Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Blaðsíða 48
Helgarblað 14.–17. mars 201432 Fólk Viðtal
Þ
orsteinn tekur á móti mér á
heimili sínu við Háteigsveg
inn þar sem hann hefur búið
í hartnær tuttugu ár. Hann
tekur af mér yfirhöfnina og
hengir upp inni í skáp í forstofunni
áður en hann býður til stofu þar sem
við setjumst hvort í sinn hæginda
stólinn úr brúnu leðri, líkt og Chester
fieldsófinn. Búið er að leggja á borð
og tína til súkkulaðikex og kaffi, en
Þorsteinn biðst afsökunar á að hafa
ekki nennt að hella upp á og notast
við neskaffi í staðinn. Klukkan er rétt
rúmlega ellefu þennan þriðjudags
morgun og hann var að koma af fundi
í MPbanka og er klæddur líkt og
stjórnarformanni sæmir, í dökkbláar
buxur, teinótta skyrtu, með bindi og í
ljósum leðurskóm.
Fyrir ofan sófann hangir stórt og
mikið verk frá endurreisnartímanum
á Ítalíu. Verkið var arfur úr fjölskyldu
Ingibjargar líkt og listilega útskorinn
skenkur í stofunni. Sjálfur situr Þor
steinn undir verki eftir Erró. Listin er
í hávegum höfð á heimili Þorsteins,
fyrir utan öll listaverkin og listmunina
sem prýða heimilið er listaverkabók
um staflað upp undir stofuborðinu.
Sjálfur dundaði hann sér við að teikna
eitt árið í Verslunarskólanum en hafði
hvorki hæfileika né áhuga á að halda
því áfram.
Heimili hans hér á Háteigsveginum
er að mörgu leyti ólíkt æskuheimil
inu á Selfossi. „Á mínu æskuheimili
var ekki til bíll, það var ekki til sími,
það var ekki til ísskápur. Þegar ég
var tíu ára fluttum við svo í blokkarí
búð í Reykjavík og þá eignuðumst við
smám saman hluti eins og ísskáp og
síma.“
Þorsteinn á einn bróður en sex ár
eru á milli þeirra. Sambandið hefur
þó alltaf verið gott og vináttan sterk.
„Fyrst og fremst átti ég gott heim
ili, umhyggjusama foreldra og góðan
bróður. Að því leyti er ég alinn upp við
einstaklega góðar aðstæður þótt efn
in hafi ekki verið mikil. Það gat ekki
verið betra, en ég held að það sé afar
mikilvægt að eiga góða að.“
Feimnin alltaf fylgt honum
Sjálfur segist hann hafa verið ósköp
venjulegt barn sem las og lék sér eins
og krakkar gerðu á þeim tíma. Einu
sinni stal hann rabarbara úr garði
nágrannans, „en ég var ekki mik
ið fyrir óknytti,“ segir hann brosandi.
Fyrirferðarmikill var hann ekki, þvert
á móti, feimnin hefur alltaf fylgt
honum.
„Ég var afskaplega feiminn og
þegar ég kom í Verslunarskóla Íslands
var ég mjög lengi að áræða það að taka
til máls á málfundum, en vinir mín
ir ýttu mér út í það. Eftir að ég byrjaði
gat ég ekki stoppað. Mér fannst ég eiga
ágætlega heima í ræðustól og hefur
alltaf liðið vel í ræðustól síðan. En það
var mikið átak að byrja,“ segir hann og
viðurkennir fúslega að feimnin fylgi
honum enn: „Ég hef aldrei losnað við
þessa feimni. Þó að blaðamennska
og pólitísk störf hafi kallað á að ég ýtti
svoleiðis hlutum til hliðar þá blund
ar þessi feimni alltaf í mér. Ég þarf að
takast á við það daglega.“
Eitt var þó óvenjulegt við barnið
sem Þorsteinn var – óþrjótandi áhugi
hans á pólitík. Áhuginn kviknaði í
kringum tólf ára aldurinn og hann
kann enga skýringu á því. Pólitík var
ekki mikið rædd á heimilinu auk þess
sem foreldrar hans höfðu aðra sýn á
málin heldur en hann. „Mínar skoð
anir mynduðust mjög sjálfstætt og á
mínum eigin forsendum en ekki af
því að þeim var haldið að mér. For
eldrar mínir voru ekki alls kostar sam
mála í pólitík og kannski þess vegna
sem pólitíkin var ekki mikið rædd á
mínu heimili.“
Fjórtán ára skráði hann sig í flokk
inn, áður en hann hafði aldur til
og fór að taka virkan þátt í störfum
Heimdallar. „Í yngri bekkjum Versl
unarskólans labbaði ég stundum
niður á þing eftir skóla til að hlusta á
umræður. Þetta var eitthvað sem var
lifandi í mér. Eftir því sem leið á tók
ég virkari þátt í félagsstörfum og eins
þegar ég kom í háskólann.“
Þar varð hann formaður Vöku
strax á fyrsta ári, formaður Orator,
félags lögfræðinema auk þess sem
hann sat í stúdentaráði og var fulltrúi
stúdenta í háskólaráði.
