Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Blaðsíða 62
Helgarblað 14.–17. mars 201446 Menning Menningarverðlaun DV
K
ristín Gunnlaugsdóttir hlaut
menningarverðlaun DV fyrir
sýninguna Sköpunarverk í
Listasafni Íslands. Sýningin
þótti listrænt ögrandi, nálgunin
kvennapólitísk og viðfangsefnið er
tilvistin sjálf. Sýningin þótti sú mark-
vissasta á árinu.
Kristín segir viðurkenninguna
sem felist í verðlaununum hafa
komið sér algerlega á óvart. „Mér
er þetta mikils virði vegna þess að
þetta er stuðningur við umfjöllun-
arefnið. Það er tekin afstaða með
umfjöllunarefni mínu. Ég er búin
að fá gríðarleg viðbrögð og langar
að nýta tækifærið og þakka DV fyr-
ir úthaldið. Að sýna menningu þá
virðingu sem henni ber í 35 ár, í
gegnum kreppu og annað slíkt. Mér
fannst dómnefndirnar einnig vinna
vel, það kom mjög vel fram í um-
fjöllun um þá sem voru tilnefndir og
gæði tilnefninga. Svona hátíð verður
fastur liður í menningarumræðu
og það skiptir miklu máli. Það er
einnig ómetanlegt að það skuli vera
fjölmiðill sem heldur hátíðinni úti
vegna þess að fjölmiðlar sýna menn-
ingu mismikla athygli og vandvirkni
í umfjöllun sinni.“
Á sýningunni Sköpunarverk er
myndefni hvers einasta verks sköp
kvenna. Kristínu finnst ákveðinn
húmor fólginn í því að setja fram af-
stöðu sína svo sterkt. „Í sýningunni
felst ákveðin afstaða sem ekki veitir
af í samfélaginu. Mér fannst svolítill
húmor í því að segja þetta ekki einu
sinni. Heldur aftur og aftur í hverju
einasta verki, í hverjum einasta
sal. Hér heima á Íslandi finnst mér
kvennabarátta hafa náð langt en ég
held við megum velta því fyrir okkur
hvort við höfum sofnað á verðinum
því hér er við lýði mikil æsku- og út-
litsdýrkun og konur vantreysta sjálf-
um sér og eigin gildum.
Kynslóðin á undan stóð sig
á margan hátt betur. Það er þó
von, því okkar samtíma einkenn-
ir ákveðin bersögli. Áherslur eru
einlægari, það er eitthvað sem fólk
dregst að og mér finnst aðlaðandi
og aðdáunarvert. Þetta er allt saman
á réttri leið en sýning mín er mitt
framlag til þess að sporna við því
sem hefur farið úrskeiðis í umræðu
gagnvart konum. Það er svo margt til
dæmis í umræðu um ofbeldi gagn-
vart konum. Það gerist ekkert nema
með því að taka sterka afstöðu.“
En sýning Kristínar er ekki ein-
göngu kvennapólitísk. Hún ein-
kennist líka af gleði og vísun í lífið
sjálft. Kjarna þess. „Þetta er ekki
bara kvennapólitísk sýning, þetta
er líka gleðin yfir því benda á lífið
og yfir því að vera kona. Stóra rauða
teppið fjallar um lífið, það að segja
satt. Stundum er sannleikurinn eins
og sköp kvenna. Eitthvað sem fólk
á erfitt með að horfast í augu við en
varðar lífið sjálft.“
Kristín vinnur að næstu sýningu
sem hún vinnur í Nesstofu, í gamla
Landlæknishúsinu, og það verður
spennandi að fylgjast með fram-
vindunni í haust. „Í þeirri sýningu er
ég að skoða sögu okkar og bakgrunn
hvað varðar líkamann og heilbrigði.
Ég fer svolítið inn á skömmina og
sjálfsmyndina, fátæktina og úrræða-
leysið sem einkenndi heilbrigð-
iskerfið í þá daga.“
kristjana@dv.is
Þ
að er frábær viðurkenning og
mjög skemmtilegt,“ segir fata-
hönnuðurinn Guðmundur Jör-
undsson um Menningarverð-
laun DV, sem fatamerki hans, JÖR,
hlaut í flokki hönnunar. „Það er ekki
mikið um verðlaun eða viðurkenn-
ingar í hönnun, svo þetta var mjög
ánægjulegt. Það var margt frábært
fólk sem vann til verðlauna og var til-
nefnt yfirhöfuð sem sýnir hversu öfl-
ug skapandi sena er á Íslandi.“
Guðmundur stofnaði JÖR fyrir
rúmu ári og hafa viðtökurnar ver-
ið einróma góðar. Þessa dagana
er unnið hörðum höndum að því
að klára komandi haustlínu sem
verður sýnd á Reykjavik Fashion
Festival í lok mánaðarins. „Að því
loknu tekur við Copenhagen Fas-
hion Summit, sem fer fram 24. apríl
í Kaupmannahöfn. Þar sýnum við á
samsýningu,“ segir Guðmundur.
