Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Blaðsíða 30
Helgarblað 14.–17. mars 20142 Ferming Fermingarblogg Þjóðkirkjan heldur úti heimasíð- unni ferming.is. Þar er bloggað um allt sem við kemur fermingu og segir á síðunni: „Ferming.is er fermingarblogg þjóðkirkjunn- ar. Hér bloggum við um allt sem snertir ferminguna. Fermingar- börn og foreldrar eru sérstaklega velkomin.“ Á síðunni eru viðtöl við ferm- ingarbörn, presta og ýmislegt fróðlegt fræðsluefni fyrir þá sem ætla að fermast að kristnum sið. Heitustu græjurnar fyrir fermingarbörn Þ að hefur lengi tíðkast að færa fermingarbörnum græjur í gjöf á fermingardaginn. Einkatölvur, bæði turn- og fartölvur, hafa verið vinsælar síðan þær komust í almenna notkun, sem og hljóm- flutningstæki og svo mætti lengi telja. Snjallsím- ar, myndavélar og spjaldtölvur eru meðal þess sem mörg fermingarbörn dreymir um. Í dag er vart þverfótað fyrir hinum ýmsu græjum og tækninýjungum og því ekki úr vegi að taka til það helsta fyrir fermingartíðina. Canon EOS M 79.900 krónur n Fremur nett Canon-myndavél sem hefur flesta kosti stærri SLR-véla. Tekur flottar myndir og góð háskerpumyndbönd. Alhliða tæki fyrir þá sem hafa gaman að því að taka myndir. Hægt að skipta út linsum á vélinni. Pebble Steel 21.200 krónur n Útgáfa númer tvö af snjallúrinu Pebble. Úrið tengist við snjallsíma í gegnum Bluetooth og þannig er hægt að stjórna bæði úrinu og símanum. Pebble er fyrsta snjalltækið sem fólk klæðist sem nær almennri hylli. iPhone 5c 89.890 krónur n Nýjasta gerðin af iPho- ne-snjallsímum frá Apple er fyrsti síminn með litaða skel. Síminn keyrir á nýjustu útgáfu iOS-stýri- kerfisins og er gæddur öllum helstu eigin leikum. Hægt er að fara í enn dýrari týpu, iPhone 5S, en þessi gerir allt sem hann þarf og gott betur. GoPro HERO3 47.990 krónur n Skemmtileg myndbandsupptökuvél sem þolir notkun við krefjandi aðstæður. Hvort sem fermingarbarnið hefur gaman að jaðar- íþróttum eða vill bara taka upp það sem er að gerast í kringum sig er GoPro leiðin. iPad Mini 69.990 krónur n Minnsta gerðin af iPad og líka sú ódýrasta. Spjaldtölvan nýtist bæði til að leika sér og til að læra. Þrátt fyrir að búið sé að gera tæknilega öflugari spjaldtölvur er iPad ennþá sú sem ætti að rata í fermingarpakkann. Það má sleppa veislunni Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn Nýjustu tölur liggja fyrir og nú er fjórðungur landsmanna utan Þjóð- kirkjunnar. Það má því gera því skóna að þeim fari óðum fækkandi sem fermast í hinum hefðbundna skilningi til kristinnar trúar. Ýmis- legt annað er í boði eins og sið- festa Ásatrúarmanna og borgara- leg ferming Siðmenntar sem um er fjallað hér í Fermingarblaði DV. En burtséð frá vali fólks þá hef- ur það loðað við athafnir sem þess- ar að þeim fylgir veisla. Stórfjöl- skyldunni er smalað í samkomusal og gegn ýmist peningagjöfum eða heitasta góssinu úr græjuheimin- um fá þeir kökur, kaffi og annað kruðirí. Jafnvel heitan mat. Þótt ágóðinn af veisluhöldunum sé óumdeildur fyrir fermingarbarnið þá geta þær tekið sinn toll á fislétt- um pyngjum foreldranna á þess- um síðustu og verstu. Sífellt fleiri