Sár svik
Eftir öll þessi ár í flokknum getur hann
ekki leynt vonbrigðum sínum með
það hvernig forysta flokksins hef
ur haldið á Evrópumálunum síðustu
vikur. „Það eru ekki margir sem geta
sett sig í spor formanns Sjálfstæðis
flokksins. Ég skil mætavel hversu erfitt
það er að horfa til margra sjónarmiða.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stór
flokkur þar sem margar ólíkar raddir
sameinast um grunngildi flokksins,
tekist er á um annað. Þess vegna hef
ur það skipt máli hvernig ákvarðanir
eru teknar innan flokksins. Það getur
skipt sköpum þegar sætta á stríð
andi fylkingar. Það hvernig ákvarð
anir eru teknar getur skipt meira máli
en endanleg niðurstaða. Sjálfstæðis
flokkurinn hefur verið klofinn vegna
afstöðu manna til Evrópusambands
ins. Fyrir formann Sjálfstæðisflokks
ins var það því ákjósanleg staða að
bera áframhald aðildarviðræðna við
Evrópusambandið undir þjóðina og
fá þannig endanlega lausn í málið.
Að undanförnu hefur dregið
verulega úr andstöðunni við að
ild að Evrópusambandinu og nú
er svo komið að mikill meirihluti
þjóðarinnar vill klára þessar aðildar
viðræður. Fyrir kosningar lofuðu
báðir ríkisstjórnarflokkarnir þjóðar
atkvæðagreiðslu um framhaldið þótt
Sjálfstæðisflokkurinn hafi kveðið
fastar að orði. Þetta var ekki aðeins
loforð formanns, heldur var þetta lof
orð flokksins, gefið út í auglýsinga
bæklingum, sem allir ráðherrar tóku
undir. Menn kusu flokkinn út á þetta.
Vegna þessara loforða snerust kosn
ingarnar ekki um afstöðu manna
til áframhalds aðildarviðræðna við
Evrópusambandið.
Ég gat ekki setið þegjandi þegar
hafa átti þessi loforð að engu. Það er
ekki hægt að afgreiða svona mál án
þess að um það skapist umræða. Það
er ekki hægt að hverfa frá lýðræðisleg
um gildum flokksins án þess að mæta
andstöðu. Það er ekki hægt að hunsa
þjóðarvilja án þess að skapa gjá á
milli þings og þjóðar. Það væri sárt að
sjá Sjálfstæðisflokkinn þurfa að gjalda
fyrir það.“
Hætt við klofningi
Andstaða Þorsteins við þingsálykt
unartillögu ríkisstjórnarinnar um slit
á aðildarviðræðum við Evrópusam
bandið hefur vakið athygli, ekki síst
vegna stöðu hans innan flokksins.
En hann er ekki einn. Samkvæmt ný
legri könnun vilja 82 prósent þjóðar
innr klára aðildarviðræðurnar, um
50.000 undirskriftir hafa safnast gegn
þingsályktunartillögunni og fjölmenn
mótmæli hafa farið fram fyrir utan
Alþingishúsið. Þá hafa báðir flokk
ar misst fylgi. Samkvæmt Þjóðarpúlsi
Gallup fór fylgi Sjálfstæðisflokksins
niður í 19 prósent atkvæða og Fram
sóknarflokksins í 13 prósent í vikunni
eftir að þingsályktunartillagan var
lögð fram. Sem þýðir að ríkisstjórnin
var komin í verri stöðu en ríkisstjórn
Jóhönnu Sigurðardóttur var í þegar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf
stæðisflokksins, krafðist afsagnar
vegna fylgishruns. „Ríkisstjórnir koma
hvorki né fara með skoðanakönnun
um,“ segir Þorsteinn. „Skoðana
kannanir eru hins vegar ágætis mæli
tæki til að sjá hvernig vindarnir blása.
Það er ljóst að þessi ríkisstjórn stend
ur frammi fyrir miklu vanda.