En hvernig er tilfinningin að sjá
fólk á götum borgarinnar klætt í
hönnun frá honum? „Það er bara
gaman; hef reyndar aldrei pælt
mikið í því. Ég man að mér fannst
þetta mjög óþægilegt þegar fyrsta
Kormáks og Skjaldar-línan mín fór í
sölu. Þá hélt ég að allt myndi passa
illa og fötin myndu hrynja í sundur.
Það gerðist ekki og ég komst fljótt
yfir þetta.“
ingolfur@dv.is
Hönnun:
Sannleikurinn er
eins og sköp kvenna
Myndlist
Á
Stóra sviði Þjóðleik-
hússins hefur leiksýn-
ingin Englar alheims-
ins slegið rækilega í gegn
í vetur og fengið leikhúsgesti
bæði til þess að skella upp úr og
beygja af. Með aðalhlutverk fer
leikarinn Atli Rafn Sigurðarson,
þar sem hann bregður sér í hlut-
verk hins geðsjúka Páls, og er
óhætt að segja að Atli Rafn hafi
náð meistaralegum tökum á afar
krefjandi hlutverki. Hann held-
ur bæði meðleikurum sínum og
áhorfendum við efnið svo undr-
um sætir. Fyrir leik sinn hlaut
Atli Rafn Menningarverðlaun
DV sem Rafnhildur, dóttir hans,
veitti viðtöku fyrir hönd föður
sem þurfti að sinna nýfæddum
syni.
Atli Rafn er vanur því að
undirbúa sig vel undir hlutverk
sín. Hann kafar í heimildir og
leitar víða fanga. Honum finnst
erfitt að lýsa undirbúningsvinnu
sinni fyrir hlutverk Páls.
„Ég hef lýst því áður af van-
mætti. Við erum ekki bara með
skáldsögu Einars Más, við erum
ekki bara með ævi Pálma bróður
hans sem efnivið. Heldur liggur
heill heimur til grundvallar. Sem
er heimur geðveikinnar og að-
standenda geðsjúkra. Það er af
nógu að taka þar. Ég reyndi að
kynna mér skáldsöguna eins
vel og ég gat. Og allt sem að ég
gat fundið og hafði verið skrif-
að og fjallað um skáldsöguna.
Svo var mikill fjársjóður í ljóð-
um og málverkum Pálma. Þar
er að finna ótrúlega sérkenni-
lega snilld, groddalegan húmor
og auðvitað geðveiki. Fyrir mig
sem leikara var einna mesta nær-
ingin í því. Það var einhvern veg-
inn á ákveðnum tímapunkti sem
við áttuðum okkur á því að Páll
var farinn að lifa eigin lífi í sýn-
ingunni, það er ekki síst Pálma
að þakka.“
Samstarfið við leikstjórann,
Þorleif Arnarson, segir Atli
Rafn hafa verið stórkostlegt og
honum finnst verðlaunin eiga
við allan hópinn í heild sinni.
„Þetta er ekki bara ég. Mér finnst
Englar alheimsins vera frábært
dæmi um samvinnu í leikhúsi.
Þar sem margir koma að verk-
inu. Ekki bara leikstjóri, heldur
líka leikarar og allir starfsmenn
hússins. Það var mikið hjarta í
sýningunni.“
kristjana@dv.is
Heill heimur
til grundvallar
Leiklist
Hélt að fötin myndu hrynja í sundur
Hönnun
V
alið kom mér á óvart,“
viðurkennir Marteinn
Sigurgeirsson sem vann
Menningarverðlaun DV
í flokki kvikmynda fyrir
ævistarf sitt. Marteinn hefur verið
umsjónarmaður og aðaldriffjöður
Myndvers grunnskólanna síðustu
þrjá áratugina. „Það eru alltaf
stórir póstar sem eru tilnefndir.
Það er mikil gróska og breidd í
kvikmyndagerð í dag.“
Marteinn segist hafa verið
ánægður með tilnefninguna og
að fá að tilheyra hópi jafn snjallra
kvikmyndagerðarmanna og raun
ber vitni. Hann bjóst þó ekki við
því að vinna verðlaunin. „Við sem
erum að vinna með börnum í
skapandi skólastarfi höfum verið
að vekja athygli,“ bendir Marteinn
á, sem hann útskýrir með þeim
hætti að sífellt sé verið að sýna
grunnskólanemum meiri áhuga.
Myndverið heimsækja fjöl-
margir nemendur á miðstigi í
grunnskóla þar sem þeim gefst
tækifæri á að taka upp eigið efni.
Þegar blaðamaður slær á þráðinn
til Marteins hefur hann nýlokið
að taka upp bókmenntaþátt með
ungmennum. „Þetta er mjög gef-
andi og þau eru fljót að læra,“
segir Marteinn. Öll börnin fá að
taka þátt og prófa mismunandi
hlutverk í myndverinu.
Margir af okkar þekktustu
kvikmyndagerðarmönnum hafa
stigið sín fyrstu skref í mynd-
verinu hjá Marteini. „Nýjustu
leikstjórarnir, Marteinn Þórsson,
Reynir Lyngdal og Rúnar Rúnars-
son, voru hjá mér á sínum tíma,“
nefnir Marteinn sem dæmi.
ingolfur@dv.is
Gefandi vinna
Kvikmyndir