fjölskyldur komast því að samkomulagi um að gera eitt- hvað annað en að slá upp veislu í tilefni dagsins, jafnvel þótt að ung- lingurinn kjósi að fermast á einn eða annan hátt. Ef peningar eru engin fyrirstaða, og fólk vill bara sleppa veislunni, þá getur fjöl- skyldan skellt sér saman í utan- landsferð, helgarferð eða gert sér glaðan dag með skíðaferð yfir helgi úti á landi. Fjölskyldukvöldverður á fínu veitingahúsi er skemmtileg og um margt innileg tilbreyting frá hvers- dagsleikanum sem þarf ekki að kosta mikið. Að halda sig heima fyrir, elda uppáhaldsmat ferm- ingarbarnsins og bjóða ömmum og öfum er önnur leið. Fjölskyld- an getur síðan skellt sér í bíó eða leikhús að kvöldverði loknum. Það er um að gera að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og muna að það eru engar reglur þegar kemur að þessu. Það er ekki síður gaman að brjóta upp gamlar venjur sem geta verið íþyngjandi. Einnig getur það verið ágætis prófsteinn á ung- linginn að stinga upp á einhverju öðru og nýju með því að sleppa stóru veislunni. Þá kemur í ljós hvort dagurinn snúist um trúfestu fermingarbarnsins eða gjafaflóðið sem veislunni fylgir. Fleiri velja borgaralega fermingu 7,3% ungmenna á fermingaraldri velja þá leið Í ár eru liðin 25 ár síðan fyrst var boðið upp á borgaralega fermingu á vegum Siðmenntar. Samkvæmt upplýsingum frá Hope Knútsson, stofnanda og framkvæmdastjóra Borgaralegra ferminga á Íslandi, þá hefur verið mikil fjölgun undan- farin ár. „Fyrsta árið fermdust sext- án borgaralega,“ segir Hope. Í ár eru hins vegar 304 ungmenni skráð í borgaralega fermingu og því tölu- vert mikil fjölgun. „Það eru 7,3% allra ungmenna á fermingaraldri,“ segir hún. „Óhætt er að segja að slík fjölgun hefur skapað nokkur jákvæð vanda- mál sem leyst hefur verið úr. Yfir 26.000 manns hafa sótt athafnirnar. Í vor verða þrjár athafnir í Háskólabíó í Reykjavík, tvær í Salnum í Kópavogi, ein í Hofi á Akureyri og ein á hverj- um eftirtalinna staða: Fljótsdalshér- aði, Höfn í Hornafirði og Suðurlandi. Búast má við um að 4.000 gestir verði við athafnirnar í ár.“ Hope segir að líklega skýri margir hlutir þessa miklu fjölgun. „Mögu- lega hefur lögskráning félagsins haft jákvæð áhrif til viðbótar við góðan orðstír fermingarinnar. Mestu skipt- ir að Jóhann Björnsson, heimspek- ingur og kennari, hefur byggt upp afar vandað námskeið sem öll ung- mennin sækja á 12 vikna tímabili,“ segir hún. Á námskeiðunum eru umfjöllunar efnin fjölbreytt, t.d. gagnrýnin hugsun, samskipti ung- linga og fullorðinna, fjölskyld- an, mismunandi lífsviðhorf, frelsi, ábyrgð, hamingja, gleði, sorg, mann- leg samskipti, mannréttindi og réttindi unglinga, jafnrétti, siðfræði, efahyggju- og trúarheimspeki, sam- skipti kynjanna, umhverfismál, for- dómar, tilfinningar, sorgarviðbrögð og fleira. „Í athöfnum Siðmenntar er ekki gerð krafa um að ungmenn- in gangist undir einhver heit eða lúti einhverjum kennisetningum. Sjálf fermingarathöfnin er afar hátíðleg og falleg.“ n viktoria@dv.is Borgaraleg ferming Mikil fjölgun hefur orðið í borgaralegri fermingu. Mynd aF veF SiðMenntar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.