Fram að þessu hefur Sjálfstæðis
flokkurinn haldið sjó á kjörtímabil
inu á meðan Framsóknarflokkurinn
hefur misst fylgi. Nú hafa báðir flokk
arnir misst fylgi. Sem þýðir að þeir
vanmátu þetta mál.
Eftir þrjú ár verður gengið aftur
til kosninga. Þá kemur í ljós hvernig
kjósendur verja atkvæði sínu. Þeir
geta vissulega refsað flokkum sem
hafa svikið loforð sín. En það getur
líka orðið flókið því valið verður að
öllu óbreyttu á milli núverandi stórn
ar eða að endurreisa þá gömlu sem
kjósendur höfnuðu í fyrra.“
Rætt er um hættuna á klofningi
innan Sjálfstæðisflokksins vegna
málsins. Þorsteinn segist ekki standa
á bak við nýjan flokk. „Á sínum tíma
tók ég ákvörðun um að hætta í stjórn
málum og stend við þá ákvörðun. Ég
ætla mér ekki aftur inn á þann vett
vang. En það er ómögulegt að segja til
um hvað verður.
Flokkakerfið er að breytast og fylg
ið er að færast til. Vandinn er ekki að
eins á hægri vængnum. Samfylkingin
bauð fram í tveimur flokkum í síðustu
alþingiskosningum og þar hefur Björt
framtíð látið meira til sín taka. Vinstri
græn hafa verið að glíma við óeiningu
innan flokksins og mikinn vanda. Það
er ekki hægt að sjá fyrir hvernig þetta
endar. Yfirleitt taka svona breytingar
tíu til fimmtán ár.“
Enn möguleiki á sátt
Ljóst er að þingsályktunartillagan er
borin fram að kröfu mestu harðlínu
manna í málinu. Þannig sagði Þor
gerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrr
verandi varaformaður flokksins, að
„harðlífið“ væri að taka yfir og svart
stakkarnir ættu ekki að eiga meira í
flokknum en aðrir félagsmenn. Hvatti
hún Bjarna til þess að hlusta á hjart
að og fylgja sannfæringu sinni. Hafa
þessi hvatningarorð hennar vakið
upp spurningar um hvort Bjarni sé
nógu sterkur leiðtogi til að fylgja eig
in sannfæringu. „Mér hefir fundist
Bjarni vera vaxandi formaður,“ segir
Þorsteinn. „Í sjónvarpsviðtalinu sem
sneri stöðu hans fyrir kosningar sýndi
hann einstaka hæfileika sem stjórn
málamaður. Þetta var einn stærsti
pólitíski sigur seinni tíma. Að sama
skapi hefur mér fundist hann sýna
festu og ábyrgð sem fjármálaráðherra
fram til þessa. Þess vegna voru von
brigðin meiri og dýpri en ella.“
Hann gefur lítið fyrir rök um póli
tískan ómöguleika. Af því að afstaða
ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki
breyst frá kosningum. Og eins vegna
þess að ríkisstjórn sem er ekki fær
um framfylgja vilja þjóðarinnar er
ekki fær um að sinna hlutverki sínu.
„Ríkis stjórn hefur það í hendi sér
hvernig gengið er til þjóðaratkvæða
greiðslu. Hún getur ákveðið að halda
ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu
þar sem þjóðarvilja er framfylgt í kjöl
farið. Eða hún getur haldið fráfarandi
þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem af
staða ríkisstjórnarinnar er eindregin
og hún fer frá völdum ef niðurstað
an er á skjön við hana og leyfir öðrum
að framfylgja þjóðarviljanum. Hún
hefur það í hendi sér hvort hún leggur
sjálfa sig undir eða ekki. Það þvingar
enginn menn til að segja af sér.
Að sama skapi getur ríkisstjórnin
tímasett slíkar kosningar eftir hentug
leika. Hún gæti slegið því á frest fram
undir lok kjörtímabilsins. Ég hugsa að
flestir myndu sýna því skilning, þó að
það væri vissulega verri kostur því þá
er verið að sóa dýrmætum tíma. Það
myndi hins vegar gera ríkisstjórn
inni kleift að leggja þetta mál til hlið
ar um stund og sinna öðrum verk
um. Um leið væri kjósendum falið að
taka afstöðu til framhaldsins í næstu
alþingis kosningum.
