Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Blaðsíða 14
Helgarblað 14.–17. mars 201414 Fréttir Lamin í Laugardalslaug „Við höfum aldrei séð hana áður og vitum ekkert hver hún er en hún náðist í myndavélum. Svo er þetta líka bara lögreglu- mál þannig að við leyfum lög- reglunni að sjá um þetta,“ segir kærasti Guðrúnar Óskar Leifs- dóttur í samtali við DV, en þau voru ásamt vinkonu þeirra í sundi í Laugardalslaug á þriðju- dag þegar ókunnug kona réðst á Guðrúnu í kvennaklefanum með þeim afleiðingum að Guðrún þurfti að eyða nóttinni á spítala með næringu æð. Pressan greinir fyrst frá málinu. Þá kemur einnig fram að Guðrún hafi ælt blóði og finni enn til eymsla. Fyrir árásina hafði konan ausið yfir Guðrúnu og vinkonu hennar svívirðingum. „Loks fór hún að ausa yfir okkur svívirðingunum og sagði: „Mikið ofboðslega ertu feit.“ Ég leit und- an en þá sagði hún: „Þú verður nú að passa þig að springa ekki bara“. Þá leit ég undan aftur. Hún hækkaði þá röddina og hélt áfram og á endanum fékk ég nóg,“ sagði Guðrún í sam- tali við Pressuna. Hún sagðist þá hafa farið upp úr pottinum og sagt sundlaugarverði frá hegðun konunnar, og reyndi vörðurinn að ræða við konuna en hún virti hann ekki viðlits, að sögn Guð- rúnar. Var konunni þá vísað upp úr lauginni. Leigubílstjóri sýknaður af ákæru Fertugur leigubílstjóri í Kaup- mannahöfn hefur verið sýkn- aður af ákæru fyrir að mann- dráp af gáleysi, fyrir að aka á Dagnýju Grímsdóttur, 26 ára, í Kaupmannahöfn í október síð- astliðnum með þeim afleiðing- um að hún lést. Leigubílstjór- inn var sektaður um 52 þúsund krónur íslenskar fyrir of hraðan akstur, en sannað þótti að hann hafi ekið á 64 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund. „Ég gat ekki bremsað eða beygt, ég hefði ekki getað komið í veg fyr- ir þetta slys,“ sagði bílstjórinn fyrir dómi, að því er Ekstra Bladet greinir frá, en fjögur vitni voru leidd fyrir dóminn auk leigubílstjórans. Mjög dimmt var úti þegar slysið varð en fyrir dómi kom fram að Dagný hafi verið á miðjum veginum og virtist hún að sögn sjónarvotta vera að reyna að ná í leigu- bíl. Saksóknari í málinu sagði að leigubílstjórinn hefði átt að sýna meiri árvekni en vitnis- burður farþega sem var í leigu- bílnum þegar slysið varð renndi stoðum undir það. Þá taldi far- þeginn að bílstjórinn hafi ver- ið á meiri hraða en hann var dæmdur fyrir að vera á. „Þau eru ekki í mótsögn“ Aðstoðarmaður hafnar því að Sigmundur Davíð hafi farið með rangt mál J óhannes Þ. Skúlason, að- stoðarmaður forsætisráð- herra, hafnar því að ummæli Sigmundar Davíðs þess efn- is að Evrópusambandið líði ekki áframhaldandi hlé á aðildar- viðræðunum við Ísland, gangi í ber- högg við yfirlýsingar frá fulltrúum sambandsins. „Þegar ummæli Sig- mundar eru borin saman við um- mæli þeirra sést að þau eru ekki í mótsögn,“ segir Jóhannes. Í Kastljóssviðtali í síðustu viku var forsætisráðherra spurður hvort ESB krefðist þess að bundinn yrði endi á hlé aðildarviðræðna. Sigmundur jánkaði því og sagði: „Okkur hefur verið sagt það mjög skýrt og ítrekað, af öllum þessum aðilum, forystu- mönnum, stækkunarstjóra, tals- manni ESB að það sé ekki í boði að hafa þetta áfram í lausu lofti. Menn þurfa að segja af eða á.“ Daginn eft- ir hafði fréttastofa RÚV eftir Peter Stano, talsmanni stækkunarskrif- stofu ESB, að sambandið hefði ekki sett íslenskum stjórnvöldum neinn tímaramma varðandi aðildarvið- ræðurnar, það væri alfarið á hendi íslenskra stjórnvalda að ákveða hvort halda skyldi viðræðum áfram og ESB hafnaði öðrum túlkunum á orðum forystumanna sambands- ins. Tók Matthias Brinkmann, sendi- herra ESB á Íslandi, í sama streng í viðtali við Vísi. Aðstæður aðrar Aðstoðarmaður Sigmundar vísar því á bug að Sigmundur hafi farið með rangt mál eða misskilið skilaboðin frá forystumönnum ESB. „Það hef- ur enginn sagt að það séu skýr tíma- mörk, hvorki þeir né Sigmundur, svo þarna er ekkert í mótsögn,“ segir Jó- hannes og bætir því við að með orð- um sínum hafi Sigmundur verið að vísa til funda með José Manuel Bar- roso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Herman van Rumpoy, for- seta leiðtogaráðsins, í fyrrasumar, auk