hún vildi í fermingargjöf. „Ég var hálf-
gerður „nörra-krakki“; las Laxness og þær
bókmenntir sem pabbi kynnti fyrir mér.
Svo fékk ég áhuga á fornleifafræði og sagn-
fræði og vildi sökkva mér í það og vildi þess
vegna fá Íslendingasögurnar og Sturlunga-
sögu í fermingargjöf. Auk þeirra fékk ég
20–30 bækur og ég á þær allar ennþá, Ríkið
hans Plató, alls kyns uppflettirit og orða-
bækur. Þetta hefur
nýst mér mjög vel í
gegnum tíðina.“
Hildur Eir seg-
ist hafa beðið
fermingardagsins
með mikilli eftir-
væntingu. „Ég var
búin að hlakka til
þessa dags í tíu ár
enda hafði ég lengi
fylgt pabba í ferm-
ingarfræðslu. Ég
var eins og önnur
börn spennt að fá pakka og halda veislu en
ég tók athöfnina líka alvarlega og var mjög
hátíðleg á svip í kirkjunni. Það allra merki-
legasta við þennan dag fannst mér þó allt
þetta fólk sem var komið út af mér, 14 ára
stúlkunni. Þarna upplifði ég mig stjörnu í
fyrsta skiptið sem er einmitt mikilvægt, að
barnið finni að það sé verið að hafa fyrir því
og að fullorðið fólk gleðjist með því og leggi
eitthvað á sig til þess.“
Allur uppáhaldsmaturinn
Fékk Íslendinga-
sögurnar í gjöf
Fermingarminning mín
E
f ég hugsa til baka þá var þetta
hálf skrítin upplifun. Ég vissi ekk-
ert hvað ég var að fara út í,“ segir
töframaðurinn Einar Mikael sem
fermdist árið 2000 í Þingvalla-
kirkju.
Einar Mikael bjó í Bandaríkjunum á
þessum tíma en kom heim til að fermast.
„Ég hef alltaf verið trúaður inni við beinið
og pabbi tók ekki annað í mál en að ég
myndi fermast. Við vorum fjögur saman í
fermingarfræðslu en svo var fermdist ég
einn. Þetta var lítil og þægileg athöfn og
frábær dagur.“
Fermingarveislan var svo haldin í
Perlunni. „Það var mjög flott. Pabbi er
þannig gerður að hann gerir hlutina vel.
Maturinn, kökurnar og umhverfið var alveg
æðislegt. Ég held að ég muni velja Perluna
þegar ég fermi mitt barn,“ segir Einar og
bætir við að hann hafi aðallega fengið pen-
inga í fermingargjöf. „Ég fékk kíki og kúlu-
penna en aðrar gjafir voru umslög með
peningum.“
Einar Mikael segir fermingarmyndina
frekar vandræðalega. „Mér finnst þessi
mynd mjög pínleg. Þetta er alls ekki sami
maðurinn. Mér finnst ég ekkert kannast við
þennan strák,“ segir hann hlæjandi.
Pínleg
mynd
Greta Mjöll Samúelsdóttir
Einar Mikael
töframaður
Hildur Eir Bolladóttir