Enn er tækifæri til að ná sátt í mál
inu. Það verður ekki of seint fyrr en
þingsályktunartillagan hefur verið
afgreidd. Í versta falli væri hægt að
bera þingsályktunartillöguna undir
þjóðina þannig að hún tæki ekki gildi
nema þjóðin væri samþykk því. En
þrátt fyrir þessa mikla andstöðu við
málið hefur ríkisstjórnin ekki sýnt
vilja til málamiðlana.“
Áhrif forsetans mikil
Þorsteinn er á þeirri skoðun að hags
munum íslensku þjóðarinnar væri
best borgið innan Evrópusambands
ins fáum við góðan samning, annars
ekki. „Aðild að Evrópusambandinu
væri eðlileg þróun í utanríkismálum
Íslands og í takt við stefnuna síð
ustu sextíu ár. Það væri meiri stefnu
breyting að slíta aðildarviðræðunum
heldur en að ganga í Evrópusam
bandið. Þar eru þær þjóðir sem við
eigum samleið með, ekki bara út frá
efnahagslegum forsendum heldur
einnig pólitískum og menningarleg
um forsendum. Fyrir utan það að
þetta eru þær þjóðir sem standa vörð
um mannréttindi og lýðræði í heim
inum.
Ég verð að viðurkenna að mér brá
þegar ég las stjórnarsáttmálann þar
sem hvergi er minnst á Evrópusam
bandið heldur lögð áhersla á að Ís
lendingar finni sér nýja vini í utanrík
ismálum. Ég skil ekki á hvaða braut
við erum ef við ætlum að fylgja pólitík
forsetans og halla okkur að Rússlandi
og Kína. Einhverra hluta vegna hef
ur forsetinn fengið að hafa óeðlilega
mikil áhrif á utanríkisstefnu ríkis
stjórnarinnar. Það er ekki eins og það
á að vera.
Það er bæði gömul saga og ný að
menn veljast til setu í ríkisstjórn án
þess að valda því hlutverki.
Við stöndum frammi fyrir vanda
í efnahagslífinu. Sem stendur er að
ild að Evrópusambandinu umgjörð
sem getur hjálpað okkur að ná tökum
á þeim erfiðu úrlausnarefnum. Það er
galið að ætla að loka á þennan eina
möguleika sem er uppi á borðum.
Fyrir mér er þetta eins og að taka lyf.
Engin lyf eru án aukaverkana. Það
þarf að skoða heildarmyndina, hvort
ávinningurinn er með meiri en gall
arnir.
Líklega verður erfitt að ná niður
stöðu í sjávarútvegsmálum og efna
hagsmálum en við náum aldrei ár
angri ef við gefumst upp fyrirfram.
Þegar þessu ferli er lokið verður fyrst
hægt að taka afstöðu til samnings og
skoða hvort þetta er heillavænlegt
skref fyrir þjóðina eða ekki.“
Þurfti að sanna sig
Sjálfur sagði Þorsteinn skilið við póli
tíkina árið 1999. Þá hafði hann verið
á þingi í sextán ár, en hann var rétt
nýkjörinn á þing þegar það kom á
daginn að þáverandi formaður Sjálf
stæðisflokksins, Geir Hallgrímsson,
hefði í hyggju að hætta og væri að leita
að eftirmanni. Hann hafði nokkra
menn í huga, þar á meðal Þorstein.
„Mér fannst það framandi tilhugsun
að leiða flokkinn. Ég var of ungur til
að hafa leitt hugann að slíku.
Ég hafði ekki einu sinni tekið sæti
á Alþingi þegar hann kom að máli
við mig. Það var kosið að vori og þing
kom ekki saman fyrr en að hausti, í
október. Seinna í sama mánuði var
landsfundur Sjálfstæðisflokksins
haldinn þar sem ég varð formaður
flokksins eftir nokkurra daga setu á
Alþingi.“
Þorsteinn var langyngsti maður
„Við áttum mörg
góð ár saman“
Þorsteinn Pálsson gekk í Sjálfstæðisflokk-
inn aðeins fjórtán ára gamall. Ungur náði hann völd-
um og frama innan flokksins. Hann var yngsti maður
flokksins á þingi þegar hann tók við formennskunni.
Það var í takt við annað, ungur tókst hann á við
hvert stórverkefnið á fætur öðru. Af erfiðri reynslu
lærði hann líka snemma að annað skipti meira máli
í lífinu en að komast til áhrifa. Eiginkonunni, Ingi-
björgu Rafnar, kynntist hann í háskóla og gengu þau
í hjónaband skömmu síðar. Þorsteinn stendur núna
frammi fyrir því að tilveran eins og hann þekkti hana
áður hefur gjörbreyst á skömmum tíma, lífsföru-
nautur hans er fallinn frá og flokkurinn sem hann
hefur fylgt alla tíð hefur svikið gefin loforð.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
„Ég gat
ekki setið
þegjandi þegar
hafa átti þessi
loforð að engu