skilaboða frá Stefan Füle, stækk- unarstjóra sambandsins. Þar hafi komið skýrt fram að Ísland þyrfti að ákveða sem fyrst hvort möguleikan- um á inngöngu í Evrópusambandið yrði haldið opnum eða viðræðunum slitið. Bendir Jóhannes á að í frétta- tilkynningu þann 16. júlí segi Bar- roso að „klukkan tifi“ og Ísland þurfi að taka ákvörðun „án frekari tafa“. Hins vegar viðurkennir Jóhann- es að þegar þessi samskipti áttu sér stað voru aðstæðurnar aðr- ar en nú, enda var Ísland á þessum tíma ekki búið að leysa upp samn- inganefndina. „Þá voru þeir líka að velta því fyrir sér hvað ætti að gera við starfsfólkið og annað slíkt. Þegar samninganefndin okkar var leyst upp settu þeir auðvitað sitt starfs- fólk í annað, og þá hefur augljós- lega losnað um ákveðna óvissu hjá þeim,“ segir Jóhannes. En fyrst aðstæðurnar eru aðrar núna, búið er að leysa upp samn- inganefndir og stöðva vinnuna, eiga þessi ummæli þá nokkuð lengur við? „Það má spyrja hvort ESB hafi skipt um skoðun síðan þá, en við höfum aldrei fengið nein ný skilaboð,“ svar- ar hann. Tilbúin „hvenær sem er“ Þótt Jóhannes segi stjórnvöld aldrei hafa fengið skýr skilaboð frá ESB um að þrýstingnum hafi verið aflétt er ljóst að Stefan Füle, stækkunarstjóri sambandsins, talaði hreint út á fundi Evrópuþingsins þann 16. október í fyrra. Orð sem látin eru falla á þinginu hafa talsverða vigt, enda starfar fram- kvæmdastjórn ESB í umboði þess. Um aðildarviðræðurnar við Ísland sagði Füle meðal annars: „Ef Ís- lendingar kæra sig um, þá er fram- kvæmdastjórnin hvenær sem er til- búin að halda áfram viðræðunum (e. resume) sem nú eru langt komnar.“ Þetta er ekki til þess fallið að renna stoðum undir ummæli Sigmundar í Kastljósi þess efnis að það sé ómögu- legt að Íslendingar láti ESB „bara bíða einhvers staðar á hliðarlínunni.“ n Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is Þrýstingur á Ísland? Ummæli Sigmundar eru ekki í samræmi við orð stækkunarstjóra ESB, en aðstoðar- maður segir Sigmund hafa verið að vísa til samskipta við forseta fram- kvæmdastjórnarinnar. MynD SigTryggur Ari Allt satt og ekki í mótsögn Aðstoðar- maður forsætisráðherra vísar því á bug að Sig- mundur hafi farið með rangt mál í Kastljósi. „En við höfum aldrei fengið nein ný skilaboð. Máli ljósmyndara vísað frá Verða að gera kröfu hver í sínu lagi F rávísunarkrafa íslenska ríkis- ins og Þjóðminjasafnsins vegna stefnu frá fyrrverandi ljós- myndara dagblaðsins Tímans var tekin fyrir í héraðsdómi á mánu- dag. Tíu ljósmyndarar höfðuðu mál- ið vegna myndasafns Tímans sem er í vörslu Þjóðminjasafnsins, sem fékk það þegar Frjáls fjölmiðlun ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2002. Töldu þeir safnið ekki hafa haft heimild til þess að taka það til sín, og vildu frekar að Ljósmyndasafn Reykjavíkur fengi það í sína vörslu. Þjóðminjasafnið hefur notað mynd- irnar á sýningu án samþykkis frá ljósmyndurum og jafnvel merkt sem eign Þjóðminjasafnsins. Krafa stefndu var byggð á því að ljósmyndararnir gætu ekki átt sam- aðild að málinu og þá sögðu þeir kröfur þeirra óskýrar. Filmur og myndir hafi ekki verið sérgreindar, myndunum ekki lýst og höfundar einstakra mynda ekki tilgreindir, auk þess sem ekki hafi komið neitt fram um það hvenær myndirnar voru teknar. Þá segir einnig í kröf- unni að ljósmyndararnir hafi ekki haft sameiginlegan rétt til einstakra mynda og verði því hver í sínu lagi að gera kröfu á grundvelli nánar til- greindra mynda eða filma. Í dómn- um var tekið tillit til þessa og málinu því vísað frá. Var ljósmyndurunum tíu gert að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað. „Fyrst og fremst eru verðmæti fólgin í aldri myndanna og því að þetta eru filmur. Myndirnar eru allt frá árinu 1960 þangað til Tíminn fór á hausinn á tíunda áratugnum, og þarna er þrjátíu ára saga þjóðar,“ sagði Gunnar V. Andrésson ljósmyndari við DV í febrúar, og nefndi meðal annars eldgos, heimsóknir konungsfólks og afhendingu handrita. n rognvaldur@dv.is Úr safninu Þessi mynd var tekin þegar hægri umferð var tekin upp á Íslandi, og er í ljós- myndasafni Tímans. MynD gunnAr V. AnDréSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.